Þjóðviljinn - 14.03.1937, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.03.1937, Blaðsíða 2
Sunnudaginn 14. mars, 1937 PJOÐVILJINN Afstaða Englendinga og Frakka til Spánarmálanna stofnar friðnum í hættu. GAMAIVYRÐI. Etip Kurt Tucholsky Landameerum Spánar hefir verið lokað í orði kveðnu, og hafnbannið sett á. Flotar stór- þjóðanna eiga að fara að gæta þess, að hluileysinu verði fram- fylgt. En þar er þó ennþá stór galli á: landamæri Portúgals eru. enn opin, og um þau, getur Franco óhindrað fengið þa,u vopn sem hann vill. Vart er hægt að stóla á bresku eftirlits- mennina þar, ef dæma má eftir afstöðu íhaldsstjórnarinnar ensku hingað til. Enn er það' svo, eftir sjö mánaða borgara- styrjöld', að lýðræðislöndin herða að hálsi spánska lýðveldisins, án þess, að það sé á nokkurn hátt trygt, að uppreisnarmenn fái ekki áfram hjálp frá Italíu, og Þýskalandi, og meðan 60—80 þús.nd ítalskra og þýskra her- mianna, berjast í liði uppreisnar- manna. Það er líka ískyggilegt, að svo virðist, sem bægja eigi Savétríkjunum að mestu frá eftirlitsstarfinui, en þýski flotinn fær að leika lausum hala í Mið- jarðarhaí'i. Það sést altaf betur og betur, að frumkvæði frönsku stjórnar- innar í sumair að »hlutleysis- samningum« heí'ir einungis orðið til bölvunar fyrir spánska lýo- veldið og friðinn í álfunni. Frakldand hefir glúpnað í'yrir hnefa fasismans, og ekkert gert. þráttl fyrir mairgítirekuð brot fas- istaríkjanna á þessum samning, undir því yfirskyni að halda vin- áttunni við England. En í raun og veru hefir England ekki gef- ið Frckkum ne na raunverulega tryggingu fyrir stuðningi gagn- vart þýskri ásælni og til við- halds friðnum í álfunni. Enska stjórnin er nú lögð út í geysilega vígbúnaðaraukningu, 1 umræð- um um hana í enska þinginu lét Baldvnn þau orð falla, að sér virtist það næg legt til öryggis Bretlandi, ef samnirgar næðust. milli Vestur-Evrópuríkjanna. Þessi kenning er alveg í sam- Astarkvæöi. Ekkert málskrúð né mas, eng-in mælgi né hljóð, cngln liikandl liugsun eða liálfkveðlð ljóð, aðeins lifandi æska og logandi blóð. — Má? spurði ég. — Ekki má, sagðir þu. — Má? spurð’ cg aftur og nú þagðir þú. — Sv.o þögðum við bæði. Um liáls inér lilæjandi hönd lagðir þú og . . .. lokið er kvæði. Jón úr Vör. ræmi við utanríkisstefnu nas- istastjórnarinnar þýskui, sem stöðugt dreymir uro að einangra Sovétríkin, einkum að fá riftað vináttu samningnum trolli Frakklands og Sovétrikjanna. En bæði Leon Blum cg Dél'oos, utanríkisráðherra Frakka, mót- mæltu þessari stefnu í ræðum, er þeir héldu skömmu síðar. Þarna er því um djúptækan FRAMHALD á 4. SXÐU Þjóðverjinn spyr: Hvað er maðurinn? Ameríkaninn spyr: Hvers virði er maðurinn? Frakk- inn spyr: Hvaða. f jölskyldu til- heyrir hann? Vínarbú’nn spyr: Hvar skrifar hann? Budapest-búinn spyr alls ekki. Hann þekkir manninn og skuld- ar honum peninga. * Á Ungverjalandi lifði einu sinni maður, sem var frægur fyrir það, að hann var enn ekki orðinn frægur. ★ Englendingar vilja eitthvað að lesa, Frakkar eitthvað að bragða, Þjcðverjar eitthvað til umhugsunar. ★ Hollendingar vilja. frið; Frakk- inn vill ekkert stríð; Englend- ingurinn vill stundum engan frið'Og Þjóðverjar vilja, að aðr- ir fari með stríð á hendur þeim. ★ Eftir