Þjóðviljinn - 30.05.1937, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 30.05.1937, Qupperneq 2
Sunnuidagurinn 30. maí. 1937. ÞJÖÐVILJINN Verklýdsiéiag Nor5i|ai»5- ar fímtán ára í dag. Félagið er á öruggri framfarabraut undir róttækri samfylkingarstjórn 1 dag, 30 maí 1937, á Verk- lýðsfélag Norðfjarðar 15 ára af- mæli. Félagið 'er stofnað þenna dag, árið 1922, af Ölafi Friðrikss'yni, en tii stofnfundarins boðuðu, á- samt Ölafi, þeir Vigfús Sigurðs- son og Gwðjón Sírrumarson. Vig- fús og Guðjón erui báðir Norð- firðingar, og hafa þeir verið öt- ulir brautryðjendur beggja þeirra félagsstrauma, sem mest hafa sett svip sinn á Norðf jörð, sem og fleiri héruð landsins, en það er verkalýðshreyfingin og Góðtemlp ar areglan. Stofnendur Verkalýðsfélags Norðfjarðar voru 27. Fyrsta reglulega stjórnin var kosin á, næsta fundi eftir stofnfundinn, 10. júní 1922. 1 henni hlujtu sæti: Formaður: Jón Rafnsson, vara formaður: Ingimar Ölafsson, nú verkamaður á Norðfirði, ritari: Steinn Jémsson, nú kennari s.st.,, gjaldkeri: Vigfús Sigurðsson, smiður. Hann dó í lok aprílmán- aðar s. 1. — Fjármálaritari: Guð- jón Símonarson, nú útgerðar- maður á Norðfirði. Áhugi var mikill meðal, verka- manna um kjarabætur, en þar var við ramman reip að draga. Harðsvíraðir atvinnurekendur höfðu öll ráð fólksins í hendi sér, það var háð þeim fjárhagslega, og varð að hlýða boði þeirra og banni. Þá, mátti heita að tveir stór- atvinnurekendur róðu öllu í plássinu, þeir Sigfús Sveinsson og Konráð Hjálmarsson. Þeir keyptu fisk af Norðmönnum og Færeyingum, og höfðu fleiri tugi manna í vinnu fyrir lágt kaup, en seldu svo fólkinu rándýrar vörur. Auk þessara tveggja voru þá Sameinuðu verslanirnar stór atvinnurekandi. En þessi voldugu og fínu fyrir- tæki hafa nú lækkað segljn, og eru sum farin á, hausinn. Á þessum uppgangsárum »ein- stakling,sframtaksins« streymdi fjöldi manns til Norðfjarðar, heilar fjölskyldur af hinum Austfjörðunum fluttu sig þang- að, og unnui hjá fiskkaupmönn- unum á, sumrin. Margt af þessu fólki ílendist svo í hinum unga og uppvaxandi Neskaupstað, og fjölgaði fólkinu með hverju ári. Verkalýðsfélagið átti á þess- um árum við ofurefli að etja, harðvítuga og samviskula,usa at- vinnurekendur og eins var stétt- Bifreiðastöðin Geysir 1633. býður yður þægilegar bifreiðar. Fljóta afgreiðslu og rétt verð. Reynið viðskiftin. 8ími 1633. T i lkynning. Er fluttur á bifreiðastöðina GEYSIR við Arnarhólstún. Ferðir til Keflavíkur á sama tíma og áður. Auk þess ferðir á sunnudögum. 1633 - Sími — 1633 Skúli Hallsson. IVý yerzlnn Seljum allskonar nýlenduvörur fyrir lægst verð Verzlunin Mðrk, Vesturgötu 21. Sími 1678. Auglýsing. Vitamálaskrifstofan er fflutt í Dórsham- ar, Templarasundi 5. Vitamálastjóri. Jóhannes Stefánsson, formaður félagsins. arþroska verkalýðsins á.bóta- vant. Gekk félaginu illa að fá launakjör félaga sinna bætt. At- vinnurekendur heimtuðu stöð- ugt lauinalækkun, og tókst, stund- um að koma henni fram. En auk kaupgjaldsmálanna lét félagið önnur mál til sín taka, svo sem vöruinnkaup, heilbrigðismál, húsabyggingarmál o. fl. Lengst, af hefir Jónas Guð- mundsson verið formaður félags- ins. Um, stjórn hans má segja, að fyrstu, árin hafi hún verið góð. Félagið var vel lifandi, og vann ákveðið að hærra kaupí og styttum vinnutíma og varð allmikið ágengt. En síðustu árin má .hiklaust