Þjóðviljinn - 12.08.1937, Síða 2

Þjóðviljinn - 12.08.1937, Síða 2
Fimtudagurinn 12. ágúst PJOÐVILJINN Martin Anderssen Nexö skýrir frá för sínni til §pánar á þing róttækra rithöfunda. MART'IN ANDERSEN NEXö I’restuv við evniigelisha iiirkju i einu úthverfi Berlínar skýrði frá því úr stólnum nýlega að sex- tíu og fjórir prestar evangelisku kirkjunnar í Þýskalandi væru 1 fangabúðum eða varðhaldi. Ennfrem- ur boðaði hann til sérstakrar guðs- pjónustu um kvöldið, þar sem beðið yrði fyrir þessum prestum. Yfirvöld- in bönnuðu guðsþjónustuna. og læstu kirkjunni. Eitt hundrað og fimtán manns, sem komu um kvöldið og ætluðu að sækja fyrirbæna.guðsþjón- ustuna voru teknir fastir. Daginn eftir var nokkrum þeirra slept úr varðhaldi. (Fö). ir Bókaforlag Steen Ilasselbalck í Kaupmannahöfn hefir ákveðið að gefa. út í haust síðustu skáldsögu Halldórs Kiljan Laxness, »Ljós heimsins« og þýðir Jakob Benedikts- son magister bókina á dönsku. Áð- ur hefir Hasselbalck forlag gefið út þýðingar af skáldsögunum »Þú vín- viður hreini«, »Fuglinn í fjörunni« og »Sjálfstætt fólk«. Sama, forlag hefir ákveðið að gef.i, út í ha.ust danska þýðingu á bók Kristmanns Guðmundssonar, »Bjart- ar nætur«. Hefir þetta forlag áður gefið út þýðingar á mörgum bókum Kristmanns og seinast í fyrra haust á skáldsögunni »Börn jarðar«. (Fú). Gerist áskrifendur að Rétti. Martin Andersen-Nexö, hinn heimsfrægi, danski verkalýðs- rithöfundur, er nýkominn frá Spáni, en þar tók hann þátt. í þing'i »Alþjóðasambands rithöf- unda til varnar menningunni«. Pjóðviljinn hefir áður sagt frá þingi þessu„ er sett var í Val,- encia 4. f. m. og flutti sig síð- an til Madrid. Á þingi þess sat Björn Franzson sem fulltrúi ís- lenskra rithöfunda, »Arbejderbladet« hafði tal af Nexö er hann kom heim frá Spáni og birtist hér brot úr því. Nexö ferðaðist frá Vaíencia til Madrid í bíl, og hafði því gott tækifæri til að kynna sér and- ann í fólkinu. Hann fór hægt. yfir, gaf sér gcðan. tíma til að spjalla við fólk, verkamenn, bændur, hermenn, o. fl. — Hvað segir þú frá Spáni, spurði blaðamaðurinn Nexö. — Pað er margt hræðilegt, sem rnætir manni, styrjöld er eitt það voðalegasta sem maður get.ur komist. í tæri við. En á hinn bóginn kynntist ég ýmsu svo göfug'u, djörfu og fögru að ég bý a,ð því lengi. Spanska al- þýðan er staðráðin í því að sigra, og hún er þrungin af ó- trúlegri bjartsýni, einkum í Madrid. — Fóruð þér út. í skotgraf- irnarZ — Já, ég fór út. á vígstöðv- amar við Guadarrama, en þó ekki fram í fremstu skotgraí- irnar, þar sem bardaginn stóð. Ég heilsaði upp á ýmsa í Alþjóða, herdeildinni þar út frá, átti t. d. langt tal við Ludvig Renn, minTi gamla, vin Julius Deutsch, sem er hershöfðingi þar, enda tóku þeir jafnaðarlega þátt í rithöfunda þingunum. okkar. — Alítið. þér að stríðið á Spáni geti staðið eitt ár til- — Pað er ekki gott að segja, það er mikið komið undir því, hvað aðrar þjóðir gera, einkum Englendingar. En ef það væri spanska þjóðin, sem ætti, að á- kveða, er enginn vafi á