Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1995, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1995 Iþróttir Sagt eftir leikinn: Leikmenn of spenntir í byrjun Reykjavlkurmaraþon: Einn stærsti íþróttaviðburður álandinu „Það er óhœtt að segja það að Reykjavíkurmaraþoniö er orðið í dag einn allra stærsti íþróttavið- burður á landinu og ein af stærri uppákomum í Reykjavíkurborg. Þaö er ómögulegt að segja tii um hvort við sláum einhver þátt- tökumet á þessu ári einfaldlega vegna þess að það er veðurfariö sem skiptir ákaflega miklu máli seinustu vikuna fyrir hlaupíð," sagði Knútur Óskarsson, formað- ur stjórnar Reykjavíkurmara- þonsins, við DV. „Við höfum veriö svo heppnir að vera í samstarfi við sömu aðil- ana alveg frá upphafi Reykjavík- urmaraþons," sagði Knútur. DV hefur verið samstarfsaöili frá upphafi en fyrsta Reykjavíkurm- araþonið var 1984. Ný skráningaraðferð „Við höfum átt í töluverðum erf- iðleikum vegna þess hversu seint skráningar hafa komið inn. Við höfum þvl tekið aftur upp skrán- ingaraðferð, sem notuð var á fvrstu árum maraþonsins, að skráningargjald fyrirþá sem skrá sig í 10 km, hálf- og heilmaraþo- nið hækkar ef menn skrá sig eftir 16. ágúst. Hvað varðar skráningu í 3 km þá er hægt að skrá sig dagana 17. og 18. ágúst á sama gjaldi hjá Reykjavíkurmaraþoní í Laugardal. Númer keppenda verða þá aíhent við skráningu. Skráningunni fylgir mikii vinna. Við þurfum að tölvuvinna allar upplýsingar og ganga frá öllum gögnum vegna þess að við höldum smáveislu í Ráðhúsinu á laugardeginum, daginn fyrir maraþonið, en þar eru afhent öll gögn. Reykjavíkurmaraþonið hefur margfeldisáhrif út í þjóðfélagið. Ég veit um mörg dæmi þess aö útlendingar, sem skrá sig í keppni, koma hingað í frí og fara í ferðalög hér innanlands og fara í maraþonhlaupið. Við erum sí- fellt að fa fleiri staöfestingar þess að fólk er aö skipuleggja sum- arfríið í kringum þessa dagsetn- ingu til þess að taka þátt í Reykja- víkurmaraþoni. Einnig veit ég um stóra hópa fólks utan af landi, oft fleiri tugi fólks frá eínstaka byggð- arlögum, sem koma hingað í nokkurra daga ferð til að taka þátt í maraþoninu," sagði Knútur. Knattspymuúrslit Firniland-Rússland.. ..0-6 Koulokov (32.), Karpíne (40.), Rad- chenko (43.), Kolyanov (67., 69.) Armema-Danmörk..............0-2 Michael Laudrup (33.), Níelsen (46.). Eistland-Litháen...... .0-1 Maciulevicius (49.) Lettland-Austurríki......3-2 Rimkus (13., 60.), Zeiberlins (87.)- Polster (69.), Ramusch (79.) Skotland-Grikkland.......1-0 McCoÍst (72.) Frakkland - Pólland......1-1 Djorkaeff (86.)- Juskowiak (35.) Noregur-Tékkland.............1-1 Berg (27.)