Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1995, Page 4
20
FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1995
r 6 N L I S X A R
[ og
Óskar Guðnason - Wishing Well
irfri
Efnileg frumraun
Nafn Óskars Guðnasonar er ekki ýkja þekkt í íslenskum
tónlistarheimi enda hefur hann ekki verið mjög áberandi á því sviði
hingað til. Hann ku þó hafa átt lag í Söngvakeppni sjónvarpsins
fyrir einhveijum árum. Annars hefur Óskar venð búsettur í
Ástralíu undanfarin ár og þess vegna lítið heyrst til hans hér á
landi.
Wishing Well er fyrsta sólóplata Óskars og er hún gefin út fyrir
ástralskan markað. Platan er að hluta til tekin upp hér á landi c
nokkrir íslenskir tónlistarmenn koma við sögu. Það eru þeir
Ingólfur Steinsson, sem á þátt í að semja bæði lög og texta, Geir
Gunnarsson sér um upptökustjórn, útsetningar og hljóðblöndun,
Pálmi Gunnarsson á þátt í upptökustjórn á einu lagi og Kristján
Edelstein leikur á gítar í einu lagi.
En það er Óskar Guðnason sem Der hita og þunga dagsins á
plötunni og hann getur borið höfuðið hátt pví þessi frumraun hans
er mjög frambærilegt og þroskað verk á margan hátt.
Tónlistin er soulkennd með mjúkum alþjóðlegum blæ og enn fremur
má greina áhrif frá þriðja heims tónlist a la Deep Forest, ef það
segir fólki eitthvað.
Söngur á plötunni er afbragðsgóður en söngvarans er ekki getið
nema undir nafninu The Phantom, en einhvers staðar var því
hvíslað að þetta væri einhver þekktur ástralskur stórsöngvari.
Hann er stórgóður hvað sem öðru líður og setur mjög sterkan svip á
glötuna. Fyrir vikið verður platan ekki mjög persónuleg frá hendi
'skars nema sem lagasmiðs.
Textarnir eru flestir af trúarlegum toga og virðist platan sem heild
vera tileinkuð almættinu eins og það kemur Baháfí fólki fyrir sjónir.
Platan er þó alveg laus við trúarlega væmni sem oft fylgir
trúarplötum og stendur fyllilega fyrir sínu sem mjög frambærileg
poppplata. Eitt og annað er þó greinilega gert af vanefnum en
vonandi getur Óskar bætt úr því í framtíðmni.
- Sigurður Þór Salvarsson
Blind Melon - Soup
★ ★★★
Órafmagnaðir snillingar
Á sínum tíma hafði ég talsverðar áhyggjur af ofangreindri útgáfu
Blind Melon/ Síðasta plata hljómsveitarinnar kom út árið 1992 og var
ein besta plata ársins. Ástæður fyrir áhyggjunum voru fréttir af
fíkniefnanotkun og lausheldni söngvarans Shannons Hoons á sviði.
Sumar hveijar sögðu hann einfaldlega laglausan og hljómsveitinni til
skammar. Við hlustun á nýju plötuna kemur hins vegar í ljós að ég
var að hafa áhyggjur af engu.
Blábyijun plötunnar minnir helst á Tom Waits eða Bob Dylan (nema
hvað Hoon er skrækari). Lúðrasveitarómurinn breytist fljótlega í rokk
í laginu Galaxie og platan er hafin á loft. Kántríáhrif, djass, pönk og
popp koma hlustandanum sífellt á óvart og úr verður meistarastykki.
Þessi stefnulausa hippapopprokkhljómsveit hefur gert hið ómögulega,
því þegar grannt er hlustað virðist hver og einn vera að spila í sinu
homi, en viti menn, útkoman er ein heild. Shannon Hoon býr líka til
einstaklega skemmtilegar melódíur (oft hálfgerða tónskratta), hvort
það er fíkniefnaneyslunni eða lausheldninni að þakka látum við liggja
milli hluta.
Hljómsveitin er mitt á milli þess að vera rafmögnuð og órafmögnuð.
Þetta virðist skapa skemmtilegt jafnvægi á plötunni þar sem
hlustandanum er þeytt upp og niður eftir hentisemi sveitarinnar.
Hveijum dytti t.d. í hug að pönkfrasi breyttist í djass (í laginu
Dumptruck)?
