Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1995, Blaðsíða 12
12
FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 1995
Spumingin
Hvaða stjórnmálamaður
er sætastur?
Björg Vigfúsdóttir verslunarskóla-
nemi: Árni Sigfússon.
Kristín Ingólfsdóttir verslunarmað-
ur: Ég veit það ekki.
Signý Hafsteinsdóttir: Davíö Odds-
son.
Bylgja Sigurjónsdóttir húsvörður og
Bjarnveig Dagsdóttir: Ámi Sigfús-
son, Ken.
Sesselja Jóhannsdóttir hjúkrunar-
fræðingur: Friðrik Sophusson.
Marinella Ragnheiður Haraldsdóttir
nemi: Er það ekki Davíð?
Lesendur___________
Að stela frá
hinum fátæku
og færa hinum ríku
Björn er ekki hlynntur styrkjum til leiklistar.
Björn Jónsson skrifar:
Menning er hvað það sem fólkið
tekur sér fyrir hendur. Sumir vilja
meina að ákveðna tegund menningar
beri að styrkja af ríkinu. Slík menn-
ing sé t.d. leiklist, dans, sígild tónlist
og bókmenntir. Þetta er fullkomið
óréttlæti. Aðrar tegundir menningar
tapa á þessu. Styrkirnir til Þjóðleik-
hússins eru skattarnir á bíóhúsin.
Hvers vegna er menningin í Þjóðleik-
húsinu betri? Vissulega getur mönn-
um þótt hún betri en það er bara
þeirra persónulega skoðun. En þeir
geta ekki sett sig í dómarasæti og
úrskurðað eins og einhver guðleg
vera að ein tegund menningar sé
betri en önnur.
Réttast er að leyfa fólkinu sjálfu
að ákveða hvemig menningu það kýs
- eða hvort það kýs að sækja menn-
ingarviðburði yfirleitt. Með því að
minnka skattheimtu hefur fólk meiri
peninga á milli handanna og fær að
velja sjálft hvað það gerir við þá.
Þá kynnu menn að segja að styrk-
irnir til t.d. leikhúsa og sinfóníu-
hljómsveitar séu einungis vegna þess
að fólkið, sem á að fá að njóta þess-
ara menningarviðburða, er of fátækt
til að borga sjálft. Fyrst vil ég segja
þaö að þá er miklu nær að láta þetta
fátæka fólk fá peningana beint og
leyfa því svo sjálfu að ákveða hvort
það notar peningana í „góða“ menn-
ingu, aðra menningu eða sleppi því
að sækja menningarviðburði og noti
þá hreinlega í mat. Kannski þarfnast
þetta fólk matar eða húsaskjóls
miklu fremur en menningar. Hvers
vegna setja menn sig svona á háan
stall og ákveða fyrir þetta fólk að það
þurfi leiklist? Auk þessa er það ekki
fátækasta fólkið sem sækir leikhús.
Það er fína fólkið í Reykjavík sem
gerir það og þegar allt kemur til alls
em þessir styrkir til menningar
hreinar millifærslur frá hinum sem
minna eiga til hinna ríkari. Pening-
unum er stolið frá hinum fátæku og
þeir færðir hinum ríku.
Þessu vilja menn kannski mót-
mæla og segja að þessi „rétta“ menn-
ing legðist af ef hún væri ekki styrkt.
Ef svo er, þá það. Ef hún er ekki það
góð að fólk sé tilbúið að borga sjálft
fyrir hana á hún ekki að vera starf-
rækt. Þá á fólkið að fá að nota pening-
ana sína í bíóferðimar sínar, húsa-
leiguna sína eða hvað sem það vill
heldur.
Óréttlátar einkunnir
Námsmaður skrifar:
Margt í menntakerfmu er til sóma
en þó er það ekki fullkomið fremur
en ætlast má til. I einkunnagjöf gild-
ir oftast að hálfu svokölluð ársein-
kunn. Er það einkunn sem ekki bygg-
ir á lokaprófi heldur á mati kennara.
Mismunandi er á hverju hún byggist
en oft er það einungis undir kennar-
anum komið. Sumir kennararbyggja
einkunnina á miðsvetrarprófi, jóla-
prófi. Aðrir byggja hana á skyndi-
prófum sem tekin hafa verið yfir
veturinn og enn aðrir byggja hana á
því sem kallað er frammistaða í tím-
um. Síðan eru til blöndur af öllu
þessu.
