Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1995, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1995 Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK, SiMI: 563 2700 FAX: Auglýsingar: 563 2727 - Aðrar deildir: 563 2999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. Öryggi ferðamanna Ferðamannaþjónustan er sú atvinnugrein sem hvað mestar vonir eru bundnar við á komandi árum, ekki aðeins hér á landi heldur víða um heim. Sífellt fleiri jarðarbúar leggja land undir fót og halda til framandi landa í leit að hvíld og afþreyingu eða ævin- týrum og lífsfyllingu. Sérfræðingar telja að þessi þróun muni halda áfram. Þeir spá því mikilli grósku í ferðamannaiðnaðinum á næstu árum - jafnvel meiri vexti heldur en í flestum öðrum atvinnugreinum. Hér á landi hafa margir lagt út í fjárfestingu í von um hlutdeild í sífellt stærri ferðamannaköku. Nægir þar að minna á umfangsmikla uppbyggingu ferðaþjónustu bænda á örfáum árum. Ferðamenn koma til íslands í margvíslegum tilgangi. Stórfengleg náttúra landsins er þó það aðdráttarafl sem vafalaust dregur flesta hingað til lands. Hrikaleg öræfi, ógnvænlegar jökulbreiður, glæsilegir fossar, víðáttumikl- ar hraunbreiður, sögufræg eldíjöll og gjósandi hverir - þetta er það ævintýralandslag sem freistar erlendra ferðamanna þegar ísland á í hlut. Það er að sjálfsögðu mikilvægt fyrir opinbera aðila, fyrirtæki og einstaklinga að hafa sem mestar tekjur af ferðamennskunni. Enda er hér um miklar fjárhæðir að tefla. Samkvæmt frétt í DV í gær er áætlað að erlendir ferðamenn hafi skilað íslensku þjóðarbúi um fjórum milljörðum króna í gjaldeyristekjur í nýhðnum mánuði. Það munar um minna. En landsmenn hafa einnig skyldum að gegna við þá útlendinga sem heimsækja landið. Þar skiptir mestu máh að sjá th þess eftir megni að íslandsferðin endi ekki með skelfingu vegna slæms aðbúnaðar eða skorts á nauð- synlegu eftirhti á vinsælum ferðamannastöðum. Síðustu vikumar hafa nokkur hörmuleg slys hent ferðamenn hér á landi, ýmist í óbyggðum eða í miðri höfuðborginni. Nægir þar að nefna tvennt. Annars vegar endurtekin áfóh fólks sem hefur reynt að njóta mikiheng- leika Dettifoss. Hins vegar hörmulegt banaslys í Laugar- dalslauginni um síðustu helgi þegar þriggja ára telpa frá Danmörku drukknaði. Staðreyndin er því miður sú að aðstæður við ýmsar helstu náttúruperlur landsins bjóða slysunum heim. Mikið skortir til dæmis á að útsýnissvæði við helstu fossa landsins séu afmörkuð og göngustígar í sómasamlegu ástandi, eins og sjá má víða erlendis. Við frágang mann- virkja á slíkum stöðum þarf auðvitað ekki aðeins að gæta fyhsta öryggis heldur líka að hafa sem minnst áhrif á umhverfið. Þetta tvennt á að geta farið vel saman. Innlendir jafnt sem erlendir ferðamenn úölmenna á helstu sundstaði landsins á sumrin. Þær upplýsingar sem fram hafa komið efdr slysið í Laugardalslauginni gefa th kynna að víða sé pottur brotinn í öryggismálum sund- lauga, þótt sums staðar sé vel að verki staðið. Fómarlömb dauðaslysa í sundlaugum landsins em fyrst og fremst böm. Talsmaður Slysavamafélags íslands vakti athygli á því í blaðaviðtah að 42 prósent þeirra bama sem drukknað hafa hér á landi heföu látið lífiðl almenningssundlaugum. Mikhvægt er að taka öh þessi öryggismál th rækhegr- ar skoðunar. Ekki í þeim thgangi að finna einhverja söku- dólga heldur th þess eins að reyna eftir því sem kostur er að koma í veg fyrir fleiri alvarleg slys á vinsælum ferðamannastöðum. Ehas Snæland Jónsson „í augnabikinu eru Króatar hetjur af því að þeir eru að hreinsa landsvæði sitt af öllum Serbum. Hvað á fólk að halda?" Endalok Bosníu Frá upphafi stríðsins í Bosníu- Hersegóvínu hefur verið ljóst að múslímar þar mundu tapa. Eina spurningin var hversu mikl.u landi þeir gætu haldið og að hve miklu leyti þeir yrðu sjálfstætt ríki. Síð- ustu athurðir á Balkanskaga úti- loka að Bosnía haldi sjálfstæði. Hugmyndin um Bosníu-Herse- góvínu sem sjálfstætt ríki, innan landamæra sem voru innri landa- mæri Júgóslavíu og endurspegluöu engan veginn samsetningu þjóðar- brotanna þar, var dauðadæmd frá upphafi eins og kunnugir vissu. Sameinuðu þjóðirnar voru svo hrifnar af sjálfstæði Eystrasalts- ríkjanna að þær héldu að sama gilti um Júgóslavíu og