Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1995, Blaðsíða 6
ngar
Sýningar
Ásmundarsafn
Sigtúni
Þar stendur yfir sýning sem ber yfir-
skriftina „Stíllinn i list Ásmundar
Sveinssonar". Sýningin er opin fram á
haust, kl. 10-16.
Byggðasafn Hafnarfjarðar
Strandgötu 50
Þar stendur yfir sýningin „Hafnarfjörður
frá landnámi til hernáms". Sýningin er
opin alla daga kl. 13-17 og stendur
hún til 17. september.
Gallerí Art-Hún
Stangarhyl 7, FWÍk
Þar stendur yfir sýning á verkum Erlu
Axelsdóttur, Helgu Ármannsdóttur, El-
inborgar Guðmundsdóttur, Sigrúnar
Gunnarsdóttur og Margrétar Salome.
Gallerfið er opið alla. virka daga kl.
12-18.
Gallerí Fold
Laugavegi118d
Kynning á verkum listmálarans Hugh
Dunford Wood. Enn fremur stendur
yfir sýning á verkum hans í Þrastar-
lundi. Myndirnar sem Wood sýnir eru
landslagsmyndir gerðar með akrýllitum.
Kynningin stendur til 15. júlí og er
opin kl. 10-18 virka daga og kl. 10-16
laugardaga.
Gallerj Greip
Snædís Úlriksdóttir húsgagnahönnuð-
ur sýnir húsgögn sem húri hefur hann-
að og smfðað sjálf. Sýningin stendur
til 6. ágúst og er opin alla daga nema
mánudaga frá kl. 14-18.
Gallerí Guðmundar
Ánanaustum 15, sími 21425
Galleríið er opið virka daga kl. 10-18.
Gallerí List
Skipholti 50b
Galleríið er opið alla daga kl. 11-18
nema laugardaga kl. 11-14. Sýningar
í gluggum á hverju kvöldi.
Gallerí Ríkey
Hverfisgötu 59
Sýnlng á verkum Ríkeyjar. Opið kl.
13-19 virka daga en laugardaga og
sunnudaga kl. 13-16.
Gallerí Sólon íslandus
Þar stendur yfir sýning norsku listakon-
unnar Sissel Tolaas. Sýnir listakonan
þar röð 12 Ijósmynda með tilheyrandi
textum og kallast innísetningin „Njósn-
ari undir yfirborði II" (Underwater Spy
II). Sýningin stendur til 24. júlí.
Gallerí Sævars Karls
Bankastræti 9
Þóra Sigurðardóttir sýnir. Verkin á sýn-
ingunni eru unnin með blýanti, bleki
og krít á striga og eru öll frá sfðasta
ári. Sýningin er opin á verslunartlma frá
kl.' 10—18.
Gallerí Úmbra
Amtmannsstíg 1
Philippe Patay sýnir ljósmyndir. Ber
sýningin nafnið „Undarlegt
ferðalag". Sýningin stendur til 2.
ágúst og er opin þriðjudaga
laugardaga kl. 13-18 og sunnudaga
kl. 14-18.
Galleríið Við hamarinn
Hafnarfiröi
Steinunn Helga Sigurðardóttir opnar
sýningu á verkum sínum á morgun kl.
14. Sýningin stendur til 30. júli og er
opin alla daga kl. 14-18.
Gerðarsafn í Kópavogi
Björg Örvar sýnir olíumálverk í vestur-
sal og Gunnar Karlsson í austursal.
Sýningar standa til 27. ágúst. Safnið
er opið alla daga kl. 12-18 nema mánu-
daga.
Hafnarborg
I Hafnarborg, menningar- og listastofn-
un Hafnarfjarðar, hefur verið sett upp
sýning á listaverkum úr safni hússins.
Kaffi Mílanó
Faxafeni 11
Kolfinna Ketilsdóttir sýnir postulfns-
myndir, aðallega landslagsmyndir.
Kjarvalsstaðir
Sumarsýning Kjarvalsstaða, Islensk
myndlist, stendur yfir. Þetta er yfirlits-
sýning á íslenskri tuttugustu aldar
myndlist úr eigu Listasafns Reykjavfk-
ur. Sýningin er opin daglega til 10.
september frá kl. 10-18. Kaffistofa
Kjarvalsstaða opin á sama tíma.
Listasafn Einars Jónssonar
Njaróargötu, sfmi 13797
Safnið er opið laugardaga og sunnu-
daga kl. 13.30-16. Höggmyndagarður-
inn er opinn alla daga. Inngangur er frá
Freyjugötu.
Listasafn Sigurjóns
Ólafssonar
Laugarnestanga
Sýning á völdum andlitsmyndum eftir
Sigurjón Ölafsson, „Þessir kollóttu
steinar". Verðlaunamyndband með
sama heiti einnig til sýnis. Opið laugar-
daga og sunnudaga kl. 14-18 og
mánudaga til fimmtudaga kl. 20-22.