Þessi einkunn er mjög óvísindaleg.
I fyrsta lagi gefur hún kennaranum
færi á að ákveða eftir eigin geöþótta
hvernig einkunnir nemendur fá,
jafnvel hvort þeir falla eða ekki. Mis-
jafn sauður er í mörgu fé og oft nota
kennarar árseinkunn til að ná sér
niðri á nemendum sem þeim líkar
ekki við. Ekki er þá hægt að bregð-
ast við á neinn máta. Slíkt hefur oft
verið reynt en staða nemandans
gagnvart kennara og skólayfirvöld-
um er veik.
Jafnvel þótt kennarar leggi sig
fram um að gefa réttlátar einkunnir
gera þeir mistök. Alltaf gera menn
mistök og þessi aðferð viö einkun-
nagjöf býður mjög upp á slíkt.
Einnig nota kennarar árseinkunn
ósjálfrátt til að hækka þá nemendur
upp sem þeim er vel við. Það jafngild-
ir því að lækka hina sem þeim líkar
ekki eins vel við og er að vissu leyti
verra því þá er erfiðara að mótmæla
og sýna fram á að einkunnin sé röng.
Þá dugir t.d. ekki samanburður árs-
einkunnar viö prófseinkunnir við-
komandi nemanda yfir veturinn því
þær einkunnir gætu verið í fullu
samræmi.
Ég vil benda nýjum menntamála-
ráðherra á þennan galla í skólakerf-
inu og vona aö hann sjái sér fært að
athuga hvort ekki sé eðlilegt aö
menntamálaráðuneytið geri kröfu til
þess að einkunnir í skólum landsins,
a.m.k. framhaldsskólum, séu áreið-
anlegar og byggðar á prófum en ekki
mati. Þetta er réttlætismál.
Ríkisútgerð - þióðarútgerð
Sjómaður skrifar:
Miklar deilur eru um hvernig fyrir-
komulagið skuli vera í sjávarútvegs-
málum. Þeim, sem eru hlynntir nú-
verandi kvótakerfi, finnst eðlilegt aö
kvótí geti gengið kaupum og sölum
en þeir sem hlynntir eru veiðileyfa-
gjaldi, eða auðlindaskatti eins og aðr-
ir kalla það, vilja að þjóðin fái sinn
skerf af útgerðargróðanum. Vissu-
lega hafa báðir aðilar mjög mikið til
síns máls en ég held að til sé fyrir-
komulag sem alhr geta sætt sig viö.
Lausnin er ríkisútgerð, eða þjóðar-
útgerð þvi hún þjónar hagsmunum
allrar þjóðarinnar. Rikið myndi eiga
allan kvóta og væri eini útgerðaraðil-
inn. Þá gerist það sjálíkrafa að kvóti
gengur ekki kaupum og sölum því
eimmgis einn aðili á hann og notar.
Á sama tíma fengi þjóðin sinn skerf
af útgerðargróðanum. Þá er svo sann-
arlega hægt að segja að fiskimiðin séu
sameign íslensku þjóðarinnar. Að
Bréfritari leggur til að stofnuð verði
ríkisútgerð, eða þjóðarútgerð, sem
hefði ein allan kvóta.
sjáh'sögðu myndi hiö nýja fyrirtæki
reka útgerð um allt land til að full-
nægja byggöasjónarmiðum. Hins veg-
ar gætu fiskvinnslufyrirtækin verið,
a.m.k. mörg hver, í einkaeign.
Þetta fyrirkomulag hefur marga
kosti í för með sér. I fyrsta lagi getur
ein stjórn haft yfirumsjón með öllum
fiskveiðum og því er allt samræmt,
betur stjórnað og við njótum stærð-
arhagkvæmni. I öðru lagi losnum við
við nöldriö í útgerðarmönnum þegar
kvóti er skorinn niður. Hafrann-
sóknastofnun yrði deild í lúnu nýja
fyrirtæki og myndi ráðleggja um veið-
ar. Þá eru það greinilegir hagsmunir
fyrirtækisins að veiða ekki um of.
Svona ábyrgðarleysi í viðhorfi gagn-
vart ofveiði eins og ríkt hefur er ein-
ungis vegna þess að þessir menn
hugsa bara um hag eigin fyrirtækis
en ekki heildarinnar. Ekkert slíkt
vandamál er til staðar ef fyrirtækið
og heildin er eitt og hið sama.
