Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1995, Qupperneq 14
14
MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 1995
Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Ritstjórar: JÚNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK, SlMI: 563 2700
FAX: Auglýsingar: 563 2727 - Aðrar deildir: 563 2999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is
AKUREYRI: Strandgata 25. simi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF.
Prentun: ÁRVAKUR HF.
Askriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk.
Flótti úr landinu
Frétt DV á dögunum um stóraukinn áhuga íslenskra
íjölskyldna á aö flytja til útlanda í von um betri afkomu
ytra hefur vakið verulega athygli.
Magir velta því nú fyrir sér hvort hafið sé nýtt tíma-
bil umtalsverðs flótta launafólks úr landinu í leit að at-
vinnu og bættum kjörum, en slíkt brotthvarf til útlanda
átti sér síðast stað fyrir um aldarQórðungi eða svo.
íslendingar hafa sterkar taugar til lands og þjóðar,
ættingja og vina. Það þarf því yfirleitt mikið á að ganga
áður en heilu hölskyldurnar gefast upp á lífsbaráttunni
hér heima og halda út í óvissuna.
En þetta er augljóslega að gerast í stórauknum mæh.
Starfsmaður Eimskipafélags Islands sagðist í viðtali við
DV aldrei hafa kynnst öðru eins og bætti við: „Fólk hér
segist ekki muna eftir jafn mörgum fyrirspurnum um
búslóðaflutninga og síðustu vikumar. Ég held að óhætt
sé að fullyrða að okkur hafi borist á milli 50 og 60 fyrir-
spurnir á viku í júlí.“
Formaður Verkamannasambands íslands sagði í við-
tali við DV að sérhæft fiskvinnslufólk flytti nú unnvörp-
um til Norðurlandanna í leit að betri afkomu. Hið sama
virðist eiga við um marga iðnaðarmenn.
Opinberar tölur Hagstofu íslands staðfesta að hin síð-
ustu ár hafa fleiri flutt úr landi en til landsins. Þar mun-
ar um 210 manns á árunum frá 1991 til 1994. Og á fyrri
hluta þessa árs jókst bilið enn frekar. Þá fluttu um fjögur
hundruð fleiri úr landi en til landsins.
Það þarf auðvitað ekki að leita lengi að orsökum þess
að fólk leitar til annarra landa. Lág laun, háir skattar,
lítil atvinna í sumum greinum - þetta er sú „þjóðarsátf ‘
til margra ára sem að lokum leiðir til landflótta. Stað-
reyndin er einfaldlega sú að það er orðið allt of erfitt
fyrir allt of marga að sjá fjölskyldu sinni farborða á sóma-
samlegan hátt.
Laun á íslandi eru í mörgum tilvikum svo lág að jafn-
vel dagvinnutekjur tveggja fyrirvinna duga engan veginn
til að framfleyta bamafjölskyldum. Enda eru um það
mörg dæmi að fólk í fullri vinnu þurfi að leita til félags-
málayfirvalda um Qárhagslega aðstoð. Samdráttur í þjóð-
artekjum mörg undanfarin ár hefur nefnilega fyrst og
fremst bitnað á launafólkinu. Sama á við um margvísleg-
ar ráðstafanir sem gripið hefur verið til af stjómvöldum
á síðasta áratug. Þær hafa yfirleitt alltaf fært byrðar frá
hinu opinbera og fyrirtækjum yfir á almenning.
Samt sem áður hefur ekki tekist að auka atvinnuna
sem neinu nemur. Skráð atvinnuleysi er mikið og horfur
í sumum atvinnugreinum mjög slæmar. Líklega er
ástandið þó verst í byggingariðnaðinum þar sem fram-
kvæmdir eru í lágmarki. Það er því eðlilegt að iðnaðar-
menn séu fjölmennir í hópi þeirra sem nú velta fyrir sér
að flytja til nágrannalandanna.
Skattpíning launafólks er einnig óheyrileg hér á landi
og í þokkabót afar óréttlát. Það á ekki síst við um tekju-
skattinn sem lendir með ofurþunga á htlum hluta þjóðar-
innar og refsar þar að auki þeim sem reyna að bæta hag
fjölskyldu sinnar með mikihi vinnu. Á sama tíma blasa
við augum allra stórfelld undanskot og bótakerfi sem
beinlínis umbunar skattsvikurum.
