Þjóðviljinn - 05.05.1937, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 05.05.1937, Blaðsíða 2
Miðvikudagínn 5. maí 1937. í> JÖÐVILJINN Karl Marx 1818 — 1 dag eru liðin 119 ár frá fæð- ingu Karls Marx, þess manns, sem meira en allir aðrir hefir mótað sósíalismann og verklýðs- hreyfinguna, þess manins,. sem hefir á undanfornum árum ver- ið mest umtalaður allra mianna, mest hataður og einlægast virt- ur og dáður. Hann hefir hlotið það hlutskipti, sem aðeins fell- ur í hfut mikilmenna að stækka og vaxa eftir því sem tímar liðu, Karl Marx var fæddur 5. maí 1818 í Trier í Rínarlöndum. Fað- ir hans var Gyðingur, en snérist til kristinnar trúar meðan son- ur hans var á unga aldri. Ungur hóf Marx nám við ýms- ar af helstu, mentastofnunum landsins og lagði einkum sturnl á heimspeki og sögu. Námsár hans voru umbrotatímar í þýsku þjóðlífi. Hinir yngri menn gagn- rýndu skarpt .hughyggju Hegels, hina ahsolutu ríkishei.mspeki Prússlandg, Marx skipaði sér undir merki þessára ungu brauti- ryðjenda, sem drógu, meira og minna byltingarsinnaðar fræði- kenningar út af heimspeki Heg- els. Marx hugðist að verða, próf- essor að loknu námi,. en trúar- bragðagagnrýni hinna yngri manna átti litlum vinsældum a3 fagna hjá yfirvöldunum. Marx réð það því af að gerast blaða- maður. Störf hans við blað sitt komu. honum í náin kynni við hag og aðbúnað alþýðunnar. Rit- aði Marx um þetta nokkrar á- gætar greinar, þar sem hann flettir miskunnarlaust ofan af þeim órétti, sem alþýðan, eink- um bændurnir eiga við að búa í ríki junkaranna. Greinar þessar vöktu athygli yfirvaldanna.. Þau sáu í Marx hættujegan byltingamann og hann varð að hrekjast úr landi. Marx settist nú að í París og byrjaði að gefa út róttækt tíma- rit. Hér kyntist hann hinum ýmsu strarmum sósíalistískra draumóra, sem þá voru u,ppi með Frökkum Marx batt um fárra á,ra skeið vináttu við hinn helsta af forvígismönnum franska s '>sí- alismans, Pierre Proudhon. Par kyniisti .hann ennfremur hinu heimsfræga skáldi Heinrich Heine og fór hið besta á með þeim, hvað st,órnmáiaskcðanir snerti. Dag nokkurn kom til Parísar unguj* þýskur verksm'ðjueig- endasonur. Hann hafði þá dval- ist um hríð í Englandi og hafði á prjónunum bók, u,m kjör enska verkalýðsins. Pessi ungi verk- smið'ue:gandasonur hét Fried- rich Engels og frá þeim degi sero fundum hans og Marx bar sa,m- an í París verður saga þeirra ekki rakin öðru vísi en á sama blaði. 1 nærri 40'ár eða til dauða Marx voru þeir órjúfandi vinir og samverkamenn. Störf þeirra urðu svo nátengd að hvorugur er hugsanlegur án hins. En þýsku yfirvöldin voru ekki 5. mai búin að gleyma Karli Marx. Þau fóru þess á leit að franska stjórnin vísaði ýmsum Þjóðverj- um úr. landi, sem þá dvöldu í París. Meðal þeirra voru Kar! Marx, Heinrich Heine og ýmsir fleiri. Franska stjórnin vísaði þeim flestum úr landi, en treysti sér þó ekki til að verða við ósk Prússa, hvað Heine snerti sakir þess frægðarorðs, sem fór af honum. Marx fór nú-til Brussel og á.tti þar heima næstu á,rin. Hélt hann nú áfram ritstörfum sínum og fékkst einkum við hina heim- spekilegu hlið efnishyggjunnar og hina efnalegu söguskoðun, sem nú var að mótast í huga hans fyrir langvinnar rannsókn- ir. Hér byrjaði Marx ennfremur að skipuleggja hin róttæku, fé- lagsöfl til baráttu gegn aftur- haldi og kúgun. 1846 gekkst Marx fyrir stofn- pn verklýðgfélags meðal þýskra manna sém vöru búsettír í Brussel. Árið eftir 1847 var stofnaður í London hinn fyrsti vísir til alþjóðlegra verklýðssam- taka. Nefndist félagsskapur þessi » Kommúnistaband alagið« (Bund der Kommunisten). Sá maðuir sem átti mestan þátt í stofnun þessa bandalags var Karl Marx, enda var honum og Engels falið að rita stefnur skrána,. Stet'nuskrá þessi, »Kom.múnist,aávarpið« kom svo út í ársbyrjun 1848. Með þessari bók kemur sósíalisminn fyrst fram á sjónársviðið, sem hei!- steypt og þrapthrgsað fræði- kerfi. Bók þessi markar tímamót í sögu sósíalismans. Með henni var búið að vinna úr .