- Suchoparek (85.) Kanchelskis kyvrhjá United Ekkert verður af kaupum Ever- ton á Andrei Kanchelskis frá Manchester United. Everton var reiðubúið að borga 500 mílljónir og kaupin virtust í höfn. Snurða kom á félagaskiptin þcgar gamla félagið hans Shakter Donetsk vildi fá hluta kaupverðsins. Tvöheimsmet Tvö heimsmet voru sett á al- þjóöu frjálsíþróttamóti í Sviss í gærkvöldi. Haile Gebresilassie, Kenýa, hljóp 5000 metra hlaup á 12:44,39 mín. og landi hans, Moses Kiptanui, bætti eigið heimsmet í 3000 metra hindrunarhlaupi á tímanum 7:59,18 mínútunum. „Við vorum slakir í byrjun leiks- ins og þeir náðu að skora tvö frek- ar ódýr mörk. Eftir það fannst mér við komast inn í leikinn og það var jafnræði með liðunum það sem eft- ir var. Það vantaði meiri vinnslu á miöjuna og meiri stuðning frá henni við vörn og sókn. Ég tel þetta ekki einbeitingarleysi því menn voru vel með hugann við efnið. Það er frekar að leikmenn hafi verið of spenntir í byrjun.“ Ásgeir var spurður hvers vegna hann hefði notað Eyjólf Sverrisson, sem er í engri leikæfmgu, og taldi hann Eyjólf besta kostinn í framl- ínunni. Hann veldi þaö lið sem hann teldi best hverju sinni. Roy Hodgson þjálfari: „Þetta var mjög erfiður leikur fyrir okkur og við vorum heppnir að ná að skora tvö mörk í byrjun leiks- ins. Þeir léku vel og gerðu okkur mjög erfitt fyrir. Ég er mjög ánægð- ur að fara með 3 stig héðan frá Reykjavík og þetta gefur okkur mjög sterka möguleika á að komast áfram í keppninni. Viö leyfðum okkur að bakka aðeins eftir að við skoruðum mörkin 2 en leikmenn Síðdegis í gær. barst til íslands nokkuð sérstakt símbréf sem mörg- um finnst í hæsta máta ósmekklegt svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Sím- bréfið kom frá Ekvador en þessa dagana fer þar fram heimsmeistara- keppni unglinga undir 17 ára aldri. I skeytinu kemur fram að Sviss- lendingum er óskað góðs gengis í Evrópuleiknum sem fram fór í gær- kvöldi. Það, sem fyllti smekkleysuna, er aö undir óskirnar skrifa tíu starfs- mínir léku skynsamlega og leyfðu íslendingum aldrei að ógna of mik- ið.“ Alain Sutter „Þetta var ekki eins auðveldur leik- ur og tölurnar gefa kannski til kynna. Við byijuðum vel en þetta var mjög erfitt, sérstaklega við þessar aðstæður þar sem völlurinn var blautur og vindurinn mikill. íslenska liðiö er gott og sérstaklega í vöm og það er erfitt að leika gegn því. Við erum því mjög ánægðir með sigurinn og þessi mikilvægu stig.“ Guðni Bergsson: „Það er erfitt að benda á eina skýr- ingu fyrir ósigrinum. Við lékum illa, fundum aldrei rétta taktinn og eins var rothögg að fá tvö mörk á sig svona snemma leiks. Það var óöryggi í vörninni í byrjun og við komust aldrei í gang.“ SigurðurJónsson: „Ég veit ekki hvað fór úrskeiðis. Við fengum á okkur ódýr mörk sem var reiðarslag. Upp frá því var á brattann að sækja.“ menn alþjóða knattspyrnusam- bandsins og sjálfur forseti sam- bandsins Brasilíumaðurinn Joe Ha- velange. „Ég er mjög hissa á þessu umrædda skeyti og finnst það vera smekklaust og út í hött. Þetta hlýtur bara að hafa verið gert í einhverjum misskil- ingi. Ég veit ekki á þessari stundu hvort við aðhöfumst nokkuð í mál- inu. Þetta dæmir sig sjálft," sagði Eggert Magnússon, formaður KSI. Símbréf tíu FIFA manna: Svisslendingum óskað góðs gengis fsland-Sviss (0-2) 0-2 O-l Kubílay Turkyílraaz (4.) potaði boltanum í netið af marklínu eftir að knötturínn hafði farið í gegnum vörn íslands eftir hornspyrnu frá vinstri. 