Þjóðviljinn - 02.12.1936, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 02.12.1936, Blaðsíða 2
Miðvikudagurinn 2. des. 1936. ÞJÖÐVILJINN Bréf til kunningjanna í „Síberíu“. Reykvískur verkamaður ræðir við stéttar- bræður sína um »ástand og horfur.« Aðalblað franskra jafnaðar- mánriá, »Popu!aíre«, birti fyrir skömmu síðan eftirfarandi upplýs- ingar: »Eftir áreiðanlegum enskum heimildum liggja fyrir nýjar stað'- reyndir um aðstoð ítalíu við spönsku uppreisnarmennina. Upplýsingarnar eru frá bestu heimildum og virðist ekki þurfa að efast um sannleiksgildi þeirra. Og auk þess veit allur heim- urinn að uppreisnarmenn geta með engu móti framleitt sjálfir stríðs- Vélár þær, sem þéir bafa yfir að ráða, og sem þeir gera daglega að' umtalsefni i tijkynningum sínum. — Um miðjan október kom ítalskt skip frá Livorno til spanskra héraða, sem uppreisnarmenn hafa og skipaði upp 250 skriðdrekum, og voru 100 þeirra úbúnir með ljóskösturum. Milli 7. og 21. okt. voru að minsta kosti 50 ít- arlskar flugvélar settar á land á Mallorca og 1 spánska Marokkó. Vél- ar þessar voru fyrst dregnar saman á Sardíney, í Cagliari, Tarranova og Pausoni og sumpart látnar fljúga til Spánar en aðrar fluttar sundurtekn- ar sjóleiðis til Las Palmas og Melilla. * f sambandi við nýjustu við- burði í Norður-Kína, hefir hermála- fulltrúi Japana þar„ Kato, lýst því yfir 1 blaðaviðtali að »stríð sé óhjá- kvæmilegt«. -A íslendingafélagið í Kaup- mannahöfn heldur fund í kvöld i há- tíðasal Iðnaðarmannafélagsins og er búist við að þar muni verða um 200 manns. Hátíðaræðuna á skemtuninni flytur Sigurður Einarsson alþingis- maður, og verður þjóðsöngurinn leik- inn að henni lokinni. Haraldur Sig- urðsson, kennari við hljómlistarskól- ann i Kaupmannahöfn og konungleg- ur hirð-fiðluleikari Peder Möller skemta þar með hljóðfæraleik. Einn- ig flytur dr. Niels Nielsen erindi um Vatnajökulsleiðangur sinn og sýnir skuggamyndir, (Fú). Kæru félagar! Aðeins örstutt sendibréf, með þakkiæti í'yrir síðast., Ég sé í huga fylkingu ykkar um 8 leyt- ið á morgnana, þegar þið eruð að ganga í vinnuna með hafra- grautinn í. maganuim. Ég veit að myrkrið og óplægða eyðilega sléttan, sem framundan er og fjarlægðin frá heimilum ykkar setur þögujan svip á þessa göngu,. Það sem þögnina rýfur eru; ykkar samstiltu, sterklegu fótatök, sem gefa okkur til kynna, seni á þau hlustujn, hinn óendanlega, kraft, sem í okkur býr. Við erum líka altaf fleiri og í'leiri, sem með ákveðinni festu hugsum okkur að nota þennan kraft til að gera óskir okka,r að veruleika. Pélagar, ég heyri I.íka röd;d ykkar, kímni ykka.r og hlátra, þegar þið eruð komnir til vinnunnar. Hún gleð- ur okkur altaf, það er svo hress- andi að hafa eitthvað fyrir staí'ni. Þess vegna hötum vio líka atvinnuleysið og auðvalds- þjóðskipu],agið, sem býr okkur slika dauðans gröf. Við, sem komnir eruim 1 bæinn nú, með okkar 70—80 kr. upp á vasann, eigum að bíða í heilagri ró, þar til röðin kemur að’ okkur næst. Hvort við höfum skuldað þessar krónujr eða þurfum að láta þær um májnaðarmótin, — slíkt