Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1995, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1995, Page 31
MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 1995 43 Lalli og Lína ©1993 King Faalurss Syndicalð. Inc World righis raservðd l|oes| g ■pgl kiER Eitu ennþá svangur? Þú hefur nú þegar borðað þrjárólvífur. pv Fjölmiðlar Kvöldstund með stjöm- unum Svo virðist sem um leiö og kvöldin verða dimm þá birti upp hjá sjónvarpsstöðvunum. Að minnsta kosti verður vart annað sagt um helgardagskrána en hún hafi verið mjög góð. Á laugar- dagskvöldið var Jessica Lange í Sjónvarpinu og siðan Robert De Niro og BiU Murray 'á Stöö 2. Reyndar kom síðan bíómynd með Denzel Wasliington á Sjónvarp- inu þannig að erfltt var að velja milli stöðva - það gerist ekki oft. En þá kemur reyndar myndband- ið til góöa. Laugardagskvöldið var því notalegt fyrir framan skjáinn að þessu sinni. Ég hafði ekki áhuga á myndinni um íslenska háhyminginn Willy en get látið það fljóta með að BBC var með frétt um það fyrir stuttu að nú væri verið að undirbúa Willy fyrir ftjálsræðið - kenna honum að afla sér fæðu en von bráðar fær hann að fara leiðar sinnar um heimsins höf á nýjan leik. Ég sakna hins vegar þáttanna um Simpson-fjölskylduna eins og börnin mín. Við vomm svo hepp- in að sjá þáttinn þegar herra Burns var skotinn er við vorum stödd á Englandi í sumar en sjón- varpsstöðin Sky One endursýnir eldri Simpson-þætti á hverjum degi klukkan sex en sýnir einn nýjan í hverri viku. Ekki væri vitíaust aö Sjónvarpiö gerði slíkt hiö sama. Elín Albertsdóttir Andlát Arnór Óskarsson sjúkraliði, Meist- aravöllum 29, Reykjavík, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 10. ágúst. Sigurður Óskarsson bóndi, Krossa- nesi, lést í Sjúkrahúsinu á Sauðár- króki fimmtudaginn 10. ágúst. Jarðarfarir Bergljót Einarsdóttir, sem lést í Hrafnistu, Reykjavík, föstudaginn 11. ágúst, verður jarðsungin frá Ás- kirkju miövikudaginn 16. ágúst kl. 13.30. Lilja Jóhanna Sigurðardóttir, Bráeðraborgarstíg 13, Reykjavík, lést á Droplaugarstöðum aðfaranótt 10. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Dóm- kirkjunni fóstudaginn 18. ágúst kl. 10.30 árdegis. Kristbjörg Jenný Sigurðardóttir úr Hrísey, Kóngsbakka 16, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 14. ágúst kl. 15. Jóhanna Kristín Guðmundsdóttir frá Efra-Apavatni, Sigtúni49, Reykjavík, er lést þriðjudaginn 1. ágúst. Hún verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju þriðjudaginn 15. ágúst kl. 13.30. Gyða Siggeirsdóttir, fyrrv. póstaf- greiðslumaður, hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, sem lést 6. ágúst sl„ verð- ur jarðsungin frá Kópavogskirkju þriöjudaginn 15. ágúst kl. 15. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakk- aðir an þeim sem vilja minnast henn- ar er bent á Félag aðstandenda Alz- heimersjúklinga, Hlíðabæ, Flóka- götu 53, S. 562-8388. Elsa María Guðbjörnsdóttir, Hlíðar- hjalla 73, Kópavogi, sem lést af slys- fórum föstudaginn 4. ágúst, verður jarðsungin frá Hjallakirkju mánu- daginn 14. ágúst kl. 13.30. Björn Halldórsson, Lynghaga 14, Reykjavík, er lést 4. ágúst, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 15. ágúst kl. 13.30. Júliana Sigurjónsdóttir, Barmahlíð 4, Reykjavik, lést 5. ágúst. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 16. ágúst kl. 13.30. Thyra Finnsson, Droplaugarstöðum, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 15. ágúst kl. 15. Slökkvilið-lögregla Reykjavík: Lögreglan sími 551 1166 og 0112, slökkviliö og sjúkrabifreiö sími 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan s. 561 1166, slökkvilið og sjúkrabifreiö s.11100. Kópavogur: Lögreglan sími 560 3030, slökkvilið og sjúkrabifreiö sími 11100. Hafnarfjörður: Lögregian simi 555 1166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 5551100. Keflavík: Lögreglan s. 421 5500, slökkvil- ið s. 4212222 og sjúkrabifreið s. 4212221. Vestmannaeyjar: Lögreglan s. 481 1666, slökkvilið 4812222, sjúkrahúsiö 4811955. Akureyri: Lögreglan s. 462 3222, slökkvilið og sjúkrabifreið s. 462 2222. ísafjörður: Slökkviliö s. 456 3333, brun- as. og sjúkrabifreið 456 3333, lögreglan 456 4222. Apótek Nætm-- og helgidagaþjónusta apótekanna í Reykjavík 11. ágúst til 17. ágúst, að báö- um dögum meðtöldum, verður í Háaleit- isapóteki Háaleitisbraut 68, sími 581-2101. Auk þess veröur varsla í Vest- urbæjarapóteki, Melhaga 20-22, simi 552-2190, kl. 18 til 22 alla daga nema sunnudaga. Uppl. um læknaþjónustu eru gefnar í síma 551-8888. Mosfellsapótek: Opið virka daga frá kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12. Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga- föstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl. 11-14. Sími 565 1321. Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá kl. 8.30-19, laugardaga kl. 10-14. Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek op- ið mánud. til fóstud. kl. 9-19, Hafnarfjarð- arapótek kl. 9-19. Bæði hafa opið á laug- ard. kl. 10-16 og til skiptis sunnudaga og helgidaga kl. 10-14. Upplýsingar í sím- svara 555 1600. Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19 virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h. Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opiö virka daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokaö laugar- daga og sunnudaga. Akureyrarapótek og Stjörnuapótek, Akureyri: Á kvöldin er opið í því apó- teki sem sér um vörslun til kl. 19. Á helgi- dögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á öðrum tímum er lyfjafræðingur á bakvakt. Upp- lýsingar í síma 462 2445. Heilsugæsla Slysavarðstofan: Sími 569 6600. Sjúkrabifreiö: Reykjavik, Kópavogur og Seltjarnames, sími 11100, Hafnarfjörður, sími 555 1100, Keflavík, sími 422 0500, Vestmannaeyjar, sími 481 1955, Akureyri, sími 462 2222. Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé- lagsmálafulltrúa á miövikudögum og fimmtudögum kl. 11-12 í síma 562 1414 Læknar Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn- arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar- stöð Reykjaví'/.ur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, sím- aráðleggingar og tímapantanir í síma 552 1230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjón- ustu í símsvara 551 8888. Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (s. 569 6600) en slysa- og sjúkravakt (slysa- deild) sinnir slösuðum og skyndiveikum allan sólarhringinn (s. 569 6600). Vísirfyrir50árum Mánud. 14. ágúst: Fossvogsbúar útilokaðir að komast til bæj- arins með áætlunarbílum. Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er op- in virka daga kl. 8-17. Vaktþjónusta frá kl. 17-18.30. Sími 561 2070. Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar, sími 555 1328. Keflavik: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar. Vakthaf- andi læknir er í síma 552 0500 (sími Heil- sugæslustöövarinnar). Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í síma 481 1966. Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu- gæslustöðinni í síma 462 2311. Nætur- og helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far- sími) vakthafandi læknis er 85-23221. Upplýsingar hjá lögreglunni í síma 462 3222, slökkviliðinu í síma 462 2222 og Akureyrarapóteki í síma 462 2445. Heirnsóknartími Landakotsspítali: Alla daga frá ki. 15-16 og 18.30-19. Barnadeild kl. 14-18, aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjörgæsludeild eftir samkomulagi. Borgarspítalinn: Mánud.