Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1995, Blaðsíða 12
FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1995 l ^^#(26 <M&nyndlr SAGA-BÍÓ Sími 5878900 Að ellífu Batman ★ ★★ Er eins og fyrri myndimar geysivel gerð og skemmtileg og Batman breytist ekkert þótt skipt hafi verið um leikara. Yfirbragð myndarinnar er enn dökkt og sviðsetning eitt aðaltrompið en húmorinn er meiri. -HK BÍÓBORGIN Sími 5511384 Die Hard with a Vengeance ★★ Súperlöggan John McClane berst timbraður gegn skæruliðaflokki í New York og hefur betur. Mikið sjónarspil en lapþunnt efni. Leikarar hafa greinilega gaman af og áhorfendum ætti ekki að leiðast heldur. -HK Á meðan þú svafst ★★ Ljúf, rómantísk og gamansöm kvikmynd um einmana stúlku í Chicago sem hefur fundið draumaprinsinn og bjargar honum frá því að verða undir járnbrautarlest. Sandra Bullock, sem leikur aðalhlutverkið, á stóran þátt í velgengni myndarinnar. -HK BÍÓHÖLLIN Sími 5878900 Bad Boys ★ Formúluafþreying um tvær löggur sem verða að ná miklu magni eiturlyfla úr höndum bófa sem stálu þeim frá löggunni, annars eiga þeir á hættu að missa vinnuna. Yfirkeyrð, ófrumleg og þegar allt kemur til alls heldur leiðinleg bíómynd. -GB Skriðdrekaskvísan ★ Fríkuð framtíðarmynd fyrir poppkynslóðina. Lapþunnt handrit er falið með yfirkeyrðri rokktónlist og handahófskenndum teiknimyndum. Leikur Lori Petty er glætan í kraðakinu. -HK Húsbóndlnn á heimllinu ★★ Innihaldsrýr gamanmynd um ellefu ára gamlan húsbónda á heimilinu, sem ekki kærir sig um fósturföður. Stjama myndarinnar Jonathan Taylor Thomas fer ágætlega með hlutverk sitt, en er of meðvitaður um eigið ágæti. -HK Fylgsnlð ★★ Ágæt hryllingsmynd sem á sína góðu spretti og er spennandi en heldur ekki dampi í lokin þegar reynt er að reka endahnúta á allt saman á of stuttum tíma. -HK HÁSKÓLABÍÓ Sími 5522140 Franskur koss ★★★ Einkar aðlaðandi, rómatísk gamanmynd um margnotað efni, þar sem Kevin Kline og Meg Ryan búa til lifandi persónur í rómantísku andrúmslofti í Frakklandi. -HK Jack og Sarah ★ Óttalega þunnur þrettándi um einstæðan fóður sem ræður til sín róna og ameríska gengilbeinu til að annast heimilið og bamið. Lítt fyndin gamanmynd en aðeins meira um rómantíkina. -GB Perez fjölskyldan ★★ Leikstýran Mira Nair nær sér aldrei á strik í þessari heldur dauflegu frásögn sinni af örlögum Perez fjölskyldunnar á Flórída og tilraunum heimilisfoðurins til að hitta konu og dóttur eftir tuttugu ára vist í fangelsum Castros Kúbuforseta. -GB Tommy kalllnn ★★ Chris Farley og David Spade eru grínistar sem ná vel saman og tekst stundum vel upp, en oftar en ekki er myndin eins og færibandaframleiðsla fyrir bandaríska sjónvarpsáhorfendur. -HK Brúkaup Muriel ★★★ Skemmtileg og hlý áströlsk kvikmynd um stúlku, sem er ekki venjuleg, stúlku sem hefur aðeins eitt áhugamál, að ná sér í eiginmann. Toni Collette, sem leikur Muriel á framtíðina fyrir sér. -HK LAUGARÁSBÍÓ Sími 5532075 Johnny Mnemonlc ★★ Stórfenglegar og frumlegar sviðsetningar einkenna þessa framtíðarmynd en óskiljanleg grafísk atriði draga úr spennunni. Keanu Reeves er ekki í sínu besta formi. -HK Don Juan DeMarco ★★★ Bráðskemmtileg mynd og frumleg útgáfa af hinum goðsagnakennda kvennabósa Don Juan, þar sem Johnny Depp fer á kostum í titilhlutverkinu og Marlon gamli Brando kemur skemmtilega á óvart. -GB Heimskur helmskarl ★★ Stendur og fellur með Jim Carrey sem fær góða aðstoð frá Jeff Daniels. Mynd uppfull af atriðum sem eru misfyndin, en aðdáendur Carreys verða ekki fyrir vonbrigðum með kappann. -HK REGNBOGINN Sími 5519000 Gleymdu París ★★★ Ágætlega