þessu, Pá væri búið að slá niður fas- istauppreisnina fyrir löngu, síð- an. Talklukka. Merkileg nvj mig. Landssíminn hefir fengið sér- stakt tæki, sem. er þannig að það segir mönnum hvað klukk- an sé, þegar hringt er í ákveðið númer. Talvélin er frá firm- anui L. M, Ericso.n í Stokkhólmi, Ungfrú Halldóra Briem hefir talað inn á plötur vélarinnar. Þetta verður bæjarbúum m.jög þægilegt, því að hægt verður að hringja í þetta númer á hvaða tím.a sólarhringsins sem er og fá tím.ann upp gefinn upp á sekúndu. Til Akureyrar lir alla daga nema mánudaga alla miðvikudaga, föstudaga, laugardaga og sunnudaga. 2ja ilaga feröir Þli8jUdag a og fimmtudaga Afgreiðsla í Reykjavík: Bifreiðastöð íslands, sími 1540. Bifreiðastöð Akureyrar. Jean Jaurés friðarvinurinn mikli Nú, þegar ófriðarvofan læðist u,m og vekur óhug og skelfingu hjá flestum. þjóðum heimsins verður mörgum á að minnast þess manns, er fyrstur lét lifið í baráttunni á móti styrjöld- inni m.iklu 1914—18. Það var 31. júlí 1914 að sá atburður skeði, er ennþá vekur öllurn friðarsinnum og sósíalist- um móð í brjósti; stríðsóður níð- ingur úr röðu,m, franskra þjóð- ernissinna skaut til bana aðal- íoringja franskra sósíalista inn á veitingahúsi í París. Maður þessi hét Vilain (þ. e. þorpari) og er það nafn vel til fallið, þó að ekki réði hann sjálfur nafni sínu. Hinn myrti foringi, Jaurés, var sá eini af þáverandi foringj- um 2. Internationale er reynt hafði að koma á allsherjarsam- tökum meðaj allra sósíalista stórþjóðanna á móti stríðinu, er þá var yfirvofandi. Með fráfalli hans var síðustu, hindruninni á leiðinni til ófriðarins rutt úr vegi og stríðið hófst. Samverka- menn hans, er tóku, við leiðsögu flokksins að honum látnum, brugðust málstað friðarins og sviku, foringja sinn látinn. Morð- ingi hans var síðar náðaður af frönskum dómstóli, en alt um það, m.inning hans lifir meðai verkalýðsins um allan heim, »og lýsir sem leiftur um nótt« í myrkri stríðsæsinga og þjcðern- isofsa, er nú grúfir yfir öllum heiminum,. Hver er Jaurés? Hvað er bundið við nafn ha.ns'? Var hann reformisti eða byltingamaður? Þannig spyrja þeir, sem, lítio um hann vita, Víst er að hann var »reformist.i« og andstæðing- u.r Lenins innan hinnar alþjóð- legu verkalýðshreyfingar, en hann va.r friðarvinur og mann- vinur, er fórnaði lífi sínu fyrir skoðanjr sínar; en hann var meira. Hann var skipuleggjari og andlegur leiðtogi franskrar alþýðu, og hann var glæsileguc mælskumaður og rit,höfundu,r. Við nafn hans eru bundnar margar af dýrmætustu og feg- urstu minningum; fratnskrar al- þýðu. Hann var .hámentaður hug- sjónamaður, sem með eldmóði brautryðjandans og manngöfgi postulans ruddi fyrstu, og stærstu hindru.nunu.m úr vegi og braut. sósíalismanum braut- ina í bæjum. og sveituim, Frakk- lands. Jaurés fæddist 1859. Hann gekk ungur mentaveginn og var , írábær námsmaður., Kornungur varð hann prófessor í heim- speki. En brát.t tók hann að gefa. sig að stjórnmálum. 