Tónleikar á þriðjudögum kl. 20.30.
22
Gunrtar Karlsson setur manninn svo sannarlega i aðalhlutverkið í verkum sínum.
Gerðarsafn:
Málverkasýningar
A laugardag verða opnaðar tvær
málverkasýningar í Listasafni Kópa-
vogs, Gerðarsafni. í vestursal sýnir
Björg Örvar 24 olíumálverk í mynda-
röð sem ber yfirskriftina Tákn um
siðferðisþrek. „Ég hef búið í Toscana
á Ítalíu meira og minna undanfarin
þrjú ár og hef haft himininn að húsi
og ljósi yfir vinnustofunni minni. Ég
hugsaði um það hvar sæjust þess
merki að ég hugsaði Unniúaust um
rétt og rangt í öllum efnum. Eins og
barn brunnu á mér móralskar
spumingar og ég sá myndbirtingu
þessara samviskuþrenginga í verk-
um mínum," sagði Björg, aðspurð
um yfirskrift sýningarinnar.
Sýningin er níunda einkasýning
Bjargar auk þess sem hún hefur tek-
ið þátt í samsýningum heima og er-
lendis.
Björg Örvar veltir siðferðinu fyrir sér
i myndaröð sinni. DV-myndir GVA
Maðurinn í aðalhlutverki
í austursal opnar Gunnar Karlsson
einnig myndUstarsýningu. Verkin
eru máluð með olíu á striga og eru
unnin á seinustu íjórum árum í New
York þar sem hann hefur dvalið.
í málverkum Gunnars er maður-
inn í aðalhlutverki. Hann birtist sem
tákn hinnar eilifu togstreitu hins
jarðneska og hins andlega heims.
Anthony Haden-Guest, Ustrýnir í
New York, segir um verk Gunnars:
„Það er sjaldgæft að rekast á verk
sem koma manni í opna skjöldu, sem
ögra og skaprauna."
Sýningar Bjargar og Gunnars
standa til 27. ágúst og verða opnar
aUa daga nema mánudaga frá kl.
12-18.
Sumarsýning á Hulduhólum
Á laugardag verður opnuð sýning
á verkum tveggja Ustakvenna á
Hulduhólum í Mosfellsbæ.
Rut Rebekka Sigurjónsdóttir ætlar
að sýna 45 vatnsUtamyndir en í þeim
fiallar hún um hamskipti náttúrunn-
ar í vorleysingum.
Á morgun, laugardag, verður opn-
uð sýning í Gallerí Greip á verkum
eftir Snædísi Úlriksdóttur húsgagna-
hönnuð. Húsgögnin sem Snædís sýn-
ir á sýningunni hefur hún unnið að
á undanfömum mánuðum.
Snædís lauk mastersnámi frá Roy-
Sigrún Guðmundsdóttir sýnir
skúlptúrverk unnin í tré og járn.
Jafnframt verður keramikgaUerí
Steinunnar Marteinsdóttur opið á
sýningartíma. Sýningin er opin alla
daga nema mánudaga frá 14 til 18 og
stendur til 20. ágúst.
al College of Art í London árið 1993.
Þetta er fyrsta einkasýning hennar
en hún hefur tekið þátt í samsýning-
um í Bretlandi.
Sýningin stendur til 6. ágúst og er
opin alla daga nema mánudaga frá
14-18.
Listasumar '95:
Bandarískur
myndhöggv-
ari sýnir
í dag, föstudag, verður opnuð sýn-
ing á verkum eftir bandaríska mynd-
höggvarann Jane Darovskikh í
Deiglunni á Akureyri. Jane hefur
dvalið í gestavinnustofunni í Gróf-
argili undanfarna þrjá mánuði.
Verkin sem hún sýnir eru öll unnin
á meöan á dvöl hennar á Akureyri
hefur staðið og hún hefur m.a. gert
tilraunir með íslenskt berg.
Jane hlaut meistaragráðu í högg-
myndahst frá New York ríkisháskól-
anum og hefur síðanstarfað víða um
heim. Hún dvelur á íslandi sem Ful-
bright-styrkþegi.
Sýningin stendur til 27. júlí og er
opin virka daga frá 11-18 og um helg-
ar frá 14-18.
Lundur í
Varmahlíð
Sýning Sveinbjargar Hallgríms-
dóttur í ASH Keramik Gallerí, Lundi
í Varmahlíð, verður opnuð á sunnu-
dag sýning á grafíkverkum Svein-
bjargar Hallgrímsdóttur. Sveinbjörg
hefur tekið þátt í nokkrum samsýn-
ingum og hún hefur haldið einkasýn-
ingar á Hótel Hjalteyri og í Stöðla-
koti.
Sýningin í Lundi er opin daglega
frá 10 til 18 og stendur tU 18. ágúst.
