Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1995, Page 16
16
FÖSTUDAGUR 7. JÚI.Í 1995
íþróttir
„Ætla ekki
að missa af
þjóðhátíð“
- sigurmark ÍBV gegn KR á 8. sekúndu
Þeir fljúga hátt, Ólafsfirðingarnir, þessa dagana, rétt eins og Gunnar Már Más:
Arnaldur Loftsson, á ekki möguleika i þessu návígi. Leiftur skoraði á lokaminúti
Sviptingar í baráttunni í
Olafsfii
ianna<
- sigurmark Leifturs gegn Brc
ÍBV-KR
(1-0) 1-0
1-0 Leifur Geir Hafsteinsson eftir að-
eins 8 sekúndur. KR-ingar misstu bolt-
ann eftir upphafsspyrnu og Leifur skor-
aði með skoti af 20 metra færi eftir aö
hafa skotið í einn félaga sinn og fengiö
boltann aftur.
Lið ÍBV: Friörik Friðriksson ;•;. - Friö-
rik Sæbjörnsson ;•;., Heimir Haílgrims-
son Hermann Hreiðarsson
Dragan Manojlovic - Ingi Sigurösson,
Jón Bragi Amarsson, Rútur Snorrason,
Tryggvi Guömundsson - Leifur Geir
Hafsteinsson, Steingrímur Jóhannes-
son;.\
Llð KR: Kristján Finnbogason ;•;. -
Brynjar Gunnarsson, Þormóður Egils-
son, Sigurður Öm Jónsson, Izudin Daði
Dervic - Hilmar Björnsson, Sahih Heim-
ir Porca, Sigurður B. Jónsson (Ásmund-
ur Haraldsson 65.), Einar Þór Daníelsson
- Guðmundur Benediktsson, Mihajlo
Bibercic.
ÍBV: 17 markskot, 7 horn.
KR: 12 markskot, 6 horn.
Gul spjöld: Rútur (ÍBV), Steingrímur
(ÍBV), Bibercic (KR, Dervic (KR).
Rautt spjald: Ekkert
Dómari: Guðmundur Stefán Marías-
son, í góöu formi.
Áhorfendur: Um 850.
Skilyrði: Brjálað rok á vestara mark-
ið.
Maður leiksins: Hermann Hreiðars-
son, ÍBV. Lék sem Heimaklettur í vörn-
inni og hirti alla skallabolta.
Breióablik-Leiftur
(0-1) 1-2
0-1 Páll Guðmundsson (44.) átti fyrst
skot í varnarmann Blika, en þeim tókst
ekki að bægja hættunni frá. Gunnar
Oddsson gaf síðan á Pál sem skoraði i
bláhornið fjær.
1-1 Rastislav Lazorik (83.) Boltinn
barst inn á vítateig Leifturs og hrökk
þar upp í hönd Slobodans Milisics. Úr
vitaspyrnunni skoraði Lazorik af öryggi
í vinstra hornið.
1-2 Sverrir Sverrisson (90.) Gunnar
Oddsson lék upp hægri kantinn, fram
hjá vamarmönnum Blika og gaf fyrir
við endamörk. Sverrir fékk boltinn út í
teig og skoraði með viðstöðulausu skoti
í bláhornið.
I.ið Breiðabliks: Hajrudin Cardaklija
- Kjartan Antonsson, Úlfar Óttarsson,
Willum Þórsson ;.j., - Gústaf Ómarsson,
Amaldur Loftsson, Arnar Grétarsson
Gunnlaugur Einarsson (Grétar
Sveirisson 73.), Jón. Þ. Stefánsson, -
Rastislav Lazorik Anthony Karl
Gregory.
Lið Leifturs: Þorvaldur Jónsson -
Júlíus Tryggvason Sigurbjöm Jak-
obsson, Slobodan Milisic Nebojsa
Corovic, - Gunnar Oddsson ;.v.;, Ragnar
Gíslason, Sverrir Sverrisson Baldur
Bragason (Einar Einarsson 78.), Páll
Guðmundsson - Gunnar Már Más-
son (Sindri Bjamáson 50.)
Breiðablik: 16 markskot, 5 hom.
Leiftur: 15 markskot, 4 horn.
Gul spjöld: Lazorik, Breiðabliki, Sig-
urbjöm og Ragnar, Leiftri.
