Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1995, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1995, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1995 33 Merming Undir áhrifum Þessi bær er haugfullur af menningu. Hér eru málverkasýningar. tón- leikar, leiksýningar, upplestrar, sögukvöld út um allt langt fram á nótt, alþjóðlegt skákmót og bókmenntahátíð. Og djass. Á föstudagskvöldið var djassað um allan bæ. Á Sögu léku innlendir og erlendir djassistar bæði af ljúfri kúnst og með rífandi blæstri. Að öllu og öllum ólöstuðum varð ég fyrir mestum áhrifum frá ljóðagerð Ólafíu Hrannar leikkonu sem söng texta sína með nokkrum velspilandi djassfélögum. Kannski var það vegna þess að hún kom mér mest á óvart. Og líka vegna þess að ég varð gripinn yfirgengilegri forvitni þegar hún söng um kossóðu konuna. Og óstöðv- andi löngun til þess að kynnast henni, kossóðu konunni. Þetta var vfsinda- leg forvitni að sjálfsögðu. Mig langaði til þess að frétta meira af þessari" konu án þess að verða fyrir henni. Og svo var klukkan orðin tvö og ég fór út í milda haustnóttina meö hugann fullan af kossóðu konunni: Hvernig í ósköpunum stóð á því að konan fékk þetta æði? Hvert leiddi það hana? Með góðum hópi fór ég að leita að djassi í miðbænum sem var sneisa- fullur af æskuglöðu fólki. Ég lenti á uppákomuæfingu hjá Jónasarbörnum á Jazzbamum. Hún stóð til klukkan að ganga fjögur um morguninn. Líður síðan af nóttin og ég vakna Atburðir Úlfar Þormóðsson á laugardegi, undir áhrifum. Af djassinum. Einhvern veginn hálf- fullur af léttu æðruleysi og nokk sama hvað um mig yrði. Var þó enn að bijóta heilann um örlög kossóðu konunnar. í þessum þönkum var ég niðri við Tjöm og fannst að bæjarstjómarfrúrnar ættu að mála grá- mann af ráðhúsinu fyrir veturinn og fyrr en varði var ég kominn vestur í Norræna hús á fyrirlestra hjá Mannfræðistofnun HÍ. Ég kom að vísu of seint og missti af einhveiju en mér skildist að sannað væri, illu heilh, að við væmm að miklu meira leyti komnir af Norðmönnum en írum og þótti bágt. En gladdist yfir nýyrðum eins og andhtsvísitala, höfuðvísitala og nefvísitala, en ahar þessar nýju vísitölur nýtast við að sanna uppruna okkar. Og ég fann til með prófessomum sem átti við þann „mikla vanda“ að stríða við þessar rannsóknir að ákveða hvað væri stórt nef og hvað lítið nef. Svo var farið að tala um skammdegisþunglyndi. Einn prófessor sagði að sá sjúkdómur hefði uppgötvast árið 1984. Engu að síöur hefðu íslending- ar þá átt orð yfir hann áratug ím saman. Þetta fannst mér sanna menning- arframsækni kynstofnsins og afsanna aö við værum eins mikið undan Norðmönnum og fyrr hafði verið haidið fram. Þetta var líflegasta ráð- stefna og mér finnst að háskólans menn mættu gera mikið meira af þvi að tala við okkur hin um vandamál sín. En það var þetta með skammdegisþunglyndið. Nú þykir það nokkum veginn sannað að það þjakar fólk ekki eftir magni myrkurs, svo undar- legt sem það er. Ýmsir Kanar í Norðurríkjum USA eru th dæmis miklu verr haldnir af því en við og eskimóamir sem hafa ekki einu sinni hug- mynd um hvað það er. Ehefu komma fjögur prósent íslendinga eru haldn- ir skammdegisþunglyndi samkvæmt