Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1995, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1995, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST1995 K V i KMYIiDA N i\/ vi wi a JJ. Háskólabíó - Franskur koss X Á Kate og Luc verða ástfangin Þeim ágæta leikstióra Lawrence Kasdan varð nokkuð á í messunni þegar hann gerði Wyatt Earp skil í síðustu mynd sinni. Hann gerir því út á örugg mið í Frönskum kossi (French Kiss). Fékk hann tvær vinsælar Hollywoodstjörnur, Meg Ryan og Kevin Kline, í lið með sér, hélt á vit rómantíkurmnar í Frakklandi (aður en Frakklandsforseti ákvað að hrella jarðarbúa með kjamorkusprengjum) og sýnir okkur hvemig á að gera skemmtilega kvikmynd upp ur útjöskuðu efni. Meg Ryan leikur bandarísku stúlkuna Kate sem getur ekki farið með kærastanum til Frakklands þar sem hún er siúklega flughrædd. Kærastinn er ekki fyrr kominn til Parísar en nann hringir í Kate og segist vera ástfanginn upp fyrir haus af franskri þokkadís og að ekkert verði úr frekara sambandi þeirra á milli. Kate er ekki á því að gefa kærastann.upp á bátinn og gerir það sem hún hræðist mest, flýgur til Parísar. I flugvélinni sest við hlið hennar franski smákrimminn Luc sem að vísu er að færa sig upp á skaftið og tekst honum í fljótandi formi að losa Kate við flughræðsluna. Luc hefur ákveðin plön í huga gagnvart Kate, sem í fyrstu mistekst, en hann veitir henni eftirfór og er falskari en allir þegar hann segist ætla að vera henni til hjálpar. Ekki veitir Kate af hjalpinni þar sem strax fyrsta daginn er stolið af henni vegabréfi og peningum. Kate og Luc em eins og svart og hvítt og það á margt eftir að gerast í sambandi þeirra áður en þau na áttum saman. Franskur koss er vel heppnuð, rómantísk gamanmynd og ber fyrst og fremst að þakka Meg Ryan og Kevin Kline þeirra framtak, en samleikur þeirra er með miklum ágætum. Kevin Kline sýnir stundum sömu takta og hann gerði í A Fish Called Wanda og er franskur framburður hans skemmtilega ýktur. Meg Ryan hefur einnig gott skyn á gamanleik og ferir Kate að skemmtilegri og aðlaðandi persónu. ranskur koss er ekkert stórvirki, betri og skemmtilegri kvikmyndir hafa verið gerðar í þessum flokki, en hún er einstaklega aðlaðandi og jákvæð, oft meinfyndin, og ætti að skapa vellíðan hjá hveijum og Leikstjóri: Lawrence Kasdan. Handrit: Adam Brooks. Kvikmyndun: Owen Roizman. Tónlist: James Newton Howard. Aóalleikarar: Meg Ryan, Kevin Kline, Timothy Hutton, Jean Reno og Susan Anbeh. - Hilmar Karlsson lAr Sam-bíóin - Bad Boys Eldglæringarnar í fyrirrúmi einum. Þegar hugmyndimar og frumleikann skortir verður maður að grípa til annarra ráða ef skjóta á keppinautunum ref fyrir rass. I mynd afþví taginu sem hér um ræðir er ekki nema eitt ráð sem dugar: að framleiða meiri hávaða og eldglæringar en fýrirrennaramir. Ef aðstandendum Vondu strákanna hernr ekki tekist það, getur þó ekki munað miklu, slík og þvílík era lætin. Hér er á ferðinni dæmigerð formúlumynd, hvorki betri né verri en margar slíkar, um tvær löggur, bestu vini en gerólíkar manngerðir. Anner fiölskyldufaðir sem fær það ekki hjá konunni en hinn hálfgerður glaumgosi sem ekur um á Porsche á Parísamúmerum og býr við munað, enda erfði hann peninga einhvers staðar frá. Þeir kumpánar em í fikniefnalöggunni í Miami og fá það erfiða verkefni að ná artur gífurlegu magni heróíns sem fífldjarfir bófar stálu á ævintýralegan hátt