Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1995, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1995, Side 18
18 MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 1995 Rennismiður óskast á renniverkstæði okkar. Við leggjum áherslu á vönduð vinnubrögð og leitum að mönnum sem tileinka sér þau. Góð laun. Uppl. á staðnum milli kl. 16 og 18 mánudag og þriðjudag. Vélvík hf„ Höfðabakka 1 / Á NÆSTA SÖLUSTAÐ SÍMA 563 2700 SKÓDTSALA 0CCO Skóverslun Þórdar Sími. 551 4181 ATH: erum flutt á Laugaveg 40 (áður Iðunnar apótek) Nýlega er komin á markað hér á landi ARMORCOAT ÖRYGGISFILMAN sem þró- uð var íJ<aliforníu og hefur gert geysilegt gagn þar. Það sem filman gerir fyrir gler er m.a.: Breytir venjulegu gleri í öryggisgler og það verður 300% sterkara. Jafnvel þótt það brotni hangir það saman eins og framrúða í bíl. Þetta er kostur við innbrot, fárviðri, jarðskjálfta o.fl. Ef tekin er lituð öryggisfilma útilokar hún einnig 3/4 af sólarhita (sú glæra útilokar 1/4) og báðar stórminnka upplitun (95% af UV-geislum komast ekki í gegn). Armorcoat-öryggisfilman hefur eldvarnarstuðulinn F- 15 og stórminnkar hættu á slysum þegar glerbrot þeytast eins og hnífar um allt. Öryggisfilmuna er auðvelt að setja innan á glerið eða utan á eða jafnvel báðum megin. Laghentur maður get- ur það með leiðbeiningum frá okkur en að sjálfsögðu sjáum V____ Slær margar flugur í ; einu höggi við um það fyrir þá sem þess óska. Armorcoat-öryggisfilman er ekki dýr, kostar 1440 hver m2 glær en 1660 lituð, án vsk. Armorcoat öryggisfilmunni hefur verið vel tekið og er þegar komin á bankastofnan- ir, stjórnarbyggingar, örygg- isþjónustufyriræki, skóla, sjúkrastofnanir, barnaheimili, verslanir og að sjálfsögðu heimili. í Ijósi frétta af jarðskjálftum, innbrotum og með tilliti til vetrarveðra og sumarhita er þetta ótrúlega hagkvæmur kostur og 10 ára ábyrgð fylg- ir. Söluaðili er Armorcoat- umboðið í Bíldshöfða 8, sama húsnæði og tjaldaleigan Skemmtilegt hf. Símar 5674709 og 5876777, fax 5674722. Okkur vantar samstarfsaðila um allt land nema á Vest- fjörðum þar sem Þorvaldur Pálsson á Flateyri starfar. J Menning Sumir fá kannski hland fyrir hjartað þegar tæpt er á vissum velsæmismörkum DV-mynd Td Hressilegog hröð sýning Söngleikurinn Rocky Horror var frumsýndur í Loftkastalanum í Héöinshúsinu á föstudagskvöldið. Þaö er Flugfélagiö Loftur sem setur upp sýninguna. Leikstjóri er Baltasar Kormákur. Ekki er langt síöan Hárið og Stórstirnið Jesús Kristur voru sýnd hér á landi og nú bætist við þriöji söngleikurinn frá svipuö- um tíma. Hvað veldur því að þessi verk, ættuð frá tíma- bili hippa og blóma, ganga í endurnýjun lifdaganna í Reykjavík nútímans? Spyr sá sem ekki veit. Kannski eru þetta tryggð kassastykki. Öll þrjú verkin eru langt frá því að vera gaUalaus. Innihald þeirra vekur að vísu spurningar, en bókmenntalegt gildi er nánast ekkert og músíkin í þeim í slappara lagi miðað við það sem best var gert á þessum tíma. Það er þó kostur Rocky Horror fram yfir fyrrnefnd verk að ekki er ætlast til að texti leikverksins sé tekinn nema mátu- lega alvarlega. Fyrst og fremst er verið að skemmta áhorfendum með því að pota í ýmis siðferðileg gildi, sérstaklega þau sem varða kynferðismál. Skotiö er í ýmsár áttir; J. Edgar Hoover, yfirmaður FBI, hélt stað- fastlega fram gildum íjölskyldunnar en reyndist svo vera hinsegin sjálfur þegar til kom. Ekkert er sem sýnist, en Frank ’N’ Furter kemur til dyranna eins og þann er klæddur