ei' aukaatriði. Þið þekkið þetta, félagar. Ég þarf ekki að lýsa því fyrir ykkur. Úr bænum er fremur fátt að frétta., en aí* því ég veit að þið sjáið ekki Morgunblaðið, skal ég lofa ykkur að heyra útdrátt' úr grein, sem ég hef fyrir fram- an mig, hún er eftir stórmerkan rithöfundO) ekki samt heims- frægan, hann heitir ölafur Th. Piltur sá er nýkominn frá Eng- landi. Morgunblaðið hefir, að mér skilst erfiðismunalaust, náð tali af honurn. En hann kveðst nú ekki reiða nýungarnar í þverpokanum (þið kannist við tóninn). »öll blöð«, segir hann, að séu fuU fagnaðar yfir ágæti tímanna. Gróði er þar á allri framleiðslu. og atvinnurekstri. Atvinnuleysi þvi lítið og mink- andi og kjör almennings góð. önnur orsökin fyrir allri þeirri velgengrii er sú, að þar stjórna ekki þeir rauðu;. — Við hirðum sneiðina, þó hún sé ekki með osti, hin er sú að þar nýtur einstakl- ingsframtakið sín svo fádæma vel. Ykkur finst nú máske eins og mér, að það hafi verið stak- asti óþa.rfi fyrir manninn að eyða aurum í svona, langt ferðar lag, þó hann hafi nú farið spart með, ef hann hefir ekki haft annað upp úr ferðalaginu en. að Það er fátt, sem sjómennirnir þrá eins mikið og það, að frétta hvað gerist í landi, og ekki síst um dægurmálin, sem rædd eru af kappi manna á milli, í blöð- um og af fiokkum. Flest af þessu förum við á mis, sem erum að heita má, árið um. kring á sjón- um, hið eina, sem við njótum af þessu er, að lesa blöðin oft margra vikna gömul, og að mjög takmörkuðu leyti loftskeyta- fregnir, sem aldrei eru; sendar sjá blómgyun einstaklingsfram- taksins. Það sést svo vel hérna heima! Jæjastrákar, í fyrramál- ið ætia ég niður að höfn, fyrst á vesturbakkann og ef ekkert er að gera þar, þá skrepp ég á austurbakkann. Fari eins þar lít ég inn á skýli, svo fer ég heim, skýst kanske ofam eftir aftur eftir hádegi. Þetta er nú líka ferðalag. Við erum svo sem frjálsir menn. Þetta mundi enginn gera ef ha.nn væri í. tugthúsinu. Það er ekki að búast við að menn, hafi altaf vinnu síst á þessum tíma, svo er kaupið svo voða hátt og ýmsar kröfur um hitt og þefcta: frítt ljós, frítt gas, alt, sem r.öfnum tjáir að nefna! Hvernig í dauðanum á þetta að geta. gengið. Það geta. ekki allir haft það' gott. Einhverjir verða þó að ],ifa í basli! Þið kannist við þess- ár röksemdir, þessar hjáróma raddir óvinanna. Ég veit að þær láta. í eyrum ykkar sem ískur í ryðguðum hjörum. Þær skera gegn um hold og bein. En sam- fylking okkar, félagar, ska.1 verða þeirra dauðamein. Með stéttarkveðju Einar Andrésson. til skipa fyr, en þær eru, minst scl.arhrmgs gamlar óg oft miklu eldri. Það er-því ekki að un.dra þóitt okkur sjómönnunum þykji fengur í dagblöðunum, því þar eru þær einu skýringar á þvi sem: við ber, og við eigum að- gang að, en þar er auðvitað mis- munandi túlkun á málefnunum, eftir því hverjir á því halda. Blöðin eru raddir fólksins, sem reyna að finna sem bestan og breiðastan hljómgrunn meðal þjóðanna, en því mdður skortir mikið á að fólkið hagnýti sér þá möguleika, sem blöðini eru til að hrópa úfc vilja sinn, og gera hann