Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1995, Page 22
34
FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1995
Afmæli
Ármann Sveinsson
Friðrik Ármann Sveinsson verka-
maður, Karlsrauðatorgi 16, Dalvík,
er sextugur í dag.
Starfsferill
Ármann er fæddur í Ási í Glerár-
þorpi á Akureyri og ólst upp á þeim
slóðum. Hann gekk í grunnskóla,
gagnfræðaskóla og síðar í Iðnskól-
ann á Akureyri og útskrifaðist það-
an sem ketil- og plötusmiður 1970.
Ármann fór til sjós að loknu gagn-
fræöaskólanámi og stundaði sjó-
mennsku þar til hann settist í Iðn-
skólann 1968 en starfsnámið stund-
aði Ármann í Slippstöðinni á Akur-
eyri. Hann vann síðan í Sláturhús-
inu á Akureyri í 6 ár en þá keyptu
Ármann og eiginkona hans jörðina
Steindyr í Svarfaðardal. Þar bjuggu
þau með kýr til 1994 en fluttu þá til
Dalvíkur og hafa verið búsett þar
síðan.
Ármann söng í nokkur ár með
Karlakór Akureyrar og var ritari í
Sjómannafélagi Eyjafjarðar.
Fjölskylda
Ármann kvæntist 8.8.1970 Ernu
Sveinsson, f. 8.9.1928, húsmóður.
Foreldrar hennar: Rudolf Fuchs og
Augusta AnneMarie, þau bjuggu í
Lubeck í Þýskalandi.
Börn Ernu af fyrra hjónabandi:
Kristín Jónsdóttir, f. 30.8.1950,
sjúkraliði á Akureyri, hennar mað-
ur er Lárus Sverrisson, þau eiga
þrjú böm og tvö barnabörn; Rúdólf
Jónsson, f. 24.4.1953, vörubifreiðar-
stjóri á Akureyri, hans kona er Lára
Ólafsdóttir, þau eiga fimm böm;
Hermann Jón Jónsson, f. 12.9.1954,
smiður á Akureyri, hans kona er
Agnes Alfreðsdóttir, þau eiga þrjú
börn; Karl Friðrik Jónsson, f. 7.7.
1956, kokkur á Akureyri, hans kona
er Kristín Sigtryggsdóttir, þau eiga
tvö börn.
Bræður Ármanns: Kristján Helgi
Sveinsson, f. 9 5.1937, kennari og
bóndi, hans kona er Gígja Friðgeirs-
dóttur bankastarfsmaöur, þau eru
búsett á Blómsturvöllum í Glæsi-
bæjarhreppi og eiga íjögur börn;
Jón Ingvi Sveinsson, f. 1.3.1940,
húsasmiður á Akureyri, hans kona
var Kristjana Björg Pétursdóttur,
látin, húsmóður, þau eignuðust fjög-
ur böm, seinni kona Jóns Ingva er
Jarþrúður Sveinsdóttir, starfs-
mannastjóri.
Foreldrar Ármanns: Sveinn Sig-
uijón Kristjánsson, f. 23.7.1905, d.
28.9.1974, bóndi og verkamaður á
Uppsölum í Glerárþorpi, og kona
hans, Margrét Sigurlaug Jónsdóttir,
f. 30.7.1901, d. 1995, húsfreyja á Upp-
sölum, síðar til heimilis að Hjúk-
runar- og elliheimilinu Hlíð á Akur-
eyri.
Ætt
Sveinn var sonur Kristjáns Lofts
Jónssonar, b. að Uppsölum í Svarf-
aðardal, ogHelgu Guðjónsdóttur.
Kristján Loftur var sonur Jóns, b.
í Sauðanesi, Jónssonar. Móðir Jóns
á Sauðanesi var Guðlaug Alexand-
ersdóttir, b. á Völlum, Kristjánsson-
ar, b. á Steðja, Sigurðssonar, b. á
Ytra-Dalsgerði, Magnússonar, b. á
Grísá, Tómassonar, bróður Tómas-
ar, ættfoður Hvassafellsættarinnar,
og Sölva, föður Sveins lögmanns.
Móðir Guðlaugar var Guðlaug Jóns-
dóttir, b. á Hamri á Þelamörk,
Gunnlaugssonar, og konu hans,
Guðrúnar Sigurðardóttur, b. á
Stóra-Rauðalæk, Bjamasonar. Móð-
ir Guðrúnar var Guðrún Vigfúsdótt-
ir, lögréttumanns á Heijólfsstöðum
í Álftaveri, Jónssonar. Margrét var
dóttir Jóns Gunnlaugssonar, verka-
manns í Ási í Glerárþorpi, og Þór-
unnar Ingibjargar, systur Kristjáns
Tryggva, föður Sigurðar, skóla-
stjóra á Laugum, og Hugrúnar
skáldkonu, móður Helga Valdi-
marssonar, læknis og prófessors.