-fóstud. kl. 18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 Og 18.30-19.30. Fæðingardeild Landspítalans: Kl. 15-16 Og 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Heimsóknartími frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30. Fæðingarheimili Reykjavíkur: ki. 15-16.30 Kleppsspítalinn: Kl. 15-16 og 18.30-19.30. Flókadeild: Kl. 15.30-16.30. Grensásdeild: Kl. 16-19.30 virka daga og kl. 14-19.30 laugard. og sunnud. Hvítabandið: Frjáls heimsóknartími. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug- ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15-16.30. Landspítalinn: Alla virka daga kl. 15-16 og 19-19.30. Barnaspitali Hringsins: Kl. 15-16. Sjúkrahúsið Akureyri: Kl. 15.30-16 Og 19-19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Kl. 15-16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: Kl. 15.30-16 og 19-19.30. Hafnarbúðir: Kl. 14-17 Og 19-20. Vífilsstaðaspitali: Ki. 15-16 ög 19.30-20. Geðdeild Landspítalans Vífilsstaða- deild: Sunnudaga kl. 15.30-17. Tilkyruiingar AA-samtökin. Eigir þú við áfengis- vandamál að stríða, þá er sími samtak- anna 551 6373, kl. 17-20 daglega. Blóðbankinn. Móttaka blóðgjafa er opin mán.-miðv. kl. 8-15, fimmtud. 8-19 og fóstud. 8-12. Sími 560 2020. Söfnin Ásmundarsafn við Sigtún. Opið dag- lega kl. 13-16. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op- ið alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16. Árbæjarsafn: Tekið á móti hópum eftir samkomulagi. Upplýsingar í síma 558 4412. Borgarbókasafn Reykjavíkur Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 552 7155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s. 557 9122. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 553 6270. Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 553 6814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud.-fimmtud. kl. 9-21, fóstud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn, lestrarsalur, s. 552 7029. Opið mánud.-laugard. kl. 13-19. Grandasafn, Grandavegi 47, s.552 7640. Opið mánud. kl. 11-19, þriðjud.-fostud. ki. 15-19. Seljasafn, Hólmaseli 4-6, s. 568 3320. Bókabílar, s. 553 6270. Viðkomustaöir víðs vegar um borgina. Sögustundir fyrir böm: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgar- bókasafnið í Gerðubergi, fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10-11. Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12. Lokað á laugard. frá 1.5.-31.8. Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 10-18. Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7: lokað vegna viðgerða til 20. júní. Listasafn Einars Jónssonar. Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga. Listasafn Sigurjóns Olafssonar á Laugarnesi er opið laugard.-sunnud. kl. Spakmæli Gættu þess vel áður en þú hegnir barninu að þú eigir ekki sjálfur sök á yfirsjón þess. A. OMailey 14-17. Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opiö sunnud., þriðjud., fimmtud. og laug- ard. kl. 13.30-16. Nesstofan. Seltjarnarnesi opið á sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. kl. 13-17. Norræna húsið við Hringbraut: Sýn- ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19. Bókasafn Norræna hússins: mánud. - laugardaga kl. 13—19. Sunnud. kl. 14-17. Sjóminjasafn íslands er opið helgar kl. 13-15 og eftir samkomulagi fyrir hópa. J. Hinriksson, Maritime Museum, Sjó- og vélsmiðjuminjasafn, Súðarvogi 4, S. 814677. Opið ki. 13-17 