segja að stjórn Jón- asar og félaga hans hafi verið hemill á alla starfsemi félagsins, áhugi hefir dofnað, fundir haldnir sjaldan, og fél.agið hefir ekki verið sá sterki þáttur í kaupgjalds- og bæjarmálum, sem það hefði getað verið og átf að vera. Hefir raunasagan um hnignun félagsins verið rakin hér í blaðinui ekki alls fyrir löngui, og skal ekki farið út, í það hér. Verkalýðsfél.ag Norðfjarðar hóf sig upp úr niðurlægingunni í vetur, er það kaus róttæka samfylkingarstjórn, og gerði uipp við þá menn, sem ekki höfðu fylgst meó þróun verklýðssam- takanna og vorui orðnir hemill á starfsemi þess. Alþýðan á Norð- firði fann það, að stefna, komm- únista í málefnum verkalýðsfé- laganna, róttæk hagsmunabar- átta allra, vinnandi manna, án tillits til mismunandi stjórn- málaskoðana, var stefna, fram- tíðarinnar. Ungir og áhugasamir kraftar fengu tækifæri til að beita sér. Og þau föstu tök, sem nýja. stjórnin hefir tekið hagsmuna- málin, hátíðahöldin 1. maí og margt fleira bendir til þess, að verkalýðshreyfingin á Norðfirði sé nú á öruggri framfara- og þroskabraut. Formaður félagsins er Jó- hannes Stefánsson. Þjóðviljinn sendir Verklýðsfé- lagi Ncrðfjarð’ar bestu kveðjur og heillaóskir á 15 ára afmælis- daginn, og treystir því til styrkr- ar og öruggrar baráttu fyrir hagsmunum norðfírskrar alþýðu, í nútíð og framtáð. Kjósið D-listann. Vér ákærum. FRAMHALD AF 1. SÍÐU málum, og með aðstoð bankanna hefir lagt pann gífuriega skatt dýrtíðarinnar á þjóðina og at- vinnvMf hennar, sem hún er að kikna undir. Þessi klíka hefir tekið á ári 5 miljónir króna í hreinan gróða af þjóðinni, ein- mitt þegar mest þrengdi að hjá a lþýðu manna. Og nú ganga þessir fjármála- drotnar til kosninga, undir grímu Breiðfylkingaríhaldsins, — skríðandi fyrir fólkinu, sem þeir ræna, — skjallandi þjóðina, sem þeir svíkja, — og lofa nú öllu öfugui við það, sem þeir hafa verið. að efna síðustu 20 ár- in. Tilgangurinn er, eftir að hafa nú arðrænt þjóðina í 20 ár, að fjötra hana í hlekki fasismans, af því þeir eru farnir að ótfast, að fái hún að tala og skrifa frjáls og skipuleggja mát't sinn í samtökum hins vinnandi fólks, þá sé valdi þeirra lokið. Islendingar! Það ríður á að hrinda sókn þeirra, standast blekkingar þeirra, — dæma þá 20. júní fyrir óstjórn þeirra á landinu. — Islenska, vinnandi þjóðin tekur 20. júní sjálf örlög sín í sínar hendur og neitar að beygja sig lengur fyrir boði Kveldúlfs- og Landsbankaklík- unnar! 99 Gerfimenn“ I dag sýnir Leikfélag Reykjavíkur hið vinsæla leikrit, aGerfi- menn«, sem allir tala u,m í bænumi Leikfélagið sýnir nú leikinn við lækkuðu verði og þar sem sýningin í dag er í næst síðasta sinn ættu allir að nota sér þau vildarkjör, sem hér eru í boði. Um ágæti leiksins eru, allir sammála. — Hér á myndinni sést Ragnar Kvaran sem Almquist og nokkrir gervimannanna. Hlutavelta. verður baldin til ágóða fyrir barnaheimilið »Vorboði«. í K. R.-húsinu í dag kl. 4 e. h. Margir ágætir drættir^ svo sem: Bókaskápur, Bílferðir til Akureyrar. Búðardals, Fljótsblíðar og Laugarvatns, Permanent-hárliðun, Polyfoto-myndatökur, Mveiti í sekkjum, Sykur í toppum og allsk. matvara, fatnaður og ótal margt fl. eigulegt Gó5 músik. Dansad eftir klutaveltnna. Reynið hamingjuna, styðjið gott málefni. Allir í K. R.-húsið á moi*gnn ]\efnd[|n.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.