Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1995, Side 12
12
MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 1995
Spumingin
Hvað fer mest í taugarnar
á þér?
Guðrún María Birgisdóttir, atvinnu-
laus: Aö standa í biðröö.
Guðni Þorri Helgason sjúklingur:
Meiðsl.
Jón Pétursson sjómaður: Kristján
LÍÚ og Þórarinn VSÍ.
Guðrún Inga Bjarnadóttir hjúkrun-
arfræðingur: Íþróttasíöurnar.
Steingrímur Sigurðarson tónlistar-
maður: Nöldur.
Lilja Rut Sæbjörnsdóttir húsmóðir:
Óheiðarleiki.
Lesendur
Meira brauð, meira
franskbrauð
„Og rikiskirkjan hleður utan á sig embættum sem aldrei fyrr“, segir m.a.
í bréfinu.
Lúðvík skrifar:
Nýkominn frá lengri dvöl í landi
þar sem mikill meirihluti íbúanna
játar rómversk-kaþólska trú bar ég
gæfu til að kynnast nokkuð viðhorf-
um og starfsaðferðum kaþólskra
presta. Því þykja mér ótíðindi og
dapurleg að lesa af kirkjuþingum ís-
lenskra starfsbræðra þeirra. Naum-
ast er hér hægt að tala um starfs-
bræður því í þeim löndum þar sem
fólk ber raunverulega trú í brjósti,
sem það játar opinberlega með veru
í kristnum söfnuði, eiga prestar, sem
sem vera ber, afkomu sína undir
sóknarbörnum sínum.
Hér í landi ríkiskirkjunnar eru
okkur öllum gert að greiða laun og
hlunnindi presta, hvort sem við not-
um þjónustu þeirra meira eða minna.
Eða alls ekki.
Dapurlegar uppákomur, þessi
kirkjuþing: Engin trúarsannfæring,
engin fyrirheit um guðlega forsjón,
aðeins kröfur um brauð, meira
brauð, embætti, stöður og bitlinga.
Og ríkiskirkjan hleður utan á sig
embættum sem aldrei fyrr: Fræðslu-
fulltrúar, æskulýðsfulltrúar, kynn-
ingarfulltrúar, farandprestar, fram-
kvæmdastjórar æskulýössambanda,
sendiráðsprestar, fangelsisprestar,
aðstoðarprestar, prestar heymleys-
ingja, trúnaðarprestar fatlaðra,
prestar öldrunarstofnana og sjúkra-
húsa - og Guð einn veit. Mér býður
í grun að slíkt ofgnóttarveisluborð
sé fjarri kennisetningum hans. - Og
margir þessara silkihúfumanna
gegna mörgum störfum.
Víða er neyö í mannlegu samfélagi
og til er fagfólk til að takast á við
hana. Guðfræði er ekki fagmennska
í mannlegum/félagslegum vanda-
málum. Guðfræöi er fagmennska í
helgihaldi (ritúölum), í kirkjusögu
og í biblíulegri kennisetningu. í
sjálfu sér göfuð íþrótt en líkt og sjó-
stangaveiði eða frímerkjasöfnun er
hún einkum málefni þeirra er hana
stunda. Ég vil, með skattgreiðslum
mínum, ekki taka þátt í þessu dýra
fúski lengur. Ég vil að prestarnir og
sóknarbörn þeirra leiti sjálf leiða til
að fjármagna áhugamál sín. Mun
brýnni úrlausnarefni bíða um allt
land. Meðal þeirra eru barnavernd,
áfengis- og vímuefnavandi ung-
menna, faglegt skólastarf og stuðn-
ingur við greindarskert og mis-
þroska böm, stuðningur við aldraða,
fjölskylduráðgjögf og kynfræðsla. Á
þessum sviöum eru prestar ekki fag-
menn heldur leikmenn. Burt með 19.
aldar fúskið og inn með fagmennsk-
una.
Nauðganir á útihátíðum
íris skrifar:
Mér og mörgum öðrum finnst öm-
urlegt hve lítil virðing er borin fyrir
Stígamótum, samtökum sem m.a.
berjast gegn nauðgunum. í Stígamót-
um eru konur á öllum aldri og þær
vita hvað þær eru að tala um, t.d.
um nauðganir á útihátíðum.
í staðinn fyrir að þiggja hjálp þess-
ara kvenna er gert ótæpilegt grín aö
þeim og reynt að ata þær alls kyns
auri og jafnvel ásökunum. Ég las t.d.
pistil frá manni sem kenndi Stíga-
mótakonum um hve honum gekk illa
að reyna við stelpur. Þær bara vildu
ekki tala við hann og sneru sér snúð-
ugar frá honum! Svona persóna ætti
nú fremur að temja sér meiri kurt-
eisi og fágaðri framkomu áður en
hann opinberar óheppni sína næst.
Og vart má minnast á útihátíðirnar
og að nauðganir eigi sér stað, t.d. á
þjóðhátíö þeirra í Vestmannaeyjum.
Þótt hún sé ein allra besta skemmtun
sem ég hefl sótt þá er hún nú ekki
heilög. Og það eru ekki eintómir
englar sem hana sækja. En það er
breitt yfir það ljóta sem mest menn
mega. Ég veit að margir munu telja
þetta eintómt bull og móðursýki sem
ég læt hér frá mér fara en ég veit líka
að fórnarlömb allra nauðgaranna og
þeir sem þekkja fórnarlömbin eru
mér fyllilega sammála.
Samgöngukerfið líður vegna þrákelkni:
Reykjavík tilvalin fyrir sporvagna
Ragnar skrifar:
Nokkuð hefur verið skrifað um þá
hugmynd að koma hér upp samgöng-
um sem byggjast á innlendri orku.
