Þjóðviljinn - 06.10.1937, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 06.10.1937, Blaðsíða 2
Miðvikudaginn 6. október 1937. ÞJÖÐVILJINN Tillögur samninganefndar Alpýðuflokksins. Lagðar fram á fimta fundi samninganefndanna. Nefnd Alþýðuflokksins leggur ti), að fyrsta grein stefnuskrárinnar hljóði þannig: » . . . (nafn flokksins) er flokkur íslenskrar alþýðu og setur sér sem höfuðmarkmið að vinna bug á auð- valdsskipulaginu á íslandi og koma í þess stað á sðsialistisku þjóðskipu- lagi, þ. ei frjálsu, stéttlausu samfé- iagi allra. vinnandi manna. í landinu, er stjðrnað sé af þar til kjörnum fulltrúum þeirra. sjálfra. Til þess að ná þvi takmarki gerir flokkurinn sér alt far um það, að vinna alþýðuna til fylgis við grund- vallarskoðanir sósíalismans og skipu- leggja og sameina allar vinnandi stéttir landsins í baráttunni fyrir endanlegri valdatöku alþýðunnar og uppbyggingu hins sósíalistiska þjóð- skipulags«. Nefndin hefir með þessu orðalagi gert verulegar breytingar á hinni upphaflegu tillögu sinni um stefnu- skráratriði og telur að I greininni þannig orðaðri komi skýrt fram, að flokkurinn starfi á grundvelli stétta- haráttunnar og I anda marxismans. Nefndin hefir með því viljað ganga. svo langt til móts við óskir Komm- únistaflokksnefndarinnar, sem hún telur frekast unt, en áleit hins veg- ax ekki heppilegt fyrir einingu hins sameinaða floklc að taka orðið »marx ismi« upp I stefnuskrána, þar eð túlkun hans er mjög mikið ágreinings atriði nú á dögum, eins og Kommún- istaflokksnefndin hefir sjálf viður- kent og skýrt hefir verið frá á öðr- um stað I þessu skjali. Nefnd Alþýðuflokksins leggur ti.l að önnur grein stefnuskrárdnnar verði orðuð þannig: »Flokkurinn starfar á lýðræðis- grundvelli, þ. e. viðurkennir rétt þjóðarmeirihlutans til þess að ráða málum þjóðarinnar. Flokkurinn álít- ur að vlsu lýðræðinu I sinni núver- andi mynd hér á landi vera mjög á- bötavant og berst fyrir því að bæta. það og fullkomna, en vinnur á grund- velli laga og þingræðis bæði, að þvi og að endanlegri valdatöku alþýð- unnar til þess a.ð geta, breytt þjóð- skipulaginu til samræmis við stefnu sína og bygt upp fullkomið lýðræði í atvinnumálum og fjármálum. Flokkurinn skoðar það sem eitt höfuðverkefni sitt og skyldu, að verja lýðræðið gegn öllum árásum ofbeldis- og einræðisflokka, og vill um það hafa samvinnu við alla þá, sem vilja, vernda lýðræðið, hvaða flokk- um og stéttum, sem þeir tilheyra«. Nefndin hefir einnig gert miklar breytingar á hinni upphaflegu til- lögu si.nni um þetta stefnuskrárat- riði. Hún hefir þó haldið fast við það, að þvl væri skýlaust lýst yfir I stefnuskránni, a.ð flokkurinn starfaði á grundvelli laga og þingræðis a.