Systir Þómnnar var Guðrún, móðir
Jóns Jónssonar, skólastjóra á Dal-
vík. Þórann var dóttir Sigurjóns, b.
á Gröf í Svarfaðardal, bróður Guð-
laugaríSauðanesi.
Ármann Sveinsson
Móðir Þórannar var Sigurlaug
Jónsdóttir, b. á Hnjúki, bróður Páls,
langafa Hermanns Jónassonar for-
sætisráðherra, föður Steingrims
seðlabankastjóra. Annar bróðir
Jóns var Jón yngri, langalangafi
Guðjóns B. Ólafssonar, forstjóra
SÍS. Jón var sonur Þórðar, b. á
Hnjúki, Jónssonar, og konu hans,
Sigríðar Guðmundsdóttur, b. á
Hnjúki, Ingimundarsonar. Móðir
Sigríðar var Hólmfríður Jónsdóttir,
systir Þórðar, föður Páls Melsteð
amtmanns, ættföður Melsteð-ættar-
innar.
Til hamingju með
afmælið 17. ágúst
Trausti G. Traustason
)
85 ára
Guðrún Árnadóttir,
Hrafnistu, Hafnarfirði.
Guðlaug Matthíasdóttir,
Vesturbrún 16, Hranamanna-
hreppi.
80 ára
Ingibjörg Gísladóttir,
Byrgi, Akureyri.
75 ára
Þorvaldur Halldórsson,
Vörum 2, Gerðahreppi.
Friðrik Pétursson,
Stóragerði 8, Reykjavík.
70 ára
Margrét Þorsteinsdóttir,
Langagerði 4, Reykjavík.
Ingibjörg Sigurðardóttir,
Suðurgötu 17, Sandgerði.
Egill Egilsson,
Álfaskeiði 44, Hafnarfiröi.
Hanneraðheiman.
Gisli Hafliðason,
Grænuhlíð 6, Reykjavík.
Sóley Sigurjónsdóttir,
Kirkjuvegi la, Keflavik.
60 ára
Helga Ingvarsdóttir,
Hraunbraut 2, Kópavogi.
Hildur Ólafsdóttir,
Spóahólum 4, Reykjavík.
50 ára
Guðbjörg Guðmundsdóttir,
Hraunbæ 32, Reykjavík.
Steinn Sævar Guðmundsson,
Túngötu 24, Bessastaðahreppi.
Ásrún M. Auðbergsdóttir hjúkr-
unarfræðingur,
Breiðási 1, Garðabæ.
Maðurhcnnar
er Kristján
Willatzen hóp-
ferðaleyfis-
hafi.
Þau taka á
móti gestum á
heimili sínu á
afmælisdaginn
eftirkl. 19.
Pétur Guðmundsson verksljóri,
Háholti 12, Hafnarfirði.
Kona hans er
Svandís Ottós-
dóttirlæknarit-
ari.
Þautakaámóti
gestum laugar-
daginn 19.
ágústfrákl.18
í Asaskólaí
Gnúpveija-
hreppi.
40 ára
Karl Jónsson,
Hammersminni 12, Djúpavogs-
hreppi.
Þorsteinn Jósef Karlsson,
Bæjargili 110, Garöabæ.
Þórlaug Haraldsdóttir,
Háholtil4, Hafnarfirði.
Anna Davíðsdóttir,
Foldahrauni 5, Vestmannaeyjum.
Gunnar Þórarinsson,
Hjarðarbóli, Fljótsdaishreppi.
Kristin Helga Kristinsdóttir,
Sólheimum, Grímsneshreppi.
Bjarni Guðjónsson,
Klukkubergi 6, Hafharfirði.
Aladin A. Yasin,
Klapparstíg 18, Reykjavik.
Kristján Helgason,
Hvannahllö 2, Sauöárkróki.
Atli Jónsson,
Lónabraut 30, Vopnafirði.
Guðmundur Örn Guðmundsson,
Skagfirðingabraut 6, Sauöárkróki.
Guðrún Hafiiðadóttir,
Álfholti 2b, Hafnarfirði.
Afmælisbörn!
Bjóðum ókeypis fordrykk og
veislukvöldverð á afmælisdaginn.
HÓTEL ÖDK
Hveragerði,sími 483 4700, fax 483 4775 ^
Trausti G. Traustason húsasmíða-
meistari, Aðaltjöm 3, Selfossi, verð-
ur fimmtugur á morgun.
Starfsferill
Trausti er fæddur í Reykjavík og
ólst þar upp fyrstu sjö árin en síöan
í Kópavogi. Hann lauk námi í húsa-
smíði frá Iðnskólanum í Reykjavík
1966.
Trausti hefur unnið við iðnina frá
því námi lauk en einnig stundað sjó-
mennsku inni á milli. Hann var
byggingafulltrúi á Homafirði
1974-78 en fluttist þaðan til Reykja-
víkur og hóf störf sem smiður hjá
Jóni Loftssyni. Trausti flutti á Sel-
foss 1979 og hóf störf hjá Samtaki
húseiningum hf. Síðar vann hann
hjá Trésmiðju Steinars Ámasonar
en fyrir tveimur árum fór Trausti
að starfa hjá Sjúkrahúsi Suðurlands
ogvinnurþarenn.
