Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1995, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1995, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1995 17 myndí|)^^^ Vampíra segir frá Kvikmyndir um mennskar vampírur tengjast oftast hinum fræga greifa Dracula. Tom Cruise og Brad Pitt eru fyrirfram frekar ólíklegar vampírur enda vinsælir fyrir allt annað en aö sjúga blóð úr hálsi annarra, en vampírur rithöfundarins Anne Ricé, sem er sá nútímarithöfundur, sem hefur náð éinna best tökum á vampírusögum, eru engar venjulegar vampirur, heldur tilfínningaríkar verur, sem hafa lifað árhundruöum saman meðal almennings án þess að eftir þeim sé tekið. í byrjun kemur Du Lac (Brad Pitt) að máli við blaðamann og vill segja honum sögu sína, hvemig Lestat (Tom Cruise) hitti hann á viðkvæmu augnabliki og gerði hann að vampíru og hvemig þeir hafa lifað í tvö hundruð ár. Interview with the Vampire er öðmvisi vampírumynd. Hún er tæknilega mjög vel gerð og Tom Cruise og Brad Pitt em trúverðugur og mannlegir að því marki að ekki er hægt annað en að vorkenna þeim. En þrátt fyrir öflugan söguþráð og mergjaðan texta þá nær myndin aldrei almennilegu flugi, en skilur samt heilmikið eftir sig. INTERVIEW WITH THE VAMPIRE - Útgefandi: Sam-myndbönd. Lelkstjóri: Neil Jordan. Aðalhlutverk: Tom Crulse, Brad Pitt og Chrlstian Slater. Bandarísk, 1994. Sýnlngartími 117 mín. Bönnuð bömum innan 16 ára. -HK Ljóðelsk hárgreiðslúkona í Die Hard w'rth Vengeance leikur Samuel L. Jackson Zeus Carver sem óviljandi verður þátttakandi í leit að hryðju- verkamanni. John Singleton vakti mikla athygli með sinni fyrstu kvikmynd, Boyz ‘n the Hood, en með Poetic Justice og má segja að Singleton hafi komið niður á jörðina eftir að hafa látið frægðarsólina skina á sig um stund. Ástæðan er að Poetic Justice er langt í frá að vera jafh sterk og góð kvikmynd og Boyz ‘n the Hood. Oft er það svo þegar væntingamar eru miklar þá eru kröfumar meiri og Singleton hefur alls ekki getað fylgt eftir stórvirki sínu. Poetic Justice er óskaplega tilgerðarleg mynd. Kannski hefúr Singleston verið of ömggur með sig þegar hann treysti Janet Jackson fyrir að leika aðalhlutverkið. Jackson er söngkona, en hefúr enga reynslu af leik og það sést í dramatískum atriðum. Justice er hárgreiðslukona sem í byrjun verður vitni af því þegar kærasti hennar er myrtur. Hún byrgir sig inni og semur ljóð, en þegar hún hittir póstmanninn Lucky kviknar ástin á ný í bijósti hennar. Poetic Justice byggir á ágætu handriti og ekki skemma fyrir ljóð Maya Angelou, en myndin er með eindæmum langdregin. POETIC JUSTICE - Útgefandi: Skdan. Lelkstjóri: John Slngleton. Aöalhlutverk: Janet Jackson, Tupac Shakur og Tyra Ferrell. Bandarísk, 1993. Sýningartími 105 mfn. Bönnuð bömum innan 12 ára. -HK DEAD AIR - Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: Fred Walton. Aöalhlutverk: Gregory Hlnes og Debrah Farentino. Áströlsk, 1994. Sýningartfml 90 mín. Bönnuð bömum innan 16 ára. -HK Ofsóttur útvarpsmaður í Dead Air leikur Gregory Hines vinsælan útvarpsmáhn, sem þakin er kvölinni að hafa verið ákærður fyrir morð á unnustu sinni. Starfar hann undir öðru nafni. Það sem veldur honum mestum áhyggjum þessa stundina er kvenmaður sem ávallt hringir i hann tvisvar í viku. Hún virðist vita allt um hann og segist vera honum til verndar. Sú vemd gengur fúlllangt þegar hún leyfir Jannek að fylgjast með í símanum hvernig hún myrðir stúlku, sem hann hafði verið með kvöldið áður. Hann kemst að því hvar morðið var framið, en um leið leiöir gran að sjálfum sér. Dead Air er virkilega spennandi framan af