ð þvi a,ð ná völdum. En hún hefir sam- kvæmt breytingartillögu Kommún- istaflokksnefndardnnnar, tekið upp I greinina þýðingarmikil ákvæði um afstöðu flokksins til lý^ræðisins, svo sem það, að flokkurinn telji lýðræð- inu I sinni núverandi mynd mjög á- bótavant og berðist fyrir fullkomn- un þess, og eins hitt, að hann telji það þó eitt höfuðverkefni sitt að verja lýðræðið gegn fasismanum og vilji um það hafa samvinnu við aðra lýðræðisflokka. Hefir nefnd Alþýðu- flokksins með þvl sýnt, að hún held- ur ekki rigfast við neitt ákveðið orðalag, og að hún hefir ávalt veriö reiðubúin að takai upp þær breyting- artillögur Kommúnistaflokksnefnd- arinnar, sem hún hefir séð að gætu staðist. Nefnd Alþýðuflokksins leggur til, að grefnin um afstöðu flokksins til alþjóðasambandanna verði orðuð þannig: »Flokkurinn stendur utan aillrr pólitískra alþjððasambanda og tekur sem flokkur enga afstöðu til ágrein- ingsins milli þeirra eða út af þeim. Flokkurinn vill þó halda, vinsamlegu sambandi við sósiailistiska. lýðræðis- flokka I nágrannalöndunum og lýsir samúð sinni. með öllum tilraunum er- lendis til þess að sameina. skipulags- ega hina klofnu verkalýðsflokka, á grundvelli sóslalismans og lýðræðis- ins«. Nefndin getur ekki faillist á, að I þessari grein séu gerða,r neinar íviln- anir a.f hálfu hins sameinaða flokks við Alþjóðasamba.nd kommúnista um- fram hin alþjóðasamböndin. Nefndin er þeirrar skoðunar, að flokkurinn eigi ekki að taka. neina afstöðu til mismunandi skoðana, sem einstakir meðlimir ha.ns kunna að hafa á al- þjóðasamböndunum, þar sem flokk- urinn stendur sjálfur utan þeirra — og báðar nefndir hafa, frá upphafi verið sammála um, að flokkurinn skyldi standa' utan þeirra. Hin nýja krafa, miðstjórna.r Kommúnista- flokksins um það að taka aðra og vinsamlegri afstöðu til a.lþjóða- smbands kommúnista en til hinna, al- þjóðasambandanna, er ekki aðeins raunverulegai I ósamræmi við það smkomulag, heldur einnig hlutdræg og til þess failin að valda óánægju, ófriði — og jafnvel ofsóknum innan flokksins. Nefnd Alþýðuflokksins leggur til, að' afstaða flokksins til Sovét-Rúss- lands verði skýrð með eftirfarandi yfirlýsingu: »Flokkurinn fylgist með samúð og athygli með þeirri þjóðskipulags- breytingu, sem fram hefir farið á Rússlandi og mðtmælir öllum árás- um auðva,ldsrlkja,nna á hið nýja riki, en tekur sem flokkur enga., afstöðu til þeirra, innbyrðis átaka, sem fram eru að fara I hinum rlkja-ndi flokki þar I la,ndi«. Nefndin getur ekki fallist á, að hinn sameinaði flokkur taki »skil- yrðislausa afstöðu með Sovét-Rúss- landi.«, eins, og miðstjórn Kommún- istaflokksins gerir kröfu tii, enda. telur hún það ekki ná nokkurri átt, því enginn getur vitað með nokurrf vissu, með hverju þar með væri tekin afstaða, þar eð ástandið I landinu og stjórn þess öll er sem stendur stöð- ugum og óvæntum breytingum und- irorpin. Nefndin álítur því ekki, að það geti komið til mála, að fyrir- skrifa öllum meðlimum flokksins neina ákveðna sameiginlega skoðun á þvi, sem nú er að fara, fram á Sovét-Rússla,ndi, hvað þá heldur á þvi, sem kann að fara þar fram t framtíðinni. Hún dregur enga dul á það, að húln óskar ekki að flokkur ís- lenskrar alþýðu lýsi velþóknun sinni á hinu blóðuga réttarfari, sem nú ríkir á Rússlandi, en hún hefir hins- vegar tekið tillit til þeirrar óskar Kommúnistaflokksnefndarinnar, að hinn sameinaði flokkur l.