Þjóðviljinn - 05.05.1937, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 05.05.1937, Blaðsíða 3
ÞJÖÐVILJINN Miðtvikudaginn 5. maí 1937. þJÓQVILJINN MálRarn Komiuúnlstallokks tslands. Rttstjórl: Einar Olgeirsson. Rltstjóm: Bergstaðastræti 27, slmi 2270. Afgrelðsla og auglýslngaskrlfsti Laugaveg 38, simi 2184. Kemur út alla daga, nema mánudaga. Askrlftargjald á mánuðl: Reykjavik og nágrenni kr. 2,0( Annarsstaðar á landinu kr. 1,25 I lausasölu 10 aura eintakið, Prentsmiðja Jðns Helgasonar, Bergstaðastræti 27, siml 4200. „Flokkurinn vill að sett verði vinnu- löggjöf. . . . “ Þessi setning úr kosninga- stefnuskrá Sjálfstiæðisflokksins og svörtu fylkingarinnar er þess verð, að hver einasti verkamað- ur leggi sér hana rækilega á hjarta fyrir kosningarnar, sern í hönd fara. ölafur Thors hikar ekki við að láta þessi orð standa sem áberandi lið i þeim »bar- áttumálum« verkalýðsins, sejn Sjájfstæðisfl, sem Svarta fylk- ingin ætlar sér að vinna þessar kosningar á. Verkfallsrétturinn er helgasti réttur verkalýðsins, fyrir þenna rétt hafa þúsundir alþýðumanna um allan heimi orðið að láta lífið, í harðri og hlífðarlausri baráttu við erlenda flokksbræður ölafs Thors, við erlenda íhalds- og fasistaflokka. Fáir þeirra hafa verið svo ó- , svífnir, að koma fram fyrir kjós- 1 endur, fram fyrir verkamenn, og lýsa því yfir semi helsta stefnuskráratriði sínu í verka- lýðsmálum: »Flokkurinn vill að sett verði vinnulöggjöf ...« Islenskur verkalýður hefir sýnt það, að .hann kann að meta verkfallsréttdnn, hann hefir sýnt ölafi Thors og flokksbræðrum hans fyr og síðar, að hann læt- ur ekki taka þenna rétt af sér. Vinnulöggjafarfrumvörpin runn- in undan rifjum Eggerts Claes- sen og atvinnurekendafélagsins, sem flokkur ölafs Thors hefir borið fram á, þinginu, haf a mætt svo sterkri mótspymu verkalýðs- ins, að þau ,hafa aldrei náð fram að ganga. En — »flokkurinn vill að sett verði vinnulöggjöf«. Sjálfstæð- isflokkurinn, svarta fylkingin hans ölafs Thors,, vill að verka- lýðshreyfingin verði lömuð og á- hrif hennar eyðilögð, af því að róttæk verkalýðshreyfing er það vald, sem þyngst verður á met- unumi i baráttunni gegn fasism- anum, gegn þeirri ógnarstefnu sem ölafur Thors og íslenska auðvafdið vill koma hér á. Komist ihaldið í meiri hlula við lcosningarnar, pá er úti um frelsi verkalýðshreyfingarinnar. Og vinstri meirihluiti á þing- inu í haust er óhugsandi nema að atkvæði Kommúnistaflokks- ins notist; og hann fái þá þrjá. til fjóra þingmenn, sem honum ber með réttu. Við kjörborðið 20. júní rnunu islenskir verkamenn svara Ölafi Thors, forsela svörtu fylkingar- innar,, sem lýsir því blygðunar- Ern það blekkingar, scm eiga að bjarga alþýðmmi Sjálfsagt hefur mörgum, sem lesið hafa Alþýðublaðið upp á síðkastið, og ekki síst núna eft- ir kröfugönguna, orðið á að spyrja eitthvað líkt þessu. Það er ekki meiningin að fara að deila hér um hvor kröfugang- an hafi verið stærri. Það veit allur sá fjöldi manna, sem horfði á. Það er engu blaði megnugt, að falsa lifandi stað- reyndir fyrir fólkinu, sem horf- ir á þær. Við kommúnistar gleðjumst ekki yfir því, hvemig kröfuganga foringjanna fór. Við hörmum það, vegna fólks- ins sjálfs, sem á framtíð sína undir forustu þeirra. En það mun margur hafa vænst þess, að reynslan mundi þoka þess- um mönnum eitthvað í áttina til veruleikans, að vandamálum alþýðunnar. Og mér fanst út- varpsræður þeirra um kvöldið benda til þess. En það hefur kannske ekki verið hægt að fá St. Jóh. til að nefna á fjórða þúsund, þó Jónasi Guðmunds- syni velgdi ekki við því í fyrra, enda hæfði þar böggull skamm- rifi, líkt og Stefáni Péturssyni hæfði það vel á Austurvelli, að segja, að Alþýðutryggingamar væm það besta, sem þessi þjóð hefði eignast. En þó St. Jóh. væri stirður á tölunum, þá komst Alþýðublað- ið upp í á þriðja þúsund, með kröfugönguna. Þetta spillir