Án þess að á hin lögin sé hallað eru bestu lög plötunnar: Galaxie, 2x4,
Skinned, Walk, Dumptruck og Car Seat (God's Presents) en eins og
flest meistarastykki vaxa hin lögin með manni þangað til að ekki er
hægt að hlusta nema á alla plötuna.
Blind Melon á því hrós skilið fyrir fjölbreytta plötu sem á erindi inn á
heimili allra sannra tónlistarunnenda, þú ert meðtalinn.
- Guðjón Bergmann
Brían Wilson -1 just Wasn't Made for These Times
★ ★
Reynt að fanga Beach Boys andann
Án Brians Wilsons hefðu Beach Boys aldrei slegið í gegn á sjöunda
áratugnum. Og þegar betur er að gáð náðu þeir sér sennilega aldrei
virkilega á strik eftir að hann gekk úr flokknum af
heilsufersástæðum. Alla tíð síðan hafa menn velt fyrir sér heilsu
gamla snillingsins og hafa fjölmiðlar miklu frekar fjallað um hana en
það sem hann hefur fengist við á tónlistarsviðinu.
I just Wasn't Made for These Times er það fyrsta sem Brian Wilson
sendir frá sér síðan árið 1988 þegar hann gerði plötuna Brian Wilson
með dyggri aðstoð geðlæknisins síns, Eugenes Landys. Það leynir sér
ekki að karlinn er í lítilli söngæfingu og því miður eru sum lög
plötunnar óttalegar undirmálstónsmíðar miðað við það besta sem
hann hefur látið frá sér fera. Gamla lagið Do It Again, sem Beach
Boys gerðu vinsælt undir lok sjöunda áratugarins, er á plötunni og
það ber af öðrum lögum hennar. í því radda dætur Wilsons, Carnie
og Wendy, af stakri prýði.
En þótt lögin séu ekki lengur sömu gæðasmellimir og í gamla daga
er reynt að bjarga þeim með vönduðum útsetningum og smart
raddsetningum í gamla Beach Boys andanum. Það tekst víða
ágætlega og fyrir vikið er til dæmis Love and Mercy hið
áheyrilegasta. Melt Away er annað lag sem vel má hlusta á. Eitt lag
plötunnar er hins vegar algjörlega út úr kú, það er Still I Dream of
It, nítján ára prufuupptaka, illa hljóðrituð auk þess sem Wilson er
þar falskur á köflum.
Gamlir Beach Boys aðdáendur kunna að finna eitt og annað við sitt
hæfi á I Just Wasn't Made for These Times en tæpast aðrir. Því
miður virðist titill plötunnar vera við hæfi. Tími Brians Wilsons er
liðinn. -Ásgeir Tómasson
Hljómsveitin Tweety á tvö lög á nýju safnplötunni, Bí Bí og Morgun, sem bæði hafa fengið þónokkra spilun í útvarpi þetta
sumarið. DV-mynd BG
Ellefta Reifplatan í röðinni:
Reif í
budduna
Þann 25. ágúst síðastliðinn var gef-
in út ellefta platan í Reifútgáfúröðinni.
Spori hf. fannst því tilefni til að brydda
upp á nýjungum, nú þegar útgáfuröð-
in hefur göngu sína upp annan tuginn.
Tíu fyrstu Reifþlötumar hafa fengið
frábærar móttökur og verður sú ell-
efta því tvöfold en seld á verði einfaldr-
ar plötu. Kaupendur útgáfúraðarinn-
ar fá því sannkallaðan aukabónus sem
þakklætisvott fyrir gott gengi Reifút-
gáfunnar.
Samtals eru á plötimum 37 lög eða
tveir og hálfur klukkutími af tónlist.
Nafn útgáfunnar er Reif í budduna en
engu að síður bera plötumar tvær,
sem útgáfan samanstendur af, hvor
sitt nafnið, Velkomin í partíið og Vel-
komin í reiflð.
Velkomin
í partíið
Fyrri platan ber nafnið Velkomin í
partíið. Á henni era 19 lög og byrjar
hún tilhlýðilega á lagi D.J. Bobo,
There Is a Party. Islenska hljómsveit-
in Tweety á tvö lög á plötunni, Bí Bí
og Morgun, sem bæði hafa fengið
þónokkra spilun í útvarpi þetta sum-
arið. Að venju eru það Þorvaldur
Bjarni Þorvaldsson og Andrea Gylfa-
dóttir sem semja lög og texta. Aðrir
meðlimir sveitarinnar em Máni Svav-
arsson, Eiður Arnarson og Ólafur
Hólm en í báðum lögunum njóta þau
aðstoðar Eyþórs Gunnarssonar á
rhodes-píanó og Óskars Guðjónssonar
á sópran- og tenórsaxófón. Lögin vom
hljóðrituð í Grjótnámunni í maí á
þessu ári.