Húsgagnasýning í Gallerí Greip
FÖSTUDAGUR 21. JÚLl 1995
Sýningar
Listhús 39
Strandgötu, Hafnarfirði
Lárus Karl Ingason sýnir Ijósmyndir.
Þema sýningarinnar er hestar og fjöll.
Sýningin er opin virka daga kl. 10-18,
laugardaga kl. 12-18 og sunnudaga
kl. 14-18. Sýninginstendurtil20. júlí.
Listhúsið í Laugardal
Engjateigi 17, sími 680430
Þar stendur yfir myndlistarsýning á
verkum eftir Sjpfn Har. Sýningin ber
yfirskriftina „Islensk náttúra, íslenskt
landslag". Þá sýna myndlistarkonurnar
Þorbjörg Höskuldsdóttir og Guðrún
Svava Svavarsdóttir i sýningarsal List-
hússins. Þorbjörg sýnir bæði olíumál-
verk og vatnslitatamyndir og Guðrún
Svava vatnslitamyndir. Sýningarnar eru
opnar virka daga kl. 13-18 og laugar-
daga kl. 12-16.
Mokka kaffi
Skólavörðustíg
Á morgun kl. 15 opnar grafíklistakonan
Kristín Pálmadóttir sýningu á ætingum
og áferðarþrykkjum (carborundum).
Sýningin stendur til 30. júlí.
Nesstofusafn
Neströð, Seltjarnarnesi
Safnið opið á sunnudögum, þriðjudög-
um, fimmtudögum og laugardögum kl.
13-17.
IMorræna húsið
Sumarsýning Norræna hússins vevður
opnuð á morgun kl. 15. Georg Guðni
sýnir málverk og vatnslitamyndir. Sýn-
ingin verður opin daglega kl. 14-19 til
13. ágúst.
Póst- og símaminjasafnið
Austurgötu 11, Hafnarf., simi 54321
Opið sunnud. og þriðjud. kl. 15-18.
Safn Ásgríms Jónssonar
Bergstaðastræti 74
Vormenn í íslenskri myndlist nefnist
sýning á verkum eftir Ásgrim Jónsson
og nokkra samtíðarmenn hans. Sýning-
in stendur til 31. ágúst og er opin alla
daga nema mánudaga kl. 13.30-16.
SPRON
Áliabakka 14
Þar eru til sýnis verk Berglindar Ýrar
Sigurðardóttur. Sýningin stendur til 29.
september og er opin frá mánudegi til
föstudags kl. 9.15-16.
Stofnun Árna
Magnússonar
Árnagarði við Suðurgötu
Handritasýning opin kl. 14-16 alla
daga nema sunnudaga fram til 1. sept-
ember.
Önnurhæð
Laugavegi 37
Opnuð hefur verið sýning á verkum
Richards Long. Sýningin er opin á mið-
vikudögum kl. 14-18 út ágúst.
Keramikgalleríið Lundur
Varmahlið, Skagafirði
Sveinbjörg Hallgrimsdóttir opnar sýn-
ingu á grafíkverkum sunnudaginn 23.
júli. Sýningin er opin alla daga frá kl.
10-18 og stendur til 18. ágúst.
Stríðsárasafnið á
Reyðarfirði
Hefur opnað sýningu sem stendur til
31. ágúst og er opin alla daga kl. 13-17.
Laxdalshús
Er opið í sumar á sunnudögum kl.
13-17 og stendur þar yfir Ijósmynda-
sýning.
Listasaf nið á Akureyri
Þar standa yfir sýningar á verkum eftir
Jón Gunnar Árnason og Jan Knap.
Safnið er opið kl. 14-18 alla daga nema
mánudaga.
Myndlistarskólinná
Akureyri
Sumar '95, árleg samsýning nokkurra
myndlistarmanna á Akureyri. Sýningin
er opin alla daga kl. 14-19 og stendur
til 7. ágúst.
Café Karólína
Dagný Sif Einarsdóttir sýnir verk unnin
með blandaðri tækni á pappir. Sýningin
stendur til 4. ágúst.
Listasetrið Kirkjuhvoli
Akranesl
Samsýning 14 listamanna frá Akranesi
sem nefnist Skagarek. Opin daglega
kl. 14-16.30 til 20. ágúst.
Deiglan
Akureyri
Um helgina verður sýning á verkum
Jane Darovskikh opnuð.-'
Minjasafnið
Aðalstræti 58, Akureyri
i safninu stendur yfir sýning á verð-
launagripum úr minjagripasamkeppni
Handverks - reynsluverkefnis og er
þetta síðasta sýningarhelgi. Opið dag-
lega kl. 11-17.
Slunkaríki
ísafirði
Samsýningu á verkum Agnesar Aspe-
lund og Dýrfinnu Torfadóttur lýkur 23.
júli.