Þjóðviljinn - 14.03.1937, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 14.03.1937, Qupperneq 4
a{B f\fy/a fi'ib ss IEngin sýning I í kvöld. Opbopginní Næturlæknir í nótt er Kjartan Ölafsson Lækjargötu 6 B, sími 2614, aðra nótt Kristín Ólafsclóttir, Ingólfs- stræti 14, sími 2161. Næturvörður er í Laugaivejs og IngóJfsapó- teki. 75 ára verður 15. þ. m. frú Helga Sí- monardóttir, til heimilis á Skóla- vörðu.stíg 28. Frá höfninni Enskur togari Fareway fór í fyrri nótt. Edda kom í morgun með kol frá Englandi. Andri kom í gær með 160 tn af ufsa. Ölafu.r fór á ufsaveiðar í gær- kvöldi. Skipafréttir Gullfoss er á leið til Siglu- f jarðar, Goðafoss er í Reykjavík, Brúarfoss fór í‘rá London í gær- kvöldi, Dettifoss fór frá Ham- borg í gær, Lagarfoss var á Skagaströnd í gær og Selfoss í Vestmannaeyjum. Unglingar dæmdir. I fyrradag voru, fjórir ung- lingar dæmdir í lögreglurétti fyrir þjófnað1 og faisanir. Var einn þeirra dæmdur í 3 mánaða fangelsi, skilorðsbundið, fyrir að hafa svikið út vörur í búð, og falsað nafn undir nótu. Annar var dæmdur í 60 daga fangelsi óskilorðsbundið fyrir þjófnaö, og hinir tveir voru dæmdir í 20 daga fangelsi hvor, einnig fyrir þjófnad, en dómur þeirra var skilorðsbundinn. Sellufundir falla niður á morgun og þriðju dag vegna inflúensunnar. Utvarpið í dag 9.45 Morguntónleikar: a) Tríó í G-dúr,. eftir Haydn; b) Tríó í B-dúr, nr.i 7, eftir Beethoven. 11.00 Guðsþjónusta í úivarpssal (Ræðaséra. Benjaroín Kris'jáns- son). 12.15 Hádegisútvarp. 13.00 Lýsing á skíðaíþróttum við skíða skálann í Hveradölum. 15.00 Miðdegistónleikar: Norðurlanda- tónskáld (plötur). 16.00 Skýrt frá vinningum og verðlaunum á skíðamóti Islands. 16.30 Esper- antókensla. 17.00 Frá Skáksam- bandi íslands. 17.40 Útvarp til útlanda (24.52 m). 18.30 Barna- tími: a) Sögur (Ingibjörg Steins- dóttir); b) Ýms lög (plötur). 19.20 Hljómplötur: Létt lög. 19.20 Erindi Búnaðarfélagsins: Um jarðVegsrannsóknir (Jakob Líndal bóndi). 20.00 Fréttir. 20.30 Upplestur: Saga eftir Thomas Lökken (Haraldur Björn son, leikari. 20.55 Hljóm- plötur: Sönglög úr óperum. 21.15 Upplesiíur: Úr kvæðurn Jónasar Hallgrímssonar (Sig. Skúlason magister). 21.30 Hljómplötur: Píanó-siónata í E-dúr, Op. 109, eftir Beethoven. 21.55 Danslög (til kl. 24). Utvarpið á morgun. 12.00 Hádegisútvarp. 19.20 Hljómplötur: Létt lög. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Uro hús og íbúðir (Sigurður Guömunds- son. byggingameistari. 20.55 Ein- söngur (Einar1 Markan). 21.20 Um daginn og veginn. 21.35 Út- varpssagan. 22.00 Útvarpshljóm- sveitin leikur (til ld. 22.30). Spánarmálin. Framhcdd af 2, síðu. stefnumun að ræða, milli f rönsku og ensku stjórnarinnar. Og svo virðist, sem franska stjórnin hefði ekki átt að þurfa; að teygja sig eins langt. eftir bresku stefn- unni í Spánarmálum, ef ekki var annarar stoðar eða stefmu í Ev- rópumálum að væntai af Bret- landi, en nú er komið á daginn. England hefir hvergi sveigt til í heimspólitikinni, hvað langt' sem Frakkland hefir teygt sig. Enska stjórnin hikaði ekki við það að gera, samning við Musso- lini, sem, gaf honum frjálsari hendur í Spánarmiálunum, aðr eins til að tryggja sér sem best sjóleiðina til Indlands,. Ef fas- isminn sigrar á Spáni, þá má ganga, að því sem gefnu, að Bret- ar haldi áfram að semja við fas- isíaríkin á kostnað1 Fraikklands og bandamanna þess. Og þá bíðct Tékkóslóvakíu sömu örlög og Spánar. Tilkynning. Hefi opnað viðgerðarvinnu- stofu á Laugaveg 74. Lóðning Ljóssuða Eldsmíði. Aðalsteinn Jónsson Dimitroff: Samfykiig gegst fasisma nýkomið út. Fæst m. a. í Heimskringlu Lgv. 38 Verð aðeins 1,25. Kaupið bókina strax! Stærð 125 blaðsíður Garnla fb'io 4. IEngin sýning I í kvöld. Flokksskrif- stofan er í Hafnarstræti 5 (Mjólkurfélags- húsinu) herbergi nr. '18. Félagar komið á skrif- stofuna og greið- ið gjöld ykkar. Eg undirritaður gerist hérmeð áskrifandi að Þjóðvilj- anum. Nafn........................................... Heimilisfang ..................................... Klippið miðann úr og sendið hann á afgreiðslu Þjóðviljans Laugaveg 38. Sími 2184. Marx — Engels. Ausgewáhlte Werke. I.—II. bindi. 