Fantasía á einnig lag á plötunni og
ber það nafnið Secret Lier. Sem fyrr
em það þau Selma Bjömsdóttir, Jón
Andri Sigurðsson, Trausti Heiðar
Haraldsson og Tómas Gunnarsson
sem skipa sveitina.
Sálina hans Jóns iníns þarf nú vart
að kynna fyrir lesendum DV. Hún gaf
út plötuna Sól um nótt fyrr í sumar og
á þama lagið VUlidýr í endurhljóð-
blandaðri útgáfu Dig-it drengjanna.
Erlendir flytjendur á fyrri plötunni
eru: 2Unlimited (Nothing Like the
Rain), E-Rotic (Max Don’t Have Sex
With Your Ex - góður titill), Chuck
(Baby Come Back), Jam & Spoon Feat.
Plavka (Angel), Rob ‘N’ Raz Feat. D-
Flex (Mona Lisa), Dat-R (What Has
Happened to My Life), Dr. DJ. Cerla
Feat. (Brownestone), Jaki Graham
(Absolute E-Sensual), Clock
(Whoomp!), Fever Feat. Tippa Irie
(Staying Alive), Caught in the Act (My
Arms Keep Missing You), Winx (Don’t
Luagh), Fun Factory (I Wanna Be with
You), S.A.Y. Feat. Pete D. Moore
(Music Takes You Higher).
Spor-menn segja fyrri plötuna ekki
innihalda eins hreinræktaðan dans-
tónlistarstíl og fyrri Reifplötumar en
engu að síður sé þar að fmna pottþétta
stuðstemningu.
Velkomin
í reifið
Seinni platan ber nafnið Velkomin
i reifið og á henni er aðeins hröð, takt-
fost, erlend danstónlist, átján lög með
flytjendum eins og Slider, Wonder-
land, Hi-Score, L.A. Style, Full Option,
Corruption, Party Ravers, Aqualuna,
Brothers in Anomolies, Unicorn,
Swat, I-Dee, 911, Paco, Trance Opera,
Rage at Dawn og X-Ander. Á seinni
plötunni er víst um botnlausa keyrslu
að ræða.
Umsjón útgáfunnar og lagaval var
í höndum Jónatans Garðarssonar,
Steinars Berg og Marinós Viborg. Um
hönnun umslags sá auglýsingastofan
Sjöundi himinn en teikningar gerði
Halldór Baldursson.
Það er nokkuð ljóst að allir Reifað-
dáendur ættu að finna eitthvað við sitt
hæfi á þessari tvöfóldu plötu á verði
einnar, Reif í búdduna.
-GBG
Paul Weller - Stanley Road: Warren Zevon - Mutineer: Edwyn Collins - Gorgeus George:
★★★ ★★★ ★★★
Tónlistin hefur nokkuð þungan Zevon sér um allan söng sjálfur og Gorgeus George er sannfærandi
undirtón en er samtímis melódísk og þótt hann sé kannski ekki besti og persónuleg plata, full af skemmti-
margslungin og þarfnast töluverðr- söngvari í heimi setur söngurinn legum lögum og liprum melódíum.
ar hlustunar áður en hennar verður sterkan persónulegan blæ á plötuna -SÞS
notið að fuEu. og gerir hana jafn góða og raun ber
-SÞS vitni. -SÞS Chris Isaak - Forever Blue:
Ry Cooder - Music by Ry Cooder Gary Moore - Blues for Greeny: ★★★
★★★ ★★★ Forever Blue er enn ein skraut-
Þessi tvöfalda plata . . . er sýnis- Blues for Greeny er bæði Moore fjöðrin í hatt Chris Isaaks og er kom-
hom af því besta sem Cooder hefur og Green til mikils sóma og á Moore inn tími til að almenningur gefi þess-
látið frá sér fara á sviði kvikmynda- heiður skilinn fyrir að kynna tónlist um ágæta tónlistarmanni verðskuld-
tónlistar. Peters Greens fyrir yngri blúsaðdá- aðan gaum.
-SÞS endum. -SÞS -SÞS