1885 varð hann þingmaðu,r, og stóð upprunalega mjög nærri radi- kala flokknum, en hallaðist hægt og hægt, á sveif með sósíalistum, og gekk síðar í flokk þeirra, Franskir sósíalistar voru þá klofnir í 5 smá flokksbrot, sem litla samvinnu höfðu sín á milli, franski verkalýðurinn og sam- tök hans voru enn þá lömuð eftir ósigurinn, í Parísar-komm- únunni 1871. Hinn stóri franski radikali flokkur sem var og er enn a.ð- alflokkur borgaralegra vinstri- manna í landinu hafði í raun og veru fous.tjUna, fyrir öllum vinstri öflum. í landinu, En radi- kali flokkurinn beindi höfuð- sókninni á móti hákirkju og klerkaaðli, en lét sér »dægur- mál verkalýðsins í léttu rúmi liggja. Jaurés sá að sameining hinna sósíalistískp flokksbrota hlaut að verða fyrsta, verkefni hinnar vaknandi verkaiýðshreyfingar, og barðist fyrir því máli m.eð lífi og sál. 1899 var í fyrsta skifti myndaður ednn sameinað- ur verkalýðsflckkur í landinu, en hann klofnaði stuttu síðar, en var aftur sameinaður 1905. Á þessu tímabili voru miklar æsingar í Frakklandi útaf Dreifusmálinu alræmda, og var Jaurés einn af þeim mönnum, er ákafast börðust, fyrir sýknun Dreyfus. Pá var líka komið á skilnaði ríkis og kirkju (1905). Jaurés var mjög hlynt- ur radikala flokknum í því máli. Hann reyndi einnig a,ð koma á ýmsum umbótum á kjörum verkamanna í samvinnu við radikala flokkinn, og varð þar nokkuð ágengt. Hann taldi að eina leiðin til sigurs fyrir sósíal- isrnann væri samvinna. bænda, smáborgara og verkamanna, og þess vegna reyndi hann að hafa eins góða samvinnu við radikal- ana og mögulegt var. Var þessi skoðun hans vafalaust rétt. En hinsvegar gekk hann of langt til hægri, þegar hann studdi sósíalistann Millerand, (sem nú er íhaldsm,) til að taka sæt.i í frjálslyndri, borgaralegri. stjórn Waldeck-Ranneau 1899. Gafst. sú tiiraun m.jög illa og síðar hvarf Jaurés frá »ráðherra- sósíalisma.num«. Hann áleit samt að hægt, yrði að fram- kvæma sósíalismann á friðsam- legum grundvelli, og la,gði þvi mesta áherslu á barát.tuna í þinginu. Seinustu árin gaf hann sig mjög að íriðarmálun- um og í þeim rnálum var hanu mjög róttækur, og átti þa,r ekki samleið með öðrum »hægfara j af naða,rmönnum«, Bar átta hans fyrir friði kostaði hann líf- ið 1914, og þa,r með féll í val- inn áhrifaríkasti friðarvinur Evrópu. Hugsjónir hans voru bældar niður af hans eigin vin- um og samverkamönnuim, og það var ekki fyr en eftir st.ríð- ið að franska þjóðin sá og skildi, hvað hún hafði m.ist. 1924 lét Herriot, sem þá var forsætisráð- herra, flytja lík J aurés til Pantheon og þar hvílir nú hinn látni friðarvinur við hlið mestu ágætismanna Frakka. Minning hans er enn í heiðri höfð meðal allra vinstri flokka í Frakklandi, og hjá allri al- þýðu í Evrópu^ Jaurés var a,ð líkindum einn stærsti andi hininar vestrænu verkalýðshreyfingar, eftir a.ð Marx leið. Hann hafði til að bera mjög fjölþættar og djúpar gáfur, afburða þekkingu, og var gæddur svo frábærum mann- kostum, a.ð hann va,nn ósjálfrátt FRAMHALD A 3. SIÐU

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.