Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1995, Síða 4
4
MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 1995
Fréttir
Öryrki verður af verulegum lífeyrissjóðsgreiðslum:
Á aðeins rétt á sjö
krónum á mánuði
- óverðtryggt þar sem hann náði ekki að greiða 13 ár
„Ég taldi mig vera aö vinna mér
inn einhvem stofn í lífeyrissjóði. Ég
var fastráðinn sem lögreglumaöur á
Keflavíkurflugvelli í kringum 1950,
vann þar í rúm tvö ár, en fyrst ég
náði ekki þremur árum fást þessar
krónur, sem ég borgaði í lífeyrissjóð-
inn, ekki framreiknaðar til dagsins í
dag. Niðurstaðan er sú að ég hefði
átt rétt á 7 krónum á mánuöi. Þar
sem sú upphæö nær því ekki aö
borga frímerkiö fellur hún niður og
ríkissjóður hirðir krónurnar," sagði
Eiríkur Eyfjörð, en hann er öryrki
og finnst honum hart að njóta þess
ekki í dag að hafa greitt í tiltekinn
lífeyrissjóð á sínum tíma.
„Þessar greiðslur sem maður innir
af hendi til lífeyrissjóðanna eru upp-
hæðir sem mann munar um og mér
finnst skítt ef reglur eru settar sem
verða þess valdandi að maður verður
af stórfé þegar maður þarf á því aö
halda. Hefði ég haft leyfi til þess að
borga í minn eigin lífeyrissjóð væri
um álitlegar upphæðir aö ræða,“
sagði Eiríkur.
Þegar DV kynnti sér hvernig á
þessu stendur kom í ljós að nái menn
ekki að borga í lífeyrissjóð í þrjú ár
er upphæðin óverðtryggö. Hins veg-
ar er ekkert lágmark til þannig að
Eiríkur virðist eiga rétt á sjö krónun-
um sínum.
Fengi Eiríkur peningana greidda
með verðtryggingu mætti búast við
að um 3.000-3.500 krónur væri að
ræða á mánuði, eða um fjörutíu þús-
und krónur á ári.
Lögin endurskoðuð
Hér er því augljóslega dágóð upp-
Eiríki Eyfjörð finnst skítt að hann
skuli aðeins eiga rétt á sjö krónum
úr lífeyrissjóði eftir að hafa greitt i
hann í rúm tvö ár. DV-mynd Æglr Már
hæð sem ríkissjóður er að hafa af
honum og hugsanlega mörgum öðr-
um í sömu sporum.
„Ef menn eiga geymdarrétt hjá
sjóðnum, þ.e. menn hætta að borga
í sjóðinn áður en þeir komast á þann
aldur að þeir byrja að taka lífeyri,
þá er það tímabili óverötryggt sem
líður frá því að þeir hætta að borga
lífeyrinn og þar til þeir byrja að taka
hann. Ef menn hafa borgað í sjóðinn
í þijú ár eða lengur eru réttindi í
sjóðnum að fullu verðtryggð. Svona
eru lögin í dag en reikna má meö að
þessi atriði verði tekin til endurskoð-
unar um leið og önnur atriði í þess-
um lögum. Það hefur staðiö til nú í
nokkurn tíma,“ sagði Haukur Haf-
steinsson, framkvæmdastjóri Lífeyr-
issjóðsstarfsmannaríkisins. -sv
Bakkagerði:
Brimvarnar-
garðurinn
endur-
byggður
Sesselja Traustadóttir, DV, Borgarf. eystra;
Nú sér brátt fyrir endann á endur-
byggingu brimvarnargarðs hafnar-
innar hér í Bakkagerði.
í tvö sumur hafa starfsmenn
hreppsins unnið að endurbótum á
garðinum. Hann var mjög illa farinn
og víða skörðóttur fyrir viðgerðina.
Áætlaöur kostnaður við fram-
kvæmdirnar í ár er tæplega þrjár
milljónir króna.
DV-mynd Sesselja
PatreksQörður:
Ekki vonlaust
aðframhalds-
deildin starfi
„Ég er ekki úrkula vonar um
að það náist nægur fjöldi nem-
enda til þess að hægt verði að
halda úti 1. bekk framhaldsdeild-
ar. Það er talað um að þaö þurfi
10 til 12 nemdendur og það hafa 7
skráð sig nú þegar. En það er auð-
vitað ekki öruggt að þetta takist,"
sagði Gísli Ólafsson, bæjarstjóri
Vesturbyggðar á PatreksfirðL
Gísli var spurður hvað yrði gert
fyrir þá nemendur sem hefðu lát-
ið skrá sig ef ekki næst næg þátt-
taka til að halda deildinni úti?
„Við getum í sjálfu sér ekki
annað gert en reynt aö aöstoða
þá nemendur viö aö komast í aðra
skóla," sagði Gísli.
Hann tók fram að allt yrði gert
sem hægt væri til þess aö bekkjar-
deildin gæti starfað næsta vetur.
Húnaflói:
hörpudisknum
Regína Thorarensen, DV, Selfoesi;
Hörpuskelsveiðin í Húnaflóa
hefur gengið þokkalega í sumar
að sögn Lýðs Hallbergssonar.
Hann rær frá Djúpuvik þar sem
hann er með heimili yfir sumar-
tímann en leggur aflann upp á
Skagaströnd.
Lýður gerir út 20 tonna bát og
stundaði að mestu bolfiskveiðar
áður eða í 20 ár en er nú hættur
þeim. Snúið sér þess í staö að
hörpudisknum.
