Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1995, Blaðsíða 10
10
MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 1995
Fréttir
Siglt niður Austari-Jökulsá í Skagafirði:
Hér sést bara i aðra árina á einum kajaknum, annað er á kafi.
Einn leiðangursmannanna á æfingu. Nauðsynlegt er að vita hvernig bregð-
ast skal við öllum aðstæðum.
Farþegar verða að vera lík-
amlega vel á sig komnir
„Við erum aö byrja að bjóða upp á
þessar ferðir núna um verslunar-
mannahelgina. Við erum búnir að
vera tíu ár á Hvítá í Ámessýslu og
þijú ár hérna tíl að læra á ána. Maö-
ur verður að gjörþekkja hana til að
fyllsta öryggis sé gætt þar sem áin
er mjög straumhörð.
Fólk verður að vera vel á sig kom-
ið líkamlega til að ráðlegt sé fyrir það
að fara svona ferð,“ sagði Björn
Gíslason, einn leiðsögumannanna í
bátasighngu niður Austari-Jökulsá í
Skagafirði, en nú er verið að byrja
að fara með farþega í slíkar ferðir.
Leiðsögumennirnir eru 6. Ein kona
var með en nú er hún ófrísk og verð-
ur að taka sér hlé á meðan.
Þrír tímar á ánni
Farið er frá Bakkaflöt í Skagafiröi,
ekki langt sunnan við Varmahlíð.
Að Bakkaflöt er gisting og sundlaug.
Ferðin tekur alls fimm tíma. Fyrst
er farið á bíl að eyðibýlinu Skatastöð-
um.
„Við Skatastaði er farið út á ána,
hún er fremur lygn til að byija með,
um það bil fimm kílómetra, þannig
aö það er nokkurs konar æfing.
Næstu 15 kílómetrar eru straum-
harður kafli og á köflum þarf virki-
lega að leggja sig fram. Þar eru bæði
fossar og flúðir í ánni.
Farið er í land eftír þriggja tíma
siglingu við bæinn Villinganes og
þaðan farið að Bakkaflöt aftur. Við
erum með 2 kajaka og 3 gúmmí-
báta,“ sagði Björn.
Sérpantaðir gallar og vesti
- Kemur aldrei gat á gúmmíbátana?
„Það gerist bara einstaka sinnum
en við höfum bætur meðferðis. Hver
gúmmíbátur hefur sjö hólf þannig
að það er engin hætta á ferðum þó
að eitt gat komi en við reynum að
halda bátunum frá klettum," sagði
Björn.
Það komast 6 manns í hvern
gúmmíbát og einn leiðsögumaður er
í hverjum þeirra. Kajakarnir eru
með í förum tíl eftirlits og öryggis
ef eitthvað kemur upp á. Gestír fá
ekki aö reyna sig á þeim.
„Við sérpöntuðum björgunarvesti
frá Bandaríkjunum og þau halda
manni að einum þriðja betur upp úr
vatni en venjuleg vestí. Einnig sér-
pöntuðum við galla frá Bretlandi,
efnið í þeim er 5 mm þykkt í stað 3
mm í venjulegum göllum. Þetta eru
blautbúningar og mjög hlýir þannig
aö engum er kalt,“ sagði Björn.
Það kostar sjö þúsund að fara í
svona ferð en sex þúsund ef menn
eru 6 eða fleiri saman.
Nýttfyrir-
tæki hrellir
tölvuþjófa
- sérstakri hitatækni beitt til aö merkja hluti
Nýtt fyrirtæki hefur hafið starf-
semi á íslandi sem hefur það að leið-
arljósi að gera tölvu- og öðrum tækja-
þjófum hfið leitt. Fyrirtækið, Sec-
uricode ísland, býður tækjaeigend-
um að merkja tæki þeirra með núm-
eraðri „hitamerkingu" og sérstökum
númeraspjöldum og skráningu núm-
eranna í gagnabanka.
„Hingað til hafa einungis boðist
öryggismerkingar með bleki eða
límmiðum. Bleki er hægt aö ná af
með leysiefnum og límmiða er hægt
aö rífa af. Securicode hitamerkingin
helst hins vegar fyrir lífstíð. Þessi
þjónusta er sérstaklega hugsuð fyrir
fyrirtæki og stofnanir en auðvitað
þjónustum við einstaklinga líka. Við-
skiptavinir okkar hljóta sérstakt
skráningamúmer sem síðan er skráð
í Securicode öryggisskrána. Með
þessum gagnagrunni er fljótlegt að
ganga úr skugga um rétta eigendur
stohnna muna. Einnig er hægt að
gera munaskrá yfir öll tæki og áhöld
fyrirtækis og heimilis," segir Guð-
mundur Lýðsson, framkvæmdastjóri
Securicode Island.
Frá áramótum hefur á annað
hundrað tölvum verið stohð frá ein-
staklingum og fyrirtækjum, þá era
ótalin önnur tæki, s.s. símtæki,
hljómflutningstæki, Ijósritunarvélar
og annað. Tæplega helmingur tölv-
anna endurheimtist við rannsókn
mála og oft er það vandkvæðum
bundið að koma þeim munum, sem
tekst að finna, aftur í hendur rétt-
mætra eigenda. Með Securicode hita-
merkingunni geta lögregluyfirvöld
hins vegar fengið upplýsingar úr
gagnabanka fyrirtækisins og komið
munum til réttra eigenda. Auk þess
að auðvelda lögreglu að koma endur-
heimtu þýfi til skila hefur merking
sem þessi fælingarmátt þar sem
munirnir eru einkenndir.
Hægt er aö merkja tækin sjálf -
tölvurnar ef svo ber undir - og líka
einstaka hluta þeirra. Tæknin sem
beitt er einskorðast ekki aðeins við
tæki úr plasti heldur er líka hægt að
merkja skjalatöskur, hnakka, beish,
garðáhöldogfleira. -pp
: :
Guðmundur merkir tölvu með hinni nýju hitatækni. Auk þess aö einkenna þá hluti sem eru merktir eru hlutirnir
skráðir í gagnabanka Securicode á nafn þess sem á þá. DV-mynd JAK