úr hirslum lögreglunnar. Störf þeirra eru í veði og íjórir dagar til stefnu. Það er þvl eins gott að bretta upp ermarnar svo hendumar geti staðið fram úr þeim. Og af stað er haldið, skotið og sprengt og drepið á báða bóga. Aðalsmerki góora hasarmynda er að sjálfsögðu góður hasar og allnokkur hraði, með rólegri köflum inn á milli. Hér vantar ekki hasarinn og hraðann. Myndin er á útopnu nær allan tímann, öskrandi tónlistin ærandi og persónumar öskra í ofanálag hver á aðra til að yfirgnæfa öll lætin. Ekki bæta allar nærmyndirnar úr skák en svo rammt kveður að þeim að á köflum er erfitt að átta sig á því sem er að gerast, enda leikstjórinn vanari að fást við auglýsingamyndir. Kannski eins gott, því ekki er það merkilegt. Höfundar reyna að Krydda lætin með smágamanmálum. Þar skal fyrsta telja þá gamalkunnu klisju að annar verður að þykjast vera hinn, með tílheyrandi misskilningi. Annars felast gamantilraunirnar aðallega í öskmm af ýmsu tagi og ná sjaldan að kitla hláturtaugamar. Vondir strákar em bara hreint út sagt vondir. Leikstjóri: Michael Bay. Handrit: Michael Barrie, Jim Mulholland og Doug Richardson. Kvikmyndataka: Hovt 1 Atherton. Leikendur: Martin Lawrence, Will Smith, Téa Leoni, Tcheky Karyo, Theresa Randle, Marg Helgenberger, Nestor Serrano. - Guðlaugur Bergmundsson Laugarásbíó - Johnny Mnemonic Boðsendingar í framtíðinni Intemetið hefur flætt yfir heiminn á fáum misserum og þeir sem hafa kynnt sér það vita að upplýsingamar sem þar er að finna em með ólíkindum. Þetta er,samt aðeins byrjunin og er aldrei að vita hvert framhaldið verður. I Johnny Mnemonic er tölvunetið orðið svo öflugt að enginn einn kvóti stenst atlögu áhugamanna og því em stórfyrirtæki, sem þurfa á leynd að halda, farin að nýta sér mennska sendiboða. í heila þeirra hefur verið settur hugbúnaður sem tekur við upplýsingum sem aðeins viðkomandi hefur aðgang að. Fremstur þessara sendiboða er Johnny Mnemonic og til að geta flutt stóran bætapakka hefur hann látið fjarlægja æskuminningar úr heilabúinu. Þegar við kynnumst Johnny fyrst er hann að fara sína síðustu sendiferð. Umboðsmaður hans hefur lofað honum að fyrir andvirði þeirrar sendiferðar geti hann keypt aftur minni sitt. Johnny gerir sér samt ekki giein fyrir því strax að hann hefur verið yfirfylltur og nái hann ekki að losna við upplýsingarnar innan ákveðins tíma muni það kosta hann lífið. Það er einnig síðar sem Johnny fær að vita að þær upplýsingar sem hann ber geta haft mikil áhrif á mannkynið til hins betra. En greinilegt er að það eru ekki allir sem vilja betrumbæta lífið á jörðinni. Leikstjóri Johnny Mnemonic er Robert Longo og er þetta frumraun hans. Longo er þekktur framúrstefnumyndfistarmaður og má segja að myndin beri þess merki, sviðsetningar eru oft frumlegar og stórfenglegar ög er hvert smáatriði þrautúthugsað. Á móti kemur að einfaldur og ruglingslegur söguþráður gerir myndina slitrótta og í raun hefur hún ekkert nýtt fram að færa tæknilega séð. Grafísku atriðin eru tilkomumikil en leiðigjörn. Keanu Reeves er oft utangátta í titilhlutverkinu og sýnir alls ekki sömu tilþrif og hann sýndi í Speed. Vert er að nefna ágæta frammistöðu Dolphs Lundgrens sem er nánast óþekkjanlegur í hlutverki bijálaðs prédikara sem ruglar saman trú og ofbeldi og er hættulegasti óvinur Johnnys. Leikstjóri: Robert Longo. Handrit: Wiliiam Gibson. Kvikmyndun: Francols Protat. Tónlist Brad