ýsi yfir sam- úð sinni með þeirri skipulagsbreyt- ingu og uppbyggingu, sem fram hef- ir farið og fram er að fara á Sovét- Rússlandi, og hefir valið til þess þau orð, sem hún telur að allir meðlimir sameinaðs flokks geti vel við unað, og þar af leiðandi séu fremur til þess fallin að sameina, heldur en aö sundra. Hafld þér lesið: Bréf Dimltroffg. — Verð kr. 0.50. Aðeins örfá eintök óseld a! þessari ágætu bók. Ferðalok Koloman Walliseh’s, eftir Önuu Seghers. Verð kr. 0.50. Lesið um þennan heimsfræga foringja austurríska verkalýðsins. Fæst í Heimskringlu, Lgv. 38. Nokkrir sósialistar. I seljum vér dilkakjöt iír Laiigardal Slátwpfélajw Suðwrlands Sími 1249 Dagleið á fjöllum. Halldór Kiljan Laxness. Þögnin um. bók þessa hefir verið furðu hljóð í blöðum og tímaritum lan,dsins. Það er sem hér væri á ferðinni klaufskur byrjandi, sem ætti fátt vantal- að við samtíð sína, en ekki höf- uðskáld þjóðarinnar, sem allir hlusta eftir, og einn vígreifasti bardagamaður, sem Island hefir alið. Meðan fólkið rífur bókina út úr bókabúðunum., stritast blöðin við að þegja sem best. Vart mu,n sú þögn stafa af því að menn ,séu of sammála u,m bókina, til þess grípur hún um of inn á hugs- ana- og verksvið þjóðarinnar, til þess er hún of opinská um deilu- mál hennar, »Dagleið á fjöllum« er heljar- mikil bók, hátt á fjórða hundrað blaðsíður. Hefir bókin ritgerða- safn höfundar síðustu átta árin ínni að halda, og kemur því víða við. Ýmsar af þessum ritgerðum: eru gamlir ku.nningjar, en all- mikill hluti þeirra er alveg nýr af nálinni eða hefir aldrei birst fyr. Bók þessa má skoða sem á- framhald af ALþýðubókinni, er kom út, 1929 og vakti mest, um- tal og misjafna dóma. Höfundur á víða Leið um í. bók sinni. Hann virðist hafa gert hina gömlu, gujlvægu reglu að einkunnarorðum, sínum: »Ekk- ert mannlegt er mér óviðkom- andi«. Halldór ritar um ísLensk- ,ar stórhríðar uppi á öræfum, samfylgdarmenn sína og gest- gjafa í þeim æfintýrum. Rit,- gerðir hans fjaLLa um íslensk og erlend stórskáld. Hann ritar um, landnemann mikla Stephan G. Stephansson, indverska skáld- spekinginn Tagore og rússneska skáidjöfurinn Gorki, au,k fjölda annara smærri spámanna í þeirri grein af ýmsum Löndum, og ýmsumi þjóðum. Hann ritar auk skáldskaparins um aðrar fagrar Listir, svo sem hijómljst og málaralist. Halldór gengur fram fyrir skjöldu, í félagsmála- haráttunni. Hann ritar um sósí- alisma og fasisma,. Þess á milli bregður hann sér yfir á hin ó- ræðu svið trúmálanna, þar sem andi »straums og skjálft,a« svíf- u,r yfir hinum endalausu djúp- um. »Dagleið á fjöllum« sýnir ljóst, hve næmt auga höfundur hefir fyrir þeim efnum,, sem eru a,ð gerast, með þjóð vorri. En hann er enginn heimalningur í íslenska fásinninu. Honum eru ljós öll, þau átök, sem. gerast í lífi þjóðarinnar. Hann er ís- lenskur alheimsborgari, sem fylgist, með öllum straumum hinnar margþættu heimsm.enn- ingar. Þetta, kemur sérstaklega greinilega fram við samanburð við ritgerðasafn ánnars manns, sern út kom u,m. svipað leyti. En bók sú er helst, sérkennileg fyrir þá sök, að hún grípur hvergi inn á viðfangsefni