Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1995, Blaðsíða 2
16 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1995 önd 4 Terminal Velocity I Aðalhlutverk; Charlie Sheen og Nastassja I Kinski Gharlie Sheen leikur íalllilífarstökkskennara sem fær í heimsókn unga stúlku. Hún óskar eftir aö fá að stökkva með honum. Hann vonast jafn- vel eftir nánari kynnum við þessa töfrandi stúlku en það fer á annan veg því rétt fyrir stökkið fell- ur hún út úr vélinni og deyr án þess að fallhlífm opnist. Hann fær á tilflnninguna að eitthvað sé bogið við málið og einsetur sér að komast til botns í því. Ekki líður á löngu uns hann er orð- inn flæktur í mál þar sem alþjóðanjósnir og pen- ingasmygl eru þungamiðjan. 2lnterview with the Vamplre Aðalhlutverk: TomCruise, Brad Pitt, An- tonioBanderasogChristian Slaler Myndin segir frá vampirunni Louis de Pointe Du Lac sem ákveður að segja blaðamanni sögu sína. Fyrir 200 árum hafði Louis verið kominn á fremsta hlunn með að svipta sig lífi eftir að hafa misst eiginkonu og dóttur á voveiflegan hátt. Áður en aö því kemur verður blóðsugan Lestat á vegi hans og gefur honum eilíft líf vampírunn- ar. Sjálfur hefur Lestat hfað í margar aldir á blóðí fórnarlamba sinna og fyrir honum vakir að fá félagsskap. En Louis á erfitt með að sætta síg við líf vampírunnar. STARGATE Q Stargate ^ Aðalhlutverk: Kurt Russell, James Spader \f ogJayeDavison Á þriðja áratugnum höfðu fornleifafræðingar í Egyptalandi fundið dularfullan hring sem engum tókst að fmna út hvaðan væri kominn. Nú hefur ungum fomleifafræðingi tekist að leysa gátuna. Hm er að ræða stjörnuhlið sem getur flutt menn í gegnum óravíddir alheimsins á margföldum Ijóshraða. Ákveðið er að fornleifafræðingurinn ungi fari ásamt sveit manna úr Bandaríkjaher og kanni betur leyndardóma hringsins. 4Tlmecop Aðalhlutverk: Jean-ClaudeVan Damme, Ron Silver og Mia Sara Myndin gerist árið 2004 þegar búið er að finna upp tækni sem gerir mönnum kleift að ferðast í gegnum tíma og rúm. Van Damme leikur lög- reglumann sem hefur það verkefni að koma i veg fyrír að óprúttnir aöilar feröist aftur i tímann og breyti gangi sögunnar. Þingmaður, sem hefur sett stefnuna á Hvíta húsið og þarf mikið fjár- magn til að kosta kosningabaráttuna, sendir menn sina aftur í tímann til að afla peninga. Það er síöan verk Max að koma í veg fyrir að ætlun þingmannsins takist. 50nly You Aðalhlutverk: MarisaTomeiogRobert Dow ney jr. Marisa Tomei leikur kennslukonuna Faith. Þegar hún var ung haíði því verið spáð að hún yrði ástfangin af manni sem héti Damon Brad- ley. Nú þegar hún er komin á fullorðinsár og er að fara að gifta sig á hún af tilviljun samtal í síma við mann sem kynnir sig sem Damon Bradley, Nú er hún sannfærð um aö spádómurinn sé að rætast og eltir þennan mann til Feneyja. Þar hitt- ir hún myndarlegan mann sem segist heita Dam- on Bradley og verða þau óaðskiljanleg. Faith grunar þó að hann sé ekki sá sem hann segist. Myndbandalisti vikunnar I ••• » « ( :J / » « Ær 8.ágúst - 14.ágúst '95 carT1 FYRRI ; VIKUR VIKfl flLISTfl , ! m ■ TITILL Terminal Velocity ÚTGEF. TEG. interview With the Stargate Timecop Only you Threesome Pulp Fiction |||MSÉÉÉliÉl Priscilla Drottning Milk Money Forrest Gump Junior Poetic Justice Blankman Last Seduction Trial by Jury Fall Time Warner-myndir Spenna Sam-myndbönd J Spenna ,i..II. fi J J I í' I J.~ i: j J J: r i j. Skrfan Spenna ClC-myndir Spenna Skífan Gaman fig/ . -'M I Myndform 17 *r j 18 ! 5 ! j • j D2 The Mighty Ducks J Sam-myndbönd j Gaman 18 gtlM ÍT M i 12 J 14 Ílljipllil % ? ‘ , J ^ j, The Client Warner-myndir Spenna 19 : i m. Ný 1 Shadowlands j Sam-myndbönd j Ðrama 20 •j j : ■ -l; 14 ! jggagijg 12 ;j Specialist Warner-myndir Spenna hK,: fm Jg held ég gangi heim" Efiireinn -eiakineinn UUMFEROAR RAO 9 9*1 7*00 Verð aðeins 39,90 mín. 11 Dagskrá Sjónv. 2|DagskráSt. 2 31 Dagskrá rásar 1 4[ Myndbandalisti vikunnar - topp 20 5[ Myndbandagagnrýni 61 ísl. listinn -topp 40 * 71 Tónlistargagnrýni Fallhlífarstökkvarar og vampímr Terminal Velocity og Interview with the Vampire hafa sætaskipti á toppnum þessa vikuna og verða vampírurnar að gefa fallhlífar- stökkvurum eftir fyrsta sætiö. Annars eru nánast engar breyting- ar á efstu sætunum og engin ný mynd kemur hátt inn á listann þessa vikuna. Þrjár myndir kíkja inn og fer efst hin farskakennda gamanmynd Blankman, þar sem óspart er gert grín aö ofurhetjum kvlkmyndanna, til að mynda Bat- man og Superman. Fall Time er sakamálamynd um skólastráka sem ætla sér að gera fólki bilt við meö hrekk en verða óvart fyrir harðsvíruðum bankaræningjum með Mickey Rourke í broddi fylk- ingar. í nítjánda sæti er svo úrvals- myndin Shadowlands með þeim Debru Winger og Anthony Hopkins í aðalhlutverkum. Ákaflega vönd- uð og góð mynd sem leikstýrt er af Richard Attenborough. í þessari viku hafa komið og eru að koma út nokkrar úrvalsmyndir sem eru líklegar til vinsælda. Sam- Charlie Sheen og Nastassja Kinski láta sig falla í Terminal Velocity. myndbönd gefa út hina eftirtektar- verðu sakamálamynd Leon, sem leikstýrt er af Luc Besson. Fjallar myndin um tólf ára stúlku sem leit- ar ' verndar hjá leigumorðingja. Háskólabíó gefur út Nobody’s Fool en fyrir leik sinn í þessari mynd var Paul Newman tilnefndur til óskarsverðlauna, en auk hans leika í myndinni Melanie Griflith, Jessica Tandy og Bruce Willis. Meryl Streep fer á kostum í spennumyndinni River Wild, sem ClC-myndbönd gefa út, en þar leik- ur hún hörkukvendi sem ólíkt glæpamönnunum sem hún fæst við er vön bátsferöum niður straum- hörð fljót. Þessar þrjár myndir voru allar sýndar í kvikmyndahús- um, en vert er einnig að benda á China Moon sem Skífan gefur út. í aðalhlutverkum eru Ed Harris og Madeleine Stowe. Skífan gefur einnig út stórvirkið Lawrence of Arabia, sem er í þeirri mynd eins og David Lean hafði upphaflega viljað láta hana vera en vegna þrýstings varð hann að stytta hana. i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.