Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1995, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1995, Side 4
FÖSTUDAGUR 21. JÚLl 1995 3 Hst TÓNLISIAR ilðlfifl! Van Morríson - Days like This Tónlistarveisla Á undanförnum árum hefur glæsilegur tónlistarferill írska lagasmiðsins og söngvararis Vans Morrisons nóð hærri hæðum en nokkru sinni. Hvert snilldarverkið hefur rekið annað og ekkert lát virðist vera á. Vandaðri og fágaðri popptónlist er leitun að og ef eitthvað verðskuldar titilinn „sígilt popp“ þá er það.tónlist Vans Morrisons. Þar fer allt saman; frábærar lagasmíðar, ígrundaðir innihaldsríkir textar, fyrsta flokks hljóðfæraleikur og útsetningar og söngur eins og hann gerist bestur; tilfinning og tjáning. Á nýju plötunni Days like This heldur Morrison áfram á svipuðum nótum og síðustu ór; tónlistin er soulpopp með blúsívafi, melódísk og mjúk. Stærstu breytingarnar á þessari plötu er að finna í söngnum. Morrison syngur vissulega enn af sömu snilld sem fyrr en nú færir hann út kvíarnar með dóttur sinni, Shönu, sem er feikilega efhileg söngkona og gefur lögum föður síns nýja vídd og tilfinningu. Hún syngur aðalrödd í tveimur lögum ósamt föður sínum og bakraddir í flestum öðrum lögum. Önnur athygliverð rödd á plötunni, sem líka lyftir lögum Morrisons upp í æðra veldi og fyrst heyrðist á tónleikaplötunni A Night in San Francisco, er rödd Brians Kennedys; afskaplega áberandi og sérstök rödd sem minnir sumpart á rödd Aarons Neville. Days like This er í einu orði sagt tónlistarveisla, opin öllum sem vilja þiggja gott boð. - Sigurður Þór Salvarsson Neil Young - Mirrorball Skammt stórra högga á milli Tilurð plötunnar Mirrorball á sér nokkuð sérkennilega sögu. Upphafið má rekja til þess að við hátíðlega athöfn, þar sem Young var tekinn í tölu stórmenna í Rock N Roll Music Hall of Fame í fyrra, tók hann lagið með rokksveitinni Pearl Jam. Tókst svo vel til að farið var að huga að samstarfi þessara aðila á plötu. Og nú er platan fædd en merkilegt nokk er sama hvernig maður rýnir í plötupésann, . hvergi er nafn Pearl Jam að finna. Hins vegar má ef vel er að gáð finna nöfn einstakra liðsmanna Pearl Jam í hópi hljóðfæraleikara. Skýringin er sú að Young og Pearl Jam eru ekki á samningi hjá sama hljómplötufyrirtækinu og þau gátu ekki komið sér saman um útgáfuna og þess vegna var sú leið farin að sleppa einfaldlega nafni Pearl Jam á plötunni. Hvort þetta hefur líka ráðið því að Neil Young sér einn um lagasmíðamar á plötunni veit ég ekki en fyrir vikið verður þetta í raun bara ný Neil Young plata með undirleik Pearl Jam. Og ef forsagan væri ekki á allra vitorði dytti engum í hug að Pearl Jam sæi um undirleikinn, því Young hefur skólað þá þannig til að þeir hljóma ekki ósvipað og Crazy Horse. Tónlistin hefur samt þyngra og grófara yfirbragð á sér en á síðustu plötu Young og minnir um margt á Rust never Sleeps árin. Engu að síður er hún afskaplega melódísk og það er eiginlega ótrúlegt hvað Young nær að skapa hugljúfar melódíur með þessari grófu áferð. Mirrorball er enn eitt stórvirkið á glæsilegum ferli Neils Youngs og undirstrikar hvílíkt stórveldi þessi maður er í rokksögunni. Þeir Pearl Jam félagar mega vera hreyknir af að fá að leika á plötu með snillingi á borð við Neil Young. - Sigurður Þór Salvarsson Sniglabandið - Gull á móti sól ★★★ Sól, gull og balsamstúlkur Sniglabandið er líklega ein ástsælasta ballhljómsveit landsins. í hljómsveitinni er enginn einn „frontmaður", allir standa jafnt í sviðsljósinu. Þeir semja lögin, syngja og grínast allir sem einn. Á nýju plötunni má finna ýmsar stefnur og strauma. Eitt skal þó tekið fram. Þrátt fyrir grín og glens í útvarpi og á skemmtistöðum hefur Sniglabandið hér klambrað saman plötu sem stenst fyllilega samanburð við aðrar samtímasveitir hvað varðar lagasmíðar. Að vísu eru lög eins og Rokk, Lestur úr lófa (í flutningi Jazztriós Einars Rún.) og Hí á þig nettar glensádeilur en að öllu jöfnu er platan fjölbreytt og heilsteypt. Björgvin Ploder keyrir plötuna upp með söng sínum í lögunum Þú getur ekkert, Fljúgandi og Betra (sem er eftir sama mann og samdi Gott á síðustu plötu, nefnilega fyrrum bassaleikara hljómsveitarinnar, Friðþjóf Sigurðsson). Pálmi Sigurhjartar er ljúfur í sólarsambalaginu Balsamstúlkunni og Þorgils sýnir á sér nýja hlið í laginu Að opna augun. Hann er nefnilega fínn söngvari. Annað sem vert er að minnast á er hljómurinn. Sumir segja hann ekki skipta máli en aukin framþróun á tæknibrautinni hefur gert það að verkum að íslenskar plötur