Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1995, Page 13
FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1995
13
Bónorðsbréf í pósti
Mig hefur lengi langað til þess að
fá bónorðsbréf í pósti. í hvert sinn
sem ég gægist í póstkassann minn
verð ég eftirvæntingarfullur vegna
þess að ég veit um marga sem gætu
komið mér í stökustu vandræði
með því að biðla til mín og nokkra
sem ég mundi játast af fullkomnu
blygðungarleysi og heitu hjarta. En
vegna þess aö mér hefur ekki enn
borist bónorð hefur mér lærst að
hemja vonbrigði mín svo vel að ég
lyfti í mesta lagi augabrún í sýnd-
arkæruleysi ef ég hef verið óvenju
vonglaður frammi fyrir lokuðu
pósthólflnu.
Leyfi númer sjö hundruð
Og ég deplaði ekki auga sjöunda
dag í sextándu viku sumars, degi
fyrir fullt tungl, þegar mér bárust
íjögur bréf; þar af eitt samanbrotið
a-fjórir blað, heft og stimpillinn
burðargjald greitt pp ÍSLAND,
Reykjavík-2 Leyfi nr. 700. Þegar ég
leit á dagsetninguna og sá að bréfið
hafði veriö þrettán daga á leiðinni
til mín og hófst á orðunum Ágæti
félagi vissi ég aðjþað var frá flokkn-
um mínum sem næstum því hefur
tekist að fyrirfara sér vegna þess
hvað hann er seinn i svifum og
einnig sökum sektarkenndar
vegna fortiðar sem formaðurinn á
ekkert í og kontórinn ekki heldur.
Kurteisi og hófsemd
Svo fór ég aö lesa og átti á engu
öðru von en leiðindum eins og gef-
ur að skilja. En þá kom í ljós að ég
er ekki bréfþekkjari því þessi
dauðafoli og náttúrulausi heftingur
reyndist vera bónorðsbréfi - Meira
að segja ástarbréfl
Gallinn var hins vegar sá að bón-
orðið er dreifibónorð sem fer til
margra annarra en mín og ástin í
bréfinu beinist ekki að mér heldur
konu sem ég er beðinn að beina
pólitískri ást minni til og mærð er
af kurteisi og nokkurri hófsemd
enda þótt bréfið beri flést einkenni
klassískra^starbréfa; oftrú, blindu
og fagurgala eins og bréfritarar eigi
von á aö einhver fremri þeirri konu
sem þeir leita ásta fyrir muni
bregöa sér í biðilsbuxur. En allt er
KjaUarinn
Úlfar Þormóðsson
rithöfundur
þó innan velsæmis og þess gætt að
meiða engan eða móðga.
Hryggbrot
En þetta bónorð berst mér tveim-
ur árum of seint. Fjórum árum. Sex
árum. Enda þótt það sé skrifað fyr-
ir konu. Það er sum sé verið aö
biðla til mín og biðja mig að kjósa
hana Margréti Frímannsdóttur til
formanns í flokknum mínum
vegna þess að hún er góður flokks-
maður, góður sveitarstjórnarmað-
ur og góð kona. Undirritað af sex
félögum. Tvo þekki ég. Þeim stóð
til boða fyrir sex árum að kjósa
góðan formann sem var góður
sveitarstjórnarmaður, góður
flokksmaður og góð kona. Þá völdu.
þeir verri kostinn eins og Marta
Matra varð fræg fyrir forðum.
En vegna þess að kurteislega orð-
uðum bréfum ber að svara í sömu
mynt ætla ég að reyna það. Og vel
DV til þess að flytja svarið af því
að ég hef hvorki leyfi 700 né nokk-
urt annað leyfi.
Ég hefði kosið Margréti Frí-
mannsdóttur ef hún hefði verið í
framboði á móti Ólafi Ragnari nú
eða hvenær sem er. Ég hefði líka
kosið hana ef hún hefði verið í
framboði gegn þeim tveimur af sex
sem ég þekki nokkuð til og skrifa
undir bónorðið. Og alveg hiklaust
ef hún hefði verið í framboði gegn
nöfnu sinni Thatcher, sem stuðn-
ingsmenn hennar hafa kosið að
líkja henni við.
Það hefði ég gert vegna þess að
ég tel hana tvímælalaust hafa meiri
mannkosti til að bera en það fólk
sem ég hef talið fram.