syndafallið gleymir Frakkinn konunni, Englending- urinn gift'st henni, Rúmeninn útvegar henni mann, Þjóðverj- inn höfðar mál á móti henni og Ameríkaninn giftist henni áður. ★ Danir eru ijískari en Xtalir. Spænskar konur gefa sig auð- veldar á vald forboðinnar ástar heldur en þær þýsku. Ailir Lett- lendingar stela, Allir Búlgarir lykta illa. Rúmenar eru- hraust- ari en Frakkar. Rússar draga sér fé. Alt þetta eru. ósannindi — en mun samt sjást á prentí í næsta stríði. ★ Þjóðverjinn hugsar það út; Xtalinn finnur það upp; Englend- ingurinn færir það út í lífio; Ameríkaninn kaupir einkaleyfið; Japaninn líkir eftir því; Spán- verjinn vill ekkert með það hafa; hjá Norðmanninum er skegg- rætt um það fram og aftur — og Frakkinn gerir alla viðkom- andi að meðlimum Réaumur- akademísins. Því næst skrifar hinn undrandi Þjóðverji sögo fyrirbrigðisins.i ★ 1 Evórpu. eru menn einu sinni ríkisborgarar og tutlugu og tveim sinnum útlendingai-. Sá vitri: tuttugu og þrem sinnum. G. K. Ordsjonikidse• Þjóðviljinn biríir hér nokkra drætti úr æfisögu hins merka verkalýðsforingja og kommúnista, Grigori Konstantinovitsj Ordsjonikidse, sem nú er nýlega látinn. Ordsjonikidse er fæddur 28. okt. 1886 í Vestur-Georgíu. Fað- ir hans var fátækur bóndi. Ord- sjonikidse var settur til menta, en varð brátt að hætta námi sökum fjárskorts. Síðar byrjaði hann þó í herlæknaskóla í Tiflis. Á skólanum komst hann í sósial- demokratiskan leshring, og gerðist meðlimur í sósialdemo- krataflokknum rússneska árið 1903. Alt frá þeim tíma var líf hans óslitið helgað málstað byltingarinnar og baráttunni fyrir flokki Lenins. Nítján ára var hann orðinn vinsæll foringi og skipuleggjari byltingarmanna í Guduauti. Ár- ið 1906 var hann fangelsaður, en látinn aftur laus gegn ábyrgð. Á þessu ári er það, að fundum hans og Stalins ber saman í Tiflis, en hann gaf þá út blaðið „Tíminn". Ordsjonikidse og Stalin urðu brátt virktavinir og nánir sam- starfsmenn. Sem starfsmaður flokksins árið 1907 barðist Ord- sjonikidse með góðum árangri gegn mensévismanum (krata- stefnunni), og tók mikinn þátt í hreyfingu verkamannanna við olíuvinsluna. Um þetta leyti var hann tek- inn fastur öðru sinni, og Ienti í sama fangelsi og Stalin. Árið 1908 var hann dæmdur til æfi- langrar útlegðar og eins árs tukthúsvistar. Eftir tveggja mánaða Síberíuvist tókst hon- um að flýja. Og byrjar barátt- una að nýju í Iran, og beindist hún nú einkum gegn nýlendu- pólitík keisarans, og hafði Ordsjonikidse nána samvinnu við Lenin um þau mál. Árið 1910 fer Ordsjonikidse til París til fundar við Lenin, og snýr aft- ur til Rússlands til að undirbúa ráðstefnu flokksins í umboði Lænins. Tveimur árum síðar mætir hann á flokksráðstefn- unni í Prag sem fulltrúi félags- skapar Bolsévíkka í Tiflis, og er þar kosinn meðlimur miðstjórn- ar Bolsévíkkaflokksins. Eftir heimkomuna til Rússlands starfaði hann ásamt Stalin, sem þá hafði einnig tekist að flýja úr útlegðinni,. einkum í Baku og Tiflis. Þetta sama ár, 1912, var Ordsjonikidse tekinn fastur í Pétursborg, og dæmdur í þriggja ára fangelsisvist og æfilanga útlegð að þeim lokn- um. X þrjú ár sat hann fanginn í hlekkjum í hinni illræmdu dýfilssu Schliisselburg. Árið 1915 var hann svo sendur í út- legð til