síð- ur en svo fylgi kommúnista, en það hefur sínar hættulegu hlið- ar fyrir því. Breiðfylkingin, siðleysisfylk- ingin, hún brosir og væntir góðs af, en það má segja, að verka- mennirnir séu lostnir skelfingu. Það má segja, að það sé eitt höfuðatriði, sem skilur á með þeim, sem stjóma Kommúnista- flokknum og Alþýðuflokknum, að ef stjórn Kommúnistafl. verður þess vör, að eitthvert víxlspor hafi verið stigið í henn- ar pólitík, eins og náttúrlega alla hendir, þá er það fyrsta verkið, að gagnrýna þetta hlífð- arlaust, bæði stjórnin sjálf og allur flokkurinn og taka svo upp það, er sannara reynist. Sá flokkur, sem vanrækir þetta boðorð, hann getur aldrei unn- ið heill almennings. Hvemig hefur nú stjórn Al- þýðuflokksins snúist við, þegar hún hefur beðið réttlátan ósig- ur, t. d. í samfylkingarbarátt- unni og tryggingarmálunum og nú síðast 1. maí? Hefur hún gagnrýnt sjálfa sig og tekið þá stefnu, sem fólkið vildi? — Nei. laust yfir að hann vilji að sett verði þrælalög til að kúga verk- lýðshreyfinguna, — svara hon- umi með því að senda inn á Al- þingi fujltrúa Kommúnista- flokksins, þess flokks sem altaf hefir barist; heill og óskiptur fyr- ir frelsi verkalýðshreyfingarinn- ar og gegn hverskonar þrælalög- ujn. Eftir Gðngu-Hrólf. 1 hvert einasta skifti, sem þess- ir menn bíða lægra hlut fyrir réttum málstað ogviljafólksins, þá svara þeir með nýjum blekk- ingum og strákslegum aðferð- um. Því er það, að við spyrj- um: Eru það blekkingar, sem eiga að bjarga alþýðunni? Héðinn Valdimarsson, stærsti kraftur í Alþýðuflokknum! Ef ég ætti eina ósk, þá skyldi ég sverja að nota hana til þess að leiða þig með hulinshjálm ofan á „Skýli“, svo þú gætir heyrt til verkamannanna sjálfra og séð, hvert þú ert að leiða þá, því ég efast um að þú vitir það. Þið stjómendur Alþýðufl. er- uð búnir að missa alt lífrænt samband við verkamennina sjálfa, líftaugina, sem tengir fólkið og foringjana saman. Þið látið aðra færa ykkur all- ar fréttir af verkamönnunum og verið getur að þær sagnir séu stundum sagðar á þann hátt, að þær séu meira til hagsbóta fyr- ir sögumanninn en verkamenn- ina. Þetta þykir nú kannske ekki fallega sagt, en ég ætla að benda á það, að þurfamenn voru ekki æfinlega verri en aðrir, en þeirra lifibrauð var að laga sögur og fréttir þannig í hendi sér, að þeim líkaði vel, sem á hlýddu. Ég set fram þessa gagn- rýni nauðugur og ég geri það af bróðurhug, af því að þetta verður að segjast úr því, sem komið er, ekki af haturshug eða hefnigirni. Héðinn Valdimars- son! Ef þú vissir hug þeirra til hins hróplega afstyrmis Alþýðu- trygginganna. Ef þú sæir þá, sem Alþýðublaðið hefur mest blekt um þessi mál, fálma eftir Aðalfundur Kaupfélags Ey- firðinga var haldinn á Akureyri dagana 3. og 4. þessa. mánaðar. Sæti áttu á fundinu,m 129 full- trúar frá 23 deildum. — 1 árs- lok 1936 voru félagsmenn alls 2561. Hafði þeim f jölgað á árinu um 154. Þrátt fyrir þessa fjölg- u,n félagsmanna hafði sala er- lendra vara ,miinkað til muna á árinu, og kom það af mjög tak- mörkuðum innflutningi vegna innflutningshaftanna. Sala er- lendra vara og innlendra nam samtals kr. 2.372.000.00. Iðnfyrirtæki félagsins hafa öll aukið framleiðslu sína og nokk- u,r þeirra að miklum mun. Á- kveðið var að greiða arð, 8 af hundraði, til félagsmanna af á- góðaskildumi vörum, kornvöru; kaffi og sykri. Ennfremur var ákveðið að greiða arð, 8 af hundraði, af seldu, brauði og einnar krónu, uppbót á hvert, kolatonn selt til félagsmanna. fasismanum eða íhaldinu, eins og druknandi maður grípur í hálmstrá, þá hlytirðu að snúa aftur. Eg vil aldrei trúa, að þú viljir með köldu blóði leiða ís- lenska alþýðu á höggstokkinn. Og náttúrlega verður þú sjálf- ur að fylgja. Ef fasisminn kemst hér á, þá verða nógir til að taka við þínum umboðum og til að letra boðorð fasismans á líkama þinn. Þið segið, að íhaldið hérna sé svo