Þjóðviljinn - 19.09.1937, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.09.1937, Blaðsíða 3
f) JÖÐVILJINN Sunnudagurinn 19. sept. 1938 þiÓÐVIUlNN HAlrara {toiimi6ai*t»illokíí fsland*. Klt*tl(rl: Elnar Olgeirsson. Bitltjirm BergntsiðsistrœtJ 30 *lmi 2270. fcísrrel*tlJi o* »»iií*tntrssfem»* Lnagavag 38, simi 2184. Kemor ðt aila *ag», ncma mánndaga. AskrtftargrJald á ruánuál: Keykjavík og nðgrenni kr. 2,0t AnnarsstaBar á landina kr. 1,25 f iausasöla 10 aure eintakiö. Prentimtðja J6n* Helgasonar, Bargst»fia*tr*etl 27, stmi 4200. Getur pað ekkiskeð hér? Okkur berast. nú fréttir um samsæri fasista í Frakklandi, undirbúning þeirra undir borg- arast.yrjöld, sambönd þeirra við ítalska hershöfðingja og franak- ir hershöfðingjar eru fléttaðir inn í málið. Við höfum í heilt ár horft á hinar hryllilegu afleiöingar af samsæri spánskra hershöfðingja gegn föðurlandi þeirra og vitum hvers styrks þeir nutu, frá Italíuj og Þýskalandi til að undirbúa landráð sín. Við vitum um tikaunir þýsku fasistastjórnarinnar til að koma af stað eyðileggingu og uppþot- um í Sovétríkjunujn með aðstoð trotskista og samhöndumi þeirra við rússneska hershöföingja í þessu skyni. Og við heyrum nú daglega um ógnirnar, sem kjnverska þjóðin verður að þola. af höndum jap- j önsku fasistanna, sem. ráðast. á hana án stríðsyfirlýsinga, þvert ofan í allan alþjóðarétt. Öfriðarseggir veraldarinnar fasistaríkin Þýskaland, Italía og Japan eru, að reyna að koma heiminum í bál. Þa.u undirbúa uppreisn í hverjui ríkinu á fæt ur öðru,. Eyðileggingar, njósnir, launmorð, landráð eru aðferðir þeirra til að undirbúa að útrýma frelsi og' sjálfstæði þjóðanna og gera þær undirorpnar harð- stjórn Berlínar, Rómar og Tokio. Múgmorð á varnarlausn þjóð Abessiníu — btóðuig borgara- styrjöld á, Spáni, sem kostað heifir yfir h miljón manna lí.fið, — mannskæð styrjöld í Kína, — það er ferill þessara brennu- varga nútímans. Það logar nú á öllum endum veraldar út frá þeim kyndli fasismans, sem kveikti í ríkisþinghúsinu þýska 28. fehr. 1933. Er nokku.rt öryggi fyrir því aó þessi eldu,r fasismans breið- ist ekki einnig hingað til Is- lands? Er yfirlýst hlutleysi eða friðarvilji íslensku þjóðarinnar nokkur trygging gegn ofbeldi fasismans? Hjálpaéi vopnleysið Abessiniu, friðarviljinn Spáni og sífeld undanlátssemi stjórn- arinnar Kína? Eru, þessi lönd ekki öll u.ndirorpin, eyðileggingu fasismans, þótt engu þeirra, hafi enn verið ,s.agt stríð á hendur? Við þekkjum hvernig fasism- inn undirbýr sig hér á Islandi. Ræður Hitlers og Göbbels eru prentaðar á í.slensku í Berlín og dreift út hér. Vopnaðar nasistar sveitir eru, æfðar hér. Þýskir nasistar sendir hingað. Forustu- Það eru blöö alþýdunnap, sem e r u henni hæfustu vopnin til sóknap og vapuap. Það starf sem btöd Kommúiiistaflokksms hafa leyst af liencli verðui* ekki metið til fjár Islenska alþýðan hefir háö áratuga baráttu fyrir viður- kenningu þess, að henni bæri fullkominn réttur til að vinna í sameiningu að sköpun framtíð- ar sinnar.. Skref fyrir skref hefir hún rutt, brautina, þar sem áóur var torsótt Ujrð rang- snúinna félagshugmynda, lögð snörum yfirráðastéttarinnar til tálmunar frjálsri hugsun, lýst hrævarljósum hygginna, mann- félagsóvina til vegarvillu þeim, sem veikasta áttu trúna á mál- stað sléttarinna.r og minsta höfðu, staðfestuna. til þrotlausr- ar oft; vonlítillar barátitui. Þótt langt sé enn að þvi marki, sem í.slensk alþýða með verklýðshreyfinguna í fylking- arbrjósti, hefir sett sér, þótt hún rétt eygi lönd sósíalismans í fjarska yfir síaukna erfiðleika, harðvítugri og lævísari hindran- ir auðstéttarinnar, þá getur alþýóan samt horft. vonglöo fram á leið; í unnujn sigrum heinnar býr uppspretta nærandi þrótts til djarfrar sóknar. Þeg- ar