núlií'- andi rranna, og er meiningar- lau':'t fóndur cg skrúðmadgi. Þannig yrði bókin tæplega tímasett, ef höfundur hefði ekki sett ártal við allar greinarnar og prensmiðjan ártal, á titilblað- ið. Bók Halldórs Kiljan Laxness er hinsvegar lífið sjálft, eins og það gerist, í hinu hamslausa róti vorra tíma. »Dagleið á fjöllu,m« er gædd hinum óteljandi mislitu blæbrigðum lífsins sjálfs, hrjúf og miskunnarlaus í allri sinni fjölbreytni. Hún er engin glit,- vefur eða vögguvísa, heldur þrumandi herl,úður hins nýja tíma. Hún gárast, af þungumi undir- straum, samiúðinni með þroska- viðleitni mannkynsins og hatr- inu til hinnar neikvæðu hel- stefnu, sem vill kippa samtíð okkar um aldir aftur í söguna. En Halldór er of rnikill bar- dagamiaður til þess að horfa á strauminn sem flýgur framhjá og velta vöngum, í ráðþrota skelfingu við tilveru sína, en slíkt þykir nú hvað fínast í hópi borgaralegra rithöfunda og mentamanna. Hann kastar sér óhræddur út í strauminn og ger- ist árvakur liðSmaður. Hann, reynir að bjarga verómætum, sem fyrir eru á land og auka þau, og berst, sterkur og djarfur gegn öllum þeim váboðum, sem skelja, á voru marghrakta menn- ingarfleyi. Halldór Kiljan er baráttunnar maður og bók hans er hvasst, skeyti til f jandmanna nútímansi. Dagleið á fjöllum er u.m leið þroskasaga, skáldsins síðustu átta, árin. ALþýðubókin kom út þegar hann hafði skorið af sér hinn þrönga brynstakk ka- þólskrar miðaldaguiðfræði og sá roða af nýjum degi í austurvegi. Alþýðubókin var fagnaðarboð- skapur skáldsins, er hann eftir langa og vafalaust erfiða leit hafði komið auga á mannlífið, miesta veruleik al,l,ra alda. »Dagleið á fjöllu,m« er fei’ða- s,aga hans, síðan. Nafnið er tákn- rænt, leit hans meðal mannanna var hafin. Að morgnj er hann dálítið hikandi í leit sinni, en þróttur hans vex eftir því sem á, daginn líður og hann sér fieira og reynir meira. I bókarlok hef- ir hann, fundið sjálfan sig og starfssvið sitt mitt í öllum þeinx ys og þys er blasti við honum, þegar hin, helgu, musteri hrundu að baki hans. Á þessum árum hefir Halldór Kiljan verið mikilvirkasta höf- uðskáld þjóðarinnar. Hún hefir beðið og hlustað eftir orðu,m hans og aðrar þjóðir eru farnar að leggja við eyra og bíða. Rödd hans er hætt að vera hrópið í eyðimörkinni, sem biður sér lífs og menn, hlusta, á af því það læt- ur hást og hjáróma í eyrum. Nú stendur hann mitt á, meðal vor. Leyndardómurinn er horf- inn. Rödd hans er orðin ein af okkar röddum, aðeins skýrari og athyglisverðari en okkar hinna, sem kunnum fátt að segja, svo að það bergmáli. Rödd hans er það semi við vildum sagt hafa til samtíðar okkar, þegar við áttum mest van,taJ,að við hana. »Dagl,eið á fjölluim« er góð við- bót við það sem Halldór hefir áð- ur ritað. Hún svarar mörgum þeim spurningum, sem, við velt- um fyrir okkur við lestur fyrri bóka hans og fyllir eyðurnar, svo að höfundurinn stendur nú heilsteyptari frammi fyrir sam- tíð sinni en áðiur, boðskapur hans er orðinn fyllri og víðfeðm- ari. H. S.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.