Þjóðviljinn - 02.03.1937, Page 4

Þjóðviljinn - 02.03.1937, Page 4
sjs l\íy/al3'io ss Viktoría mikilfengleg kvikmynd samkvæmt saronefndri ást- arsögu eftir norska stór- skáldið KNUT HAMSUN. Aðalhlutverkin leika: LOUISE ULLRICH og MATHIAS WIEMANN. Úrborginnl Næturlæknir. Sveinn Pétursson, Eiríksgötu 19, sími 1611. Næturvörður er í I ngólfs- og Laugavegs- apóteki. Utvarpið í dag 12,00 Hádegisútvarp. 19,20 Hljómplötur: Létt lög. 19,30 Þingfréttir. 19,55 Auglýsingar. 20,00 Fréttir. 20,30 Erindi: Ný- tísku tónlist (Emil Thoroddsen). 21,00 Húsmæðratími. 21,10 Is- lenskir tónleikar: a) Útvarps- , hljómsveitin; b) Einsöngur (sr. Garðar Þorsteinsson); c) Ein- leikur á fiðlu (Þórarinn Guð- mundsson); d) Einsöngur (sr. Garðar Þorsteinsson); e) Ein- leikur á píanó (Emil Thorodd- sen); f) Otvarpskórið syngur. (Dagskrá lokið um kl.22,30). Skipafréttir GuJIfoss er í Leith, Goðafoss er í Reykjavík, Dettifoss fór í gærkvöldi áleiðis til útlanda, Sel- foss er á leið frá Leith, Brúar- foss var á Sauðárkróki í gær. þiópymiNN Kallio lýsir stefnu sinni Stuðningnr við Þjóðahandalagið, vinátta við nágr annaþj óðir nar. Oslo í gærkveldi. Kallio, hinn nýkjörni forseti Finnlands, tók við embætti sínu í dag. Athöfnin íÓr fram í dag í Verkfall húsgaga- smiða Framhald af 1. síðu. styttur í 48 stundir á viku, eða 8 stunda vinnudag, með óskertu dagkaupi, og að komið verði á vikukaupi í stað tíroakaups. — Sveinarnir hafa reist þessar kröfur á þeim grundvelli, að vinnutíminn heí'ir verið styttur á mörgum verkstæðum, en það hefir haft þær afleiðingar, að kaup sveinanna hefir raunveru- lega verið lækkað, sem nerour skemri vinnutíma. Vilja svein- arnir alls ekki una við það, að kaup þeirra sé lækkað á þenn- an hátt. Með því að stytta vinnu- tímann hafa. meistararnir raun- verulega viðurkent að ekki væri þörf á svo löngum vinnutíma, sem verið hefir fram að þessu. Sarotök sveinanna, eru ágæt og munu þeir hvergi hopa fyr en kröfum þeirra verður f ullnægt. Félagar í verkamanna- og sjómanna- sellunni. Mætið á flokksskrif- stafunni kl. 8ý í kvöld. Að gefnu tilefni viljum við taka fram eftirfar- andi út af frétt í síðasta tbl., þar sem rætb er um sendisvein hjá 0. Ellingsen: Verslun þessi hef- ir fleiri en einn sendisvein og það er ekki Jón Pétur Jónsson, sem hér er um að ræða. þinghúsinu í Helsingfors og voru viðstaddir sendiherrar erlendra ríkja. Athöfnin byrjaði á því, að forseti þingsins þakkaði Svin- hufvud, fyrverandi forseta fyrir velunnið sitarf og skýrði því næst frá því, að hérmeð tæki hinn ný- kjörni forseti við starfi sínu. Kallio flutti síðan ræðu, sem al- ment er talin nokkurskonar stefnuskrárræða fyrir kjörtíma- bil hans. Hann sagði meðal ann- ars, að Finnar vildu vinna að því af öþum mætti að styðja Þjóða- bandalagið og að þeir vildu, eiga. vináttu við allar nágrannaþjóðir sínar. Þá sagði hann að Finnar vildu fylgja þeirri þróun í fé- lagsmálum, sem orðið hefir ríkj- andi á Norðurlöndum. (FU). Frá Álþingi V Framhald af 8 síðu. dálkinn eins og venja er til á mánudögum. Aheyrendur fengu, þó eitt lítið sjónarspil til að skemta sér við. Nú sátu Efri- deildarmenn í sætum sínum í neðrideildarsalnum