Þjóðviljinn - 13.01.1937, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.01.1937, Blaðsíða 2
Miðvikudagurinn 13. jan. 1937 ÞJOÐVILJINN * Itússneska blaðið Pravda skrif- ar um konungsskiptin í Englandi meðal annars: »Orsökin til deilunnar um konungdðminn í Englandi stafar fyrst og fremst af því, að ófriður- inn er stöðugt að nálgast og það ekki alment stríð, heldur stríð við á- kveðna fjandmenn. 1 London eru nú altaf að aukasi umræðurnar meðal allra stétta um að ekki verði kom- ist hjá stríði við Pýskaland, Japan og ltalíu. Deilurnar innan íhalds- flokkanna ensku mögnuðust stöðugt, um hver átti að vera forsætisráð- herra ensku stjórnarinnar, meðan á þeim hildarleik stæði. Ýmsir menn meðal íhaldsflokksins reyndu að nota sér fáleika þá, sem voru á milli kon- ungs og Baldwins. Pað var þess vegna mjög þægilegt fyrir Baldwin að gripa tækifærið, sem honum gafst til þess að blanda sér inn í einkamál kon- ungsins. Baldwin og fylgismenn hans sigruðu í þeirri viðureign. En Bald- win og félagar hans vita vel, hve hröðum skrefum kreppan vex, bæði í innan- og utanríkismálum bresku þjóðarinnar«. ★ Fiiutún sjómenn hafa farist við Englandsstrendur undanfarna tvo sélarhringa. Fjórir fórust er belg- iskur togari strandaði,; fjórir fórust af tveimur 'enskum togurum og sjö af frönskum togara, sem fórst í á- rekstri í Thames-fljóti. (Fú). ir Stjóni Sovét-Rnsslands hefir pantað I Englandi fjögra milljóna sterlingspunda virði af vélum til iðnaðar, mestmegnis til rafvirkjun- ar og skipasmíða. (Fú). ic Norges Fiskerlag hélt fund i Pándheimi í gær. Fiksimálastjómin hafði lagt fyrir fundinn, að segja á- lit sitt um botnvörpuveiðar við strendur Noregs. Fundurinn lýsti því yfir að hann væri þeim í alla staði mótfallinn, og lagði ekki einungis til að þær væru bannaðar, heldúr væri norskum togurum bannað að selja afla sinn á kvóta Noregs erlendis. (Fú}. Tekjur Sovjetríkj- anna aukast Framhald af 2„ síðu. glögglega Jwssi aukning. sýndi, hví- líkuin risaframförum atvinnuvegirn- ir hefffu tekiff á þessu tímabili. Þegar Petrofsky liafði lokið máll sfnu hélt fjármáiafulltrúi Sovétrfkj- anna, Grinko, ræðu, þar sem liann gerði nánari grein fyrir fjárlögunum og tekjum ríkisins. Iðnaðartekjurnar á árinu jukust um 20% og verslun- artekjurnar hækkuðu um 23,6%. Á árinu var varið 31,7 milljörðum rúblna til nýrra verksmiðja, Iðju- vera og járnbrautaiiagninga, enda hefir starfshæfni hinnar sósíalist- Isku framleiðslu aukist að sama skapi. Tekjur Sovétríkjanna vorti 70% hærri 1936 en árið 1935. TIl hv.crskonar menningar verðnr varið á árinu 1937 18,5 milljörðtam rúblna, en það er 4,6 miljörðum meira en 1936. Til heilsuverndunar verður varið 7,5 miljörðuin rúblna 1937. Sýnir þessi fjárupphæð betur en flest ann- að hve ant Sovétríkjunum er uiu heilsu og hreysti lijóðarinnar. 8 tíma vinnndagnriim Stytting vinnudagsins er eitt mesta .memiingarmál verkalvðsins, — og um leið ráð við at vi mtu 1 eysi uii Styttri vinnudagur, er krafa, sem er jafngömul verklýðsstétt- innL Hún skildi fljótt að það er höfuðskilyrði fyrir aukinni menningu, og heilbrigði hins vinnandi mannkyns. Á stofnþingi Alþjóðasambands jafnaðarmanna 1889, var stytt- ing vinnudaigsins eitt helsta um- ræðuefnið, og þar var fyrst á- kveðin alþjóðleg barátta fyrir 8 stunda vinnudegL Þessi barátta. hefir fært verkalýðnum sigur í mörgum löndum, þar sem 8 stunda vinnu- dagur hefir verið iögfestur. Þannig er það í flestum siðmenn- ingarlöndum. Sumstaðar hefir þó verkalýðurinn orðið að beita hörðum átökum, til að knýja þessa kröfu fram, í Belgíu t. d. með allsherjarverkfaiii. 