1 ritsafni þessu eru ýms af merkustu ritum þeirra Marx og Engels. Enginn, sem hefir áhuga. á scsíalisma og skilur þýska tu;ngu ætti að láta þessa bók vanta í bókasafn sitt. Verð- ið er óvenju lágt. Aðeius 10 krónur. — Fá eintök eftir. Bókaverslunin Heimskringla Laugaveg 38, Sími 2184. HELSKIPIÐ eftir B. Traven »4 höfðu menn ekki reiknað með í björgunarstarfinu. Lamparnir sloknuðu. Bátiur númer tvö sleit sig lausan, án þess að nokk- ur kæmist í hann. j Bátur númer fjögur náðist ekki niður. Hann sat fastu,r. Bátur númer eitt var í lagi, og skipstjórinn. gaf fyrirskipanir til skipshafnarinnar, sem beið eí tir hon- u,m á meðan hann nam sem snöggvast staðar á þih farinuv Það lítur alt-af betur út fyrir sjóréttinum. Einmitt í þessu var bátur nr. 3 gerður sjófær, u,pp í hann hoppaði Stanislav og ég, tveir vélstjórar, heil- brigði negrinn og Daníel, borinn af negranum, sem. hafði bundið skirtu um fót hans. Að síðustu, gátujn við tekið 1. vélstjóra og britann. , Við ýttum; bátnum frá. Skipstjóri var nú kominn í bát sinn, og var honium ýtt. frá skipshliðinni. En áðu,r en hann komst í burtu, slöngvaði heljarstór alda bátnum aftur upp að skipinu. Aftur var reynt að ýta frá. • Alt í einu losnaði eitthvað frá skipinu, og slóst með braki niður í bátinn. Öpin kváðu. við. Síðan v,arð alt hljótt eins og eifcthvert. voldugt afl he'fði hrifsað til sín, kveinin, bátinn og áhöfninai. Við höfðum komist heilu og höldnu í burtu, rérum, ákaft og stefndum til lands. Ferðin var svo sem ekki mikil. öldurnar risu. feíkna hátt og oft slógum við árunumi út í loftið á meðan báturinn riöaði á ölduioppinum. Alt í einu, sagði vélstjórinn, sem sat við árar: — Við erum á g.rynningum. Dýpið er ekki yfir 3 fet. Við erum á kletti. — Það er ómögulegt, sagði fyrsti liðsforinginn. Hann reyndi fyrir sér með árinni oig sagði síðan. — Þér hafið á réttu að standa. Út, út! Hann hafði naumast gefið fyrirskipun sín,a, þegar heljaralda tók bátinn og slöngvaði honum eins og smá fcrébaja með svo miklu, afli upp að kletti, að hann brotnaði í spón. — Stanxslav öskraði ég gegnum grenjandi brimið. Hefirðu nokkuð að halda þér í? — Ekki svo míkið sem hálmstrá, öskraði hann til baka. — Eg syndi til b,aka til flaksins. Það hangir í nokkra daga. Þetta, var ekki svo vitlaus hugmynd. Eg reyndi að halda stefnunni út til svarta, ferlíkisins, sem bar við nætiurhimininn. Og að siðustu komumst við báðir þangað. Við klifr- uðum upp og reyndum að komast niður miðskipa. En það va.r ekki svo auðvelt, því að' niðQmyrkur var í skipinu og a,lt á tjá og tundur. _ , öldurnar risu ótrúlega hátt og virtust fara vax- andi. Við höfðum víst reki-t á um. fjöru því að nú þyrjaiði vatnið að stíga. Empress stóð stöðugt inniklemdur í klettaskoru. — Hún hristist varla, né hrærðist úr: stað, svo fast sfcóð hún. Aðeins þegar sérstaklega stór og kraftmikil alda skálmaði á móti henni, ypti .hún öxlumi, eins og til að hrista ha,na af sér. Svo byrjaði að daga. Sólin, kom upp. Tandurhrein steig hún upp úr hafbaði áínu, hátt mót himni. Fyrst gáðurn við til hafs. En ekkert sást. Enginn virtist hafa lifað af strandið. Ég ga,t ekki ímyndað mér að nokkur hefði verið tekinn upp af öðrum skip- uiii — og Stanislav efaðisfc einnig um það. Við höfð- um ekki séð neitt skip farafram hjá. Auk þess lág- um við ekki við siglingaleiðir.i Skipstjórinn hafði valið þessa, stefnu. rneð það fyrir augumi að komast hjá öllum njósnum. / En þessi skemtun hafði orðið honum dýrkeypt. Iíann hafði hugsað sér friðsamlega. þróun. Hitt hafði hánn aldrei dreymt u,m, að hann kæmxst ekki af msð einn einasta mann af skipshöfninni. XXXXVII. Þegar orðið var ljóst klifruðum við niður í skip- stjórnarklefann. Ég fann þar á gólfinu vasakompás, sem ég kastaði eign miinni á, en afhenti Stanislav hann,, þar sem ég hafði engan vasa til að geyma hann í. Tveir vatnsdúnkar voru í klefanum, svo að ekki þurftum við að kvíða vatnsleysi næstu, daga. Hvort pumpurnar voru í lagi, urðum við að reyna, Kanske var dykkjarvatnsdunkurinn bráðum tómiur. Á Yorikke þektum við hvern hlut, hér var alt svo ókunnugt. En Stanislav fann á sér, hvar hlutirnir

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.