Rautt spjald: Enginn.
Dómari: Ólafur Ragnarsson, góður.
Áhorfendur: 440.
Skilyrði: Strekkingsvindur og kalt.
Þurr og góður grasvöllur.
Maður leiksins: Páll Guðmundsson,
Leiftri. Var mjög sterkur á miðjunni
framan af leik og byggði upp ófáar
sóknir Leifturs. Lék af miklum krafti
og fór oft illa með Blikana meö leikni
sinni. Skoraði i ofanálag.
Forfföll hjá KR
Heimir Guðjónsson lék ekki
með KR í Eyjum í gærkvöld þar
sem hann tók út leikbann. Óskar
Hrafn Þorvaldsson var heldur
ekki með en samkvæmt heimild-
um DV. Var það vegna ósættis
við þjálfarann.
StórsigurGróttu
Grótta vann stórsigur á Bruna,
6-1, i 4. deildinni í gærkvöldi
Bæði hð voru með markaskorara
sem heita Hannes Guðmundsson
en auk þess skoruðu Kristján
Haraldsson 2, Arnaldur Schram
2 og Óttar Edvaldsson fyrir
Gróttu.
Þorsteinn Gunnarsson, DV, Eyjum:
„Það var auðvitað ekki hægt að
spila almennilegan fótbolta í þessu
snarvitlausa veöri. En það var brjál-
aður sigurvilji í mannskapnum og
við áttum stigin þrjú skilin. Atli þjálf-
ari hafði það eftir einum leikmanni
KR að þeir vildu sjá ÍBV falla í 2.
deild. Þessi orð kveiktu heldur betur
í okkur og við höfðum líka lofað okk-
ar frábæru stuðningsmönnum að við
myndum berjast til síðasta blóð-
dropa,“ sagði Hermann Hreiðarsson,
varnarmaður ÍBV, við DV eftir 1-0
sigur Eyjamanna á KR í gærkvöldi.
Fyrsta mark leiksins verður eflaust
skráö á spjöld sögunnar en það skor-
aði Leifur Geir Hafsteinsson eftir
aðeins 8 sekúndur. Samt byrjaði KR
með boltann! Þetta reyndist sigur-
markið í leik sem fyrst og fremst ein-
kenndist af hífandi roki og því var
vonlaust að spila knattspyrnu af ein-
hverju viti.
Eyjamenn sóttu án afláts undan
vindi í fyrri hálfleik en sköpuðu sér
ekki mörg færi og Kristján Finnboga-
son var öryggið uppmálað í marki
KR. í seinni hálfleik snerist dæmið
við, KR sótti án afláts en Friðrik Frið-
riksson var góður í marki ÍBV.
Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum:
„Markmið okkar er að spila góðan
bolta svo áhorfendur hafi gaman af.
Við vitum lítið sem ekkert um þessa
leikmenn en það hefur verið mjög
erfitt að ná sambandi við þá. Þeir
hafa verið með mjög gott lið og verða
án efa mjög sterkir. í liðinu eru flink-
ir og sterkir leikmenn," sagði Þórir
Sigfússon, þjálfari Keflvíkinga, en
þeir leika á sunnudag á móti Zagreb
í Inter-Toto keppninni en leikurinn
hefst klukkan 16 í Keflavík.
Golf:
íslenska liðið
varð í 17. sæti
íslenska karlalandsliðið í golfi
endaði í 17. sæti í undaukeppni
Evrópumeistaramóts iandsliöa í
Belgíu.
Tuttugu lið kepptu og hefði 16.
sætið nægt íslenska liðinu til að
komast í B-riðil keppninnar. Is-
lenska Jiðið lék samtals á 751
höggi. Besta skori í gær náði Birg-
ir Leifur Hafþórsson, GL, en
hann lék á 70 höggum. Þess má
geta að SSS (erfiðleikastuðull)
valiarins, sem leikið var á, er 72.
Sigurpáll Geir Sveinsson, GA, lék
á 72 höggum, Björn Knútsson,
GK, á 74, Björgvin Sigurbergsson,
GK, á 78, Þorkell Snorri Sigurðs-
son, GR, á 80 og Örn Arnarsson,
GA, ó 82 höggum. Islenska liðið
leikur gegn Tékkum í dag.