og minnir stimdum á kvikmynd Clint Eastwoods, Play Misty For Me. Helst spennan alveg þar til kemur í ljós hver morðinginn er. Það má segja að myndin fari svo gjörsamlega fram úr sjálfri sér að ekki virðist heil brú i því sem á undan er gengiö. Er með ólíkindum hvemig handritshöfundar gátu komist að þessari niðurstöðu, sem eyðileggur alla skynsemi sem hafði verið í myndinni. Lögga í sérflokki Chuck Norris hefur verið að leika sömu lögguna undir mörgum nöfnum í mörg ár. í Deadly Reunion leikur hann Texas lögguna Walker, sem allir virða. Þegar vantar þann besta til að vera lífvörður hjá öldungardeildarþingmanni, sem fær hótanir um líflát er að sjálfsögðu leitað til Walker um vemd. Sú sem fær hann til að passa uppá þingmanninn er aðstoðarsaksóknari, sem Walker lítur hýra auga til og er ekkert um það gefið að hún og öldungardeildarþingmaðurinn eru gamlir vinir. Inn í þetta er svo- skotið inn keppni lögrelumanna í skotfimi og að sjálfsögðu er Walker sá sem allir vilja vinna. Sagan í Deadly Reunion er klisjukennd án þess þó að vera leiðinleg. það er nógur mikill hasar til að halda myndinni á floti og Norris sýnir stundum gamla takta þótt ekki sé hann jafii snöggur i hreyfingum og áður. Af öðrum leikurum er vert að nefna gamlan harðjaxl, Stuart Whitman, sem lék í mörgum hasarmyndum á árum áður en lítið hefur sést til að undanfomu. Fer hann ágætlega með hlutverk gamallrar kúrekahetju sem er á síðasta snúningi. DEADLY REUNION _ Útgefandi: Sam-myndbönd. Leikstjóri: Mlchael Pearce. Aðalhlutverk: Chuck Norris, Sheree J. Wllson og Stuart Whitman. Bandarísk, 1994. Sýningartími 91 mín. Bönnuð börnum innan 16 ára. -HK Samuel L. Jackson: Stöðugar framfarir Það var frammistaða Samuels L. Jacksons (L stendur fyrir Leroy) sem atvinnumorðinginn Jules Win- field í Pulp Fiction sem hefúr gert hann að þekktum leikara. Jackson fylgdi leiksigrinum eftir í Die Hard with a Vengeance og Kiss of Death en báðar þessar myndir eru nú sýndar í kvikmyndahúsum höfuð- borgarinnar. Þessi fjörutíu og sex ára geunli leikari á að baki langan feril og hefur leikið í mörgum góð- um kvikmyndum. Þrátt fyrir vel- gengnina að undanfornu telur hann sig seint verða valinn til að halda uppi kvikmynd af stærstu gráðu. „Eg er hinn dæmigerði og trausti fé- lagi, fæ góð hlutverk, en verð aldrei ráðinn til að koma fólki í kvik- myndahúsin, það eru stórsfjömum- ar sem fá það verkefni." Jackson er alveg sáttur við sitt en viðurkennir þó að ef honum bærist handrit upp í hendurnar þar sem allt væri byggt á honum þá mundi hann slá tU. „Þegar ég les handrit yfir þá er ég aldrei að velta því fyrir mér hversu mikill áhrifamáttur per- sónunnar sem ég á að leika er í kvikmyndinni heldur hvort hún höfði tU mín sem leikara. Eitt geri ég þó í byrjun, ég fletti í gegnum handritið tU að athuga á hvað mörg- um blaðsíðum persónan er. Ég held að engum leikara líki það að verða úr leik strax í byrjun.“ Samuel L. Jackson þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af því og þótt John Travolta hafl grætt meira á vinsældum Pulp Fiction þá em flest- ir sammála um að það hafi verið Samuel L. Jackson sem stal senunni i myndinni. Hrifinn af miklum texta Þegar hann er spurður að hvað hafl hrifið hann mest við Pulp Fict- ion svarar hann að það hafi verið hve mikið talmál var í myndinni: „Ég hef alltaf hriflst af hlutverkum sem veita mér tækifæri tU að tjá mig í töluðu máli og þegar ég var búinn að lesa handritið sat ég og starði ffam fyrir mig og varð að lesa það aftur tU að vera öruggur um að þetta væri besta handrit sem ég hefði nokkum timann lesið.