heppnuð rómantísk gamanmynd um hvemig tveimur einstaklingum gengur að viðhalda ástinni eftir hveitibrauðsdagana og fá lífið yfirleitt til að ganga upp. Bæði rómantísk og skemmtileg. -GB í Bandaríkjunum - dagana 18. ágúst til 20. ágúst í millj. dollara og heildarinnkoma - Michelle Pfeiffer leikur kennslukonu í Dangerous Mlnds. Michelle Pfeiffer á toppinn Nýjasta kvikmynd Michelle Pfeiffer, Dangerous Minds, setti Waterworld úr efsta sætinu og var langvinsælasta kvikmyndin um síðustu helgi í Bandaríkjunum. I myndinni leikur Pfeiffer kennslukonu sem nær góðum tökum á erfiðum bekk í miðborg Los Angeles. Myndin er byggð á sönnum atburðum. Keanu Reeves er vinsæll, það sést best á því að nýjasta kvikmynd hans, A Walk in the Clouds, sem leikstýrt er af mexíkóska leikstjóranum Alfonso Arau, fer beint í annað sætið. Fjallar myndin um fjölskyldu sem rekur vínræktarbúgarð í Napa Valley í Kaliforníu. Waterworld hrapar síðan niður í þriðja sætið en er komin með 60 milljónir dollara í aðgangeyri, sem er kannski meira en margir bjuggust við, en er langt í frá að ná upp í kostnaðinn. Framleiðendur eru samt ekki búnir að gefa upp vonina, því fyrstu tölur annars staðar frá í heiminum eru mjög góðar. Aðeins tvær kvikmyndir á listanum hafa náð 100 milljóna dollara markinu, Apollo 13 og Pocahontas, en vinsælasta mynd ársins, Batman forever, er dottin út. Næsta mynd sem nær þessu marki verður að öllum líkindum Casper sem brátt verður sýnd í Sambíóum og Háskólabíói. l(-) Dangerous Minds 14,9 14,9 2 (-) A Walk in the Clouds 9,5 9,5 3 (1) Waterworld 8,6 60,6 4 (2) Something to Talk about 8,1 24,7 5(3) Babe 6,7 20,6 6 (5) The Net 5,1 31,7 7 (6) Apollo 13 5,0 147,4 8(4) Virtuoslty 4,4 16,4 9 (-) A Kid in King Arthur's Court 4,3 4,3 10 (7) Clueless 2,9 45,7 11(8) Nine Months 2,8 58,0 12 (9) Operation Dumbo Drop 1,7 19,0 13 (17) Casper 1,5 93,7 14 (12) Pocahontas 1,4 133,0 15 (10) Bushwhacked 1,1 5,9 16 (11) Under Siege 1,1 43,6 17(16) While you where Sleeping 0,8 77,9 18 (14) The Indian in the Cupboard 0,8 30,0 19 (13) Free Willy 0,7 25,6 20 (15) Species 0,7 57,9 Brad Pitt leikur í Sjö dagar í Tíbet Franski leikstjórinn Jean- Jacques Annaud fer yfirleitt ekki troðnar slóðir í gerð kvikmynda og nú er stefnan tekin á Himala- yafiöllin í Tíbet. Mun hann þar leikstýra Severi Days in Tibet, sem byggð er á sönnum atburð- um sem áttu sér stað á fimmta áratugnum þegar fiallgöngumað- urinn Heinrich Harrar var hand- tekinn en komst undan á flótta. Brad Pitt mun leika Harrar, en áður en hann leikur í þeirri mynd mun hann leika í Devil’s Own, sem leikstýrt er af Milcho Manchevski. Skrattinn í bláum fötum Fyrsta kvikmynd leikstjórans Carls Franklin, One False Move, vakti mikla athygli og fékk góða dóma. Nú er beðið með eftir- væntingu eftir nýrri mynd frá honum, sem nefnist Devil in a Blue Dress. Kostaði hún margfalt meira en hin ódýra One False Move. Þeir sem séð hafa glefsur úr henni segja hana lofa góðu. Aðalhlutverkið leikur Denzel Washington, seinheppna leynilöggu, sem fengin er til að hafa uppi á konu sem býr yfir leyndarmáli. Jennifer Beals leik- ur stúlkuna. Myndin er byggð á þekktri skáldsögu eftir Walter Mosley. Gus Ván Sant aftur á uppleiö Gus Van Sant, leiksfióri hinn- ar frábæru My Private Idaho, missti heldur betur flugið þegar hann sendi frá sér Even Cowgirls Get the Blues. Hann virðist nú hafa rétt úr kútnum því nýjasta mynd hans, To Die for, vakti athygli í Cannes og þykir eiga bjarta framtíð fyrir sér. Handritið skrifaði Buck Henry. Aðalpersónan er kona sem fær tvo unga menn til að koma eiginmanninum