Sovétríkin. Síðan hafa sjónvarpsáhorfendur um hinn vestræna heim reynt að einfalda málið fyrir sér með því að útmála Serba sem holdgervinga alls ills og leiðtoga þeirra sem verri en sjálfan Saddam Hussein (sem á sínum tíma var verri en Hitler). En hvað nú? Króatar Nú eru Serbar allt í einu orðnir fómarlömb. Það er einföldun að segja að Serbar hafi verið að her- taka land af Króötum enda þótt þeir hafi í upphafi fengið hjálp frá Serbíu. Þeir voru að veija sín eigin landsvæði, s.s. Krajinu, þar sem þeir hafa búið í á annað þúsund ár. Serbar hafa ærna ástæöu til aö óttast Króata. í borgarastríðinu 1941 til 45, þegar fasistahreyfmgin Usthasje (sem Tudjman, núverandi forseti, tilheyrði) var við völd í Króatíu, voru um 600 þúsund Serb- ar myrtir á skipulegan hátt í Króa- tíu. í Bosniu gekk hluti múslíma í lið með Usthasje í útrýmingunni gegn Serbum. Það kom aldrei til mála fyrir Serba að verða undirsát- KjaUarinn Gunnar Eyþórsson blaðamaður ar í ríki sem annars vegar Króatar og hins vegar múslímar stofnuðu fyrir sig eina. Það sem gerst hefur í Bosníu verður að skilja í því ljósi. Stríðið snýst um að sameina byggðir Serba og tengja þær Serb- íu. Sarajevo sem slík er aukaatriði. Enginn er saklaus af voöaverkum, ekki múslímar, ekki Serbar og allra síst Króatar. En í augnablikinu eru Króatar hetjur af því að þeir eru að hreinsa landsvæði sitt af öUum Serbum. Hvað á fólk að halda? Tvöfeldni Afnám vopnasölubanns Banda- ríkjanna var grænt ljós fyrir Kró- ata enda vissu Bandaríkin hvað til stóð. Höfuðatriði fyrir þá er að losna við stríðið af sjónvarpsskjám áður en kosningabaráttan fyrir næsta ár byrjar fyrir alvöru. Bosn- ía er pólitískt óþægileg heima fyrir en að öðru leyti einskis virði. Að nafninu til eru Króatar og múslímar í bandalagi (og múslímar hafa lengi fengið vestræn vopn frá Króötum) en Króatar ráða öllu í því bandalagi. Nú eru allar horfur á að Milosevic og Tudjman semji einfaldlega um skiptingu Bosníu og Króatíu-Serbar setjist þar að í fyrri byggöum múslíma. Múslímar fá einhvem skika en að öðru leyti er Bosnía búin að vera. Þeir sem fógnuðu því að Banda- ríkin væru að hjálpa múslímum með afnámi vopnabannsins og þeirra lið væri að vinna vita nú hvorki upp né niður eða með hvaða höi skal halda. Gunnar Eyþórsson „Nú eru allar horfur á að Milosevic og Tudjman semji einfaldlega um skipt- ingu Bosníu og Króatíu-Serbar setjist þar að 1 fyrri byggðum múslíma. Músl- ímar fá einhvern skika en að öðru leyti er Bosnía búin að vera.“ Skoðanir aimarra Lífeyris- og verðbréfasjóðir „Til að vemda kaupendur hlutdeildarskírteina hafa verið settar strangar reglur um fjárfestingar- stefnu verðbréfasjóða. Þar em settar skorður við því hvers konar verðbréf verðbréfasjóðir mega kaupa og lágmarksáhættudreifing tryggð...Er i raun furðulegt að talið sé mikilvægara að setja ítarlegar reglur um starfsemi verðbréfajóöa en um starfsemi lífeyrissjóða. Er þetta þeim mun furðulegra þegar haft er í huga að stór hluti af sparnaði fjölmargra landsmanna er lögbundinn í lífeyrissjóði.“ Finnur Sveinbjörnsson liagfr. i Mbl. 10. ágúst. Valdabrölt í heilbrigðiskerfi „Hundruð íslenskra lækna komast ekki að til að starfa við íslenska heilbrigðiskerfiö. Samt er fjöldi lækna í mörgum störfum samtímis og komast ekki yfir þau mörgu verkefni sem þeir fela sjálfum sér innan hins opinbera heilbrigðis- og tryggingakerf- is... Deilur sérfræöinga og annarra lækna fleyttu valda- og tekjubrölti stéttarinnar upp á yfirborðið. Hefur álíka skörp gagnrýni á læknastéttina og tekju- öflunarleiðir ekki sést í annan tíma en þegar lækn- arnir sjálfir tóku til við naflaskoðun og var ekki allt fagurt sem þeir sáu um og upplýstu." Úr forystugrein Tímans 10. ágúst. Upplýsingaskylda ríkisbanka „Því miður hafa ríkisbankarnir tveir ekki séð ástæðu til þess að birta upplýsingar um rekstur og efnahag oftar en einu sinni á ári. Þetta er óviðun- andi og rétt væri að viðskiptaráðherra, sem ætlar að ganga í það þjóðþrifamál að breyta þeim í hlutafé- lög, setti skýrar reglur um að bankar og aðrar lána- stofnanir birtu afkomutölur og allar nauðsynlegar upplýsingar um efnahag að minnsta kosti ársfjórð- ungslega. “ Úr forystugrein Viðskiptablaðsins 10. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.