“ Fyrir leik sinn í Pulp Fiction var Samuel L. Jackson tUnefndur tU óskarsverðlauna en tapaði fyrir Martin Landau, en hann fékk bresku BAFTA verðlaunin í stað- inn. Varð Jackson fyrir vonbrigðum með vinna ekki óskarinn? „Hvemig gat ég orðið það. Ég hafði tapað fyr- ir Landau við Golden Globe afhend- ingima og hann fékk einnig gagn- rýnendaverðlaunin, þannig að ég bjóst alveg eins við að ég myndi tapa fyrir honum við óskarsafhend- inguna." Var í mörg ár sviðsleikari Samuel L. Jackson ólst upp í Ge- orgíu og lauk háskólanámi í listum við Morehouse CoUege í Atlanta. Hann tók strax stefnuna á leikhúsin og um miðjan áttunda áratuginn hélt hann tU New York og fékk fljótt lítU hlutverk. Það voru síðan tvö leikrit eftir August WUson, The Pi- ano Lesson og Wolf sem vöktu at- hygli á honum og smátt og smátt fóru hlutverkin að stækka og um tíma lék hann í nokkrum verkum á Shakespeare- hátíðinni i New York. Jafnframt lék hann gestahlutverk í sjónvarpsseríum. Nýlega lék hann í rómaðri sjónvarpsmynd Johns Frankenheimers, Against the WaU. Fyrir leik sinn í þeirri mynd hlaut hann Golden Globe tilnefningu. Jackson segir að á þessum áram hafi hann ekki verið að hugsa um frama í HoUywood. „Ég hafði svo mikiö að gera í leikhúsunum og fékk það mörg hlutverk, sem efidu mig sem listamann, að það hefði verið nánast eyðUegging á starfi mínu að fara að taka áhættu með að fara að setjast að í HoUywood." Lék í Spike Lee myndum Jackson fór að taka tUboðum um smáhlutverk í einstaka myndum og fyrsta kvikmyndin sem hann lék í var Ragtime sem MUos Foreman leikstýrði. Þetta var 1981 og var Jackson nánast eingöngu í litlum hlutverkum þar tU Spike Lee, sem hafði fengið hann tU að leika í School Daze, Do the Right Thing og Mo’ Better Blues, fékk honum hlut- verk bróður Wesleys Snipes í Jungle Fever. Fyrir það hlutverk fékk hann verðlaun sem besti leik- arinn í aukahlutverki á kvikmynda- hátíðinni i Cannes. Vinslit urðu síð- an miUi hans og Spike Lee þegar Jackson vildi ekki prufulesa hlut- verk Malcolms X. Segir Jackson að ólíklegt sé að þeir eigi eftir að vinna saman aftur. Samuel L. Jackson hefur verið ið- inn við kolann og leikið i hverri myndinni á fætur annarri. Brátt fáum við að sjá hann leika á móti Jessicu Lange í Losing Isaiah og í sumar og í haust mun hann leika í tveimur kvikmyndum, The Great White Hype, sem Reginald Hudlin leikstýrir, og A Time to Kill sem byggð er á skáldsögu Johns Gris- hams og leikstýrt af Joel Schumacher. Útgáfa á sölumyndböndum hefur farið vaxandi hér á landi. Úrval slikra mynda er orðið nokkuð gott og á það öragglega eftir að aukast á næstunni. Útgáfa á sölumyndbönd- um hefur hingað til verið nánast eingöngu bundin við vetrartímann hér á landi en um síðustu mánaða- mót varð breyting á þegar Sam- myndbönd gáfu út á myndbandi flmm kvikmyndir sem eingöngu era ætlaðar til sölu. Myndimar sem útgefnar vora era gamanmyndirnar Skytturnar þrjár (The Three Musketeers) með Charlie Sheen, Kiefer Sutherland, Chris O’Donnell og Oliver Platt í hlutverkum skyttnanna og Svalar ferðir (Cool Runnings) sem, þótt skondin sé, er byggð á sönnum at- burðum. í aðalhlutverki er John Candy. Spennumyndin er Pelíkanaskjalið og er gerð eftir skáldsögu Johns Grishams. Með aðalhlutverkin fara Julia Roberts og Denzel Was- hington. Ferðin ótrúlega (Homeward Bound) er barnamynd um ótrúleg ævintýri þriggja heimil- isdýra. Að lokum skal geta úrvals- myndarinnar Hús andanna (The House of the Spirits) sem byggð er á sögu eftir Isabelle Allende. Meðal leikara eru Jeremy Irons, Meryl Streep, Glenn Close og Winona Ryder.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.