Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1995, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1995
3
Fréttir
Undarlegt að
ekkert var gert
„Vissulega er það imdarlegt að
ekki var brugðist við um leið og
málið kom upp fyrir einu og hálfu
ári. Nú hef ég fengið greinargerö
frá forstjóra Húsnæðisstofnunar
um málið og hún dugar svo langt
sem hún nær,“ sagði Páll Pétursson
félagsmálaráðherra í samtali við
DV í gær.
Rannsóknarlögreglan ríkisins og
Ríkisendurskoðun rannsaka nú
störf annars af lögfræðingum Hús-
næöisstofnunar. Manninum hefur
veriö sagt upp en hann var fyrst
grunaður um að hafa dergið sér 500
þúsund krónur. Síðari rannsókn
hefur leitt í ljós aö fjardrátturinn
nemur ríflega sex milljónum.
„Við fáum fyrst að vita að eitt-
hvað er óeðlilegt í lögfræðideild-
inrú 11. ágúst í sumar. Þá var mál-
ið sent Ríkisendurskoðun og hún
skilaði áliti nú þann 7. september
með upplýsingum um að þarna
heföi verið um fjárdrátt að ræða.
Ég vona að málið sé nú komið í
réttan farveg,“ sagði Páll.
Páll Pétursson.
Páll sagði aö sér þætti þessi máls-
meðferð í Húsnæðisstofnun og ætl-
ar aö láta rannsaka lögfræðideild
hennar sérstaklega. „Ég veit ekki
hverjum bar að greina ráöuneytinu
frá málavöxtum. Við vitum bara
að það var ekki gert,“ sagði Páll.
-GK
Fjárdráttur lögfræðings Húsnæðisstofnunar:
Eg var bara
of viðkvæmur
- segir Sigurður E. Guðmundsson, forstjóri stofnunarinnar
„Kannski var ég bara of viðkvæm-
ur þegar þetta mál kom upp og eftir
á að hyggja má segja að ég hefði ekki
á að bjástra við að leysa það sjálf-
ur,“ segir Sigurður E. Guðmundsson,
forstjóri Húsnæðisstofnunar, í sam-
tah við DV vegna fjárdráttarins sem
annar lögfræðingur stofnunarinnar
er grunaður um.
Sigurður frétti fyrst af misferlinu
fyrir einu og hálfu ári og segist þá
hafa tekið þann kost að semja við
lögfræðinginn um endurgreiðslur á
fénu eftir tilllögu hans. Maðurinn
viðurkenndi þá að hafa dregið sér
nær hálfa milljón króna og greiddi
til baka hluta þess fjár.
Sigurður E. Guðmundsson.
„Eg sá með þessu móti leið til að
ná peningunum aftur en vissi ekki
að um hærri fjárhæöir var að ræða
og ítrekuð loforð mannsins um
greiðslur stóðustu ekki. Ég get vel
fallist á að best hefði verið að byrja
á að kæra manninn og greina félags-
málaráðuneytinu nákvæmlega frá
stöðu mála,“ segir Sigurður.
Sigurður segist hafa fyrr á þessu
ári fengið vitneskju um að fjárdrátt
urinn nam meira en 6 milljónum
króna. Endurskoðendur stofnunar-
innar vissu þá um fjárdráttinn en
samt var ráðuneytinu ekki strax gert
viðvart. Sigurður viðurkennir að það
hafiveriðmistök. -GK
„Ég sá jeppann bara eins og ég
væri að horfa á sjónvarp og mér
kæmi þetta ekkert við. Svo áttaði ég
mig allt í einu á að maðurinn var að
keyra yfir mig og stökk í ofboði í
burtu,“ segir Magnús B. Magnússon,
myndatökumaður á Stöð 2.
Myndatökumaður stökk á síðustu stundu undan torfærujeppa:
Sá að maðurinn varað keyra yfir mig
Magnús var um síðustu helgi að
mynda torfærukeppni á Hellu fyrir
sjónvarpsþáttinn Mótorsport. Litlu
munaði að ekið væri yfir hann þegar
einn keppenda átti leið fram hjá hon-
um. Magnús náði á síðustu stundu
að stökkva burt en myndavélin varð
fyrir bílnum og eyðilagðist.
„Ég hef áður þurft að stökkva burt
við svipaðar aðstæöur en ég hef þó
aldrei áður verið svo nærri því að fá
torfærubíl í fangið. Ég átti von á aö
fá áfall eða „sjokk“ eftir á en það er
ekki komið enn,“ segir Magnús.
Hann skoðaði atvikið frá annarri
hlið á eftir í sjónvarpi og sá þá enn
betur í hve mikilli hættu hann var.
„Mér fannst eins og ég væri að sjá
einhvern annan mann í sjónvarpinu.
Var þetta ég? Ég fer örugglega varleg-
ar næst en svona er þetta starf. Það
er ekki hættulaust," sagði Magnús.
Birgir Þór Bragason, umsjónar-
maður þáttarins Mótorsport í Sjón-
varpinu, sagðist líta á atvikið sem
viðvörun. „Við reynum að vera eins
nærri og við getum en nær fórum
við ekki,“ sagði Birgir. -GK
ertij 'JapH flju jilxkue
40 ára reynsla okkar tryggir þér vandaða vöru á góðu verði
Walker - Danmörku - í samvinnu við Fjöðrina býður nú
2ja ára ábyrgð á heilum kerfum.
Sett undir á staðnum.
BílavörubúÖin
jfjödrkl i fararbroddi 140 ar
Skeifunni 2 - sími 588 2550