Ég legg til að menn íhugi þennan
kost vandlega en útiloki ekki bara
vegna einhverra fordóma gagnvart
ríkisrekstri. Það kann að vera að
þárna sé lausnin komin fyrir okkur
íslendinga.
Geymsluþoloð
H.Þ. hringdi:
Nú er hafinn innflutningur á
matvælum þar sem geymsluþol
er sjö mánuðir. Einhvern veginn
grunar mig að um leið og
geymsluþolið er aukið minnki
næringargildiö. Gott væri að ís-
lenskir framleiðendur merktu
vörur sínar mjög vel til að menn
geti þá forðast liinar erlendu ef
þetta er tílfellið með þær.
Umvæntanlegar
heræfingar
Skarphéðinn Hinrik Einarsson
skrifar;
Ég hef séð í fjölmiðlum að fyrir-
hugaðar eru heræfingar hér i
þessum mánuði á vegum banda-
ríska hersins og einnig íslenska
ríkisins og Norðmanna. Mér
finnst þessar heræfingar vera
sóun á fjármunum bandarískra
skattborgara og nú íslenskra á
sama tíma og herinn er að draga
úr umsvifum sínum. Þörfin fyrir
veru hans verður sífelit minni.
Engin þörf er fyrir æfmgarnar.
Þeim fimm milljónum, sem ís-
lendingar leggja í þetta, væri bet-
ur varið í aðra hluti eins og til
dæmis sjúkrahús. Mér flnnst að
þetta herlið ætti frekar erindi
niður á Balkanskaga þar sem
heimurinn hefur horft á styrjöld
sem mál er að lirrni.
Ég erekki að deila á utanríkis-
stefnu Islands eða veru okkar f
Nato. Sú stefna, sem við höfum
fylgt, er rétt og vonandi veröur
sú stefna ríkjandi áfram en fyrr-
nefhd heræfing er engu að síður
óþörf og sóun á fjármunum.
Ekkiloka
sjúkrahúsum
Elín Torfadóttir hringdi:
Éger óánægð með hvernig Ingi-
björg Pálmadóttir talaði í sjón-
varpinu á mánudagskvöld þar
sem hún sagði að loka yrði ein-
hverjum sjúkrahúsum. Til hvers
voru þau þá byggð? Hvaða vald
hafa þessir ráðamenn?
Hvaðkostaði
myndin?
Helgi skrifar:
Miðvikudaginn 28.‘ júní var
fjallað um myndina Hin helgu vé
í DV. Jú, myndin var endursýnd,
Pétur Guðfinnsson vill ekki gefa
upp hver greiðslan er fyrir end-
ursýningu. Ég spyr: Er þetta hans
einkamál? Er Ríkissjónvarpið
ekki eign allra landsmanna, borg-
. að með nauðungarskatti? Eigum
við ekki heimtingu á að vita í
hvað peningarnir okkar eru sett-
ir? Svo segir Pétur blákalt að
hann gefl ekki upp hvað greiðslan
fyrir endursýningu á myndinni
Hin helgu vé hafi verið mikil. Ég
óska eftir skýrum svörum.
Hvalsmálið
Þorsteinn Steingrimsson hringdi:
I DV 20. og 23. júní sl. er marg-
mælgi um hvalreka ekki að öllu
leyti rétt. Hvalina rak ekki á land
við Raufarhöfn heldur á Hólsreka
og Höfðareka en bæði býlin eru
í Öxarfjarðarhreppi, u.þ.b. fjóra
og hálfan kílómetra sunnan Rauf-
arhafnar.
Eigandi Háls er Steingrimur
Þorsteinsson einn en Höfða eiga
hjónin Höskuldur Þorsteinsson
og Guðrún Matthildur Sigurjóns-
dóttir. Hjónin voru fjarverandi
og Steingrímur, bóndi á Hóh,
veitti Áma H. Gylfasyni, sem er
formaöur jeppaklúbbsins Ásar,
Raufarhöfn, ókeypis kjötskurð-
arleyfi en ekkert umfram það og
honum einum. Tvær Ijósmyndír
í DV sýna þó þá valdsmenn Rauf-
arhafnar, oddvitann Reyni Þor-
steinson og sveitarstjórann
Gunnlaug Júlíusson, báða á
Höfðareka að hvaltöku öldungis
í óleyfi og mikilh óþökk - Uka af
öðrum ástæðum.