Það hefur lengi verið lenska að halda að grasið sé
grænna í túni nágrannans. En stundum reynist það vera
rétt. Margir dugmiklir íslendingar, sem flutt hafa th
nágrannalandanna, hafa komist að raun um að þar er
hægt að lifa góðu lífi á dagvinnunni einni. Því miður
bendir ekkert th þess að það verði hægt á íslandi í ná-
inni framtíð. Ehas Snæland Jónsson
Norðurlöndin
Póltand
Ungverjaland
Lönd er hafa sótt
um aðild aö EB
Tékkland
Slóvakía
Vegna landfræðilegrar sérstöðu sinnar á island að mörgu leyti annarra hagsmuna að gæta en hinar Norður-
landaþjóðirnar, segir m.a. i greininni.
Islendingar og
norræn samvinna
íslendingar hafa á síðari árum
notið góðs af norrænni, samvinnu,
m.a. hvað varðar atvinnuréttindi,
háskólagöngu, vegabréfaskyldu og
tryggingamál. Eftir inngöngu Finn-
lands og Svíþjóðar í ESB má hins
vegar vænta ýmissa breytinga og
hefur t.d. borið á því að stuðst sé
við EES-samninginn fremur en
samnprræna samninga við ráðn-
ingu íslendinga í vinnu í Svíþjóð.
Svíar hafa dregið úr framlögum
sínum til norræns samstarfs og
skrifstafustjóri sambands danskra
sveitarfélaga lýsti því yfir á ráð-
stefnu fyrir skömmu að Norður-
löndin væru ekki lengur grund-
völlur efnahagssamstarfs heldur
væri það ESB.
Minna þekkt en við höldum
Við íslendingar eigum eflaust erf-
itt með aö trúa þessu og vísum
gjarna til ættartengsla okkar við
Norðurlöndin. Þau eru þó meira
þekkt meöal almennings á íslandi
en annars staðar á Norðurlöndum.
ísland á ekki mikið rúm í norræn-
um fjölmiðlum og er almenningur
fremur illa upplýstur um landið. Þeir
Norðurlandabúar sem heimsækja ís-
land hrífast yfirleitt af landinu (öðru
en verðlagi) en annars er það minna
þekkt en við höldum.
Norræn samvinna hefur yfirleitt
byggst á hagsmunum fremur en
frændsemi. T.d. hafa Danir og
Svíar ýmist verið bandamenn eða
svamir fjandmenn eftir því hvern-
ig vindar hafa blásið. Þeir hafa háð
mörg grimmileg stríð og eftir Napó-
leonsstríðið uröu Bretar að stöðva
Svía sem hugðust leggja Danmörk
undir sig. 30 árum seinna voru þeir
orðnir bandamenn Dana þótt á
ólíkum forsendum væri. Vildu
Danir fá stuöning Svía gegn Þjóð-
verjum í deilunni um Schleswig-
Holstein en Svíar fá stuðning Dana
í deilunni við Rússa um Finnland.
Hvorugur hafði hins vegar áhuga
á málefni hins.
Ekki þurfum við íslendingar
Kjallariim
Dr. Bjarki Jóhannesson
doktor í skipulagsfræði og starf
ar í Svíþjóð - hefur m.a.
rannsakað svæðaþróun í
Evrópu og gildismat og
hagsmuni þjóða
heldur aö leita langt og enn er fisk-
veiðideilan við nánustu frændur
okkar, Norðmenn, óleyst. Svíar
hafa einnig átt í fiskveiðideilu við
Norömenn og hótuöu að fella við-
skiptasamning þeirra við ESB ef
ekki semdist um fiskveiðikvóta í
Norðursjónum.
Norðurlandaþjóðirnar
fjórar eða fimm?