Austur-Síberíu (Jakú- tíu). Á fyrstu dögum febrúar- byltingarinnar er hann fremst- ur í fylkingu uppreisnarmanna í Jakútíu, en fer síðan fyrst til Xrakútsk og þaðan til Péturs- borgar. Eftir tillögu Lenins var Ordsjonikidse þá kosinn með- limur stjórnarnefndar Bolsé- víkkaflokksins og framkvæmd- arnefndar Pétursborgarráðsins. Hann átti sinn þátt í að undir- búa sjötta flokksþingið, sem Stalin stóð einkum fyrir. Á þessum erfiðu tímum þegar margir hvikuðu, stóð Ordsjoni- kidse óhaggandi. X nóvember stóð hann í fremstu röð við vöm Pétursborgar gegn kósökkum Kerenskis. X ársbyrjun 1918 var Ordsjonikidse útnefndur þjóð- fulltrúi fyrir Úkraníu, og skipu- lagði þar með óskaplegum dugn- aði vömina gegn þýsku innrás- arherjunum. Undir fomstu Stal- ins barðist hann í omstunum miklu við Zarizyn, en sú borg hefir verið nefnd „hin rauða Verdun“, og skipulagði síðar hetjulega andspymu gegn Denikin. Þá ruddi hann sér braut alla leið til Tiflis, og hóf þar baráttuna gegn hinni and- byltingasinnuðu Georgíustjórn, er skipuð var Mensévikkum. Þaðan fór hann til Astrakan, og kyntist þar Kiroff, en þeir vom upp frá því tengdir nánustu vináttuböndum. Tók nú Ord- sjonikidse aftur upp skipulagn- ingu andstöðunnar gegn Deni- kin. Einmitt þá, á einu hættu- egasta augnabliki borgarastyrj- aldarinnar, tók Stalin að sér forystu hersins, og varð Ord- sjonikidse meðlimur í ráði „Fjórtánda hersins.“ Árið 1920 varð hann forseti ráðsins, sem sett var það hlut- verk að endurreisa ráðstjórnina í Norður-Kákasus, og var Kir- off varamaður hans. X apríl náðu þeir Baku á sitt vald, og árið eftir, 1921, er búið að út- rýma öllum auðvaldsagentum í Kákasus. Fyrir afrek sín í bar- áttunni gegn herjum Denikins var Ordsjonikidse sæmdur Rauðafánaorðunni. Endurreisn ráðstjómanna í Kákasus kost- aði óskaplega erfiðleika, og þá ekki síður að koma atvinnuveg- unum í gott horf. En olíuvinslan í Baku varð síðar einn af hym- ingarsteinimum undir þungaiðn- aðinum í Kákasus. Á fjórtánda flokksþinginu kom Ordsjonikidse fram sem á- kveðinn andstæðingur flokks- svikaranna, Sinovjeffs og Kam- enjeffs, og barðist þar ásamt Stalin fyrir stefnu flokksins. Þessari baráttu hélt hann trú- lega áfram e'ftir að hann var orðinn forseti aðaleftirlitsnefnd- ar flokksins. Árið 1930 varð hann forseti æðsta ráðs atvinnu- veganna í Sovétríkjunum, og átti sem slíkur sinn stóra þátt í að leysaerfiðastaviðfangsefnið í uppbyggingu sósíalismans til þessa, umbreyting gamaldags landbúnaðarlands í voldugt nú- tíma iðnaðarríki. Á úrslitaár- unum vann hann beint að sköp- un iðnaðargrundvallarins, á sviði málmiðjunnar. Undir stjórn hans sem þjóðfulltrúa þungaiðnaðarins var hver sig- urinn eftir annan unninn. Árið 1935 var Ordsjonikidse veitt Leninorðan fyrir sín margþættu störf í þágu uppbyggingarinnar. 1 Ordsjonikidse vom saman- komnir margir þeir eiginleikar, sem best mega prýða byltinga- mann. Hann barðist jafn trú- lega, af sömu ósveigjanlegu festunni að því að kollvarpa auðvaldsskipulaginu, á vígvöll- um borgarastyrjaldarinnar, og að uppbyggingu hins nýja sósi- alistiska þjóðskipulags. Þjóðir Sovétríkjanna munu geyma minningu hans, og halda nafni hans í heiðri um aldir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.