Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1995, Blaðsíða 6
6
MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 1995
Fólksflutningar að undanförnu:
Mun fleiri
flytja burt
- 1554 fluttu af landi brott fyrstu 6 mánuði þessa árs
Eins og skýrt var frá í DV fyrir
skömmu hefur starfsfólk íslensku
skipafélaganna ekki áður fengið jafn
margar fyrirspumir um búslóða-
flutninga frá landinu og í sumar. Það
bendir til þess að miklir búferlaflutn-
ingar frá landinu verði á haustdög-
um. Fyrstu 6 mánuði ársins fluttu
1554 af landi brott.
Samkvæmt upplýsingum Hagstofu
íslands hafa frá árinu 1989 og til árs-
loka 1994 um 2.900 til 3.800 manns
flutt árlega af landi brott. Ef byrjað
er á árinu 1989 þá flutti 3.841 af landi
brott. Árið 1990 voru brottfluttir
3.847, árið 1991 voru þeir 2.982, árið
1992 voru þeir 3.213, áriö 1993 voru
þeir 2.901 og árið 1994 flutti 3.436
manns af landi brott.
Svo er auðvitað alltaf stór hópur
fólks sem flytur til landsins. Þeir
hafa þó öll þessi ár verið færri en
þeir sem flytja á brott nema árið 1991.
Það ár fluttu 1.007 manns fleira til
landsins en frá landinu. Árið 1989
fluttu 1.086 manns fleira frá landinu
en til þess, 1990 voru þeir 681, árið
Brottfluttir af
landinu 1989-'94
1992 voru þeir 254, árið 1993 vori
þeir 203 og árið 1994 voru þeir 70f
Það sem af er þessu ári hafa 399 fleii
flutt á brott en þeir sem hafa flutt ti
landsins.
Fréttir
Eggert Antonsson, DV, Hvanunstanga:
Stofnaður hefur verið tékka-
reikningur nr. 1553 í Sparisjóöi
V-Húnavatnssýslu til styrktar
Petreu Hallmannsdóttur og Agli
Þórólfssyni, Þormóðsstöðum í
Sölvadal í Eyjafírði, vegna nátt-
úruhamfara þar í sumar er aur-
skriður hrifu með sér mikið af
túnum býlisins og rafstöö.
Mjög erfitt hefur verið með bú-
skap hjá þeím síðan. Þau höfðu
jörðina og kvótann á leigu og
hafa nú hug á að stofna heimili á
öðrum stað. Tekið er á móti fram-
lögum í öllum bönkum, sparisjóð-
um og pósthúsum landsins.
Blaðagámar:
Fjöldi
íkveikja
ísumar
Kveikt var í söfnunargámí fyrir
dagblöð við Breiöholtskjör viö
Arnarbakka aöfaranótt sunnu-
dags. Mjög algengt er aö kveikt
sé í slíkum gámum sem eru flest-
ir í Breiöholti.
Samkvæmt upplýsingum frá
Slökkviliöinu í Reykjavík hefur
þetta gerst hátt i tuttugu sinnum
í sumar. -G J
Einangrunar-
plasti stolið
-um70fermetrum
Heilli stæðu af einangrunar-
plasti var stohð í nýbyggingu við
Efstaleiti í Keflavik fyrir helgina.
Þetta eru 23 plötur, samtals um
70 fermetrar. Tilkynnt var úm
stuldinn á fóstudag.
Ekki er vitað hver tók plastið
og óskað er eftir að menn hafi
samband viö lögreglu verði þeir
varirviöþað. -GJ
Söf nun fyrir
Þormóðs-
staðahjónin
Drengur höfuðkúpubrotnaöi:
Vélhjólaslys:
Féll á sand-
spyrnubraut
bjargað miklu
Fjórtán ára drengur höfuðkúpu-
brotnaði, handarbrotnaði og við-
beinsbrotnaði þegar hann varð fyrir
bíl á Garðvegi við Reykjanesbraut á
Miðnesheiði.