meinlaust. Spyrjið þið bara hann Guðjón Baldvinsson og Sigurð Guðmundsson um ástar- atlot þess, og er það sjálfsagt lítið „kelirí" á við það, sem þið stærri fáið. Reykvískir verkamenn, hafið vit fyrir ykkur sjálfir. Sverjið að rétta íhaldinu aldrei ykkar minnsta fingur. Slík örvinglim og ringlun í hugsun má aldrei grípa okkur. Við erum búnir frá fyrstu tíð að reyna höfðingja- vald og íhald og útkoman hefur altaf verið sú sama. Haldið þið, að íhaldið hafi batnað? Nei, á blómatímunum var það skárst, eins og rándýrið, sem er satt og liggur á bráðinni, en rándýr, sem er að missa bráðina, þýðir fasisma. Hugsið þið hvað það þýðir fyrir ykkur sjálfa, fyrir börnin ykkar og fyrir alt, sem þið unnið heitast. Svar okkar til auðvaldsins og allra, sem vilja blekkja okkur, er það, að fylkja okkur þéttar saman um okkar bestu menn í verklýðshreyfing- unni og heimta af þeim, að mál- efni okkar séu leyst með vinstri pólitík. Það er vegurinn út úr villimenskunni. Göngu-Hrólfur. Sala aðallandbúnaðarvara og sjávarafurða hafði gengið greið- lega. Ákveðið var að bæta upp verð á vörum þessum til félags- manna, þannig að endanlegt vero í reikninga verður: Vorull nr. 1 kr. 2.90 kílógramm og gærur kr. 1,60. Meðalverð mjójkur verður 18,54 eyri lítri. Kjöt-uppbótin er ekki endan- lega ákveðin. Alls nemur arður og uppbæt- u,r, sem aðalfundur hefir ákveðið að greiða félagsmönnum síðast liðið ár kr. 175 þúsund. Ástæður félagsmanna gagn- vart félaginu bötnuðu allyeru- lega á árinu„ Innstæður þeirra í reikningum, stofnsjóðum og innlánsdeild nema nálægt einni miljón króna umfram. skuldir og hafði sá mismunur hækkað um 145 þús. krónur á árinu, sem leið. (F.XJ.) Jr/udrí&ínc^r (m Fyrir nokkru síðan fékk Al- þýðublaðið ungan og duglegan ritstjóra. Svo alment var viður- kendur dugnaður hans, að síðan hefur Alþýðuflokkurinn unnið sín mestu afrek í Alþýðublaðinu, og þuí ekki þótt eins nguðsynlegt að< gera það annarsstaðar. Þann- ig hefir skapast heM heimur við hlið verideikans, heimur Al- þýðublaðsins, og í þeim heimi er það eins og í drawmheimum, að alt getur skeð, ekkert er ómögu- legt. 1 þessum draumheimi Alþýðu- biaðsins er t. d. liægt að lóka Súezskurðinum til þess að hindra stríðið í Abessiníu, en Súezskurðurinn í heimi vendeik- ans er jafn opinn og áður. Og í þessum heimi er þaý hcegðar- leikur að< gera Kveldúlf upp, hreinsa til í Landsbankanum, vinna sveitirnar í viðbót viö kaupstaðina, þurka út Kommún- istaflokkana, bæði hérlendis og erlendis, og þar, í draumhevmi Alþýðublaðsins, er það hœgðar- leikur að fara voldugar kröfu- göngur um Reykjavikurbœ, hve- nær sem er, halda kröfugöngur og útifundi, þar sem alþýðan fagnar sjúkratryggingunum og hyllir þá foringja, sem hdfa f ært henni annað ei-ns hnoss. En það þarf ekM að taka það fram um þetta sem allir Reykvíking- ar þekkja, að í heimi vendeikans er öðru vísi um að litast. Aftur á móti þótti rétt að taka það fram með Súezskurðinn að hann væri opinn ennþá, af þv{ að hann er svo langt í burtu. En hvað verður þegar þessir menn vakna? Ætli það verði ekki við vondan draum? Því að verkalýðurinn lifir í veruleikans heimi, en ekki draumheimi Al- þýðublaðsins, og úti i þessum vendeikans heimi eru verka- menn að taka höndum saman þrátt fyrir mismunandi stjórn- mádaskoðanir, til baráttu gegn höfwðóvini verkalýðsins, íhaldi og auðvaldi. En þeir sem lifa í d.raumheimi' Alþýðiublaðsins, rumska ekki, vita ekki um neina fasistahættu, vita ekki um neina kommúnista, þó að þeir séu altaf aé skamma þá. Þá heldur áfram að dreyma i Alþýðublaðinu. En fólki:} er hætt að fylgjast með i draumum þeirra. Flokksskrif- \ stofan er í Hafnarstræti 5 (Mjólkurféiags- húsinu) herbergi nr. 18. Félagar koruið á skrif- stofuna og greið- ið gjöld ykkar. Stærsta kaupfé- lag á landinu Frá aðalfundi Kaupfélags Eyfiröinga

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.