Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1995, Blaðsíða 10
10
FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1995
Afmæli Dagblaðsins
Ein af nýjungunum sem Dagblaðið bryddaði upp á var Sjórallið:
Það ævintýralegasta
sem ég hef lent í
Sjórall Dagblaösins var eitt þeirra
verkefna sem staðið var að í tengsl-
um við útgáfu blaðsins. Fyrsta rallið
var haldið 1978 og voru samvinnuað-
ilar Dagblaðsins Snarfari, félag
sportbátaeigenda og FR-klúbburinn,
Félag farstöðvaeigenda. Þrjú röll
voru haldin; 1978, 1979 og 1980.
„Á þessum tíma var verið að smíða
fyrir mig bát hjá Flugfiski og Runólf-
ur, sem átti Flugfisk, þekkti Hafstein
Sveinsson, formann Snarfara. Þeir
tóku báðir þátt í fyrsta Sjórallinu og
ég var sjálfkrafa settur inn í þetta.
Báturinn var ekki tilbúinn fyrr en
daginn áður en rallið hófst og maður
skellti sér í þetta af tómri ævintýra-
mennsku. Ég man að það var brjálað
veður fyrsta ralhð en þetta var rosa-
lega gaman. Það voru engin sighnga-
tæki á þessum tíma - það eina sem
maður hafði var áttaviti og FR-tal-
stöð. Menn hefðu ekki gefið okkur
háa einkunn fyrir öryggistæki í dag
og líklega fengjum við ekki að fara
með þessi tæki nú,“ segir Gunnar
„Þetta er það ævintýralegasta sem ég hef lent I og þetta vaktl mikla at-
hygli um allt land,“ segir Gunnar Gunnarsson. DV-mynd GVA
: ;
DB-myndJR
Gunnarsson sem tók þátt í tveimur
fyrstu sjóröllunum. Gunnar starfar
nú að auglýsingagerð.
SjóralUð fólst í siglingu sportbáta
umhverfis landið, oft í erfiðu veðri
og misjöfnum sjó. Smábátaeign var
að færast í aukana og því þótti tílval-
ið að brydda upp á þessari nýjung.
Feröimar tóku yfirleitt eina viku og
þótti mörgum í mikið ráðist að ætla
að sigla þessa erfiðu leið, tæplega tvö
þúsund kílómetra, á Utlum fleytum.
SjóralUð varð án efa lyftistöng fyrir
siglingaíþróttina hér á landi. Ekki
skorti áhuga almennings á því og
Dagblaðið fjallaði um það ítarlega í
máU og myndum. Viö brottför bát-
anna frá Reykjavík og eins við komu
þeirra til baka var samfelld bUaröð
frá Reykjavíkurhöfn og alla Skúla-
götuna aUt að Rauðarárvíkinni.
Hvarvetna sem bátarnir höföu við-
komu þyrptust heimamenn niöur að
höfninni og fögnuðu sjóraUsköppum.
„Það varð erfitt að fá menn til að
taka þátt í þessu. Þetta var langt og
óhemju kostnaðarsamt. Við, sem
tókum þátt í þessu, reyndum þó að
fá einhverja auglýsingastyrki út á
bensínkostnaðinn en endar náðu
aldrei saman og yfirleitt enduðu
menn á því að bera mestan kostnað-
inn sjálfir. Eg myndi hins vegar gera
þetta aftur ef tækifæri byðist. Þetta
er það ævintýralegasta sem ég hef
lent í og þetta vakti mikla athygh um
allt land. Fólk er enn að heUsa mér
og spyrja hvort ég hafi ekki tekið
þátt í SjóraUinu enda var maður aUt-
af í blöðunum," segir Gunnar.
Gunnar segir menn hafa verið
farna að íhuga aö gera keppnina al-
þjóðlega þegar henni var hætt. Um
alþjóðlega keppnisgrein hafi verið að
ræða og erfiðar sighngaleiðir að
finna í kringum ísland. Ekki hafi
hins vegar orðið úr þeim áformum.
-PP
SAM\ 1
Nú eru þeir allir a leiðinni iSambióin
i
Frumsýnd lau. 16. sept.
ÓtWí’líWp Kynnir
Hæfileik-
inn til
að banka
Það voru ekki bara harðar
fréttir sem birtust í Dagblaðinu
f>Tir 20 árum. Þá mátti einnig
lesa þessa frétt:
„í stórverksmiðju nokkurri í
Bandaríkjunum bilaði skyndi-
lega vél sem þá stöðvaði aUa
framleiðslu verksmiöjunnar
um stundarsakir. Vélstjóramir
stóðu ráðþrota hjá hinni bfiuðu
vél og var því kaUað á sérfræð-
ing frá framleiöendum til bjarg-
ar. Hann leit á véUna, bankaði
aðeins i hana með hamri og
vélin rann af stað.
Er sérfræðingurinn sendi inn
reikning upp á 250 dollara þóttí
forstjóra verksmiðjunnar það
fullhá upphæð fyrir eitt iítið
bank og krafðist sundurliðunar
reikningsins. Sérfræöingurinn
var ekki iengi að þvi og bætti
ínn á reikninginn eftirfarandi:
Bank á vélina með iíamri: 1$.
Að vita hvar banka átti: 249$