að ráðandi ajfli, til heilja öllum vinnandi ]ýð. — 1 flest- um tilfell,um er ajffeert um líf og lífsbaráttu, heimila okkar og okkar sjófmanna í landi. Þrátt- fyrir það, að við komum sjaldan á land og þá a],drei nema til stuttrar dvalar, part úr degi eða þ. ].. (nema þá sem atvinnuléys- ingjar). Það hlýtur því, að vera öllum ærl.ega, hugsandi og stétt- vísum sjómönnum gleðiefni, þeg- ar við eignumst nýtt dagblað, sem ótrautt gerist málsvari okk- ar og túlkar hugsanir okkar og þrár út til aljs vinnandi fólks og frjálslyndra manna, sem mál- efnum okkar unna,. »Þjóðvi]jinn« hefir hafið göngu sína í annað sinn. Það var stórt hlujtverk, sem hann áður leysti af hendi, en það er enn- þá stærra hlutverk, sem hann hefir nú að vinna í þágu þeirra, sem frelsi og frjálsri hugsun unna. Þessvegna, hvet ég alla sjómenn, og a],lan verklýð í bæ og sveit að gera. hann að því vopni,, sem hann getujr verið í lífsbar- áttu okkar, fyrst og fremst með því, að kaupa hánn og lesa, í öðru lagi, vinna að útbreiðslu hans, og í þriðja lagi, styrkja hann fjárhagslega, aft þetta. er honurn nauðsynlegt til þess að hann, geti leyst hlutverk sitt af hendi í. þeirri hörðu baráttu, sem fram' undan er, þar sem annarsvegar er um frelsi og framt,íða,rvonir okkar að ræða en, hinsvegar, þræl,dóm og vax- andii neyð. Eins og áður er drepið á, þá eru. það sjómennirnir sem manna mest verða fyrir því, að mál- efni þeirra eru, til lykta leidd í landi, án nokkurrar verulegrar beinnar íhlutunar frá þeirra hendi, og oft misjafnjega heppi- lega fyrir þá. Þeir hafa tekið það erfiða, hlutverk að sér. að Frh. á 4. síðu Rödd frá hafinn. Sjómennirnir fagna Þjóðviljanum, boðbera þeirrar stefnu, að þeir öðlist sjálfir valdið yfir atvinnutækjunum, sem lífsafkoma þeirra byggist á. HELSKIPIÐ eftir B. Traven 19 Annan daginn. Ég fæ fyrst um morguninn viður- kenningu fyrir þeim fáu aurum, sem ég átti, þegar ég var handtekinn. Svo hefst rannsóknin um, hver ég sé og innritanir í þykkar bækur. Eftir hádegi: Heimsókn hjá fangtílsisprcstinum. Hann talaði ágæta ensku, eftir því, sem honum sagðist sjálfum frá. En þa ðhlýtur að hafa verié enska á borð við þá, sem töluð var á dögum Vilhjálms sigurvegara eða jafn- vel frá því áður en hann steig á enska grund. Að minsta kcsti skyldi ég ekki eitt einasta orð af ölju því, sem hann sagði við mig. Þegar hann talaði um guð, sagði hann æfinlega »goat« og; mér flaug helst í hug, að hanm væri að tala um einhverja, geit. Þannig lauk þeim degi. Þriðja daginn,: Um morguninn er ég spurður um hvort ég geti saumað svuntu. Ég kveð nei við þvi. Síðar um daginn er mér tilkynt, að ég eigi að starfa á svuntusaumastofunni. Þannig leið þriðji dagurinn. Fjórði dagurinn: Mér voru fengin skæri og tvinni og meira, að segja heil nál og fingurbjörg. Fingur- hjörgin hefir augsýnilega verið búin til á einhvern annan fingur en mirin. En mér var tjáð, að engin Önnur fingurbjörg væri til, Það varð auðvitað svo að vera. Seinni hluta dagsins var mér sýnt, hvernig ég ætti að halda, á skærum, saumnálinni og fingur- björginni og hvar ég ætti að skilja það eftir i klef- anum, þegar ög færi út í hina venjulegu dággöngu. Yfir klefadyrnar var komið fyrir svohljóðandi ál.etr- un: »Sá, sem hér býr hefir bæði skæri, saumnál og fingurbjörg.