1 ríki aiþýðunnar — Sovétlýð- veldunum — er vinnudagurinn alment 7 stundir og 6 við erfið- ari vinnu, og aðeins 5 dagn vinnuvika, Þegar hið stöðuga atvinnuleysi varð alment fyrirbirgði í auð- valdsheiminum, fékk krafan um styttingu vinnudagsins nýtt inn- tak, enda er 7 tíma dagvinna orðin ekki óalgeng í sumum iðn- greinum erlendis. I engu siðmenningarlandi er jafnliangur vinnutími og hér á landi, enda hefir baráttan fyr- ir styttingu hans staðið harðast undanfarin áratug. Og talsverð- ir árangrar hafa náðst. I nokkr- um iðngreinum hafa verkamenn- irnir (prentarar, verksmiðju- fólk o. fl.) öðlast 8 stunda vinnu- dag. Á Siglufirði er unnið 8 tíma í bæjai’vinnu og í verksmiðj- um. Mikill meirihluti verklýðsstétt- arinnar á Islandi vinnur 9—10 stundir á dag, en sjómenn roiklu . -m Til landvarna á að verja á yfir- standanði ári rúmurn 20 miljörðuni rúblna, cn síðastliðið ár var sá gjald- liður- tæpir 15 miljarðar. Fé þessu verður varlð til rauða bænda- og verkainannahersins, og- til ]iess að aulííi tæknl lians á öllum sviðum. ófriðai'liættan Iiefir vaxið svo gíf- urlega á árinn, og fasistar Þýska- lands og Japans hafa hvað eftir anu- að iiaft í hótunum nm Innrás í So- vétríkin. Vegna Jiess verður rúss- ncska þjóðln að vefa á verði, og hún er relðubúin að berja niður með valdi, hverja tilraun, sem gerð kann að vera f þá átt. Og til þess að tryggja það verður framar öllu að búa hcriiin þelm tækjum, að liann rcynist starfi sínu vaxlnn. Fvéttai'ftari. Baráttan fyrir 8 stunda vinnudegi er ein elsta og besta krafa verklýðshreyf ingarinnar. — f mörgum auðvalds- löndum hefur verkalýðurinn knúið hana fram. — í Sovjetríkjunum er 7 stunda vinnudagur og 6 stunda við erfiða vinnu. — En á siðasta Dagsbrúnarfundi neitaði formaður að bera upp tillögu verkamanna um siyttingu vinnudagsins lengur, 16 tíma (á togurum) og enn lengur. Á mörgum þingum Alþýðu- sambandsins hefir stytting vinnudagsins verið til umræðu. Hefir fulltrúum á þinginu jafn- an komið saman um, að stytting vinnudagsins niður í 8 tíma væri einhver mikilvægasta krafa verkalýðsins, bæði í menn- ingarlegu tilliti og eins sem gagnráðstöfun á móti sívaxandi atvinnuleysL Hafa þ’:ng Alþýðu- sambandsins hvað eftir annað ákveðið að hef ja skipulagða bar- áttu, til, að hrinda 8-stunda vinnudeginum í framkvæmd. I fyrravetur átti róttækari h),uti »Dagsbrúnar« frumkvæði að því að félagið framkvæmdi þessa lífsnauðsynlegu kröfu, Og verkamenn í Hafnarfirði ákváðu í fólagi sínu að stytta vinnu- daginn í 8 tíma, í trausti þess að hin sterka »Dagsbrún« gerði hjð sama.