og enginn velkist i vafa um að hann og hyski hans eru ekki venjuleg kjarnafjölskylda. Þau eru reyndar geimverur. Kannski hefur ekki verið auð- velt árið 1973 að kynna til sögu tvíkynhneigða drag- drottningu sem aðalpersónu, án þess að láta sem hún komi utan úr geimnum. Samkynhneigðir og þeir sem þeirra kúltúr voru handgengnir náðu eflaust mörgum bröndurum verksins betur en aörir og kannski líka þeim boðskap að öll erum við perrar inn við beinið. Öld sakleysisins er hðin. Helgi á heimavelli Höfundur Rocky Horror sækir umgjörð verksins í amerísk hasarblöö, vísindaskáldrit og hæpnar bíó- myndir. Frank ’N’ Furter er nútíma Vincent Price sem syngur rokk í stað þess að spila á pípuorgel. Tilvísan- ir má svo finna í öndvegisverk eins og Frankenstein, og Dr. Strangelove; Tónhstin er rokk af heföbundnu tagi, eins konar blanda af rokktónhst eins og hún hljómaði upp úr 1970 og eins og hún var í árdaga fyrir og um 1960. Lögin eru einföld, khsjukennd og nálgast stundum að vera hahærisleg. Það er þó engin hætta á því í Loft- kastalanum, því undir öruggri stjórn Þorvaldar B. Þorvaldssonar hljómar músíkin mjög vel. Það er hörkusánd í þéttum undirleiknum og söngvarar standa sig með ágætum. Það er erfitt að ímynda sér nokkurn íslenskan leik- ara annan en Helga Björnsson í hlutverki Franks, enda gerir hann hlutverkinu góð skil. í söngnum er hann á heimavehi, þessi tónlist á vel við hann. Besta lag verksins er inngöngurokkmarsinn er Helgi birtist fyrst á sviðinu og er það kynngimögnuð sena. í gervi Riffs RafTs er Björn Jörundur Friðbjörnsson. Leiklist Ingvi Þór Kormáksson Finnst mér að enn ein skírskotun í eldri verk birtist í þvi hvernig hann er farðaður. Að þessu sinni er það Nosferatu. Það þarf þó ekki að vera viljaverk. Rödd Björns hæfir vel hlutverkinu, hann syngur þetta á sína vísu og ýkir jafnvel sérkenni raddarinnar. Kannski um of, því að erfltt var að greina orðaskil í textum og átti það reyndar við um fleiri söngvara. Kannski var það hljóðblöndunaratriði sem hægt er að laga. Mannlegar geimverur Hilmir Snær Guðnason og Valgerður Guönadóttir fara með hlutverk Brads og Janet, fulltrúa skírlífis 6. áratugarins, ef marka má klæðaburð og klippingu. Trúlega er þaö sakleysi unglingsáranna sem verið er að hrekkja tíu árum síðar. Valgerður er aíbragös söng- kona, rödd hennar eins og sköpuð fyrir söngleiki rokk- kynslóðarinnar. Ég er ekki eins viss um eldri Broad- waysöngleiki. En hún var sannfærandi í hlutverki sínu og sama má segja um Hilmi. Merkilegt hvað leikarar geta sungið og söngvarar leikið. Því miður gefst ekki pláss til að tína til gullkorn um frammistöðu fleiri einstaklinga, en segja má í lokin leikstjóranum og liði hans til hróss, að sýningin er vönduð, hressileg og hröð. Heilmikið stuð er í tónhst- inni. Sumir fá kannski hland fyrir hjartað þegar tæpt er á vissum velsæmismörkum, en „hvor er meiri per- vert sá sem er pervert eða sá sem borgar fyrir að horfa á pervertinn". Geimverur leiksins eru í raun alveg jafn mannlegar og hitt fólkið. Það skiptir ekki máli að texti söngleiksins er að mestu tómt bull. Það er ahtaf verið að bulla hvort eð er. Leikmynd, brellur og ljós þjóna vel hlutverki sínu. Búningar eru bæði „dekadent" og „speisaðir"; skóla- stúlknapils, netsokkar, S/M og fleira, en nærbuxur Dr. Scotts þó flottastar. éÉ Éi|ÉÍfPli LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA A Eftir einn -ei akl noinn VALDA ÞÉR SKAÐA! $=

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.