Þjóðviljinn - 19.09.1937, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.09.1937, Blaðsíða 1
2. ARGANGUK SUANUDAGINN 19. SEPT. 1937 220. TÖLUBLAf) Munid 8Öfnunina! verið flugvél. ÁtTinnudeild háskólans tekur til §tarfa. Rannsóknarstofnun atvinnuveganna vígð í gær að viðstöddum fjölda gesta. 1 gær kl. 3, var Atvinnudeild háskólans opnuð, með viðhöfn að vióstöddum fjölda gesta og tekur hún til starfa í haust. Prófessor Alexander Jóhannes- son og HaraJdur Guðmundsson atvinnumálaráóherra fluttu, ræður. Birtiist hér útdráttur úr ræðu prófessors Alexanders. »Bygginganefnd háskólans hefir álitið það vel vióeigandi, að minnasti þess dags, er rannsókn- arstofnu,n þessi eða atvinnudeild háskólans, eins og hún venju- lega er nefnd, tekur til starfa. Bygging þessi er reist, fyrir fé háskólans og á lóó háskólans og ber nafn hans. — Henni er ætl- .að fyrst; og fremst að vera vís- indaleg rannsóknarstofnup í þarfir atvinnuveganna, en um leið er henni einnig ætlað, er tímar líða fram, að veróa kenslustofnun. Hún veróur nú þegar kenslustofnun í efnafræði fyrir læknastúdenta, en í lögun- um um rannsóknar,stofnu.n í þarfir atvinnuveganna, er gert1 ráð fyrir, aó hún verði sérstök deild innan háskólans, hlióstæð öðru.m deildum, þegar forstöóu- menn, stofnunarinnar og at- vinnumálaráðherra landsins koma sér sarnan um, að sú breytiing skuli geró. Með ein- faldri reglugerð mun því síðar veróa unt að bæta fimtu deild- inni við háskólann.-------- Skal nú skýrt nokkuð frá byggingu þessari. Húsameistari, próf. Guðjón Samúelsson, hefir gert uppdrætti að húsinu og hefir hann unnió þau störf af alúð. Byrjað var á byggingunni 9. maí 1936 og er nú lokió við hana. — Byggingarkostnaður varð alls kr. 184.000 húsmunir allir — 19,000 ýmislegt — 12,000 Samtals kr. 215,000 Stæró hússiins er 11x30 m. og er þaó 3 hæðir. Neðsfca hæð er ætluð fyrir landbúnaðarrannsóknir. 1 suð- urenda. hússins er eitt herbergi fyrir jurtasjúkdómafræði, ann- FRAMHALD A 2. SIÐU. Sókn Japana í Norður-Kína mætir sterkri mótspyrnu. ’ Stórskotaliðsorusíur í Shanghai. Kínverskir flóttamenn. LONDON I GÆRKV. F.O. 1 Noróur-Kína er kínverski þerinn á undanhaldi í dag og brýtnr allar brýr að baki sér eftir því sem frekasti er auðið til þess að tefja, framsókn jap- .anska hersins. Japanski herinn sækir fast á eftir með skrið- drekum og öllum nýtísku her- gÖgnum og er aðal sókn jap- an.ska hersins nú beint, á land- geira, sem ljggur á milli tveggja aðal járnbrautarlína, í s,u,ó-vest- ur og suður frá Peiping. Jap- anska stjórnin lætur þó í ljósi vonbrigói yfir því að hún hafi mætt sterkari mótspyrnui á þessu,m slóðum, en hún átti von á. — 1 Shanghai hafa aóallega orð- ið stórskotaliðs orustur í dag en svo miklu mun,ar á útbúnaði japanska, og kínverska hersins FRAMH 4LD A 3. SIÐU. Stóríeldir ítalskir her- ftlutningar til Spánar. Flwgvélar BippreÍ8fiarittanna varpa stærstu sprengiknlnm yfir breskan tundurspilli. Franco lítur eftir lwernig moröin gangi. EINKASKEYTI TIL ÞJOP'tHLJANS KHÖFN í