þeirri deiglu og baugabrotum sem, fyrir hendi var 1 félags- og fram- leiðsluháttum þjóðfélagsins. — Vopnið í frelsisbaráttu updir- stéttanna var fujlsmíðað og feng- ið alþýðu allra landa til baráttu gegn auðvaldi og áþján. 1 ársbyrjun 1848 braust út bylting í Parísarborg og bárust öldur hennar með ótrúlegum hraða út yfir Evrópu,. Marx grípur tækifærið og fer heim til Þýsklands, til þess að berjast fyrir málstað byltingarinnar. En verklýðsstéttin var enn ekki vax- in svo úr grasi, að hún gæti orðið hið afgerandi afl, sem knúði fram sigur hinna undirokuðu. Borgarastéttin var innbyrð’is sundurþykk og deig til fram- kvæmda. Byltingin hlaut því að renna út í sandinn og kafna í blóði updirstéttanna,. Marx varð því að hverfa úr landi í annað sinn. Einn var för- inni heitið til Parísar. Nú á.tti Marx ekki framar afturkvæmt til Þýskalands og frönsku yfir- völdin þorðu ekki að ,hýsa hann fyrir ofríki Prússa. Var því ekki um annað að ræða en að fara til Lundúnaborgar, þar sem Marx dvaldi tíl æfijoka. Koman til London var Marx erfið, hann var landfl.ótta og fé- — 1937 laus. Skorturinn þjáði heimili hans svo að börn þau; er Marx og konu hans fæddust um þær mundir dóu ÖIL En brá.tt gafst Engels færi á þvá að rétta vini sínum hjálparhönd svo að hann gæti haldið störfum sínum áfram. VerklýðsJireyfingin var í rúst- um eftir blóðtöku byjtingarinnar og undan járnhæl og byssu- stingjum afturhaldsius, sern hafði öðlast óskorað vald eftir sigurinn 1848—9. Um beinlínis verklýðshreyfingu var því v aum- ast að ræða fyrstu árin eftir 1850. Eú þá var það sem Marx gafst færi á að rita hið mikla verk sitt, um hagfræði og þjóðskipulag kapitalismans. 1859 komu út fyrstu drög þessa ritjs u,ndir nafninu »Zur Kritik der polití ischen ökonomie«. Fáumi árum síðar 1867 kom út fyrsta bind- jð af höfuðriti hans »Das Kapi- tal« (Auðmagnið), þar sem Marx gagnrýnir og sundurliðar félagsform kapitalismans. Bók þessi hefir ráðið aldahvörfum í sögu félags- og .hagfræðinnar á sama hátt og rit Darwins, sem kom út um sömu mundir hefir gert, á sviði náttúrufræðinnar. Marx sannar að þjóðfélagsforxn- in séu háð sífeldri breytingu og þróun eins og allir aðrir hjutir á þessari jörð og hann skilgreinir þessa þróun og sýnir fram á. það að hún hljóti éhjákvæmilega að leiða af sér sósíalismann, sem fé- lagsform, framtíðarinnar. En Marx gleymdi því ekki, að það var ekki nóg að vita þetta. Það þurfti að skapa félagsþró- un framtíðarinnar og það var hið sögujega hlutverk verkalýðs- ins. Vegna þess þurffci að skipu- Ieggja verkalýðinn til baráttu gegn hinu úrelta og staðnaða. Árið 1864 var Alþjóðasam- band verkamanna stofnað und- ir forustu, Karls Marx og átti það þrátt fyrir ýmsa örðugleika mikinn þátt í því að móta bar- áttusamtök alþýðunnar og gefa þeim alþjóðlegan hlæ. Eftir þýsk-franska stríðið J870—71 greip ParísarverkaJýð- urinn tækifærið og tók völd borgarinnar í sínar hendur. Marx fagnaði þessari fyrstu valdatöku, verkalýð.úns, en þess var skamt að bíða, að hann varð að harma ósigur hennar. Eftir rúma 2 mánuði tókst burgeisum Frakklands að sigra verkalýðinn mieð .hjálp Bismarcks, sigurveg- arans frá Sedan. örlög Parísairkommúnunnar lögðust þungt á Marx. Alþjóða- samband verkamanna liðaðist r sundur og leið undir lok litlu síðar. Heilsan var þrotin og starfsdagurinn kominn að kveldi. Síðustu æfiárunum varði hann til þess að Ijúka við rit sitt »Das Kapital«, en sá þó fram á það, að hann fengi ekki lokið því verki. Ástvinamissir bættist ofan á þrotna krafta og margskonar vonbrigði. Alt þetta hjálpaðist til þess að leggja Marx í gröfina 14. mars 1883 tæplega hálfsjötugan að aldri. Einum fremsta hugsuði ver- aldarinnar var svipt með honum af baráttúvelli lífsins. Fáeinir vinir og samherjar, sem söfnuð- ust við gröf útlagans í Highgate vissu, að einn af brautryðjend- um menningarinnar og framtíð- arinnar var hniginn í valinn. Síðan eru