Þjóðviljinn - 03.04.1937, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.04.1937, Blaðsíða 4
SjB Ny/a Hj'io a§ Dóttir uppreisn- armannsins (The littlest Rebel) hrífandi ajnerísk kvik- mynd frá Fox félaginu. Aðalhlutverkið leikur * undrabarnið Shirley Temple. Sýnd í kvöld kl. 6 og 9 BARNASÝNING kl. 6 Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4. Orrboi*ginní Næturlæknir Kristín Ölafsdóttir, Ingólfs- stræti 14, sími 2161. Næturvörður er í Ingólfs og Laugavegsapó- teki. Utvarpið 12,00 Hádegisútvarp. 19,20 Hljómplötur: Létt lög. 19,30 Pingfréttir. 20,00 Fréttir. 20,30 Kvöldvaka: a) Guðmundur Friö- jónsson skáld: Kvæðalestur1 b) ungfrú Rannveig Tómasdóttir: Frá Rústum Pompei-borgar; c) Frá Grímsey til Akureyrar, Hrakningasaga eftir Björn Guð- mundsson í Lóni (Björn Har- aldsson); d) frú Anna Gu.ð- mundsdóttir: Saga eftir Þ. P. P. Ennfremur sönglög. 22,10 Dans- lög (til kl. 24). Skemtun Núpverjar, Reykhyltingar og Hvítbekkingar hafa, skemtifund í Oddfellowhúsinu í. kvöld kl. 9. Sjóðir prentarafélagsins. Framhald af 3 síðu. aura á viku hverri. Sjóður þessi hefir nú starfað síðan 1924 og voru eignir hans í árslok 1936 kr. 10 669,65. Það hefir ríkt mjög mikill á- hugi fyrir þessu máli hjá mörg- um af framsýnustú mönnum fé- lagsins, enda er starf H. 1. P. orðið umfangsmikið og áhugi vaknaður, einkum meðal yngri manna, fyrir því að. a,uka það á ýmsan hátt stéttinni til menn- ingarlegra íramfara og ætti eig- in bústaður að geta orðið hinn traustasti hornsteinn þess. EUistyrktarsj óður. Með stofnun Ellistyrktarsjóðs- ins er lagður grundvöllur að Skipafréttir Gullfoss fór frá Kaupmanna,- höfn í gær, Goðafoss er í Hull. Brúarfoss er fyrir norðan, Detti- foss var i Hafnarfirði í, gær, Lagarfoss er í Khöfn, Sókn heldur skemtun í Alþýðuhús- inu við Hverfisgötu í kvöld kl. 9 e. h. Meðal annars segir Hall- dór Kiljan Laxness ferðaminn- ingar og Jóhannes úr Kötlum les upp. Á eftir verður dansað fram eftir nóttu. Aðgöngumiðar kosta 2,50. Sundfólk það sem æft hefir hjá Ármann, K. R. og Ægi að undanförnu, er beðið að mæta á sundæfingu í sundhöllinni n. k. mánudag kl. 9 síðd. Sendisveinar Aðalfundur Sendisveinafélags Reykjavíkur verður haldinn á mánudaginn 5. apríl kl. eítir hádegi í Iðnó (uppi). mjiög merkilegu starfi, sem eins og nafnið bendir til hefir það að markmiði að tryggja þeim, sem sjitið ,ha,fa kröftum sínum í þágu prentiðnarinnar, sæmilega lífsafkomu, þegar heilsan dvín og starfsþrekið fjarar út. . Samkvæmt réttmætum kröf- um verkalýðsins nú á, tímum er það auðvitað hlutverk þjóðfé- lagsins að veita vinnuþegnum1 sínum þessa tryggingu á efri ár- um. Eh það hefir farið hér um þessi miál, sem viðast annars- staðar að sá tryggingarstofn, sem verkalýðurinn með striti sínu hefir skapað, liggur í eyðslusjóðum yfirstéttarinnar, sem varðir eru fyrir alþýðunni með stáli og ströngum lagafyrir- mæl.um. Prenturum þótti ekki vænlegt að bíða þess að úrlausn hins op- inbera á ellistyrktarmálum al- mennings yrði tekið til meðferð- ar, enda er það nú komið á dag- inn, að þær aðgerðir, sem, átó hafa sér stað í: þessa átt, eru iangt frá því að fullnægja þeim áformum, sem prentarar hugð- ust að framkvæma til. styrktar meðlimum sínum. Það er fyrst árið 1926, sem Jón Þórðarson vekur máls á sjcðmyndun þessari, en það er