Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1995, Blaðsíða 8
8
MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 1995
Útlönd________________________________________________________
Aðskilnaðarsinnar múslíma í Kasmír tóku norskan gísl sinn af M:
Hálshöggnu líkinu
hent úti á víðavangi
Islamskir skæruliöar aöskilnaöar-
sinna i Kasmír hafa hálshöggvið
Norömanninn Hans Christian Oströ,
einn fimm vestrænna gísla sem þeir
höföu í haldi, skoriö út nafn hreyf-
ingar sinnar, Al-Faran, á líkið og
skiliö það eftir úti á víöavangi, ásamt
hótun um að drepa hina fanga sína
á næstu dögum.
Höfuð og búkur Norðmannsins
fundust með tuttugu metra millibili
nærri bæ nokkrum suöaustur af Sri-
nagar, sumarhöfuöborg Jammu og
Kasmír-fylkis, í gærmorgun.
„Indversku hundar, ef þið gangið
ekki að kröfum okkar hljóta hinir
sömu örlög,“ sagði í orðsendingu sem
fannst nærri líkinu.
Mikil sorg ríkir nú meðal ættingja
og nágranna Oströs í Ósló.
„Hans Christian var ákaflega líf-
legur og skemmtilegur strákur.
Hann reyndi alltaf að sjá hið jákvæða
í sérhverju máli,“ sagði stjúpsystir
hans, Ann Christine Jörgensen.
Skæruliðarnir í Kasmír krefjast
þess að indversk stjórnvöld leysi
fimmtán félaga þeirra úr haldi og
hafa geflð þeim tveggja daga frest til
þess. Ella muni þeir drepa hina gisl-
ana fjóra sem eftir lifa.
Hans Christian Oströ var handtek-
inn ásamt tveimur Bretum, einum
Þjóðverja og einum Bandaríkja-
manni í júlíbyrjun. Skæruliðarnir
höfðu hvað eftir annað hótað að taka
þá af lífi ef Indverjar gengju ekki að
kröfum þeirra.
Norsk stjórnvöld fordæmdu morð-
ið á Oströ í gær og hvöttu Indverja
til að gera allt sem þeir gætu til aö
hafa hendur í hári ódæðismannanna.
„Norðmenn fordæma harðlega
þetta hryllilega og tilgangslausa
voðaverk gegn saklausum norskum
borgara. Við krefjumst þess að þeir
sem standa að þessu verði látnir
svara til saka,“ sagði Björn Tore
Godal, utanríkisráðherra Noregs.
„Mér er mjög brugðið vegna þessara
hörmulegu málaloka."
Indverska stjórnin hélt neyðarfund
í gær til að ræða hvort grípa ætti til
aðgerða til að reyna að frelsa hina
gíslana, nokkuð sem hún hefur forð-
ast til þessa, í þeirri von að hægt
væri að semja um lausn þeirra.
„Viö höfum forðast að grípa til
beinna aðgerða, í nánu samráði við
viökomandi sendiráð," sagði Rajesh
Pilot, ráðherra öryggismála á Ind-
landi.
Háttsettur embættismaður í Kasm-
ír sagði að yfirvöld vissu nokkurn
veginn hvar skæruliðarnir sem
halda útlendingunum væru niður
komnir.
Maður sem hringdi í indverska
fréttastofu sagði að Oströ hefði verið
drepinn af því að kröfur skærulið-
anna hefðu verið hunsaðar. „Al-
Faran eru ekki samtök morðingja.
Við höfum ekki gaman af því aö
drepa fólk,“ sagði maðurinn.
Reuter, NTB
Krajina-Serbinn Milivoje Rakic heldur á fimm mánaða gömlum syni sínum, Slobodan, á meðan hann bíður í járn-
brautarvagni eftir að komast til Serbíu. Símamynd Reuter
Krajina-Serbar á herskyldualdri
fá ekki að koma inn í Serbíu
Serbneskir karlar á herskyldu-
aldri á flótta frá Króatíu fengu ekki
að koma inn í Serbíu í gær þar sem
stjórnvöld segja að þeir verði að
ganga í lið með bræörum sínum í
Bosníu og berjast með þeim. Mikil
reiði og örvænting greip um sig með-
al eiginkvenna og fjölskyldna sem
neituðu að halda áfram án þeirra.
„Það er ekkert eftir fyrir menn
okkar til að verja. Af hverju geta
menn okkar þá ekki komið? Eg kann
ekki að aka dráttarvél," sagði Jasm-
ina, 34 ára gömul kona sem flúði frá
bænum Petrinja í Krajina-héraði.
Mikill fjöldi manna, kvenna og
barna er nú við landamærin, hinir
síðustu úr hópi 150 þúsund flótta-
manna frá Krajina sem fóru á ver-
gang eftir að króatíski herinn lagði
héraöið undir sig fyrir skömmu.
Hersveitir stjórnvalda í Bosníu
réðust gegn bænum Donji Vakuf í
miðhluta Bosníu í gær til að reyna
að ná honum úr höndum Serba. Á
sama tíma funduðu þeir Andrej Koz-
yrev, utanríkisráðherra Rússlands,
og Anthony Lake, þjóðaröryggisráð-
gjafi Clintons Bandaríkjaforseta, í
bænum Sotsjí við Svartahaf til að
leysa ágreining sinn um hvemig beri
að reyna að koma á friöi í fyrrum
Júgóslavíu.