Fiedel. Aöallleikarar: Keanu Reeves, Dolph Lundgren, Dina Meyer, Takeshl og lce-T. - Hllmar Karlsson Forsýningar í Bíóborginni á The Englishman Who Went up a Hill but Came down a Mountain: Kortagerðarmenn í vandræðum Hugh Grant hefur ekki átt sjö dagaana sæla í einkalífinu eftir að hann var staðinn að verki með svartri gleðikonu, en sem betur fer fyrir hann hafa tvær síðustu kvik- myndir hans verið að gera það gott og er það almennt álitið að uppá- koman í síðasta mánuði muni engin áhrif hafa á ffama þéssa ágæta leik- ara. Önnur þessara mynda er The Englishman Who went up a Hill but Came down a Mountain, sem er langt nafn en mjög svo táknrænt fyrir myndina. Með nafninu er vitn- að í velska sagnalist en myndin ger- ist í Wales. Sagan byrjar árið 1917 þegar heimsstyrjöldin fyrri er í algleym- ingi. Flestir karlmenn eru í stríðinu og eiginkonurnar vinna í þágu stríðsins. Þegar kortagerðarmenn- imir Reginald Anson (Hugh Grant) og George Garrad (Ian McNeice) koma til velska þorpsins Ffynnon Garw til að kortleggja fjallið sem bærinn heitir eftir er tekið á móti þeim með mikilli tortryggni. Stolt bæjarbúa er fjallið. Það verður því heldur betur heitt í kolunum þegar Anson kemst að því að fjallið er fimmtán fetum of stutt til að geta talist fjall. Það er því hæð og fer því ekki á landakort. Þetta þola bæjar- búar ekki og settur er á neyðarfund- ur um það hvemig á að hækka fjall- ið. Auk Grants og McNeice leika stór hlutverk i myndinni Tara Fitzgerald og Kenneth Griffith. Leikstjóri og handritshöfundur er Christopher Monger. Hann byrjaði að skrifa handritið árið 1991 og byggir hann það á sögu sem afi hans sagði hon- um í æsku. Segist hann hafa skrifað margar persónur inn sem hann þekkti í æsku og eiga örugglega sumir ættingjar hans auðvelt með að þekkja þær. Hann hefur einnig skrifað skáldsögu sem ber sama nafn. Hugh Grant og lan McNeice leika tvo kortagerðarmenn í The Englishman Who Went up the Hill and Came down a Mountain. Kathy Bates og Jennifer Jason Leigh leika aðalhlutverkin í Dolores Claiborne. Regnboginn: Dolores Claibome Skáldsögur Stephens Kings eru orðnar æði margar og langflestar hafa þær verið kvikmyndaðar. Kvik- myndagerðarmenn hafa ekki látið sér nægja að kvikmynda hinar löngu skáldsögur hans, heldur hafa verið gerðar nokkrar kvikmyndir eftir smásögum hans og stuttum skáldsögum sem þá hafa komið ein- ar fjórar saman í bók. Til að mynda voru í sömu bókinni sögurnar sem úrvalskvikmyndirnar Stand by Me og The Shawshank Redemption voru gerðar eftir. Kvikmyndir eftir sögum Kings eru æði misjafnar. Þegar best lætur er varla hægt að fá meira spennandi myndir, en stundum fara þær yfir markið. Misery var til að mynda mjög sterk og ekki var það síst að þakka Kathy Bates sem fékk ósk- arsverðlaun fyrir leik sinn í mynd- inni. Kathy Bates leikur einnig aðal- hlutverkið í Dolores Claiborne, sem Regnboginn er að hefja sýningar á, en hún er gerð eftir einni af nýjustu skáldsögum Kings og þykir minna nokkuð á Misery. Auk Bates leika í myndinni Jennifer Jason Leigh, en hún og Bates leika mæðgur sem búa yfir leyndarmáli, og gamla kempan Christopher Plummer. Leikstjóri er Taylor Hackford sem á að baki nokkrar ágætis myndir, má þar nefna An Officer and a Gentleman og Against All Odds. Dolores Clai- borne fékk góðar viðtökur vestan- hafs bæði hjá áhorfendum og gagn- rýnendum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.