Slysið átti sér stað á fóstudags-
kvöldiö. Drengurinn var á reiðhjóli
og voru hjóliö og bifreiðin á leið í
sömu átt, hægra megin á veginum,
þegar þau skullu saman. Drengur-
inn, sem var ekki meö hjálm, var
fluttur á Borgarspítalann í Reykja-
vík. Samkvæmt upplýsingum frá
Guðjóni Karlssyni, lækni á barna-
deild Borgarspítalans, er líðan
drengsins eftir atvikum góð og slapp
hann vel þrátt fyrir allt.
„Þetta er eitt þeirra tilvika þar sem
hjálmur heíði bjargað miklu,“ segir
Guðjón. -GJ
Maður á vélhjóli féll og hlaut
minni háttar meiðsl við prufu-
keyrslu fyrir keppni á sand-
spymubraut i Glerárdal fyrir of-
an Akureyri um helgina. Dældir
voru í brautinni við endamörkin
og var hún lagfærö áður en
keppnin hófst. -GJ
Bifreið stolið
Aðfaranótt sunnudags var bif-
reiö stolið við Lækjargötu á Ak-
ureyri. Um er að ræða tveggja
dyra bláan Mercedes Benz, ár-
gerð '78, og er bílnúmerið MB-
903. Grunur leikur á að hann
hafl veriö í Varmahlíð um ki. 1C
á sunnudagsmorgun. Geti menn
veitt upplýsingar um bíhnn eru
þeir beðnir að hafa samband við
lögreglu. -GJ
Þótt vöð séu á mörgum vatnsföllum landsins verður að fara varlega, ekki
síst þegar farið er yfir Þjórsá, jafnvel þóft farið sé yfir brú. Margir hesta-
menn voru á ferðinni um helgina en á Suðurlandi var veðrið frekar óþverra-
legt. DV-mynd E.J.
Búferlaílutningar íslendinga til útlanda:
Fólk í vaxandi mæli
að f lytja alf arið utan
- segir Þorbjöm Guðmundsson, starfsmaður Samiðnar
„Það hefur alltaf verið eitthvað um
að menn fari til útlanda og vinni þar
timabundið. Það sem nú er aftur á
móti að gerast er að fólk er aö flytja
alfarið utan. Fjölskyldur taka sig upp
í stórum stíl og flytja með allt sitt
hcifurtask. Þannig hefur það verið
allt þetta ár og tók mikinn kipp þegar
talaö var um uppbygginguna í Nor-
egi eftir flóðin þar í vor. Það hreyfði
mjög við mönnum enda þótt minna
yrði úr því máli öllu en ætlað var í
fyrstu," sagði Þorbjörn Guömunds-
son, starfsmaður Samiðnar, félags
byggingamanna, í samtali við DV.
Björn Grétar Sveinsson, formaður
Verkamannasambandsins, sagði í
samtali við DV að sérhæft fisk-
vinnslufólk heföi ílust tugum ef ekki
hundruðum saman til útgerðarbæja
í Danmörku þar sem það fær 700 til
900 krónur íslenskar á tímann í dag-
vinnu. Þetta fólk sé yfir sig hriflð
enda segist það geta lifað góðu lífi
af daglaununum einum saman.
Björn sagðist verða mjög var við
áhuga ungs fiskvinnslufólks á að
flytja til Danmerkur. í nær öllum til-
fellum væri um að ræða sérhæft fisk-
vinnslufólk á besta aldri.
Björn Grétar sagði að Verka-
mannasambandið ætlaði að láta
kanna hvernig danskir fiskverkend-
ur gætu greitt svona margfalt hærri
laun en fiskverkendur á ísiandienda
þótt þeir seldu á sömu mörkuðum.
Þorbjörn Guðmundsson sagði að
þeir byggingariðnaðarmenn sem
væru aö flytja utan um þessar mund-
ir væru ekki atvinnulausir. Hér væri
um að ræða fólk á besta aldri sem
segðist ekki sjá mikil verkefni fram-
undan hér á landi og því væri ekki
frá neinu að hverfa. Auk þess sem
kjörin sem þessu fólki byðust annars
staðar á Norðurlöndunum væru
mun betri en hér. Þorbjörn segir að
langflestir iðnaðarmannanna færu
til Norðurlanda en einnig störfuðu
margir íslendingar hjá dönskum og
norskum fyrirtækjum við uppbygg-
inguna í fyrrum A-Þýskalandi.
Hjálmur hefði