Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1995, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1995, Qupperneq 7
23 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1995 Messur Árbæjarkirkja: Guðsþjón usta fellur niður í Árbæjarkirkju vegna safnaðarferðar Árbæjar- safnaðar. Guðsþjónusta í Hruna- kirkju kl. 11 árdegis. Sr. Halldór Reynisson prédikar og prestar Árbæjarsafnaðar þjóna fyrir alt- ari. Organisti Sigrún Steingríms- dóttir. FélagarúrkirkjukórÁrbæj- arsafnaðar syngja. Prestarnir. Áskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Breiðholtskirkja: Fyrsta guðsþjónusta eftir sumarleyfi kl. 11. Organisti Daníel Jónasson. Gísli Jónasson. Samkoma ungs fólks með hlutverk kl. 20. Bústaðakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guð- mundsson. Pálmi Matthíasson. Dirgraneskirkja: Guðsþjón- usta kl. 11. Organisti Smári Óla- son. Gunnar Sigurjónsson. Dómkirkjan: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Jakob Á. Hjálmarsson prédikar. Sr. María Ágústsdóttir þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. Elliheimilið Grund: Guðs- þjónusta kl. 10. Sr. Pétur Þor- steinsson. Organisti Kjartan Ól- afsson. Fella- og Hólakirkja: Guðs- þjónusta kl. 20.30. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Þórunn Guð- mundsdóttir sópransöngkona syngur einsöng. Organisti Lenka Mátéová. Prestarnir. Grafarvogskirkja: Messa kl. 11. Einsöngur Sigurður Skag- fjörð barítónsöngvari. Organisti Bjarni Þór Jónatansson. Prest- arnir. Grensáskirkja: Messa kl. 11. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Organisti Jakob Hallgrímsson. Hallgrímskirkja: Messa kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Org- anisti Hörður Áskelsson. Ensk messa kl. 14. Sr. Karl Sigur- björnsson. Organisti Hörður Áskelsson. Tónleikar kl. 20.30. Trompet og orgel. Ásgeir H. Steingrímsson, trompet, Eiríkur Örn Pálsson, trompet og Hörður Áskelsson, orgel. Háteigskirkja: Messa kl.11. Organisti Pavel Manasek. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Hjallakirkja: Messa kl. 11. Alt- arisganga. Organisti Oddný J. Þorsteinsdóttir. Kristján Einar Þorvarðarson. Kópavogskirkja: Guðsþjón- usta kl. 11. Organisti Örn Falkn- er. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Langholtskirkja: Kirkja Guð- brands biskups. Messa kl. 11. Prestursr. Flóki Kristinsson. Org- anisti Jón Stefánsson. Kaffisopi eftir messu. » Laugarneskirkja: í sumar- leyfi sóknarprests er bent á guðs- þjónustu í Áskirkju. Ólafur Jó- hannsson. Neskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Frank M. Halldórsson. Óháði söfnuðurinn: Kvöld- messa kl. 20.30 sunnudags- kvöld. Seltjarnarneskirkja: Messa kl. 11. Organisti Vera Gulasciova. Prestur sr. Solveig Lára Guð- mundsdóttir. Ytri-Njarðvikurkirkja: Messa. Altarisganga sunnudag kl. 11. Organisti Steinar Guð- mundsson. Baldur Rafn Sigurðs- son. 20 ára afmæli Útívistar Það er oft mikið ævintýri að koma í Þórsmörk og ætti engin undantekning að vera á því um helgina þegar 20 ára afmæli Útivistar verður fagnað í Básum. DV-mynd JAK „Afmælinu verður fagnað í Básum í Þórsmörk á laugardag. Nú þegar er upppantaö í skálana en fólk getur tjaldað á svæöinu umhverfis og svo ætlum viö að slá upp stóru tjaldi þar sem boðið verður upp á heljarinnar veisluborð. Viö verðum með skipu- lagðar gönguferðir allan daginn og afmælisfagnaðinum lýkur með varð- eldi og flugeldasýningu á laugardags- kvöldið," sagði Sigríður Kristjáns- dóttir, framkvæmdastjóri Útivistar. Útivist hefur byggt upp glæsilega aðstöðu í Básum á 20 ára starfsferli og frábæran fjallaskála á Fimm- vörðuhálsi. Vinsælasta gönguleiðin í sumar hefur verið yfir Fimmvörðu- háls og Sigríður sagði að í einni ferð- inni hefðu um 100 manns gengið hálsinn. Aukinn áhugi á ferðum „Tilgangur félagsins hefur ávallt verið sá að stuðla að útivist fólks í hollu og óspilltu umhverfi. Áhugi fólks á fjallaferðum er alltaf að auk- ast og bjóöum við því upp á fjöl- breyttari ferðir en áður fyrr. Fjöl- skylduferðir njóta mikillar hylh og einnig svokallaðar garpaferðir, t.d. yfir Vatnajökul." íslendingar