og hröktust þá jafnaðarmenn úr hinum ný- teknu vígjum. sínum við innri borðskeifuna. Sættu þeir sig við það, nema Héðinn, en hann hafði tekið sér sæti Þorsteins Briero. Nú sat klerkuj-inn þar sem fast- ast, og þó að Héðinn færi að hon- um með góðu og illu, varð hon- um ekki þokað. Undi Héðinn sýnilega, illa við sinn hlut. Rétt á eftir var kallað á séra, Bríem í síma, hver það gerði veit enginn. Notaði Héðinn þá tækifærið, og skaust í sæti Þorsteins, og sat þar ,hinn roggnastl Séra Þor- steinn þorði ekki að leggja í hann, og tvísteig í dyrum Efri deildar eins og áheyrandi það sem eftir var fundarins. Kriknar í Briemsfjósi 100 hestar af heyi brenna. Um hálftíu leytið í fyrrakvöld kom upp eldUr í hinu svo nefnda Briemsfjósi hér í bænum. Slökkviliðið var óðar kallað á vettvang og tókst því eftir lítinn tíma að slokkva eldinn. Skemdir urðu þó allmiklar í hlöðunni, einkum af eldi og reyk og telur eigandi að um hundrað hestar hafi eyðilagst. Gripum. þeim, sem í fjósinu voru var öllum bjargað, en ekki mátti það tæpar standa, sökum þess hve mikill reykur var í fjósinu. Skemdir á húsum urðu litlar, neroa hvað nauðsynlegt var að rjúfa, gat á hlöðuna til þess að slökkva eldinn. Lögreglan hefir hafið rannsókn í málinu, en or- sakir eldsins voru ókunnar í gærkvöldi. Ladoga fór héðan í fyrradag. Annað rússneskt kolaskip er nú komið, og verður hér í nokkra daga. jjl Gamb r^io Mannorð hennar í hættu. Bráðskemtileg og fyndin amerísk garoanmynd frá Metro Goldwyn Mayer. Aðalhlutverkin leika: MYRNA LOY, JEAN HARLOW, WILLIAM POWELL, SPENCER TRACY. Ódýr matarkaup. Fiskfars 0,45 % kg. Kjötfars 0,70 i kg. Ærkjöt 0,50 ý kg. Kjöthúðin Njáls- götu 23. Sími 4433. Atvinnubótavinnan I henni verða áfram 350 manns, næstu, »böm«, til fimtu- dags í næstu viku. En viðbúið er að íhaldið hugsi þá til fækkunar og ríður á að verkalýðsfélögin geri alt til að hindra það, sem í þeirra valdi stendur. TILKYNNING. Með tilvísun í augl. kolaverslananna í Reykjavík dagsettri 1. febrúar. leyfum við oss hér með að minna viðskiftamenn vora á það, að einungis þeir, sem greiöa skuldir sínar að fullu. á skrif- stofuro vorumi, eða senda oss greiðslu fyrir lokunartíma, fimtu- daginn 14., þ. m., verða aðnjótandi þess afsláttar er getur um í auglýsingunni. Kolaverzlanirnar í Reykjavík. HELSKIPIÐ eftir B. Traven 75 baunir, og fyrir þær fær maður ekki grænan eyri nema maður geti selt kakókvörn með. Þetta þótti mér tortryggilegt. Stanislav hafði sýni- lega kynt sér málið. Líklega var hann búinn að slá u,pp kassa, fyrst hann vissi svona vel hvað í þeim var. Ég dró einn staukinn fram, og fór að skoða í hann. Já, Stanislav hafði rétt að mæla, þetta voru kakó- baunir, og þær af hörðustu sort, — sumir kalla þess- ar baunir patrónur. Og eins var með alla hina staukaina. Það var bara skipstjórinn, sem gat umbreytt kakó- bau,nunum í kakóduft. Og hann gat gert það á tvenn- an hátt. Hann gat framkvæmt kraftaverkiö á þann hátt, að skilja rétta staukinn eftir í kassanum, og svo líka með því að. taka réttan stauk upp. Já, hann var sannkallaður töframaður. XXXIX. Næst fórum við til Tripolis, og fengum vitlaust veð- .ur, við hentumst