Þjóðviljinn - 03.04.1937, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 03.04.1937, Blaðsíða 2
Ijaugardagurinn 3. apríl 1937. PJOÐVIIiJINN Langar þig til Sovét- ríkjanna í hanst? Verklýðsfundur i Sovétríkjunum Ef svo er, pá býður Þjóðviljinn þér þangað á 20 ára afmæli byltingarinnar 7. nóv. í haust. Sá sem safnar flestum áskrifendum fær ókeypis far til Moskva og Leningrad. (Hverjuiii Dfjiii ástrifanfla fylffi fyriríramcreiösla fyrir 1 mánnö) Jafnframt efnir Þjódviljlnn til happdrættis. Hrer sá, sem útvegar nýjan kaupanda fær happdrættismida. Vinningar: Vandað útvarpstæki, peningar og bækur. — Als 20 vinningar. Takið þátt í verölannasamkeppiii Þjódviljams! S p a rið! Drostes-kakao . ♦ er fínasta og besta kakao veraldarinnar. Sé það soðið í mjólk er það óþekkjanlegt frá ljúf- fengasta suðu súkkulaði. Reynið Deostes- k a k a o Það borgar sigl Einkaumboð fyrir ísland hefir: Kaupfélag Reykj a \ íkur. IVýsIátrað hrossakjöt ^tei^uff og Svið á 1.00 kr. og 1.30 stykkið. Kjöt 70 au. Vs kg. Fiskfars 75 au. V, kg. Ærkjöt 50 — x/s — Bjúga 90 — V* — Grænmeti og paalæg, inargar tegundir. Kjötbúðin Njálsff 23. Sími 4433. Hvepjip eru iéndur þjód- félagsins? Blöð íhaldsins þreytast aldrei á. að hamra þeirri skoðun inn í hug lesenda sinna, að allir þeir, er krefjast róttækra, breytinga á núverandi skipulagi þjóófélags- ins, séu, hættulegir þjóðfélaginu. Rökin fyrir þessari staðhæfingu, ef rök skyldi kallai, hljóða á þá leið, að öll starfsemi slíkra m,anna gangi út á það, að rítfa niður þær stoðir, er núverandi þjóðskipujag hvílir á,. Og þessar meginstoðir, sem íhaldið trúir á, eru: frjáls sanakepni, einkaeign og einkaréttur einstakra ein- staklinga yfir framleiðslutækj- ujium. Ihaldið reynir sjaldnasfc að rökstyðja þennan málflutning sinn með rólegum og sannfær- andi yfirvegunum um hinar andstæðu skoðanir. Málstað sín- um varpar þa,ð fram með ein- hverjum þeim ljótustu orðum, er málafylgjumenn þess hafa yfir að ráða. Og þó skyldi maðuj- ætla, að ef málstaður þeirra manna, er trúa sem heitast á ágæti núverandi þjóöskipulags- form, væri eins góður og þeir vilja vera lá.ta, þá væri enginn .hlutur auðveldari en sannfæra allan þorra manna ujn að svo væri og það. meira að segja án þess að beita sérstökum gífur- yrðum. Það er öllum ljóst, að í, hverju einasta landi er nú þegar framleitt nægilegt af lífsverð- mætiuin fólksins, til þess að full- nægja þörfum þess, og það- meira. að segja á.n þess nálægt því all- ur vinnukraftur, sem fyrir hendi er, sé notaðtur, Og það er enn- fremur vitanlegt, að innan þessa ágæta skipulags gerast svo kyndug fyrirbrigði eins og það, að framleiðslunni er hrúgaðsam- an í vöruskemmur framle ðend- anna„ sem teljast »eiga« þessi verðmæti, á meðan allstór hópur þeirra vinnandi manna, er við framleiðsluna starfa, tærast upp af skorti vegna vöntunar lífsvið- urværis. Þegar svo er komið, að fleiri miljónir verkamanna fá alls ekkert að starfa, vegna, þess að’ atvinnurekenduir hafa ekk- ert við þá að gera, og þeir, sem einhvern starfa hafa, fá svo lág lau.n, að þeir geta ekki keypt þær vörur, sem þeir vinna við að framleiða, nema af mjög skornum ska.mti, safnast vöru- birgðir fyrir og verða óseljanleg- ar. Þá. loka einkaatvinnurekend- ur verksmiðjum sínum og stöðva alla framleiðslu, og miljónum manna er vísað á gu,ð og gadd- inn. Þetta fyrirbrigði heitir á máli íhaldsins: kreppa. Og þessar kreppur verða því tíðari og erfiðari úr lausnar, þess betur sem gengur a,ð framleiða, f ullkomnari framleiðslu'.a. ki, sem alt a£ eru að fjölga, þýða því: fleiri krepputímabil, vax- andi atvinnujeysi, meira böl í, heiminum. Það mætti ætla að menn gætu yfirleifct verið sam- mála um það, að