Akureyri:
Rániðíleigu-
bílnum upplýst
Maðurinn sem rændi 50-60 þús-
und krónum af leigubilstjóra á
Akureyri nýverið er fundinn. Um
var að ræöa útlending sem hefur
verið búsettur í bænum. Hann
hefur verið settur í farhann og
bíður nú dóms. Hann skilaði pen-
ingunum. -sv
í dag mælir Dagfari
Tíu milljarða sjóðseign
Félag íslenskra bifreiðaeigenda
hefur veist að tryggingarfélögun-
um meö þeim óskammfeilnu full-
yrðingum að íslenskum bifreiða-
eigendum sé gert að greiða veru-
lega hærri iðgjöld fyrir bifreiða-
tryggingar sínar heldur en almennt
þekkist í öörum löndum - einkum
á Norðurlöndunum. Er talað um
allt að helmingsmun.
Félag íslenskra bifreiðaeigenda
hefur ekkert fyrir sér í þessari
gagnrýni annað en tölur á blaði um
þær krónur sem hver bifreiðaeig-
andi verður að inna af hendi í ið-
gjöld. FÍB veit ekkert um það sem
tryggingarfélögin vita um slysat-
íðni eða erfiðleika tryggingarfélag-
anna til að fá að borga tjónþolum
bæturnar. FÍB lét ekki einu sinni
svo lítið að hafa samband við trygg-
ingarfélögin til að fá útskýringar á
hærri iðgjöldum hér á landi. Þær
hefðu kannske ekkert breyst en í
það minnsta hefði FÍB getað átt
þess kost að kynna sér sjóðseignir
bifreiðaeigenda hjá tryggingarfé-
lögunum og komist að raun um að
iðgjöldin eru ekki beinn útlagður
kostnaður heldur sparifé greið-
enda. Tíu milljarðar í hreinni inn-
eign!
Það hefur nefnilega komið í ljós
að tryggingarfélögin hafa myndaöð
sjóð sem gengur undir nafninu
bótasjóður og þar hafa nú safnast
saman rúmlega tíu milljarðar
króna. Allt það fé á rætur sínar að
rekja til iögjaldanna sem bifreiða-
eigendur greiöa. Þetta eru ekki
fjármunir tryggingarfélaganna,
segja tryggingarfélögin. Þetta er
inneign bifreiðaeigenda, enda fært
til skuldar í bökhaldi félaganna.
Skýringin á þessari myndarlegu
innstæðu er vandi tryggingarfélag-
anna við að fá að greiða bæturnar.
Bótagreiðslur vilja dragast í hið
óendanlega vegna málareksturs og
vafaatriða og gírugra lögfræðinga
sem þrefa um tjón og bætur og tefja
þannig úrlausn einfaldra mála.
Til að mæta síðbornum tjóna-
greiðslum hafa tryggingarfélögin
myndað bótasjóðinn (að vísu án
þess að spyija bifreiðaeigendur
leyfis og án þess aö láta þá vita um
þetta sparifé sitt) og svo hafa þau
ávaxtað þennan sjóð meö hags-
muni bifreiðaeigenda fyrir augum.
Bifreiðareigendur, sem eiga sjóð-
inn að sögn tryggingarfélaganna,
hafa reyndar ekki fengið að sitja í
stjórn sjóðsins né heldur fengið aö -
taka ákvarðanir um ávöxtun hans
eða ráðstöfun. En það var heldur
aldrei meiningin að fara upplýsa
um þennan sjóð eöa eigendur hans.
En þegar Félag íslenskra bif-
reiöaeigenda fer að væna trygging-
arfélögin um of há iðgjöld neyðast
tryggingarfélögin auðvitaö til að
skýra þá staðreynd málsins að bif-
reiðaeigendur eru ekki að borga
iðgjöld, eingöngu til að standa und-
ir tjónum, heldur eru þeir að greiða
í sérstakan sjóð, sem heitir bóta-
sjóður, til að efla sinn eigin fjárhag
til að mæta skakkaföllum, sem
hugsanlega eiga sér stað án þess
að tryggingarfélögin viti hvort þau
eigi sér stað eða viti hvenær þau
eiga að borga ef þau eiga að borga!
Ef þessi inneign er dregin frá í
iðgjöldunum kemur sem sagt í ljós
að iðgjöldin eru afar lág hér á landi.
Mismunurinn sem að því leyti er
hærri hér á landi en annars staðar
er ekki iðgjald í merkingu þess orðs
heldur afborgun væntanlegra tjón-
þola inn í sinn eigin sjóð til að
mæta tjónum sem hugsanlega
verða en koma ekki til útborgunar
af því að lögfræðingar meina trygg-
ingarfélögunum með málaþrasi að
greiða bæturnar út.
Bifreiðaeigendur hafa með ið-
gjöldum sínum búið til þennan sjóð
en þeir geta að sjálfsögðu ekki ætl-
ast til að fá hann útborgaöan eða
hafa ráðstöfunarrétt á honum
vegna þess að þeir eru ekki búnir
að vinna sér rétt til að fá stjóm á
honum, meðan þeir geta ekki sann-
að að þeir hafi lent í tjóni og geta
ekki sannað að þeir eigi rétt á bót-
um vegna tjónsins. Þess vegna er
hann innheimtur og varðveittur
hjá tryggingarfélögunum án þess
að þau eigi hann.
Svo eru menn að skamma trygg-
ingarfélögin fyrir okur á bifreiða-
eigendum þegar nær væri að þakka
þeim fyrir tíu miljarða króna sjóðs-
myndun í þágu bifreiðaeigenda.
Hvar væru bifreiðaeigendur
staddir ef þeir ættu ekki þennan
sjóð? Og hvar væri sjóðurinn ef
tjónin væm fleiri? Dagfari