til og frá um fýrplássið, meiddum okku.r og brendum. Þegar til Tripolis kom, var það orðið efst í manni að stinga af. Þó að maður sé dauð- ur, er ekki úr vegi að rísa upp úr gröfunum, og fá sér spássértúr meðal hinna lifandi. Þó að roaður verði að fara niður í gröfina aftur eða út á sitt helskip, þá hefur maður þó fengið einn andardrátt af loftd |wí, sem lifandi menn anda að sér. En við gátum ekki vikið okkur við í Tripolis, án þess að okkur væri fylgt á eftir. Ef við hefðum reynt að flýja, hefðu þeir tekið okkur, og skilað okkur uro borð, skrifað flutningskostnaðinn á reikning, sem skipstjórinn hefði dregið af hýrunni. Og hvað hefðum við líka átt að taka okku,r fyrir hendur í Tripolis. Ekki hefðum við komist burtu þaðan. Við vorum sjálfstætt fólk, frjálsir sjómenn. Við máttum fara í land, ganga í knæpurnar og sjoppum- ar, máttum dansa og drekka, tapa öllum okkar aur- um í spiluxn, eða láta stela þeim úr vösuro okkar. Við máttum gera hvað sem við vildum, af því að við vorum frjálsir sjómenn en engir íangar. En þeg- arYorikke gaf merki um að mannskapurinn ætti að hafa sig um borð, og við hlýddum ekki á stundinni, þá var þess ekki langt að bíða, að einhver tæki í öxlina á manni og segði: — Monsieur, s’il vous plait, skipið yðar bíður, ég skaf fylgja yður niður á bryggjuna, svo að þér vill- ist ekki. Og frá þeirri stundu vorum við ekki frjálsir lengur. Stanislav hafði rétt að mæla. — Þú sleppur héðan aldrei, sagði hann. Og þótt þú slyppir, þá taka þeir þig bara aftur, og skella þér á annan drápsbolla, kanske háli'u verri en Yorikke er. Því að þeir dauðu taka altaf við þér, jafnvel úr höndum lögreglunnar. Og þakka fyrir. ---- E,n maður þarf ekki að fara um borð. — Jú, þú verður að fara um borð. Skipstjórinn segir, að þú hafir skrifað undir samning, það er að segja, gefið honum undirskriftina handsalaða. Og auðvitað trúir maður skipstjóranum betur en þér. Þessvegna verður þú að fara ,um borð. Annars verö- ur þú skoðaður sem strokumaður. — Stanislav góði, taiktu nú sönsujn! Það hlýtur að finnast eitthvert réttlæti í heiminum. — Þetta er nú fjórða drápsfleytan, sem ég er á. En sú fyrsta, sem þú stígur út í. Láttu sem ég þekki þær og meðferðina á manni. — En maður er þó ekki neyddur til að fara á dall- ana. Enginn neyddi mig til að ráðast á Yorikke, mald- aði ég í móánn. — Já, í fyrsta skiptið fer maður nokkurnveginn af frjálsum viljai. En ef þú hefðir alla pappírana í lagi, færirðu aldrei um borð í svona dall. Þá getuðu, slegio í borðið og ráðist á hvaða skip sem er. En þú getur ekki farið á fund konsúlsins. Þú hefir enga pappíra. Átt þú kanske nokkurt föðurland? Nei, það átt þú ekki, og jiessvegna mega þeir fara með þig eins og þeim þóknast. Trúirðu, því ekki? Þú skalt bara reyna að stinga af! — Áttu ennþá dönsku sjóíferðabókina þína, spurði ég Stanislav. — Skelfing spyrðu asnalega! Ef ég ætti hana, yrði ég ekki kyrr hér stundinni lengur. Ég seldi hana fyr- ir tíu dollara, þegar ég fékk vegabréfið fína í Ham- borg. Og sá sem keypti bókina hefur ekki haft mik- ið gott af henni. Strax og hann hefir borið við að

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.