En nú verð ég að hryggbrjóta
hana. Eg kýs hana ekki þegar mér
stendur til boða að kjósa annan
sem er hæfari til verksins. Meira
að segja miklu mun hæfari.
Engu að síður þakka ég bónorðið
um leið og ég neita því.
Og held áfram að vitja um póstinn
minn með yfirvegaðri eftirvænt-
ingu og nýopinberaðri von.
Ulfar Þormóðsson
„Ég hefði kosid Margréti Frímannsdóttur ef hún hefði verið í framboði á móti Ólafi Ragnari nú eða hvenær
sem er,“ segir greinarhöfundur. Margrét Frímannsdóttir alþm. og Ólafur Ragnar Grímsson, form. Alþýóu-
bandalagsins.
„Tvo þekki ég. Þeim stóð til boða fyrir
sex árum að kjósa formann sem var
góður sveitarstjórnarmaður, góður
flokksmaður og góð kona. Þá völdu
þeir verri kostinn eins og Marta Matra
varð fræg fyrir forðum.“
Símenntun fyrir alla
Áriö 1996 verður ár símenntunar
í Evrópu. Símenntun er ofarlega á
baugi um þessar mundir sakir þess
að menn binda vonir við það að hún
reynist haldgott úrræði til að draga
úr atvinnuleysi. Vonir þessar eru
að öllum líkindum á rökum reistar
þar eð ljóst er að verulegur hluti
þess atvinnuleysis sem nú ríkir á
rætur að rekja til mjög örra þjóðfé-
lagsbreytinga. Breytinga sem eru
örari en svo að einstaklingar hafi
undan að aðlagast þeim.
Metnaðarfull markmið
Eðlilegt viröist að takast á við
símenntun af verulegum metnaði
og stefna að því að aðgangur að
henni verði ekki forréttindi fárra
heldur eitthvað sem allir geti nýtt.
Að auki þarf að tryggja að hún
beinist að tvennu, þ.e. að gera fólk
hæfara í þeim störfum sem það
vinnur á hverjum tíma en ekki síö-
ur að auka getu þess til að skipta
um starfsvettvang. Það síðara á
einkum við þegar um er aö ræöa
fólk í starfsgreinum þar sem sam-
dráttur blasir við.
Ennfremur verður að tryggja að
menntunin sé raunhæf, þ.e. að ekki
sé verið að afla þekkingar í stórum
stíl sem enga fyrirsjáanlega mögu-
leika hefur á að bæta stöðu fólks á
vinnumarkaði.
KjaUaiinn
Jón Erlendsson
yfirverkfræðingur Upplýsinga-
þjónustu Háskólans
Vönduð gögn, víðtækt
sjálfsnám
Eigi að ná því markmiði að gera
símenntun að öflugum veruleika
er ljóst að taka verður hana í veru-
legum mæli allt öðrum tökum en
gert er í dag. Meginmáli skiptir að
geta náð sem mestum árangri fyrir
sem minnst fé. Ella eru ekki
minnstu möguleikar á að ná því
marki að gera símenntun almenna
og ævilanga. Með óbreyttum aö-
ferðum verður kostnaðurl)að mik-
ill að engin tök verða á að þjóna
nema fáum. Símenntun verður þá
forréttindi lítils hóps útvalinna
ellegar stopul og veikburða þjón-
usta sem reynt er að veita nokkrum
fjölda.
Eina leiðin til að ná fyrrgreindum
markmiðum er að byggja hana að
miklu eða mestu leyti á gögnum
og sjálfsnámi. í gagnagerðinni felst
umfangsmikið nýtt verkefni fyrir
alla þá sem vinna við fræðslu.
Hluta þess má leysa á þann hátt
að gera kennurum í skólakerfmu
kleift að sinna slíkum verkefnum
í vinnutímanum með því aö
minnka kennsluálag.
Að auki þarf að leysa það vanda-
sama verkefni að gera eins margt
fólk eins fært um sjálfstæða þekk-
ingaröflun og framast er unnt.
Þetta er reyndar eftir því sem mér
skilst yfirleitt yfirlýst markmið í
nánast öllum stefnuyfirlýsingum
fræðsluyfirvalda hvar sem er á
hnettinum. Það merkilega er að lít-
iU áhugi virðist á að hrinda því í
framkvæmd miðað við þær aðferð-
ir sem víða eru yfirgnæfandi í
fræðslu allt upp á efstu skólastig,
þ.e. ofkeyrða einstefnumötun sem
lamar getu og vilja til sjálfsnáms í
stað þess að þroska hana.