það eitt þjóð- skipulagsform væri gott og sjálf- sagt, sem stuðlaði að velfero allra, er við það hafa. að búa. Og það ætti einnig að liggja í augum uppi, að það .'hlyti að vera eitthvað meira en lítið bogið við skipulag þeirra þjcðfélaga, þar sem allar vöruskemmur eru, yfir- fullar af matvælum og öðrum lífsnauðsynjum fólksins en sam.t sem áður lifði alþýða, manna. við sárustu örbirgð eða jafnvel fær- ist úr hungri. En þett:a er það, sem nú ger- ist u,m allan heim í, skipulagi einkaframtaksins og hinnar frjálsu samkepni. Hvernig getur nú þetta ástand skapast o,g hvernig getur sú skcðun verið til, að það gangi glæpi næst að krefjast endurbófca á þessu á- etandi? Frá. sjónarmiði þeirra, er aðhyllast. róttækar breytingar á formi þjóðfélags'ns, er það einkaeignaréttur og umráðarétt- ur yfir framle ðslutækjunum.. Og rökin eru einfaldlega þessi í sfcuttu, máli: Einkareksfcurinn hugsar fyrst og fremst um að framleiða í þeim tilgangi að auðga eigendur sín.a„ Atvinnu- rekandinn vill framleiða mikid með litlum tilkostnaði. Hann borgar verkamönnum sínum eins lágt kaup eins og hann kemsfc áfram með, og hann fx’amleiðir alls ekki með hagsmuni ne.yt- enda fyrir augum. Því, stöðvar hann rekstur sinn, ef hann tel.ur að ekki horgi sig fyrir sig »prí- vat« að halda honum gangandi. Hann lætur sér hag og afkomu verkamanna í léttu rúmi liggja. Á þennan hátt gerist það, að verðlmætin liggja í haugum óselj- anleg eða eru stundum í bjarg- ráðaleysi brend eða fleygt í sjó inn, en alþýðan lifir við meiri eða, minni skort. Þannig er á- stand hins kapitalistíska heims, ástandið í þjóðfélagi einkafram,- taksins'. Af hverju, mundi þá vera svo glæpsamlegt að gera kröfur til endu,rbóta á þessu ástandi með endrrbótum á formi þjóðfélags- ins, svo glæpsamlegt að slíkir verði taldir hapttulegir þjóðfélag- inu? Og hvað þýðir að vera h tiuleíur í þjóSfélaginu? Þali mundi með fullum rétti mega kalla, þann .hættulegan, sem með starfi sínu, mjðaði að því, að auka vanlíðan og ófarnað al- mennings í, landinu. Hlutverk þess kerfis, sem nefnt er þjóð- skipulag á að stuðla að alm.ennri velí'erð einstaklinganna, er byggja það upp. Þeir menn gætu því talist hættiujegir, er störfuðu, í apd- stöðu við þá hugsjón. En með hvaða rökum er hægt að kalla þá, er kreíjast gagngerðta. breytinga á núverandi þjcð- skipulagi, hættulega? Alls eng- um, Þeir benda á, að sjálfsögðu, að þegar meir en nóg er til af [ þeim verðtnætum. sem fólkið þarfnast, til þess að geta lifað sómasamlegu lífi, þá er það herfilegasta skiplagsleysi að kenna að fólkið skuli farast úr hungri eða líða skort mitt í. alls- nægtumi. Þeir krefjast u.mráða- réttar og sameignar fjöldans yf- ir framleiðslutækjunium, með þeimi rökstuðningi, að þá fyrst verði farið að fraffileiða með hagsmuni alþýðu,nna,r fyrir aug- um. Og þeir geta stutfc mál sitt m,eð því, að benda á, að í þeim hiuta heimsins, þar sem alþýð- an sjálf ræðu,r yfir sínum fram- leiðslutækjum, þar vex með ári hverju; .hin efnalega og menning- arlega velmegun, þar þekkist' engin kreppa, ekkert atvinnu- leysi. Þar blómgast lífið og grær meðan í. hinum hluta, heimsins gengur þróunin aftur á bak. — Þess betur sem gengu,r að fram- leiða, þess meira atvinnuleysi, meira hungur, hrörnun menn- ingarlífs —- fullkomin dauða- merki, vonleysi — örvænting. Og svo á að ganga glæpi næsfc að krefjast breytinga á þessu ástandi. Hættúlegir þjóðfélaginu verða þeir — og þeir einir — semi standa, gegn því að alþýðan taki völdin I sínar hendur, íái yfir- ráð yfir þeim íramleiðslutækj- um er hún starfar við og njóti sjálf þeirra verðmæta er hún framleiðir: með vinnuorku sinni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.