> Fór fram allsherjaratkvæða- greiðsla u.m málið í »Dagsbrún«. Stjéirn »Dagsbrúnar« reyndi eft- ir megni að letja, féiagsmenn og Alþýðubl- reyndi frekar að tef ja málið (neitaði um rúm fyrir greinar urn það). Stjóm félagsins hélt því fram, að »Dagsbrún« gæti ekki lagt út í deilu um þetta, mál og reið það baggamuninn. Máljð var svæft um eitt ár. Á síðasta fundi »Dagsbrúnar« neitaði stjómin að bera fram tillögu þess efnis, að allsherjar- atkvæðagreiðsla væri á ný látin fara fram um 8 stunda vinnu- dag með sama dagkaupi. Neit- aði formaður að bera hana, upp. Hér má auðvitað ekki láta staðar numið. Islenski verka- lýðurinn á það1 góð; samtök og öfl.ugan stéttarþraska, að engin ástæða er til að hann haldi á- fram að vinna 9—16 klukku- stundir á dag, þegar stéttar- bræðurnir í nágrannalöndunum vinna 8 stundir og stundum minna með sama eða. hærra dag- kaupi. En vegna atvinnuleysis- ins verður þessi barátta, að hef j- ast sem fyrst. Það mundi sskaipa atvinnu fyrir fjölda verka- manna. Gerist ásMeidiir afl PjóflTiljanuin 'itSL íi Skrípaleikur hlutleysisnefndarinnar. ■— Hún stingur höföinii inn í Mutle-ysissamninginn (samanber söguna um strútimi) rmö- an fasistamir flytja vopn í óða önn til Spánar. Kosning fulltrúa í Iðn- samband bygginga- manna Kosning fulltrúa, i stjórn Iðn- sambandsins 1937 Fyrir: Múrarasveinafclag Reykjavík- ur: Guðjón Benediktsson. Múraraineistarafélag Reykja- víkur: Gísli Þorleifsson. Málarasveínafélag Reykjavik- ur: Sæmundur Sigurðsson. Rafvir k j aféiag Reyk j a víkur: Ríkharður, Sigmundsson. Veggfóðrarsveinafélag Rvík- ur: Guðjón Björnssonu Veggfóðrarameistara,: Sigurð- ur Ingimundarson. Trésmiðafélag Reykjavíkur: Tóroas Vigfússon og Valdimar Runólfsson.. Sveinafélag pípulagningam.: Sigurður Jónasson.. Pípulagningameistarar og Mál aramei starar hafa, ekki kos- ið ennþá. Aðalfundur sambandsins verð- u.r að öþum líkindum haldinn nú í vikunni. Landsbankinn Framhald af 1. síöu. sendur af stað í N. Dbl. til aö fletta ofan af Jóni Baldvinssyni og tftvegsbankanum! Það er eins og sekir glæpa- roenn segja hvorir um aðra, þeg- ar í klípu er komið>, — ef þú kernur upp um mig, h,.....'. þitt, þá skal ég Ijjósta upp um þig! Yindhögg En fyrsta, högg Landsbanka- kfíkunnar reyndist algert vind- högg. Grein Jóns Árnasonar í N. DbL féll um sjálfa sig. Alþýðublaðið stæði nú vel að vígi til, gagnsóknar, ef enginn f jötur væiri um fót þess., En það er vitanlegt að innan Alþýðu- flokksforustunnar stendur hörð barátta uro hvað gera skuli, — alveg eins og innan Framisókn- air er mikil .reiði út af þjónustu flpkksins við Landsbankaklík- una. Erindreki Landsþankans í Alþýðuflokknum er Héðinn Valdimarsson. Það; er hann sem vegna fjármálasambanda olíu- hringsins B., P. við Landsbank- ann, liggur eins og mara á aþri róttækri pólitík Alþýðuflokks- ins og reynir nú jafnt að hindra virkilegair árásir Alþýðublaðsins á Lanidsbankastjórninai, eins og hann samtímisi reynir að fjötra Dagsbirún;., AI,lir lýðræðissinnar á Islandi krefjast þess að einræði þeirrar klíku, sem hreiðrað hefir um sig í þjóðbankanum, sé brotið á bak aftu,r og gerðir hennar dregnar fram í dagsins ljós. Því segir N. Dbl. nú ekki orð um Kveldúlf, vitandi það, að meirihluti all,ra Framsóknar- manna heimtar uppgjör á hon- um? örlög lýðrceðisins á Islandi geta oltið á því, að nú veröi á- hrif Lcmdsbankaklíkunnar í vinstri flokkunum endahlega upprætt, og látið til skarar skríða við Kveldúlfs- og Lands~ bankavaldið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.