Símenntun fyrir alla er viðamikið
framtíðarverkefni sem kominn er
timi til að taka á af krafti vilji menn
tryggja hraða aðlögun þjóðfélags-
ins í síbreytilegum heimi og halda
þannig atvinnuleysi í skefjum. í
framkvæmd hennar felst einnig
tækifæri til aö breyta verklagi í
skólum landsins, nýta betur krafta
kennara og skapa þeim auknar
tekjur þegar til langs tíma er litið.
Jón Erlendsson
„Eðlilegt virðist að takast á við sí-
menntun af verulegum metnaði og
stefna að því að aðgangur að henni
verði ekki forréttindi fárra heldur eitt-
hvað sem allir geti nýtt.“
Meðog
ámóti
Útlendingarfáiekkíat-
vinnuleyfi á íslandi
Atvinnulausir
eiga að ganga
fyrirístörfin
„Ég hef ósk-
að eftir því að
atvinnuiaus :
um íslending-
um verði boð- :
in laus störf i:
ftskvinnslu
og annars
staðar þar
sem vinnuafl
vantar áður Pált Pélursson lélags-
en atvinnu- ■Pálaráðherrs.
leyfi veröa gefin út til handa út-
lendingum því að atvinnuleysi
hér á Iandi er alltof mikið. Um
næstsíðustu mánaðamót voru
7.000 manns á skrá. Núna eru
5.500 skráðir atvinnulausir á ís-
landi.
Atvinnuleysistryggingarnar
eru geysilega dýrar. Á síðasta ári
borguðum við nærri fjóra millj-
arða í atvinnuleysistrygginga-
sjóö. Meðan ástandið er svona
fmnst mér ástæða til þess að ís-
lendingar gangi fyrir í þau störf
sem losna eða eru í boði.
Við erum aðilar að 330 milljóna
manna vinnumarkaði og munum
að sjálfsögðu standa við okkar
skuldbindingar samkvæmt EES-
samningnum um frjálsa för
launafólks. Samkvæmt honum
eiga íbúar Evrópska efnahags-
svæðisins næstum sjálfkrafa rétt
til atvinnu.
Ég vil taka fram að hér eru nú
um 1.000 útlendingar í vinnu og
það stendur ekki til að stugga viö
þeim. Við erum heldur ekki að
útiloka útlendinga heldur höfum
einungis neitað fyrirtækjum um
að flytja inn fáeina Pólverja. Ef
ekki verður hægt aö manna störf-
in með öðrum móti en með út-
lendingum skoðum við málið.“
Ekkihægtað
neyðafólk
„Ég held að
fiskvinnslu-
fyrirtækin
þurfi að hafa
þann mögu-
leika opinn að
geta fengið er-
lent vinnuafl
og að útlend-
ingar fái at- jón Páii Haiwérsson,
vinnulevfi Iramkvæmdaaliéri Noró-
hér á 'landi. u,1angans 4 ,sa,irðl
Þetta er mjög góöur vinnukraft-
ur, sem hefur haldið fiskvinnsl-
unni gangandi, og við værum
ekki að nota þetta fólk ef þess
þyrfti ekki. Það er ekki hægt að
taka fyrirvaralaust fyrir atvinnu-
leyfi til útlendinga. Frekar fáir
útlendingar hafa verið í virmu hjá
okkur og margt af því er búsett
hér á landi og hefur átarfað hér
árum saman. j
Ég dreg stórlega í efa að islend-
ingar fáist í þessi störf og geri
mér vonir um aö þessi ákvörðun
veröi endurskoðuð á haustmán-
uðum þegar skólafólk er hætt að
vinna. Þá sjá menn betur hver
framvindan verður og hvort
raunveruleg vöntun er á fólki.
Þá verður þetta vafalaust tekið
til endurskoðunar. Núna er há-
sumarleyfistími og ekkert hægt
að segja hvernig þróunin verður
í liaust, Við verðum bara að bíöa
og sjá til.
Það er ekki hægt að þvinga js-
lendinga til aö vinna ef þeir vilja
ekki eða treysta sér ekki til .áð
vinna þessi störf."
-GHS