ekki fyr en 1929, sem fyrir at- beina Magnúsar H. Jónssonar er gengið endanlega frá stofnun sjóðsins. Svo sem: fyrr getur eru þá veittar 10 000,00 kr. úr at- vinnuleysisstyrktarsjóði auk rúmrai 1400,00 kr. úr deildar- sjóði Reykjavíkurdeildar H. I. P., um, leið og deildarfyrirkomu- lag félagsins var afnumið í þeirri mynd, sem: það hafði verið umi skeið. Tilgangur sjóðsins er að. styrkja félagsmenn, sem orðnir eru sextíu ára, svo þeir geti hætt störf um að nokkru eða cllu. Ennfremur. hefir sjóðurinn heimild til að styrkja yngri fé- laga ef nauðlsyn krefur og ó- vinnufærir eru, sömiuleiðis ekkj- ur félagsmanna ef þær eiga fyr- ir börnum að. sjá innan 15 ára aldurs, svo og aldraðar ekkjur, Ixitt barnlausar séu__Hver fé- lagi greiðir 50 aura á viku til sjócfeins. 1 reglugerð hans var það ákveðið að. hann tæki til starfa, er hann væri orðinn 50 000,00 krónur og var því horfið að því ráði 1934 að veita sjóðnum úr Atvinnuleysisstyrkt- arsjóði það fé, sem á vantaði að hann gæti hafið starf sitt. Sjóð- urinn styrkir nú 5 félaga og greiðir kvæntum kr. 30 á viku, i en einhleypum kr. 25. Frá 1929 að sjóðurinn var stofnaður hefir iðgjaldagreiðsla til hans numið um 18 000,00 kr. Styrkir, frá 1934, nema 8 125,00 kr. og eignir sjóðsins í. árslok 1936 nemia, kr. 59 833,33. Þótt Ellistyrktarsjcður H. I. P. hafi enn sem komið er ekki náð því marki að fullnægja styrkþörf þeirra meðlima sinna, er sakir elli eða annars verða að hverfa frá vinnu, er árangurinn af starfi hans furðulegur á jafn- skömimumi tíma. Og sá eindregni áhugi, sem nú ríkir í félaginu fyrir eflingu þessarar mikil- vægu stpðar, m;un áreiðanlega tryggja vöxt hans og fullkominn árangur í nánustu framtí.ð. Þetta stutta yfirlit um sjóði H. 1. P. er enganveginn full- nægjandi þeim, sem kynnast vilja til nokkurrar hlýtar þessu umfangsmikla starfi, þetta eru aðeins veigamestu atriðin og ætti að. geta orðið þeim hvatn- ing, sem rekja vilja og hagnýta árangra djörfustu sporanna, sem stigin hafa verið í þessa átt af íslenskum verkalýð. Stefán ögmundsson. Orárándóttur Conklin-sjálf- blekungur tapaðist í Útvegs- bankanum. Skilist til Ölafs Fríð- ríkssonar. & Gamlar5ió Æ. Romeo og Júlfa eftir William Shakespeare Aðalhlutverk: NORMA SHEARER og LESLIE HOWARD. Leikfélag lleykjavíkur „Madur og kona“ SÝNING Á MORGUN KL. 8. Lækkað verð. Aðgöngumiðar seldir frá kL 4—7 í dag og eftir kl. 1 á morgun. SIMI 3191 Hvítkál, Rauðkál, Rauðbeður, Gulrætur, Selleri, Rófur, Kartöfiur. Yersl. Kjöt & Fiskur Símar 3828 og 4764. Ungherjar. YNGRI DEILDIN heldur skemtifund á sunnudag kl. 1. ' Kakaodrykkja. Mætið öll, hafið 10 aura með. STJÖRNIN NOIRÁINI. Kyrrahafsœfintýri eftir Frank Norris. I. Mamnrán. Þetta er saga um bardaga, að. minsta kosti eitt morð, og þó nokkra vqfveiflega dauðdaga. Það samir því vel, að hún byrji í teveislu, þar sem loftið er þrungið angan af dýrum ilmvötnum og ferskum Caro- line-Testiout-rósum'. Þetta á,r höfðu óvenju margar unga,r stúlkur gerst þátttakar í veislulífi San Fransiscóborgar, og það gekk ekki á öðru en stöðugum teveislum og samkvæm- um hjá heldra fólkinu, Teveisla sú er hér um ræðir, var haldin til heiður.s Josie Herrick, í tilefni þess að hún hafði náð því, þnoskastigi, að. hér eftir mátti hún ganga með uppsett hár og í síðum kjólum, og hafa sinn gestadag