Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1995, Side 7
FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1995
23
DV
Messur
Árbæjarkirkja: Guðsþjónusta
kl. 11. Organisti Sigrún
Steingrímsdóttir. Prestarnir.
Áskirkja: Vegna sumarleyfa
starfsfólks er bent á messu í
Laugarneskirkju kl. 11. Sr.
Árni Bergur Sigurbjörnsson.
Breiðholtskirkja: Samkoma
ungs fólks með hlutverk kl.
20.
Bústaðakirkja: Guðsþjónusta
kl. 11.00. Organisti Guðni Þ.
Guðmundsson. Sr. Pálmi
Matthíasson.
Digraneskirkja: Guðsþjón-
usta kl. 11. Sr. Þorbergur
Kristjánsson.
Dómkirkjan: Messa kl. 11.
Ferming, altarisganga. Prest-
ur sr. Hjalti Guðmundsson.
Organleikari Kjartan Sigur-
jónsson. Fermd verður Helga
Dís Árnadóttir, Holtagerði
58, Kópavogi. Eftir messuna
verður bænastund á ensku.
Fella- og Hólakirkja: Guðs-
þjónusta - helgistund kl.
20.30 í umsjón Ragnars
Schram. Organisti Guð-
mundur Sigurðsson. Prest-
arnir.
Grafarvogskirkja: Guðsþjón-
usta kl. 11. Organisti Guðjón
Halldór Óskarsson. Prestarn-
ir.
Viðeyjarkirkja: Guðsþjónusta
kl. 14.00. Prestur sr. Hjalti
Guðmundsson. Organleikari
Kjartan Sigurjónsson. Báts-
ferð úr Sundahöfn kl. 13.30.
Grensáskirkja: Lokað vegna
viðhalds og viðgerða.
Hallgrímskirkja: Messa kl. 11.
Sr. Ragnar Fjalar Lárusson.
Organisti Douglas A. Brotc-
hie. Ensk messa kl. 14.00. Sr.
Örn Bárður Jónsson. Orgel-
tónleikar kl. 20.30. Hans Uwe
Hielscher, organisti frá Wi-
esbaden, Þýskalandi, leikur.
Háteigskirkja: Messa kl. 11.
Organisti Pavel Manasek. Sr.
Helga Soffía Konráðsdóttir.
Hjallakirkja: Helgistund kl.
11. Bryndís Malla Elídóttir.
Kópavogskirkja: Helgi- og
bænastund kl. 11 í umsjá sr.
Gylfa Jónssonar. Orgelleikari
Örn Falkner. Molakaffi eftir
stundina.
Landspítalinn: Messa kl. 10.
Sr. Ragnar Fjalar Lárusson.
Langholtskirkja: Kirkja Guð-
brands biskups. Messa kl. 11.
Prestur sr. Flóki Kristinsson.
Organisti Þóra V. Guð-
mundsdóttir. Kaffisopi eftir
messu.
Laugarneskirkja: Sumarferð
Laugarnessafnaðar. Lagt af
stað frá kirkjunni kl. 9.00 ár-
degis og farið í Skálholt.
Áætluð heimkoma milli kl. 16
og 17. Ekkert fargjald. Hafið
nesti meðferðis. Ölafur Jó-
hannsson.
Neskirkja: Guðsþjónusta kl.
11.00. Orgel- og kórstjórn
Reynir Jónasson. Sr. Guð-
mundur Óskar Ólafsson.
Gróðursetningarferð í Heið-
mörk kl. 12.30.
Seljakirkja: Kvöldguðsþjón-
usta kl. 20. Altarisganga. Sr.
Irma Sjöfn Óskarsdóttir préd-
ikar. Gunnar Gunnarsson
leikur einleik á flautu. Organ-
isti Kjartan Sigurjónsson.
Sóknarprestur.
Seltjarnarneskirkja: Helgi-
stund kl. 11 í umsjá sóknar-
nefndar. Organisti Kristín
Jónsdóttir.
I Elliðaárdalnum er tilvalið að renna fyrir lax og njóta veðurbliðunnar. DV-mynd GVA
Útivera um helgina:
Gullfallegar náttúru-
perlur í Reykjavík
„Það sem gerir Heiðmörkina eins
skemmtilega sem útivistarsvæði og
raun ber vitni eru göngustígamir
sem eru nokkurra kílómetra langir.
Fólk kemur hingað allan ársins
hring til að ganga um svæðið sem
er um 2800 hektarar, skoða trjágróð-
urinn og njóta kyrrðarinnar," sagði
Ásgeir Svanbergsson, starfsmaður
Skógræktarfélags Reykjavíkur.