í Danmörku og Svíþjóð er oftar
talað um Norðurlandaþjóðirnar
fjórar en fimm og vegna landfræði-
legrar sérstöðu sinnar eiga íslend-
ingar að mörgu leyti annarra hags-
muna að gæta en þær. Hin ríkin
eiga ýmsa sameiginlega hagsmuni,
t.d. hvað varðar orkumál og sam-
göngumál. Augu Svia, Dana og
Finna beinast æ oftar til Eystra-
saltslandanna og Póllands sem tal-
ið er verða eitt helsta framþróunar-
svæði Evrópu í framtíðinni. Ráða
markaðshagsmunir þar ferðinni og
er í því sambandi oft vitnað í
Hansasambandiö sem fyrirmynd.
Árlega eru t.d. haldnir s.k. Hansa-
dagar með þátttöku þessara þjóða.
Benda líkur til að Norðurlanda-
þjóðirnar þrjár innan ESB beini í
auknum mæli sjónum sínum suöur
og austur á bóginn en ekki til
frænda sinna utan ESB. Með þessu
vil ég ekki fullyrða aö þær muni
gleyma okkar en um er að ræða
greinilega áherslubreytingu.
Að mati fráfarandi forseta Norð-
urlandaráðs verður eitt aðalhlut-
verk þess í framtíðinni að vera eins
konar tengill milli Norðurland-
anna og ESB. Varasamt er þó að
treysta þvi að með því verði hags-
muna okkar að fullu gætt heldur
verðum við að efla bein samskipti
okkar við ESB. íslendingar eiga
tvímælalaust að taka þátt í nor-
rænni samvinnu en geta varla
vænst jafnmikils af henni og áður.
Bjarki Jóhannesson
,,Benda líkur til að Norðurlandaþjóð-
irnar þrjár innan ESB beini 1 auknum
mæli sjónum sínum suður og austur á
bóginn en ekki til frænda sinna utan
ESB. Með þessu vil ég ekki fullyrða að
þær muni gleyma okkar en um er að
ræða greinilega áherslubreytingu. “
Skoðanir armarra
Fleiri flóttamenn
„Þeir Islendingar sem kjósa að taka mark á þeim
alþjóðasamningum sem við höfum undirritað hafa
bent á, að okkur ber skylda til þess að skjóta skjóls-
húsi yfir að minnsta kosti 25 flóttamenn á ári. Við
höfum brugðist þeirri skyldu. Þess vegna ætti nú,
án tafar, að bæta fyrir þær vanrækslusyndir. Fyrsta
skrefið gæti verið fólgiö í því að bjóða hingaö ekki
færri en eitt hundrað landflótta íbúum Júgóslavíu
sálugu. Þá gæti 1995 orðiö álíka gott ár fyrir sam-
visku þjóöarinnar og ’56.“
Ur forystugrein Alþbl. 11. ágúst.
Breytingar á fjármagnsmarkaði
„Merki breytinga á fjármagnsmarkaði sjást
víöa... Sú deigla, sem íslenskur fjármagnsmarkaö-
ur hefur verið í, hefur haft mikil áhrif á bankakerf-
ið. Mikið magn viðskipta hefur færst frá bönkunum
til annarra fjármálastofnana, svo sem verðbréfa- og
eignaleigufyrirtækja. Þessi fyrirtæki eru reyndar
mörg hver í eigu bankanna. Þá hafa nýir valkostir
á markaðnum veitt bönkunum aukið aðhald, og gert
þeim erfiðara um vik að viðhalda vaxtamuninum.
Dæmi um þetta er að sjá í afkomutölum íslands-
banka fyrir fyrstu sex mánuði ársins.”
SiEi í Viðskipti/Atvinnulíf Mbl. 10. ágúst.
Skattlagning á rangri leið
„Það er auðvitaö mjög þægilegt að innheimta aö-
eins skatta af skráðum eignum eins og fasteignum
og bílum. Gjöldunum fylgir réttur til að selja eignirn-
ar á nauðungaruppboði ef vanskil veröa og áður en
veðhafar fá nokkuð af andvirði þeirra, verður að
vera búið að skila opinberum gjöldum. Skattlagning
af þessum toga er á rangri leiö. Eöa endar þetta með
því að einungis verði lagöir skattar á eignir?”
Leó E. Löve í Tímanum 11. ágúst.