eru ávallt stærsti hóp- urinn í ferðunum en þátttaka útlend- inga hefur aukist. Það verður þó ekki eingöngu farið í Bása á laugardag. Sjötti áfangi fjallasyrpunnar veröur farinn og aö þessu sinni veröur gengið á Hengil sem er eitt svipmesta fjall í grennd við Reykjavík. Hengill telst til stapa- fjalla og utan í fjallinu er jarðhiti. Allar nánari upplýsingar um af- mælisferöina og ferðina á Hengil fást á skrifstofu Útivistar. Ferðir með FÍ Það verða nokkrar ferðir á vegum Ferðafélags íslands um helgina. Óvissuferð verður farin og einnig verða ferðir í Þórsmörk og Land- mannalaugar. Á laugardag verður ökuferð að Langavatnsdal og einnig verður fjallganga og verður farið frá Vikrafelli að Langavatni. Sveppatínsluáhugamenn ættu ekki að láta sig vanta í Heiðmörk kl. 13 á laugardag því þá verður sveppa-.og skógarferð í þessa perlu höfuðborg- arsvæðisins. Ný og spennandi óbyggðaferð verð- ur farin þann 30. ágúst. Farið verður um Sprengisand, í Austurdal og að Kili. Fararstjóri í þessari ferð er Hjalti Kristgeirsson. Nánari upplýsingar fást hjá Ferða- félagi íslands. Fjöruferð í Stokkseyrarfjöru Fræðslumiðstöð Náttúrulækn- ingafélags íslands stendur fyrir ferð í Stokkseyrarfjöru í þeim tilgangi að tína þörunga, söl og annan sjávar- gróður til manneldis. Mæting verður á Laugavegi 20b kl. 9.30 þar sem sýndar verða myndir af sjávargróðri og síðan verður fariö í fjöruna í tínsl- una. Leiðbeinandi verður með í fór og mun hann kenna ferðalöngum meðhöndlun og einnig hvernig mat- reiða megi ýmislegt úr sjávargróðri. Nánari upplýsingar verða veittar á skrifstofu NLFÍ. Óháð listahátíð: Vefur - seiður - spuni Á sunnudagskvöldiö munu skáld og tónlistarmenn koma saman í Iðnó og vefja saman orðum, tónum, spuna og sprelli svo að úr verði seiður. Það verða margir stórmerkilegir lista- menn sem koma fram á þessu kynngimagnaða kveldi. Margrét Örnólfs kvikmyndatón- smiður og Heiða, söngkona í Unun, ætla að spila tónlist. Linda Vil- hjálmsdóttir, Gerður Kristný, Didda, Mike Pollock og Hörður Gunnarsson ætla öll að flytja ljóð en auk þeirra munu fleiri skáld láta í sér heyra. Ósk Óskarsdóttir ætlar að flytja sönglög við ljóð íslenskra skálda. Frumflutt verður verkið Línur eftir Elínu Gunnlaugsdóttur og sér Guðni Fransson um flutning. Dagskráin hefst kl. 20.30 og verður eins og áður sagði í Iðnó. Margét Örnólfsdöttir ætlar að vera með tónlistarflutning. Heiða i Unun lætur sitt ekki eftir liggja og treður upp ásamt öðrum. Bikarúrslit Á sunnudag leika KR og Fram til úrslita í Mjólkurbikarkeppni KSÍ. Úrslitaleikurinn í hikarnum er stórleikur sumarsins og í ár er þaö engin undantekning. Nú mætast gömlu Reykjavikur- risarnir KR og Fram og að sjálf- sögðu má búast viö spennandi og skemmtilegri viðureign. KR-ing- ar hafa bikarinn að verja eftir glæsilegan sigur í keppninni i fyrra. KR hefur unnið bikarinn alls 8 sinnum. Fram á einnig glæsilega sögu aö baki í bikarkeppninni en liðið hefur 7 sinnum sigrað í bikarn- um. Leikurinn fer fram á Laugar- dalsvelh og hefst kl. 14. Nú er bara að mæta og hvetja sína menn. Sundbakka- helgi íViðey Sundbakkahelgi er haldin á hverju sumri og verður aö þessu sinni nú um helgina. Viðeyinga- félagið verður með opið hús og kaffisölu austur á Sundbakka en svo er nefndur austurhluti eyjar- innar, gegnt Gufunesi. i skólahúsinu á Sundbakka er opin sýning um líSö í þessu 150 manna þorpi sem reist var á ár- unum eftir 1907. Þorpið fór í eyði 1943 og er nú að mestu i rúst. Auk skólans er þar enn uppistandandi 150 tonna vatnsgeymir sem Við- eyingafélagið hefur gert að skemmtilegu félagsheimih. Á Sundbakkadögum mæta gamlir Viðeyingar og fræða gesti gjarna um höna tíð. Nú um helgina verðursá háttur haföur á að eftir hverja komu Viöeyjarferjunnar verður þeim sem þess óska fylgt austur á Sundbakka og sýnt það helsta. sem fyrir augu ber á leiðinni. Harmónikulög verða leikin fyrir gesti kaffisölunnar og sýndar verða tréskuröarmyndir eftir Svavar Gíslason. Aö sjálfsögðu verður hestaleig- an opin og veitingar verða í Við- eyjarstofu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.