í Reykjavík eru mörg skipulögð
útivistarsvæði sem tilvalin eru til
íþróttaiðkunar, skoöunarferða eða
til að njóta náttúrunnar.
Falleg náttúra
Heiðmörkin hefur verið vinsæl til
útiveru um langan tíma. Þar eru eins
og áður sagði heilmargir göngustígar
en jafnframt er fjölskrúðugt fuglalíf
og hægt er að veiða í Elliðavatni.
Einhver fegursta náttúruperla höf-
uðborgarinnar er Elhðaárdalurinn.
Fjölskyldan ætti að eiga þar góðan
dag í fallegri náttúru og getur sinnt
áhugamálum í leiðinni. Smábátahöfn
er við Elliðavog, íþróttasvæði, at-
hafnasvæði hestamannna er á Víði-
völlum og hundamir eiga sér sama-
stað á Geirsnefi.
Fyrir þá sem vilja fara í siglingu
er upplagt að taka ferjuna í Viðey.
Saga eyjunnar er merkileg en forn-
leifar sem þar hafa fundist benda til
þess að þegar hafi verið búið í eyj-
unni á 10. öld. Hægt er að sjá merki
um þessa fyrstu byggð norðan Við-
eyjarstofu. í Viðey er ljósmyndasýn-
ing sem lýsir lífinu á Sundabakka en
þar var þorp sem fór í eyöi 1943.
Hestaleiga er á staðnum en þaö sem
er eflaust mest heillandi við eyjuna
er stórbrotin strandlínan og útsýni
yfir Reykjavík.
Fjöldi svæða
Fjölmargir aðrir athyglisverðir
staðir eru á höfuðborgarsvæðinu. Á
Seltjarnarnesi er hægt að skreppa
út í Gróttu á íjöru og þar rís nú upp
braggahverfi vegna kvikmyndar sem
Friðrik Þór Friðriksson vinnur að.
Grasagarðurinn í Laugardal hefur
að geyma sýnishorn af stórum hluta
íslensku flórunnar og eitt besta út-
sýnissvæði Reykjavíkur er Öskju-
hlíðin.
Reykvíkingar ættu því ekki aö
þurfa að leita langt yfir skammt séu
þeir að hugsa um að eyða helginni í
faðmi náttúrunnar.
ými
Fjölskyl
hátíð SÁÁ
Um helgina stendur SÁÁ fyrir fjöl-
skylduhátíð í Árskógi. Hátíðin hefst
á fostudagskvöld og stendur fram á
sunnudag. Boðið verður upp á margs
konar dagskrá; varðeld, fótboltaleik,
sameiginlegt útigrill, sjóstangaveiði
og fleira. Á laugardagskvöldið leikur
hljómsveitin Bylting á balli. Ef svo
ólíklega vildi til að veðurguðimir
brygðust er á staðnum húsnæði til
inniskemmtunar.
Stafafell í Lóni:
Útivistardagar
Ferðaþjónustan Stafafelli stendur
fyrir útivistardögum í Lóni um helg-
ina. Veitt verður frí leiðsögn í göngu-
ferðum um Stafafellsfjöll. Á laugar-
dag verður gengið um Framfjöll en
Innfjöll gengin á sunnudag. Báða
dagana verður boðið upp á fylgd í
tindaklifri.
Þessa daga verður veittur afsláttur
á tjaldstæðum og jeppaferðum. Á
laugardagskvöld verður grillað, leik:
in tónlist undir berum himni og
varðeldur verður tendraður.
Hananú
Vikuleg laugardagsganga Hana nú
í Kópavogi verður á morgun. Lagt
verður af stað frá Gjábakka, Fann-
borg 8, kl. 10. Boðið verður upp á
nýlagað molakaffi.
artúninu.
Árbæjarsafn:
Hestar og
harmoníka
Utivistog FI:
Ferðir um helgina
Afmæli Raufarhafnar:
Allt á fullu
þessa dagana
Þórhallur V. Emarsson, DV, Raufcrhöfn:
Undirbúningur að hátíðarhöldum
í tilefni 50 ára afmælis Raufarhafnar
er nú í fullum gangi. Dagskrá fyrir
hátíðarhöldin, sem veröa frá fóstu-
degi fram á sunnudag, er mjög viða-
mikil.