« Þannig leið sá dagurinn. Fimti dagurinn: Sunnudagur. Sjötti dagurinn: Um morguninn var ég fræðu.r niður í vinnustofuna Og seinna um d.aginn var mér vísað til sætis, þar sem ég átti að vinna í framtíð- inni. Sjöundi dagrurinn: Um morguninn byrjar ein,n fanginn að kenna, mér, hvernig eigi að sauma svunt- ur. Seint um daginn segir fanginn mér, að nú ætti mér að vera óhætt að' reyna að þræða saumnálina. Sjöundi dagurinn er liðinn. Áttundi dagurinn: Kennimeistarinn segir mér, hvernig' ég á að sauma svuntur. Seinrii hluta dagsins er ég baðaðuir og. þa,nnig líður sá d,agu.r. Níundi dagurinn: Um morguninn er mér leyft að líta inn til fangavaróarins. Hann tjáir mér, að ég hafi sofið of lengi uni morguninin, og spyr mig enn- fremur hvort ég hafi yfir nokkru að kvarta,. Svo er mér leyft að rita naí'n mitt í dagbókina. Svo held- ur svuntusaumakensjan áfrarn og' níundi dagurinri líður. Tíundi dagurinn: Ég sauma dálítið. Kennarinn virð- ir verkið fyrir sér í hálftíma og, segir síðan að það sé illa gert, ég verði að vanda mig betur. Þegar því er lokið er ég kallaður til effcirljts. Ég er rannsakað- ur hátt og lágt og kjæddur miínum eigin fötum svo er mér leyft að ganga um- gairðipn dálitla stund. Tí- undi dagurinn er liðinn. Morguninn eftir er ég spurður, hvort mig langi í morgunverð. Ég kveð nei við. Þá er ég færður í'yrir gjaldkerann og þar verð ég að bíða, um hríð, því að hann er ennþá ókominn. Ég fer því og borða morgun- verð og á meðan kemur gjajdkerinn. Hann greiðir mér peninga mína og ég, verð að gefa, viðurkenningu fyrir móttöku þeirra, Ég heí'i fengið fimtán sentím- ur á dag. Svo kveð ég o,g nú er mér ekkert að van- búnaði með að fara. Franska ríkið græddi ekki mikiö á komu minni, og ef járnbrautareigendua halda, að þeir fái skaóa sinn greiddan, þá skjátlast þeim illij. Strax og ég kom út var ég afcur gripinn af lög'- regluþjóni. Ha,nn var einmitt að aðvara mig. Áður en fimtán dagar værui liðnir átti ég að vera búinn að yfirgefa Fiakkjalnd, sömu leiðina og ég kom. Ef ég fynnist að þessum fimtán dögum liðnum innan franskra lanclamæra, þá yrði höfðað mál gegn mér, og, ég* yrði dæmdur eftir lögum landsins, o,g það mætti ég vita, að mér yrði 2 engu vægt. Mér var tæplega ljöst við hvað maðurinn átti. Kannske átti að hengja mig eða brenna mig á hálj. Því ekki það. Á þessum miklu lýðræðistímum er vegabréfalaus maður litlu betur á vegi staddíur en villutrúarmenn, miðaldanna. Sérhver tími hefir sína, viljutrúarmenn, Á voru.m dögujn eru það vegabréf, landgönguleyfi og annað þess háttar sem mestu varða. Á þeim byggist óskeik- ulleiki páfa nútímans. Þessum staðreyndum verðum við að trúa ef við eiguro ekki að þola allar píslir, sem þekkjast á þessari jörð. Áður voru, furstarnir harðstjórar, nú er ríkió tekið við hl;u.tverki þeirra..

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.