mæhngu = þunglyndisvísitalan er 11,4! Veikin lýsir sér í því að það kemur slen yfir hina sjúku, drungi, náttúruleysi, uppdráttarsýki og ómælanleg svefnþörf. Þegar mig var farið að syfja fór ég heim og var viss um aö kossóða konan hefði ekki verið norskrar ættar. Líklega var hún haldin skammdeg- isþunglyndi; við vaxandi vanmátt undir vetumætur hefur hún kúrt sig undir sæng til að kyssa máttinn úr mönnum á meðan hún hafði þrek til. Og hélt þess vegna lífi. Heima breyttist syfjan í slen svo ég fór í göngu niður í miðbæ. Það var komið kvöld, fullt af fólki á ferh og djass á Ingólfstorgi í léttum rigningar- úða. Slenið rann af mér og mér fannst að bæjarstjómarfrúmar ættu að láta mála hús gullsmiðsins við hið gráa Ingólfstorg. Kannski gult. Svo ég segi nú ekki ungmeyjarrautt. Og velti því fyrir mér hvort konan hefði verið gripin kossæöi af því aht var svo grámyglulegt; til þess að reyna að fá bjartari hti á umhverfið. Rétt eins og djassinn er að hta bæinn alla þessa viku. Og mun halda áfram að gera í skammdeginu. Líkt og aðrir angar menningarinnar ef við látum ekki vandamál mælikvarðanna buga okkur fremur en kossóða konan sem þegar er orðin hluti af menning- unni vegna uppátækja sinna og ástar á tilbreytjngu. í ht. Allirflokkar eru fVr'r basði kynin. YfirÞjálfari Sankudo er Sensei Jean Frenette, 6. DAN, fimmfaldur heimsmeistari. AðalÞjálfari Fylkis: Vicente Carrasco. 2. DAN, 17 ára reynsla. Innritun á staðnum Allar upplýsingar má fá í eftirfaranJi símum: Fylkishöllin: 567-6467 Vicente Carrasco: 567-5593 Garðar Þ. Guðgeirsson: 567-Ö217 Sankudo International Karate-do Organisation Karatenámskeið eru að hefjast í nýrri og stórglassilegri aðstöðu í Fylkishöllinni við Sundlaug Arbasjar. Flokkur mánud. þriðjud. miðvikud. ftmmiud. föstud. laugard. 6-12 ára - Byrjendur 17:30-18:30 17:30-18:30 17:30-18:30 6-12 ára - Framhald 18:30-19:30 18:30-19:30 18:30-19:30 16:00-17:00 Fullorðnir - Framhald 19:30-21:00 19:30-21:00 19:30-21:00 17:00-19:00 Fullorðnir - Byijendur 21:00-22:00 21:00-22:00 21:00-22:00 Karate er ?óð fþróH fyrir alla. Eflir sjálfstraust, eykur ftyrk. Andley o? líkamle? uppbyyyiny. Leikhús ÞJÓDLEIKHDSIÐ Sími 551 1200 Stóra sviðið ÞREKOGTÁR eftir Ólaf Hauk Símonarson Frumsýning föstudaginn 22/9 kl. 20.00, örfá sœti laus, 2. sýn. Id. 23/9, nokkur sæti laus, 3. sýn. fid. 28/9, nokkur sæti laus, 4. sýn. Id. 30/9, nokkur sæti laus. Smiðaverkstæöiö kl. 20.00 TAKTU LAGIÐ, LÓA! eftir Jim Cartwright í kvöld, örfó sætí laus, á morgun, laus sæti, fid. 21/9, uppselt, föd. 22/9, nokkur sæti laus, Id. 23/9, nokkur sæti laus, fid. 28/9, Id. 30/9. SALA ÁSKRIFTARKORTA STENDUR YFIR TIL 30. SEPTEMBER 6 leiksýningar Verð kr. 7.840 5 sýningar á stóra sviðinu og 1 aö eigin vali á litla sviðinu eða smiðaverkstæðinu Einnig fást sérstök kort á litlu sviðin eingöngu, - 3 leiksýningar kr. 3.840. Mlðasalan er opln frá kl. 13-20 alla daga meðan á kortasölu stendur. Etnnig síma- þjónusta frá kl. 10 virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Fax: 561 1200 Siml miðasölu: 5511200 Simi skrifstofu: 5511204 VELKOMIN í ÞJÓDLEIKHÚSID! Tilkyimingar Vetrarstarf Dómkirkjunnar að hefjast Sunnudaginn 17. september kl. 11 hefst bamastarf Dómkirkjunnar með fjöl- skylduguðsþjónustu. Frá og með sunnu- deginum 24. september verða tveir kirkjuskólar staríræktir, annar í Safnað- arheimilinu, Lækjargötu 14a kl. 11 og hinn í Vesturbæjarskólanum kl. 13. Inn- riíun fermingarbama Dómkirkjunnar verður í kirkjunni fimmtudaginn 21. september kl. 16. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Sala aðgangskorta stendur yfir til 30. september. Fimm sýningar aðeins 7200 kr. Stórasviðiðkl. 20.30 LÍNA LANGSOKKUR ettir Astrid Lindgren Laugard. 16/9, örfá sæti laus, sunnud. 17/9 kl. 14 og kl. 17, laugd. 23/9 kl. 14, sunnud. 24/9 kl. 14. Rokkóperan Jesús Kristur SUPERSTAR eftir Tim Rice og Andrew Lloyd Webber i kvöld, uppselt, laugard. 16/9, uppselt, fimmtud. 21/9, föstud. 22/9, laugard. 23/9. Litla sviö HVAÐ DREYMDI ÞIG, VALENTÍNA? eftir Ljúdmílu Razumovskaju. Frumsýnlng sunnudaginn 24/9. Miðasalan verður opin alla daga frá kl. 13-20 meöan á kortasölu stendur. Tekiö er á móti miðapöntunum í sima 568-8000 frá kl. 10-12 alla virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Ósóttar miðapantanir seldar sýningardagana. Gjafakortin okkar, frábær tækifærisgjöf. Leikfélag Reykjavíkur - Borgarleikhús Faxnúmer 568-0383. daginn 24. september. Þá verður frnrn- sýnt leikritið Hvað dreymdi þig, Valent- ína? eftir Ljúdmilu Razumovskaju, í þýð- ingu Áma Bergmann. Þá vom æfingar að hefjast að nýju á Tviskinnungsóper- unni eftir Ágúst Guðmundsson. Frum- sýning verður 7. október á stóra sviðinu. Tapaðfundið Mikill mannfjöldi í Borgarleikhúsinu Mjög mikil aðsókn hefur verið á allar sýningar, tónleika og aðrar uppákomur í Borgarleikhúsinu undanfarið. Fyrsta frumsýning á litla sviðinu verður sunnu- Myndavél tapaðist úr bil Olympus OM 101 power focus myndavél hvarf úr bíl við sundlaugina í Laugardal miðvikudaginn 23. ágúst. Myndavélin var í grárri tösku ásamt áteknum filmum sem er sárt saknað. Þeir sem geta veitt upplýsingar, leggi inn skilaboð á sím- svara í s. 587 7709. Safnaðarstarf Langholtskirkja: Aftansöngur kl. 18.00. Laugarneskirkja: Mömmumorgnar kl. 10-12. Okumenn! Börnum hættir til aö gleyma stund og staö! > MÉUMFERÐAR 'aSyT Uráð t Þökkum innifega þeim fjölmörgu sem sýnt hafa okk- ur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eigin- ' manns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Sigurðar Sörenssonar, fyrrverandi hafnsögumanns, Silfurgötu 11, Stykkishólmi. Ingibjörg Árnadóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn AÍR.1!!, DV 904-1700 Verð aðeins 39,90 mín. Fótboltí 21 Handbolti Í_3J Körfubolti 4[ Enski boltinn :_5j ítalski boltinn 61 Þýski boltinn 71 Önnur úrslit 8] NBA-deildin 1\ Vikutilboð stórmarkaöanna _2J Uppskriftir %$ 3«^ m t ummmt 'éTejÆl 1 j Læknavaktin 2 1 Apótek 3 [ Gengi JLj Dagskrá Sjónvarps 21 Dagskrá Stöðvar 2 3 j Dagskrá rásar 1 4; Myndbandalisti vikunnar - topp 20 5j Myndbandagagnrýni 6 [ ísl. listinn -topp 40 ■ 71 Tónlistargagnrýni 8j Nýjustu myndböndin AJKrár 21 Dansstaðir 31 Leikhús j4j Leikhúsgagnrýni U Bíó J6J Kvikmyndagagnrýni lj Lottó 21 Víkingalottó 31 Getraunir oílfl Si, aiif í DV 904-1700 Verð aðeins 39,90 mín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.