Nefnilega raforku, sem nóg er til af
hér á landi. Nefndir hafa verið mögu-
leikar á járnbraut til Keflavíkur eða
til þéttbýlissvæðanna á Suðurlandi.
Einnig einteinungur milli borgar-
hvefa í Reykjavík og sporvagn á
mestu umferöaræðinni í borginni,
Laugaveginum.
Þessar hugmyndir um rafvæðingu
í samgöngukerfinu hafa falliö í
grýtta jörð þar sem yfirvöld eru ann-
ars vegar. Annaðhvort er að þau
hafa ekki lagt eyrun við þessum hug-
myndum eða þá að þau vilja hunsa
allar slíkar hugmyndir. Ráðamenn
WMMþjónusfa
allan sólarhringinn
904150
Aðeins 39,90 mínútan
- eða hringið í síma
563 2700
milli kl. 14 og 16
hér eru undir sífelldum þrýstingi frá
hagsmunahópum og þeir veigra sér
við að taka nokkur þau skref sem
ýfa upp misklíð milli þeirra og þrýsti-
hópanna sem byggja afkomu sína á
beinni hagsmunagæslu og stuðningi
frá hinu opinbera við hana.
Þannig myndi örugglega heyrast
hljóð úr horni olíufélaganna hér
kæmi skyndilega sú ákvörðun upp á
yfirborðið að hefja könnun í fullri
alvöru á rafvæðingu samgöngukerf-
isins með einhveijum hætti.
Ekki er samt minnsti vafi á að víða
mætti með auðveldum og ódýrum
hætti setja upp rafbraut, t.d. með
loftlínu eftir Laugaveginum, jafnvel
alla leið upp í Breiðholt eða milli
Hafnarfjarðar og Reykjavíkur.
Reykjavík er ákjósanlegur vettvang-
ur til reynslu. Og ekki ætti að spilla
fyrir aö' um mengunarlausa umferð
er að ræða. Sporvagnar eða strætis-
vagnar á hjólum en knúnir með raf-
magni úr loftlínum eru algengir í
flestum borgum í nálægum löndum.
Þeir hafa reynst vel og eru vinsæl
samgöngutæki borgaranna.
Nýr sporvagn prufukeyrður í Ósló.
DV
íbanka-
blðröðum
Egill skrifar:
Það er orðið ógerníngur að fara
i banka um mánaðamót. Að ekki
sé nú talað um 1. og 2. hvers
mánaðar. Þá koma viðskiptavin-
irnir með bókhaldið sitt og krefj-
ast þess að gjaldkerar leggi sam-
an þykkar reikningafúlgur sem
svo gefa niðurstöðu eftir kannski
5-10 mínútur. Þetta er ófært
ástand. Ég legg til að bankar komi
upp a.m.k. einni röð fyrir fólk
með þrjár fáerslur og færri, iíkt
og gert er í stærstu kjörbúðunum
við kassana.
fram undan
Þór skrifar:
Nú syrtir að í hugum margra.
Sumarið að kveðja og fáir frídag-
ar fram undan. Mér finnst of mik-
ið af frídögum fyrrí hluta ái's en
svo núna fækkar þeim skyndi-
lega og ekkert fram undan nema
jólin i hátt um gögurra mánaða
skeið. Víða annars staðar eru
margir frídagar í þessum mánuð-
um, þakkargjörð, dýrlingahátiðir
og margs konar leyfisveitingar,
opinberar eða almennar. Því segi
ég: fleiri frídaga frá ágúst til ára-
móta.
Verðhækkun á
kæliskápum
Sigrún Magnúsdótth' liringdi:
Mér þykir verð á kæliskápum
vera farið að færast heldur betur
upp á við. Varla fæst slíkur skáp-
ur í dag, svo nothæfur sé fyrir
meöalstórt heimili, undir 50 þús.
krónum og þó mun meira sé hann
keyptur á greiðslukjörum. Fyrir
ekki löngu síðan var verð talsvert
lægra. Verslanir bera við að geng-
ið hafi nú verið aö „síga upp á
við" og þvi hafi þetta jú eitthvað
hækkaö. Mér sýnist einfaldlega
að allt sé að hækka sem til heimíl-
is þarf. Og þetta er eitt af því sem
viö unga fólkið skiljum ekki og
af því m.a. stefnir hugurinn frá
landinu til búsetu og betri kjara.
Óslegnar lóðir
oggarðar
Sigfús skrifar:
Það er furðulegt hve íslenskir
lóðareigendur hér í Reykjavík
eru linir við að hirða um lóðir
sínar og garða. Oftar en ekki eru
lóðir hér og annars fallegir garð-
ar látnir drabbast niður í óslegnu
kafagrasi og stundum er grasið
bara látið rotna eftir að það er
slegið. Reykjavikurborg hefur
einnig gengið á undan með
slæmu fordæmi og lætur ýmist
vera að slá opin svæði, að ekki
sé nú talað um eyjamar á um-
ferðaræðunum, eða þá að grasið
er ekki fjarlægt eftir slátt. - Þetta
sýnir einfaldlega að við erum al-
mennt ekki miklir snyrtipinnar.
Nei þýðir
ekki
alltaf nei
Páll Ólafsson skrifar:
Eitthvað munu nú skiptar skoð-
anir um áróður og slagorð þeirra
Stígamótakvenna, Nei þýðir nei.
Staðreyndin er nefnilega sú að
nei þýðir alls ekki alltaf nei. Þetta
þekki ég af eigin raun, bæði frá
útihátíðum að sumarlagi og dans-
leikjum. Ég bara bið til guðs að
Stígamótakonur auki ekki um-
svif sín, t.d. á almennum
skemmtistöðum, með sínum allt-
umlykjandi afskiptum og siða-
predikunum.