Vöm IBV átti frábæran leik með
Hermann sem besta mann. Þá var
Steingrímur Jóhannesson mjög ógn-
andi. Hjá KR var Kristján í markinu
bestur en aðrir náðu sér ekki á strik
í óveðrinu sem ÍBV virtist hafa betri
tök á.
„Mínir menn héldu að vindurinn
myndi bjarga málunum í seinni hálf-
leik en það þarf að hafa meira fyrir
hlutunum en það. Það er alltaf betra
liðið sem sigrar og við getum einung- ■
is kennt eigin vesöld um hvernig fór.
Helst hefði ég viljað að við hefðum
dvalið hér yíir nóttina og leikurinn
farið fram við betri aðstæður, en það
er önnur saga. Mér sýnist keppnin
nú vera um 2. sætið í deildinni og
Skagamenn séu bara í keppni við
sjálfa sig,“ sagði Guðjón Þórðarson,
þjálfari KR.
„Ég sagöi við strákana í vikunni
að ef þeir næðu 9 stigum af 15 mögu-
legum fyrir þjóðhátíðina gætu þeir
tekið hana með trompi. Ég er að átta
mig á þessum Eyjamóral, það snýst
allt um Jónsmessugleði og þjóðhátíð,
og þetta virkaði vel á strákana mína
sem börðust vel í kvöld. Þeir ætla
greinilega ekki að missa af þjóðhátíð-
inni,“ sagði Atli Eðvaldsson, þjálfari
ÍBV.
Keflvíkingar hafa leikið tvo leiki í
keppninni og tapað þeim báðum en
verið með forystu í hálfleik í báðum.
„Þetta verður án efa erfiður leikur
eins og hinir leikirnir. Þeir fara án
efa varlega í byrjun og sækja síðan
á þegar líða tekur á leikinn. Við höf-
um veriö einu marki yfir í hálfleik í
báðum leikjunum en gloprað þessu
niður eftir hlé. Við höfum notað mik-
ið af leikmönnum, eins marga og
mögulegt er, og munum halda því
áfram svo ungu strákarnir í liðinu
fái einhverja reynslu," sagði Þórir.
Staðan í 1. deildinni í knatt-
spyrnu eftir leikina í gærkvöldi:
Akranes.......7 7 0 0 15-2 21
Leiftur.......7 4 0 3 13-10 12
KR............7 4 0 3 8-7 12
Keflavík......6 3 2 1 6-3 11
ÍBV...........7 3 1 3 18-10 10
Breiðablik...7 3 13 11-11 10
Grindavík.....7 2 14 11-12 7
FH............7 2 0 5 11-18 6
Fram........6 1 2 3 4-12 5
Valur.......7 1 1 5 6-18 4
Markahæstir:
Rastislav Lazorik, Breiðabl.6
ÓlafurÞórðarson, ÍA...........6
Tryggvi Guðmundsson, ÍBV......5
Sumarliði Amason, ÍBV........4
Bjöm Leósson skrilar:
„Þetta var sætur sigur, þeir gerast
ekki sætari. Ég var búinn að sætta mig
við jafntefli, en það var alls ekki leiðin-
legt að sjá boltann inni. Þetta var ekki
ósanngjarnt, við áttum að skora 2-3
mörk í fyrri hálfleik en svo snerist leik-
urinn við í síðari hálfleik. En þeir unnu
sem vildu meira,“ sagði Sverrir Sverris-
son, Sauðkrækingurinn marksækni í
liði Leifturs, eftir 1-2 sigur á Blikum á
Kópavogsvelli í gærkvöld.
Sverrir gerði sigurmarkið á síðusta
mínútu leiksins og Leiftursliðið er því
komið í 2. sæti 1. deildarinnar með 12
stig, eftir þrjá sigurleiki í röð. Hreint
ekki slæmt af nýliðum að vera.
Leiftursmenn áttu fyrri hálfleikinn
skuldlausan og hreinlega óðu í færum
með vindinn í bakið. Það var ekki fyrr
en á næstsíðustu mínútu hálfleiksins
að sókn þeirra bar árangur er Páll skor-
aði. Áður hafði markstöngin bjargað
Blikum er Sigurbjörn Jakobsson brá
sér í sóknina.
Keflavlk-Zagreb á sunnudaglnn:
„Markmiðið er að
spila góðan bolta“