liðin meira en 50 ár og dómur sögunnar hefir sann- að réttmæti þess. Við, sem nú lifujmi sjáum störf hans í bjart- ara og skýrara ljósi en samtíð hans var unt. Við sjáum nú að Marx var einn þeirra örfáu manna sem mannkynið hlýtur að standa í þakklætisskuld við um allar ókomnar aldir. Við, sem nú lifum sjáum verk hans rísa ,á traustum grundvelli, mótuð í stál og stein í ríki verka- lýðsins, Sovétríkjunum. Og ekki aðeins í stál og stein, heldu,r einnig í hugsana og vitundarjíf þeirra manna og kvenna, sem nú era að mótast og þroskast í því landi. Um allan heim er nú barist, undir merkjum marxismans gegn hverskonar kúgun, aftur- haldi og heimsku. En baráttan stendur ekki að- eins á stjórnmáJa- og atvinnu- sviðinu,, heldur einnig á sviði vís- inda, bókmenta og lista. All- staðar sækja hin steinrunnu nátttröll afturhajdsins og fas^ ismans fram. Þau vilja kippa öllu um aldir aftur í tímann. Skæðasta vopnið í baráttunni gegn þessum váboðúm er marx- isminn og svo muji verða, uns hann sigrar, og heitasta hugsjón Marx er orðin veruleiki í fram- tíðarríki sósíaJismans. Framboð FRAMHALD AF 1. SIÐU í Borgarfjarðarsýslu Guðjón B. Baldvinsson, í Árnessýslu Ingi- mar Jónsson skólastjóri og Jón Guðlaugsson bifreiðastjóri. ÖJI framboð þau sem í gær voru tilkynt eru vita vonlaus fyrir flokkinn, en hinsvegar geta sum þeirra hæglega valdið því að íhaldið og Bændaflokkurinn fái þingsæti, eins og í Vest- mannaeyjum, í Eyjafjarðarsýslu, og Árnessýslu. »Breiðfylkingin« hefir tilkynt eftirfar. framboð: I N.-Múla- sýslu Árni Jónsson frá Múla, Bændafjckkurinn býður Svein, á Egijstöðum frami við hlið Árna. I Vestur-Skaftafellssýslu Gísli Sveinsson, í Borgarl'jarðarsýslui Pétur Ottesen, í Austur-Húna- vatnssýslu Jón Pálmason og í Rangárvallasýsjú Pétur Magnús- son og Jón Ölafsson. if Yflr 100.000 írskir bygginga- verkamenn hafa nú lagt niður vinnu í höfuðborg landsins. Nær verkfall þetta til allra þeirra manna, sem vinna að byggingum einkahúsa í borg- inni. Gera verkamennirnir þá kröfur að 40 stunda vinnuvikan verði viðux- kend. ir ítalska nefndlo, sem hefir með að gera hjálp tij lýðveldismanna á Spáni hefir nú fengið allmikla fjár- upphæð frá ítölskum stúdentum. Sending þessi var frá stúdentum við háskólann í Feneyjum, ★ Pólsku blöðin flytja stöðugt nýj- ar fregnir um fjöldahandtökur í Varsjá, Lodz, Lemberg og fleiri pólsk- um bæjum. Handtökum þessum er eingöngu beint gegn andfasistum. Búist er við að þungir dómar biði þessara manna allra. Frá Spáni FRAMHALD AF 1. SIÐU uppreisnarmannav að engin loft- árás hafi átt sér stað á orustu- skipið »Espana« og það hafi sokkið aí' völdum tundurdufls. Hann lýsir því yfir, að loft- árás hafi verið gerð, og skotíð úr loftvarnarbyssum skipsins á fluigvélamar, sem köstuðu 8 sprengjumi í áttina til, skipsias. Fjórar þeirra, fóm í sjóinn en. fjórar hæfðu skipið. Ein þeirra, segir hann, olli sprengingu, og gerir hann ráð fyrir að hún hafi hæft skotfærageymslu, skipsins.. örstúttri stundu, síðar hafi skip- ið tekið að sökkva. Hann segír, að enginn vatnsstrókúr hafi sést, né nokurt; rask á yí'irborði sjáv- arins,, eins og vænta hefði mátt, ef um sprengingu tundurdufls hefði verið að' ræða. (F.U.) Von IVeurath semur í Róm FRAMHALD AF 1. SIÐU stundar viðræður við MussolinL Einnig hefir hann átt tal við Ciano utanríkisráðherra. Von Neurath, utanríkisráð- herra ÞýskaJands og Mussojini hafa haldið áfram viðræðum sínum í Róm í dag, Því var lýst, yfir í gærkvöldi, í hálfopinberrí tilkynningu, að ekki þyrfti að óttast, að viðræður þeirra leiddu til nokkurra þeirra ákvarðana, sem hefðu alvarlegar afleiðing- ar. (F.G.) Verkföll í Hollywooft og San Francisco Verkfall starfsmanna við kvik- myndastofurnar í Hollywood nær nú til 6000 manna. Þrá,tt fyrir þetta, halda kvikmynda- tökur ennþá áfram. Þá hefir starfsfólk við öll stærstu gistihúsin í San Francis- co gert verkfall. (F.U.)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.