standast vel samanburð við erlendar hvað varðar hljóm og á það einnig við um þessa plötu. Þessi mikla þróun hjá Sniglabandinu hefur gert það að verkum að undirritaður sér hljómsveitina nú í allt öðru ljósi. Þarna eru ekki einungis á ferðinni snjallir skemmtikraftar heldur sívaxandi lagahöfundar sem eru alltaf að koma á óvart. Vinsamlegast haldið því áfram. - Guðjón Bergmann DV Myndbanda- sveitin P6 - ádeilur og upptökur Péturs Fyrir einu og hálfu ári var sýnt á sjónvarpsstöðvunum myndband við lagið „The World within" með hljóm- sveitinni P6. Innihald myndbandsins er Ijóðræn satíra á poppþyrstar strengjabrúður skemmtanaiðnaðar- ins, en var í raun túlkað af áhorfend- um sem skondin glansmynd umvafin sýndarmennsku söngvarans. Maðurinn á bak við lagið heitir Pét- ur Einarsson og hefur nú unnið nýtt lag í hljóðveri og gert við það mynd- band. Lagið heitir „Fly without" og er mjög frábrugðið „The World within." DV hitti Pétur að máli fyrir stuttu og spurði hann fyrst hvernig stæði á þess- ari stefnubreytingu. Engin ein tónlistarstefna Geisladiskur og Internetið „Hjá mér er í raun engin ein tón- listarstefna allsráðandi, en mér finnst róleg lög á einhvem hátt mun persónu- legri en taktfast popp. Sú stemning sem skapast þegar ég sem þetta svo- kallaða popp er svo upphafin og pepp- andi að það er að mínu mati nauðsyn- legt að fá útrás í þannig tónlist annað slagið, bæði sem listamaður og mann- eskja. í myndbandinu við „The world within“ notaði ég því tækifærið og setti mig í hlutverk sjáifumglaða popp- arans og deildi þar með á yfirborðs- mennskuna sem popphugtakið er í eðli sínu. Útkoman var kannski ekk- ert meiri háttar, enda vorum við bara tveir að stússa í þessu og höfðum aldrei unnið myndband né neitt ann- að af þessu tagi áður. Við tókum þetta mátulega alvar- lega, filmuðum 4 klst. af efni (sum at- riðin aftur og aftur) og klipptum myndbandið 4 sinnum. Þetta tók 6 mánuði í frístundum og á endanum vorum við svona 50% sáttir við útkom- una. í dag myndi ég vilja vinna það allt upp á nýtt, en þetta var bam síns tíma og mikið fjör.“ Eins og stendur vinnur Pétur að því að gefa út geislaplötu. Hún mun inni- halda bæði „The World within“ og „Fly without", auk nokkurra tölvu- unninna laga. Málið er að vísu enn á frumstigi og býst Pétur við að hefja upptökur í haust. Auk þess er Pétur nú að koma sér upp heimasíðu á Inter- netinu i samvinnu við Hringiðuna. Fyrir þá sem vilja leggja fram fyi-ir- spumir er Pétur þegar kominn með tölvupóstliólf sem er P6 Q VORTEX.IS og svo venjulegt pósthólf P6 po.box 5226,125 Reykjavík. GBG Nýja myndbandið heitir „Fly without" en í vetur stefnir Pétur að því að koma nokkrum lögum inn á geislaplötu. Hann er líka að setja upp heimasíðu á Intemet- inu. Úr myndbandinu „The World vithin"- P6. Nýja lagið Hefur það einhvern boðskap fram að færa? „Já, en ég er einfaldlega að fá útrás og tjá mig um það sem stóð hjarta mínu næst á þeim tíma sem lag- ið var samið (ágúst 1994). Textinn fjall- ar um atburði sem áttu sér stað á þess- um tíma, en ég veit ekki hvort sú saga á erindi á opinberum vettvangi, en í stuttu máli fjallar textinn um hyldýpi einmanakenndarinnar, mikilvægi vináttunnar og brothættar tilfinning- ar í leikriti lífsins." Elvis Costello - Kojak Variety: ★★★ Fjölbreytnin er mikil og Costello gerir þetta af mikilli einlægni eins og hans er von og vísa... Allt hjálp- ast hér að til að gera Kojak Variety að mjög persónulegri og athyglis- verðri plötu. -SÞS Terence Trent D'Arby - Vibrator: ★★★i ... það kæmi mér ekki á óvart þótt þessi plata yrði talin ein albesta soul- plata ef ekki plata ársins þegar upp verður staðið. -SÞS Pink Floyd - Pulse: ★★★★ Eöiisvalið gefur bærilegan þver- skurð af tónlist Pink Floyd gegnrnn tíðina. Eftir hljómsveitina liggja hins vegar slík kynstur af efni að auðveldlega hefði mátt hafa einn disk til viðbótar án þess að nokkru væri ofaukið. -ÁT Gene - Olympian: ★★★ Tónlist sveitarinnar hefur á sér áberandi Smiths-keim á köflum en er þó langt í frá ódýr eftirlíking á nokkum hátt. -SÞS Rod Stewart - A Spanner in the Works: ★★★ Rod Stewart sýnir og sannar að hann á mörg ár eftir enn og vonandi margar góðar plötur eins og þessa. -SÞS Jim Morrison & The Doors - An Amer- ican Prayer: ★★★ Platan er ekki hljómplata í venju- legum skilningi þess orðs; frekar mætti kalla þetta hljóðvæddan ljóða- lestur. Og sem slík plata er hún merkilegur minnisvarði um hinn margbrotna og dularfulla mann, Jim Douglas Morrison. -SÞS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.