íslensk alþýða ber hönd fyr- ir auga og lítur um öxl, sér hún yfir víðlendur baráttu sinnar, þar sem óvinurinn varð að hopa fet fyrir fet og viðu,rkenna rétt hennar til vaxandi ítaka um land sitt og líf. Hverju á alþýðan að þakka það, sem unnist hefir? Hvað tryggir henni sigra framtíðarinnar ? Hún á umfram, alt tvennu a,ð þakka sigra. baráttu sinnar: Einlægni þeirra og trúmensku, sem vörðinn stóðu um hagsmuni hennar, og vopnunujn, sem beitt var af hæfni .hugsjónamannsins í eldi baráttunnar. Það er sveit þeirra mörgu aJþýðumanna og kvenna sem átt Jiafa, óbilandi trú á framsókn stéttar sinnar og vökulan þrótt til athafna,, þar sem kraftar þeirra komu að bestu liói, sem hefir u,nn.ið þau virki, sem íslensk alþýða situr í. Og það eru blöð alþýðunnar, sem hafa verið henni hæfustu vopnin til varnar og sóknar. En, þessi sveiit þarf að stækka og vopnin þurfa að svara kröf- um harðnandi baráttu. Vaxandi skilningur þess, að alþýðan sjálf verði aó kosta stríðið, sem hún heyir fyrir frelsi sínu, er eina, trygging c- stöðvandi framsóknar á sigur- brautinni. Alþýðan er neydd til þess að borga lygar auðvalds- hlaðanna Aðferðir afturhaldsins vió út- gáfu blaða sin,na og annan blekkingaráróðuj', eru nú orðn- ar lýðum ljó,sar. Kaupmanna- vaJd og fjármálabraskarar kasta tugum og hundruðum þúsunda í »Sjálfstæðisiflokkinn« og blöð hans., Það fé er lagt á banka. lýðskrums og blekkinga og gefu,r »eigendum,« sínum margfaldan arð í myn,t; aukinna valda og bættri fjárplógsað- stöðu. Og ef einhver skylai halda að slík fjárframlög skertu höfuöstól au,ómannanna að nokkru, þá er þa,ð misskilning- ur. Hver eyrir, sem lagður er í sjóð lýðskrumsins, þa,n.n eina, er sækist eftir viðskiftum al- múgans, er tekinn frá honum sjálfum, jafnóóujn. Hann er lagður á lífsvióurværi fólksins, skatta þess og skylduir t,il bæj- arfélaganna, sem íhaldið fer með völdin í, jafnvel kúgaður út úr starfsfólki ýmsra, fyrirtækja, með »kureislegri« hótun um at- vinnumissi. Þannig verður al- þýða,n, sjálf að greiða, kostnað- inn af því, sem að henni er logið. Hversu miklu er alþýð- unni þá ekki skylt að fórna sannleika síns eigin málstaðar Meðan alþýðan í landinu er þannig knúin til að kosta bar- áttuna, sem auóvaldið heyir gegn hagsmunum hennar og samtakafrelsi, — meðan svörn- menn úr íslenska »SjáJfstæðis- f]okknum,« (!) í heimsóknum í Þýskalandi. Þýsk herskip send í heimsóknir hingað. Samið um stórlán við ÞýskaJand og Morg- unblaðið í því, sambandi látjð lióta ríkisstjórninni öllu, iilu, ef árásir verklýðsblaðanna á nas- istastjórnina séu ekki bældar niður. UppvaðsJa nasistastrák- anna, árásir þeirra. á næturþeli færast í auka.na. Bardagaað- ferðir vissra foringja íha.ldsins færast í, fasist;is,kt horf. Það gerist það sama liér með- al íhaldsforkólfanna bak við tjöldin, sem gerst hefir í öllum If/ðrœðislöndum, þar sem fas- isminn hefir verið að grafa und- an lýðrœðinu. Og enn ríkir altof mikið andvaraleysi meðal for- ingja vinstri flokkanna, þó fólkið hafi áþreifanlega, sýn,t það í síðustu kosningum, að það vill vera á verði., Þannig má það ekki g.a,nga lengu.r. Fordæmin frá Abessin- íu, Spáni og Kína — og nú síð- ast frá. Frakklandi ættu að sýna okliur að það dugir ekki að vagga sér í værum draumi um það, að slíkt, sem þa,r gerist, geti ekki gerst hér. E, O. u,stu féndur hennar tala við hana í blöðum sínum,, bjóða henni gull og gersemar, ef hún vilji lúta valdi þeirra — berjast djörfustu málsvarar fólksins við fátækt, og fjárskort til að koma út blöðum, sem flult geti þess eigin málstað, svift hjúp svik- anna af andlitum þeirra, sem »fagu,rt mæla og flátt hyggja,« og samfylkt öllum þeim kröft- um, sem leggja. vilja lið sitt; starfinu, sem brautargengi og menning alþýðunnar byggist á. Slíkt ástand er hrópandi eggj- un til aJþýðunnar um, að sýna það í fórnfúsu starfi hvílíka á- byrgðartilfinningu, hún, ber gagnvart samtökum sínum og málefnum. Hvern eyrir, semal þýðan leggur því blaði, sem flytur málstað hennar hreint og hiklaust fær hún margfaldlega end- urgoldinn Það starf, sem blöð islenslia Kommúnistaflokksins hafa Jeyst af liendi verður aldrei metið til fjár. Það væri jafn fjarstiætl og að virða frelsi alþýðujinar til peninga. En hið s.