Trausti er einn stofnenda Hjálpar-
sveitar skáta í Kópavogi og starfaöi
með sveitinni um tíma. Seinna hóf
hann störf með Björgunarsveitinni
Trygga á Selfossi. Trausti var vara-
formaður Tryggva og síðar formað-
ur en því embætti hefur hann gegnt
undanfarintvöár.
Fjölskylda
Trausti kvæntist 29.5.1966 Hrefnu
Hektorsdóttur, f. 13.5.1946, húsmóö-
ur, þau skildu 1994. Foreldrar henn-
ar: Hektor Sigurðsson og Hjördís
Wathne í Kópavogi.
Börn Trausta og Hrefnu: Trausti
Grétar, f. 20.6.1966, vörubifreiðar-
stjóri í Reykjavík, sambýliskona
hans er Elísabet H. Guðjónsdóttir,
f. 15.12.1966, afgreiðslustúlka, þau
eiga einn son, Anton Frey; Hjördís
Erna, f. 24.5.1968, flokksstjóri á Sel-
fossi, Hjördís Ema' á einn son, Lárus
Hrafn; Lára, f. 23.12.1974, af-
greiðslustúlka á Selfossi.
Hálfbræður Trausta, sammæðra:
Eggert G. Þorsteinsson, f. 6.7.1925,
d. 9.5.1995, ráðherra, kona hans var
Helga Einarsdóttir; Guðbjörn Þor-
Trausti G. Traustason.
steinsson, f. 30.10.1927, d. 6.12.1991,
skipstjóri, kona hans var Svanhild-
ur Snæbjömsdóttir.
Foreldrar Trausta: Trausti Har-
aldsson, f. 15.10.1909, d. 29.3.1960,
múrarameistari, og Margrét Guðna-
dóttir, f. 12.1.1906, d. 25.9.1963, hús-
móðir, þau bjuggu í Kópavogi lengst
af.
Snæbjöm Þórðarson
Snæbjöm Þórðarson offsetprentari,
Steinahlíð 7a, Akureyri, er fimm-
tugurídag.
Starfsferill
Snæbjörn er fæddur á Akureyri
og ólst þar upp. Hann lauk gagn-
fræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Ak-
ureyrar 1962, sveinsprófi í prentiðn
1967 hjá Prentverki Odds Bjöms-
sonar á Akureyri og sveinsprófi í
offsetprentun 1974 í Svansprenti í
Kópavogi.
Snæbjöm hefur unnlð í ýmsum
prentsmiðjum en starfar nú í Al-
prentáAkureyri.
Snæbjörn var formaður Sjálfs-
bjargar á Akureyri 1983-89 og aftur
frá 1993. Hann var formaður Iþrótta-
félags fatlaöara á Akureyri 1980-83.
Fjölskylda
Snæbjöm kvæntist 1.8.1970 Liv
Gunnhildi Stefánsdóttur, f. 3.5.1950,
sjúkraliða. Foreldrar hennar: Stef-
án Þorsteinsson búfræðingur og Liv
Gunnhild Sanden, látin, frá Noregi.
Fósturforeldrar hennar: Jón Jós-
epsson, látinn, skrifstofumaður á
Keflavíkurflugvelli og víðar, og Sig-
rún Þorsteinsdóttir, húsmóðir og
snyrtisérfræðingur í Reykjavík.
Stefán, sem nú dvelur á Elhheimil-
inu Grund, er bróðir Sigrúnar.
Börn Snæbjöms og Liv Gunnhild-
ar: Þórður Snæbjömsson, f. 18.9.
1971, vélstjóri; Sigrún Helga Snæ-
björnsdóttir, f. 27.12.1972, nemandi
við kennaradeild Háskólans á Akur-
eyri; Jón Jósep Snæbjörnsson, f. 1.6.
1977, nemandi viö Menntaskólann á
Akureyri; Hulda Björk Snæbjöms-
dóttir, f. 20.3.1989.
Systkini Snæbjörns: Helga Kristr-
ún, rekur bókabúð, hún er búsett á
Akureyri; Haukur, rafvirki, hann
er búsettur á Akureyri; Örn, húsa-
smiður, hann er búsettur á Akur-
eyri; Hrafn, húsgagnasmiðameist-
ari, hann er búsettur á Akureyri.
Snæbjörn Þóróarson.
Foreldrar Snæbjöms: Þórður
Snæbjömsson, f. 25.11.1924, bifvéla-
virki, ogHelga Sigurðardóttir, f. 4.1.
1927, húsmóöir, þau em búsett á
Akureyri.
Snæbjöm tekur á móti gestutn á
heimili sínu frá kl. 19.30 á afmælis-
daginn.
lAttu ekki of mikinn hrada
VALDA ÞÉR SKABA!