0-2 Kubilay Turkyilmaz (18.) fór framhjá þremur varnarmönnum íslands við vitateígshoTTiö hægra megín éftir að Þorvaldur Örlygsson hafði misst bolt- ann og sendí boltann laglega i netið. Uð íslands: Birtór Kristinsson - Guðni Bergsson, Ólafur Adolfsson, Kristján Jónsson (Daði Dervic 88), Rúnar Kristinsson - Sígurður Jónsson, Þorvaldur Örlygsson, Ólafur Þórðarson, Bjarki Gunnlaugsson - Arnar Gunn- laugsson, Eyjóltur Sverrísson (Haraldur Ingólfsson 67.). Uð Sviss: Mareo Pascolo - Marc Hotti- ger, Yvan Q.uentin, Stephane Henchoz, Alain Geiger - Sebastian Foumier, Alain Sutter (Thomas Bickel 79.), Cristophe Ohrel, Ciriaco Sforza Kubilay Turkv ilmaz (Cristophe Bonvin 84.), Adrain Knup. Island: 7 markskot, 6 horn. Sviss: 9 markskot, 8 harn. Gul spjöld: Engín. Rautt spjald: Ekkert. Dómari: Wqjcik Ryszard frá Póllandi, rnjög slakur. Atti að hori'a meira á leik inn en hann gerði. Áhorfendur: 9.043 greiddu aðgangs- eyri. Skilvrði: Vindur og rigningarsúld. Grasið á vellinum er mjög faliegt en völlurinn var blautur ogdálítið þungur. Maður lciksius: Ciriaco Sforza. Sviss. Frábær leíkmaður hér á ferð, tckniskur og hefur mikla yflrferð. Maðurinu á bak við sterkt og skexnmtilcgt lið. Staðaní 3. riðli Sviss........6 4 11 12-7 13 Tyrkland.......5 3 1 1 12-6 10 Svíþjóð........6 2 1 3 7-8 7 Ungverjal......5 1 2 2 6-8 5 ísland.......6 1 1 4 3-11 4 • Leikirnir sem eftir eru í riðlin- um: 6. september Svíþjóð-Sviss 6. september Tyrkland-Ungverjl. 11. október Sviss-Ungverjaland 11. október Ísland-Tyrkland 11. nóvember Ungverjal-ísland 15. nóvember Svíþjóð-Tyrkland. Tvö lið fara upp úr riðlinum í úrslitakeppnina sem verður á Englandi næsta sumar. - tvö mörk S visslendinga a fyrs Guðmundur Hflmarsson skrifar: íslenska landsliðið í knattspyrnu fékk rothögg strax í upphafi leiks gegn Svisslendingum á Laugardalsvelli í gær. Svisslendingar skoruðu mjög ódýrt mark strax á 4. mínútu leiksins og það mark kom eins og köld vatns- gusa framan í leikmenn íslenska liðs- ins svo og hina 9.000 íslensku áhorf- endur sem mættu í Laugardalinn. Markiö sló íslenska liðið út af laginu og það færðu Svisslendingarnir sér svo sannarlega í nyt. Þeir höfðu öll ráð í hendi sér á upphafskafla leiksins og áður en þeir bættu við öðru markinu haíði íslenska vörnin opnast oft mjög illa. Þar með virtust íslensku leikmenn- irnir vakna af værum blundi og eftir gott skot Guðna Bergssonar á 23. mín- útu, sem Marco Pascolo markvörður, þurfti að hafa sig allan við að verja, náðu íslendingarnir oft ágætri pressu og án þess að skapa sér nein marktæki- færi. A lokamínútunni vildu íslendin'g- ar fá dæmda vítaspyrnu þegar Arnar Gunnlaugsson komst einn í gegnum Kubilay Turkylomaz er hér að skora annað mark Svisslendinga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.