fyrir katt- arnef. Aðalhlutverkið leikur Nicole Kidman. Matt Dillon leik- ur eiginmann hennar. Þrír á hraöferö í haust verður frumsýnd saka- málamyndin Jade. í henni leika aðalhlutverkin þrír leikarar sem eiga það sameiginlegt að vera á mikilli hraðferð upp á stjörnu- himininn í Hollywood, David Caruso, Linda Fiorentino og Chazz Palminteri. Leikur Caruso metnaðargjarnan saksóknara sem ákærir gamla kærustu (Fiorentino) um morð. Eiginmað- m-inn (Palminteri) er verjandi eiginkonunnar. Geggjun Georgs konungs ★★★ Nigel Hawthorne fer á kostum sem hinn kolgeggjaði Georg konungur þriðji af Englandi í bráðskemmtilegri mynd um skandala og leynimakk á æðstu stöðum konungsveldisins. -GB Bye Bye Love ★★ Raunir fráskilinna pabba gæti verið heiti á þessari gamanmynd sem fiallar um þrjá vini sem allir eru fráskildir. Nokkuð brokkgeng, vill stundum vera alvarleg og stundum farsi, blanda sem fer ekki vel saman. -GB Eitt sinn stríðsmenn ★★★★ Sérlega áhrifamikil mynd um áfengisbölið, heimilisofbeldi og firringu meðal frumbyggja Nýja-Sjálands þar sem engu og engum er hlíft. Ljósið í myrkrinu eru tengslin við fortíðina.-GB STJÖRNUBÍÓ Sími 5516500 Einkalíf ★★★ Skondð fiölskyldulíf séð með augum þriggja ungmenna. Bráðfyndin atriði inn á milli og góður leikur en ofnotkun á táknrænum gömlum myndskeiðum gerir myndina sundurleita. -HK Fremstur riddara ★★ Hin fræga þrenning, Artúr, Lancelot og Guinevere eru aðalpersónurnar í miklu sjónarspili þar sem átökin eru bæði líkamleg og andleg. Sean Connery og Julia Ormond eru góð en Richard Gere passar illa í hlutverk Lancelot. -HK Æðrl menntun ★★ Leikstjórinn John Singleton sýnir okkur raunsanna og fremur óskemmtilega mynd af bandarísku samfélagi, að einhveiju leyti frá sjónarhóli blökkumannsins, en gerir þann feil að fara að prédika án þess að hafa efni á því sjálfur. -GB Litlar konur ★★★ Úrvalsmynd frá hinni áströlsku Gillian Armstrong, sem skilur mikið eftir sig. Einstaklega hugljúf kvikmynd, sem er vönduð í alla staði og vel leikin. -HK Kunna kvikmynda- stjörnur að skylmast? í First Knight er mikið um skylmingar og eru þau atriði til- komumikil og vel gerð, en hvar fá kvikmyndasfiörnur á borð við Ric- hard Gere og Sean Connery kunn- áttuna í skylmingum? Svarið er Bob Anderson sem nú er 72 ára. Hann hefur þjálfað þekkta leikara upp í skylmingum í mörg ár og þjálfaði Errol Flynn á sínum tíma: „Richard Gere er mun betri í skylmingum heldur en Errol Flynn og staðreyndin er sú að Gere er bestur þeirra leikara sem ég hef þjálfað í skylmingum," segir Bob Anderson. „Ég hitti hann tveimur mánuðum áður en tökur hófust og þá hafði hann varla haldið á sverði, en hann var fljótur að læra og þegar kom að kvikmyndatök- unni var hann stórkostlegur.“ Anderson segir að Errol Flynn Richard Gere beitir sverðinu af snilld í Fremstur riddara. hafi alls ekki verið eins góður og sýndist. „Ástæðan fyrir því að hann sýnist góður er að hraðinn á filmunni var aukinn. Hann æfði aldrei en var fljótur að læra.“ Annar nemandi sem Anderson er ánægður með er Christopher Lampert sem hann þjálfaði fyrir Highlander-myndimar. En hvaða einstakt atriði er Bob Anderson ánægðastur með? „Það eru skylmingamar á milli Mandy Patinkin og Cary Elvas í The Princess Bride. Þeir gerðu allt sjálfir og voru í marga klukkutíma að æfa atriðið." Anderson þjálfaði nýlega Charlie Sheen, Chris O’Donnell og Kiefer Sutherland í The Three Musketeers og er ekki eins ánægður með þá: „Þetta eru ágætir strákar en Sutherland var sá eini sem lagði eitthvað á sig.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.