GÆRKVöLDI N S K A STÓRBLAÐÍÐ »News Chronicle« birtir í dag ískyggilegar fréttir um nýja ítalska innrás á Spán. Segir blaðið, að herflutningar séu nú að hefjast í stórum stíl frá Ítalíu til Spánar. Síðustu dagana hafa Italir sett sjö þúsundir her- manna á land í Melilla, sem er borg í Spönsku Marokko. Hermenn þessir eiga svo að halda áfram för sinni til Spánar. »News Chronicle« getur þess jalhframt, að hér sé elski um neinar hersending- í smáum stíl að ræða, uppliaf gífurlegra til Spánar, sem hafa á döfinni undan- víkur. FRÉTTARITARI. LONDON I GÆRKV. F.Ú. Sex sprengikúlum af stærstu var í gær kastað niður yf- r breskan tundu,rspilli, undan norðu.rströnd Spánar af árásar- sem þar bar að. Árás olli ekki manntjóni, með að engin sprengjan, hitti pió, eftir að þessari árás var lokið hélt' flugvélin af stað til lands og' mistu skipverjar sjón- ar á henni., Rainnsókn, seim síðar hefir farið fram virðist gefa, til kynna, að hér hafi verið að verki flugvél uppreisnarmanna, sem hafi litiið svo á að hér hafi verið uim að ræða, skip frá spönsku stjórninni. Uppreisnarmenn gerðu, í dag haróvítuga,. árás, á vígstöðvun- um Guadalajara, en biðu, þar mikið tjón, að því er segir í t.il- kynn'ngu, frá stjórninni og er því ómótmælt, af uppreisnar- mönnum. Fyrsta bráðabirgðahælið fyr- ir börn frá Norður-Spáni, sem set.t var stofn í Englandi hætti störfum síðdegis í dag. Hafði það þá starfað alls í fjóra mán- uði og komið fyrir fjögur þús- und flóttabörnum, sem ýmisi: bafa mist, aöstandendu.r sína eða, tapaó af þeim, hingað og þang- að um England. Juan Negrin núverandi for- sætisráðherra Spánar og for- FRAMIIALD A 2. StÐU. Bresk jherskip safnast saman í Gibraltar. LONDON I GÆRKV. F.Ú. Bresk herskip eru nú að safnast saman í Gíbraltar tii þess að taka þátt í sameiginleg- um vörnum gegn sjóránum á Miðjarðarhafi. Opinberlega er tilkynt í dag, að 26 bresk her- skip séui nýkomin til Gíbraltar í þessu skyni, þar af 22 tujidur- spiliair, 2 kafbátar og tvö or- ustuskip. Sú ákvörðun st.jórna Frakklands og Bretlands að hætta við eftirlitið á sjó með ströndum Spán,a,r hefir orðið til þess, að fjöldi breskra, herskipa hefir losnað úr þeirri þjónustu og getuir.nú tekið þátfc í vörnun- um gegn sjóránunum. §öfmmin hefir aldrei gengið betur en í gær Söfnunin í gær nam alls kr. 181,00. Áður höfðu safnast kr, 962,00, svo að atts eru komnar inn kr. 1H3.00. Sýnir þetta glöggt að vinum Þjóðviljwns er að v.erða Ijóst, hve mikið er komið undir þv.í a<j söfnunin gwngi vel, Takmarkið er, að söfmmin ncá 2000 kr. fyyir 1. október. Þetta verða félagar og aðrir unnendur og stwöningsmenn blaðs- ins að muna<. Við vitum það vel, að til sliks þarf noFkurt óitak, en við vit- um líka, að ÞjóðViljinn nýtur ahnennra vinsœlda og hytti hjá al þýðu bæjarins og þœr vinsceldir fara vaxandi. Þetta cetti ai ge-ra það mögulegt að ná markinu og fara fram úr því, Vinnum öll að því marki að koma Þjóðviljanum á tryggar fjárhagsgrundvöll.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.