þriðjud. - laugard. Þjóðminjasafn íslands. Opið alla daga nema mánudaga kl.11-17. Stofnun Árna Magnússonar: Hand- ritasýning í Árnagarði við Suðurgötu opin virka daga kl. 14-16. Lækningaminjasafnið í Nesstofu á Sel- tjarnamesi: Opið samkvæmt samkomu- lagi. Upplýsingar í síma 561 1016. Minjasafnið á Akureyri, Aðalstræti 58, sími 462-4162. Opnunartími alla daga frá 11-17.20. júní-10. ágúst einnig þriðjudags og fimmdagskvöid frá ki. 20-23. Bilanir Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og Sei- tjarnarnes, sími 568 6230. Akureyri, sími 461 1390. Suðurnes, sími 613536. Hafnar- fjörður, sími 652936. Vestmannaevjar, sími 481 1321. Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópavogur, sími 552 7311, Seltjarnarnes, sími 561 5766, Suöurnes, sími 551 3536. V atns veitubilanir: Reykjavík sími 552 7311. Seltjarnarnes, sími 562 1180. Kópavogur, sími 85 - 28215. Akureyri, sími 462 3206. Keflavík, sími 4211552, eftir lokun 4211555. Vestmanna- eyjar, símar 481 1322. Hafnarfj., sími 555 3445. Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi, Sel- tjarnarnesi, Akureyri, Keflavík og Vest- mannaeyjum tilkynnist í 05. Bilanavakt borgarstofnana, sími 552 7311: Svarar alla virka daga frá kl. 17 síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öðrum til- fellum, sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. Stjömuspá__________________________ Spáin gildir fyrir þriðjudaginn 15. ágúst. Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.): Þú reynir að búa í haginn fyrir þig. Það er aldrei of seint að læra. Reyndu að nýta hæfileika þína eins vel og mögulegt er. Fiskarnir (19. febr.-20. mars.): Þú hefur betri stjórn á málum en áður. Þú reynir eitthvað nýtt í dag enda er tækifæri til þess. Láttu aðra vita af fyrirætlunum þínum. Happatölur eru 12,19 og 30. Hrúturinn (21. mars-19. apríl): Það er ákveðin undiralda í sambandi manna. Þú getur þó haldið friðinn með því að ræða ekki viðkvæm mál. Þér gengur best ef þú vinnur einn. Nautið (20. apríI-20. maí): Það er mikil spenna í loftinu. Hún hefur áhrif á fólk bæði heima og í starfi. Gerðu það sem gera þarf. Láttu metnaðinn ekki hlaupa með þig í gönur. Tviburarnir (21. mai-21. júní): Dagurinn byrjar vel og velgengni þín helst alveg til kvölds. Láttu aðra þó ekki plata þig. Happatölur eru 1,15 og 28. Krabbinn (22. júní-22. júli): Dagurinn verður áhugaverður og þú hefur nóg að gera. Þú þarft ekki að taka tillit til annarra. Það er eins gott því þú ert ekki tilbú- inn í félagsstörf. Ljónið (23. júlí-22. ágúst): Ferðalag er ofarlega í huga þér. Annaðhvort ferð þú eða færö óvæntan gest, kominn langt að. Hafðu auga með eyðslu þinni. Meyjan (23. ágúst-22. sept.): Þú ert metnaðargjarn en verður þó að líta á málin af raunsæi. Þú hugar að því hvemig þú nýtir hæfileika þína best á nýju sviði. Vogin (23. sept.-23. okt.): Aðstæður eru breytilegar og mikill hraði á málum. Dagurinn verður mjög annasamur. Þú verður að aðlaga þig aðstæðum til þess að geta nýtt tækifærin sem best. Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.): Takmarkaðu aðgerðir þínar í dag. Það gæti reynst þér erfitt að reyna eitthvað sem þú hefur ekki reynslu af. Notaðu daginn til að skipuleggja framtíðina. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.): Eitthvað verður til þess að trufla þig fyrrihluta dags en ástandið batnar síðdegis. Reyndu að koma í veg fyrir öll vandræði ef þú ert á ferðalagi. Steingeitin (22. des.-19. jan.): Þrýst er á þig og þú beðinn um stuðning við eitthvað sem þú hefur ekki trú á eða að kaupa eitthvað sem þú hefur ekki þörf fyrir. Þú veröur beðinn um aðstoð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.