Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1995, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1995, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1995 5 » » i i i i > J3V Fréttir Gróörarstöðin Laugarströnd: Fæst von- andi lausn í haust - segir Bjöm Bjamason „Það er verið að vinna að þessu máli lögum samkvæmt. Þetta fólk getur vonandi rekið sína starfsemi með betri og farsælli hætti annars staðar," segir Bjöm Bjarnason menntamálaráðherra. Hann segist vonast til aö lausn finnist strax í haust á ágreiningi miili ráðuneytis- ins og eigenda gróðrarstöðvarinnar Laugarstrandar sem er lögbýh viö Laugarvatn. Staðan sé þannig að hann geti ekki tjáð sig um efnisatriði málsins. DV birti í síðustu viku viðtal við garðyrkjubændur við Laugarvatn en þau eru óánægð .með viðskipti sín viö menntamálaráðuneytið undan- farin ár. í viðtahnu kemur fram að menntamálaráðuneytið hefur óskaö eftir því að þau flytji starfsemi sína af jörðinni við Laugarvatn til að hafa rýmra um skólana þar. Hjónin telja skorta á samningsvilja ráðuneytis- ins. -GHS Nú er hann tvöfaldur! - ALLTAfÁ LAUGARDÖGUM SÚLUKERFID LOKAR KL. 20.20 Laxveiðar í boði Sjóvár-Almennra - einkamál félagsins, segir Einar Sveinsson framkvæmdastjóri „Ég fer í marga veiðitúra hvert sumar og yfirleitt meö skemmtilegu fólki. Það hlýtur hins vegar að vera einkamál félagsins hvort þaö býður einhveijum eitthvað, hvort sem það er á fund, út að borða eða í veiðiferð. Og gagnvart boðsgestum er það sjálf- sögð kurteisi að greina ekki frá því opinberlega," segir Einar Sveinsson, framkvæmdastjóri Sjóvár- Almennra. Samkvæmt heimildum DV hélt Einar nýverið til laxveiða í Borgar- firði með hópi stjórnmálamanna, þar á meðal Þorsteini Pálssyni, Hahdóri Blöndal og Sólveigu Pétursdóttur. Sambærileg veiðiferð var farin í fyrrasumar og vakti þá nokkra at- hygli, enda mat sumra að með þessu væri tryggingafélagið að tryggja sér velvild hjá stjórnmálamönnum. Einn þeirra sem gagnrýndu boðs- ferðina í fyrra var Jón Steinar Gunn- laugsson hæstaréttarlögmaður. Jón Steinar hefur gagnrýnt harðlega ný- lega skaðabótalöggjöf sem honum þykir fremur taká mið af hagsmun- um tryggingafélaganna en bótaþega. Aðspurður um hvort svona ferðir bæru vott um siðferðisskort í ís- lenskum stjórnmálum sagði Jón Steinar í viðtali við DV síðastliðið vor: „Það er auövitað alveg augljóst aö þeir menn sem fara með almanna- hagsmuni sem trúnaðarmenn okkar verða að hafa mikinn vara á sér þeg- ar þeir ákveða að þiggja gjafir eða önnur boð frá einkaaðilum. Sérstak- lega á þetta við ef slíkir einkaaðilar þurfa að eiga eitthvað undir stjórn- sýslu þeirra að sækja.“ Einar vísar því á bug að veiðiferðin hafi verið farin til að tryggja sér vel- vild viðkomandi stjórnmálamanna. Um sé að ræða kunningja og frænd- fólk sem hann hafi til fjölda ára farið m_eð til veiða. Aðspurður vildi hann hvorki játa né neita að ferðin hafi verið farin á kostnaö Sjóvár- Almennra. „Mér finnst þetta ekki vera frétt- næmt enda tilgangurinn að skemmta sér en ekki að kaupa velvild. Ef ís- lenskir stjórnmálamenn væru svo veikgeðja að þeir létu svona lagað hafa áhrif á sig værum við í vand- ræðum hér á landi. Ég vísa öllum vangaveltum um slíkt á bug.“ Grindavíkurhöfn: Þorsteinn sigldi á Þröst Það óhapp varð í höfhinni í Grindavík i fyrradag að Þor- steinn GK sigldi á Þröst RE og fór siðan upp í fjöru. í fyrstu leit ákeyrslan frekar illa út en maður um borö í Þorsteini, sem DV ræddi viö í gær, gerði lítið úr ásiglingunni og sagði aö ekki hefði verið um neitt strand að ræða, skipið hefði aðeins farið upp í flöru. „Þetta leit illa út í fyrstu en síö- an kom í ljós að þetta er ekki neitt neitt. Það kom smágat á Þorstein en það er lítið. Þröstur- inndældaðist sáralítiö." -sv Er röðin komin að þér?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.