Þar má nefna að gömlum síldar-
bragga hefur verið breytt í líki stór-
hvelis og meiningin er að atriðin
flæði út um gin hvalsins. Einnig er
verið að gera kvikmynd um lífið á
Raufarhöfn og er þar blandað saman
nútíð og fortíð. Það er Örn Ingi, fjöl-
listamaður frá Akureyri, sem er upp-
spretta þessara hugmynda og hefur
hann haft veg og vanda af undirbún-
ingi og dagskrá afmælishátíðarinnar
í samvinnu við heimamenn.
Frú Vigdís Finnbogadóttir kemur
í heimsókn 22. júli en þann dag verð-
ur dagskráin mjög efnismikil. Fisk-
iðja Raufarhafnar og Jökull hf. bjóða
öllum hátiðargestum til sjávarrétta-
veislu. Um kvöldið mun hljómsveit
Geirmundar leika fyrir dansi.
Myndlistarsýningar listamanna,
sem sérstaklega koma á staðinn og
mála í tilefni afmæhsins, verða settar
upp. Þá verða sýndir leikþættir og
útvarp verður starfrækt dagana fyrir
hátíðina. Einnig er áætlað að fyrri
hluti kvikmyndarinnar verði frum-
sýndur í félagsheimilinu.
Það er búist við fjölda gesta á þessa
hátíð og er ljóst að vel verður tekið
á móti þeim.
Að vepju stendur Ferðafélag ís-
lands fyrir nokkrum helgarferðum
nú um helgina. Farið verður til Land-
mannalauga og Hrafntinnuskers og
verður m.a. gengið á íshellunni og
víðar á svæðinu. Jafnframt verður
ferð í Þórsmörk og Fimmvörðuháls
genginn.
Á sunnudag verður farið í dagsferð
til Þórsmerkur og á Hveravelli.
Gengið verður frá Grófinni að Kistu-
felh í Brennisteinsfjöllum og niður
Grindaskörð. Einnig verður Ketil-
stígur genginn.
Útivist
Á laugardag verður 4. áfangi Fjaha-
syrpunnar genginn og að þessu sinni
verður gengið á Búrfell í Þjórsárdal.
Sama dag verður ganga í Ámes, eyj-
una við Þjórsá. Þar verður skoöaður
fom dómhringur og gengið verður
að Búðafossi og Hestfossi. Á sunnu-
dag verður Leggjabijótur genginn.
Helgarferðir verða tvær að þessu
sinni. Gengið verður um fáfarnar
slóðir frá Tröllakirkju að Holta-
vörðuheiði. Einnig verður farið í
Þórsmörk.
Það verður nóg að gera á Árbæjar-
safninu á sunnudaginn. Hestamenn
úr Fáki mæta á túnið við Árbæinn
þar sem nesti verður borðað. Ef vel
viðrar veröur slegið upp dansibahi
og það verður Karl Jónatansson sem
þenur nikkuna.
Krakkar fá að skreppa í reiðtúr á
Fáksgæðingunum frá 15 th 16 við
aðaltorgiö.
Margt fleira verður til gamans gert.
Pétur Þórarinsson söðlasmiður sýnir
í gömlu skemmunni frá 14 th 17 og
þar verða einnig gömul reiðtygi til
sýnis. Gullsmiður og útskurðarmað-
ur verða að störfum í Suðurgötu 7
og sjómaður ríður net við Nýlendu.
Hinar einu sönnu lummur verða á
boðstólnum í Árbæ ásamt rjúkandi
Rió-kaffi frá 13-15 og roðskór verða
búnir th á baðstofulofti Árbæjar.
Hafnardagur á
Reykjavíkurhöfn
Á laugardag verður hinn árlegi hafnardagur
Reykjavíkurhafnar haldinn. Dagskráin hefst kl.
10 að morgni og lýkur með bryggjubalh og flug-
eldasýningu að kveldi.
Dagurinn ber óneitanlega keim af höfn og hafi
og ber þar hæst fiskmarkaðstjaldið. Þar verður
boðið upp á fiskmeti af öllum tegundum, svo sem
smokkfisk og krabbakjötssúpu. Gómsætið verður
ekki aöeins á hafnarbakkanum því 14 veitingahús
í miðborg Reykjavíkur ætla að bjóða upp á sér-
stakan matseðh í thefni hafnardagsins.
Kvölddagskrá hefst um níuleytið og þá ætla
KK og Ellen Kristjánsdóttir aö skemmta. Þegar
fiutningi þeirra lýkur tekur hljómsveitin Þöh og
félagar við og dansinn mun duna th miðnættis.
Hafnardeginum lýkur með flugeldasýningu á
Það er margt að skoða fyrir yngstu kynslóðina á Hafnardegi. miðnætti.