„Við búumst ekki við ágreiningi,“
sagði Kozyrev fyrir fundinn og Lake
tók undir með honum. En rúmum
tveimur klukkustundum síöar sagöi
Kozyrev að þeir hefðu orðið sammála
um að vera ósammála um mörg mik-
ilvæg atriði.
Kozyrev sagði að stjórnvöld í
Washington væru ófús að aflétta við-'
skiptabanni á Serbíu jafn fljótt og
stjórnvöld í Moskvu æsktu. Mjög er
þrýst á Jeltsín Rússlandsforseta að
aflétta einhliða viðskiptabanninu en
Serbar eru bandamenn Rússa frá
fornufari. Reuter
Saddam reynir
aðtreystastöðu
sínaáný
Þótt ákall
landílótta
tengdasonar
Saddams Huss-
eins íraksfor-
seta um að
steypa tengda-
fóður sínum af'
stóli haft valdið
titringi í herbúðum stjómarinnar
er Saddam þegar farinn aö
treysta stöðu sína á ný, að sögn
stjórnarerindreka.
Tareq Aziz, aðstoðarforsætis-
ráðherra íraks, tilkynnti í gær að
stjórn landsihs mundi skýra frá
hernaðarleyndarmálum sem hún
heföi haldið leyndum fyrir nefnd
SÞ sem hafði eftírlit með útrým-
ingu gjöreyðingarvopna íraka.
Vestrænir erindrekar telja að
írösk stjórnvöld óttist að tengda-
sonurinn umræddi, sem haföi
umsjón með hergagnaffam-
leiðslu landsins, ætli að leysa frá
sKjóðunni og þau vilji með þessu
veröa fyrri til.
Stærstarokk-
munasala Bret-
landsundirbúin
Stærsta rokkmunasala sem
nokkm sinni hefur verið haldin
í Bretlandi fer fram í næsta mán-
uði. Þá verða seldir niunir á borð
viö rissblokk sem John Lennon
átti og gítar ffá Jimi Hendrix.
Uppboð munanna fer fram hjá
hinu virta fyrirtæki Sotheby’s og
er búist við að rúmlega eitt
hundrað milljónir íslenskra
króna fáist fyrir þá.
„Viö búumst við miklum áhuga
útlendinga. Þetta er mjög mikil-
vægt samansafh, með mörgum
verðmætum hlutum, svo og per-
sónulegum munum sem ein-
kenndu þetta fólk,“ sagði starfs-
maðurSotheby’s. Reuter
Stuttar fréttir dv
Leikför aflýst
Konunglega leikhúsið í Kaup-
mannahöfn hefur aflýst leikfór til
Frakklands í september til að
mótmæla fyrirhuguðum kjarn-
orkutilraunum Frakka í Suður-
Kyrrahafi.
Ámótireykingum
Bill Clinton
Bandaríkjafor-
seti varði þá
ákvörðun sína
að beita sér af
alefli gegn
reykingura
unglinga og
sagði það
skyldu sina að verja heilsu
bandariskra ungmenna og binda
enda á hræsni auglýsinga sem
beinast að börnum.
Kveiktílest
Brennuvargar vörpuðu eld-
sprengjum á mannlausa franska
TGV-hraðlest í Bern í Sviss til að
mótmæla kjarnorkutilraunum
Frakka.
Lána konumfé
Alþjóðbankinn ætlar bráðum
aö veita fátækasta fólki heimsins,
einkum þó konum, smálán til að
aðstoða það við að koma undir
sig fótunum.
Nýnasistarkoma saman
Evrópskir nýnasistar ætla að
koma saman i Hróarskeldu í
næstu viku til að minnast átta ára
dánarafraæhs Hitlerskónans
Rúdolfs Hess, síðast til heimilis í
Spandau-fangelsinu í Berlín.
Bannað aó hrista
Dómsmálaráðherra ísraels hef-
ur bannað leyniþjónustu lands-
ins að hrista fanga óþyrmilega
við yfirheyrslur en í apríl dó fangi
að völdum hristings.
Kratar á niðurleið
Finnskir jafhaðarmenn ryóta
nú stuðnings 27 prösenta kjós-
enda en þeir fengu 28,3 prósent
atkvæða í kosningunum í vor.
FlotaæfingaráDóná
Rúmenar halda nú flotaæfingar
á Dóná til að sýna að þeir geti
verndað flutninga lrjálpargagna á
óvinasvæðum.
Löggur i skoðun
Þrír franskir lögregluþjónar
hafa veriö hnepptir í varðhald
vegna gruns um að hafa barið
franskan mann af norður-afrisk-
um uppruna i klessu í Marseille.
AfmælihjáCastro
Fidel Castro
Kúbuleiðtogi
hélt upp á 69
ára afmæli sitt
i gær og var
heldur rólegra
yfirbragð yfir
öllu en á sama
tíma í fyrra
þegar landar leiðtogans reyndu
unnvörpura að flýja land.
Felixíham
Fellibylurinn Felix stefnir á
Bermúda og gæti truflað fyrir-
hugað þjóðaratkvæði um sjálf-
stæði landsins.
Ritzau, Rcuter, FNB
DANCALL S 'Qf rtidioinidun Grandagarði 9 • 101 Reykjavík Sími 5111010