ívaxandi fylgi flokksins ber þess ótvíræðan vott að fólki er óðum a,ð skiljast Jivílíkan sjóð |)ví hefir verið fal- ið a,ð varðveita og ávaxta þar sem. Kommúnistaílokkurinn og' blað hans Þjóðviljinn er. Og það er ekki lengur þokukend spá fyrir alþýðunni, að jafriframt því, sem starf Kommúnista- flokksins hefir aukið víösýni hennar og mentun, áræðni og þor, hefir hann beinlinis með forustu sinni, með einbeitni i andsviörujn blaða sinna gegn öllu því sem rotið er og sprungið, hrifsað úr liöndum auðstéttar- innar rangfenginn okurgróða, hrundið geigvænlegum hungur- árásum og staðið við hlió verka Jýðsins þegar hann, barðist betjulegri, opinni baráttu, eða svalt, hálfu huingri í langvinnum verkföllum, yfirgefinn, og jafn- vel í andstöðu: við þá, sem átt höfðu traust hans, en brugðust þegar baráttan .harðnaði. Hvort mundi 9. nóvember vera dagur sigursins í huga ís- lenska verkalýðsins,, ef komm únistarnir hefðu ekki skipaö fremstu raðirnar? Hvernig hefði öllum þeim verkföllu,m lyktað, sem Komm,- únistaflokkurinn hefir skipað fólkinu ujn til samúðarbaráttu og sityrktar? Ilverju svarið þið, verkafólk — á Blönduósi, í Vestmannaeyj- u,m, Reykjavik og Akureyri. — Hverju svarar íslenska alþýð’an slíkri spurningu? Hver nyti ágóðans af bíl- stjóraverkfallinu? Eða hvar heldur alþýðan í Reykjavík og nágrenni að gróð- inn af starfi Pöntujiarfélags verkamanna væri niðurkominn, ef þeir menn, sem Kommúnista- flokkinn skipa,, hefðu setiö og liorft, í gaupnir sér, eða blaó hans liefði þagaö þegar árásirn- ar þrumdu yfir úr öllum áttum? Nei, Kommúnistaflokkurinn er fjöregg íslenskrar alþýðu og dagblað hans er vigurinn, sem á að verja það. Allir þeir, sem u,nna Komm- únistaflokknum, starfi hans og stefnu, allir þeir, sem skilja að frelsi alþýðunnar verðua- ekki virt til peninga, en baráttan fyrir því kostar fé — verða að leggja hönd á plóginn. Sú fórn, sem alþýðan nú þarf að færa Þjóðviljanum verður krafin margföld, sem ránskatt- u,r á lífskjör hennar, bregðist hún kallinu. Það á að vera metnaður allra þeirra, sem trúa á sigu.r sósíal- ismans að vinna að framgang'i lians með því að gera Þjóðvilj- ann að bitrasta, öruggasta vopni baráttunnar. Markmiðið er: Þjóðviljinn á öruggan fjár- hagslegan grundvöll. Þjóðviljinn inn á hvert- alþýðuheimili Um leið og' því marki er náó, hefir alþýðan, með Þjóðviljann að vopni, brotið þá níðstöng í spón, sem íhaldið lie.fir reist henni með því að neyða hana tii að greiða, viðhaldskostnaðinn af kúgunartækjum þess. Hver eyrir, sem alþýðan legg- ur til Þjóðviljans er mótaður hlekkur í frelsisbaráttu hennar! St. M Kíft FRAMH. AF 1. SIÐU. að japönsku íallbyssurnar skjóta tíu, sinn.um fleiri sprengi- kúlum á sama tíma og þær kín- versku. Japanska hers.tjcrnin gaf út: yfirlýsingu í da.g, sern talin er að muni hafa mikil. á- hrif meðal erlendra ríkja. Hún lýsir því yfir, að hún viðurkenni ekki sölu á neinu, kínversku skipi, sem fram, liefir farið síð- an ófriður hófst og muni ákvæði hafnhannsins við Kína verða látin gilda gegn öllujn slíkum skipum hverra eign, sem þau eru talin. Kona Chiang Kai Shek kom til Shanghai frá Nanking í, dag og hefir í hyggju að dveljast þar nokkra hríð. Borgið í*jóðvitjanii.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.