alveg út af fyrir sig, óháðan gesta- degi móðujr sinnar. Þenna dag sem teveisla Josie Herricks átti að. verða, kom Ross Wilbur heim til hennar seinni part dagsins. Þegar inn í anddyrið kom, sá hann sér til skelfingar, að fataherbergið var fult af kvenhöttum og yfirhöfn- um, og aðeins einn einasti pípuhattur var sjáanlegur. ' — Ég hefði átt að geta sagt mér það sjálfur, að hér yrði ekki annað en kvenfólk, altaf, til klukkan sex, huigsaði hann meðan hann var að fara úr frakk- anum. Og líklega þekki ég ekki helminginn af gest- unum, þa,rna eru auðvitað vinkonur móður .hennar, allar ógiftu frænkumar, allar kenslukonurnar frá því fyrsta, og svo framvegie. Og þegar inn kom, þá, var alt eins og hann hafði .búist við. Fyrst gekk hann til ungfrú Herrick, sem var önnum kafin að taka á móti 'gestunum, ásamt móður sinni, og þær fóru strax að sttíða honum á því, hverau, einma,nalegur hann væri. — Mér er sama hvort þið trúið því-, sagði Ross Wil- bur, en ég er dauðfeiminn, og forða mér undir eins og ég sé mér færi. Líklegast færi ég strax, ef ég ætti ekki von á einhverjum, matarbita. — Auminginn, sagði ungfrú Herrick. Það hljóta að vera einir tveir tímar síðan þú borðaðir. En komdu, hérna með mér, ég skal. reyna að finna þér súkku- la,ði, og ef þú ert sérstaklega þægur og góöuir, skaltu fá fyltar ólífur. Ég fékk mér þær af því ég vissi að þér þóttu þær sælgæti. Auðvitað ætti ég að standa í, stöðu minni og taka á móti gestunum, en ég held að ég steli nokkrum mínútum handa þér. Það var ekki greiðuir gangur yfir að borðunum, þar sem hressingarnar voru á boðstólum, en þegar þang- að kom fékk Wilbur bæði súkuklajði og fyltar ólífur eins og hann langaði í. Svo settust þau út í glugga- skot og spjölluðui svolítið saman, Wilbur hafði disk með. ávöxtum á hnjánum. — Eg hélt að þú ætlaðir að fá, þér segltúr méð Ridgeway-fjölskyldunni í dag, sagði ungfrú Herrick. Frú Ridgeway sagði mér að. þú mundir fara með. Þau verða- á »Petrel«. — Þar hafa þau reiknað skakt, svaraði Wilbur. Þú varðst á undan, og þó að svo hefði ekki verið, held ég að ég hefði slept sjóferðinni. Og hann leit brosandi til hennar. — Þú ert laglegur karl, sagði hún, en bætti svo strax við: En nú verð ég að fara, Ross. — Eins og þú getir ekki beðið þangað til ég er búinn með súkkulaðið mitt«, sagð.i Wilbur og lést vera gramur. Annars, Josie, — hann hrærði va,n,dlega í bollanum, — ætlar þú á, báUið í, kvöld?« — Ballið í: klúbbnum? Já, ég ætla þangað. — Viltu lofa mér fyrsta og síðasta dansinum,? — Ég skal lofa þér þeim fyrsta, seinna getum við talað um þann síðasta. — Lof mér að skrifa það strax, annars gleymir þú því, sagði Wilbur, og tók tvö kort úi* veski sínu. — Það er orðið ómóðins að nota ballkort, sagði ung- frú Herrick. — Þó er það enn meira gamaldags að gleyma lof- uðum dapsi. — Ha,nn skrifaði á kortin. Á þvíi sem hann hélt eftir, stóð: »Fyrsti vals, Josie«. — En nú verð ég að fara og hugsa um hina gest- ina, sagði ungfrú Herrick, og stóð á fætiur. — Þá læðist ég út. Ég er .hrædduir við kvenfólk. — Æ, auminginn þinn! —,Já„ það er satt. Ég er óhræddur við eina og eina. En þegar þær eru komnar saman í, hóp, eins og hér, hann benti yfir að. stofunum, sem fullar voru af gestum; þá er mér öllum lokið. /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.