Þjóðviljinn - 06.10.1937, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.10.1937, Blaðsíða 3
í> JOÐ VIL JINN Mióvikudaginn 6. október 1937. pJÓOVIlJINN IffilBBva Kemm«Mlat»(Iakkr Iilutdi. KItlt]6rl: Einar Olgeirsaon. Bitttjfnu BorgBtaðastrsetl 30 ■Imi 2270. i.f«rrel<*i« og a»|{lýiIns;*sKr5fs» LangavaK S8, *Imi 2184. Cemor fit alla áaga, nema mfinadaga. Xikrlftarirjald 6 miDnðl: Reykjavlk og nágrenni kr. 2.0! Annarsitaiar á landina kr. 1,25 1 lanaasðla 10 aura eintakii. PrantamlSja Jðn* Helganonar, BargitaSaatraeti 27, slml 4200. Alpýðublaðið glím- ir við sinn eigin draug. Ögæfu Alþýðublaðsins verður alt að vopni, afleitur málstaður, óþokki fólksins og ritstjórar, sem ekki vita sitt rjúkandi ráð, og krafsa eins og sauðir í kviksyndi. öll yfirvegun er lögð á flótta, en eftir situr ráðaleysið, fálmið og skelfingin í aJmætti sínu. Þeir hafa að vísu óljósa hugmynd um að með framkomu sinni og skrif- um, séu, þeir að vekja upp þann draug sem, getur orðið flokkn- um, en þó einkurn þeim sjáJfum óþægur í framtíðinni. Alt er því gert, til þess að losa sig við draugsia, og senda okkutr komm- únistum hann til kvalræða og plögunar. En ritstjórunum ferst. eins og fáráðlingum fyrri alda, að þeir hafa ekki tök á draugn- um og verða því að sitja uppi með hann hve miklum spjöllum, sem hann kann að valda á heim- ili Alþýðuflokksins og hve marga, sem1 h.ann, kann að æra burtu af bænum. 1 ráða- og .rökjeysi sín,u grípa ritstjórarnir aftutr til Sovétgrýl- unnar, sem þeir lögðu til hliðar all mikið þvælda og notaða eftir kosningarnar. En það verður að tjalda því sem til er, en fátt ger- ist nú orðið um. spjarir á því heimili að vonum. Alþýðublaðið og Morgunblaðið hrópuðu, í einum talkór: »rau.ða hætt,an,« fyrir kosningar. Þann- ig ætluðu þeir að sundra fylking- um, kommúnista í kosningunum, og reyna að grípa liðið á flóttan- um.. En margt fer öðru vísi en ætlað er. Draugurinn, sem átti að senda kommúnjstum komst ekki í áfangastað, en lagði hins,- vegar fylgjendur Alþýðuflokks- ins í einelti og banaði mörgum í kosningahríðinni en aðrir flýðu óværð þessa yfir til kommúnista. Ritstjórar Alþýðublaðsins vita prýð'ilega hvernig samningaum- leitanir milli Alþýðuflokksins og kommúnista hófust,. Þeir vita líka hvernig þær gengu og með hvaða hug sumir af nefndar- mönnum Alþýðuflokksins gengu að samjningaborðinu, Þeir vita líka að allar þeirra tillögur voru annað hvort. stefnuskrá Alþýðu,- flokksins óbreytt eða seilst var til hægri eftir nýjum »ágreinings atriðum,«. Þeir vita., að Alþýðu- flokkurinn gekk ekki í neinu máli neitt til móts við kröfur kommúnista, en að þeir slökuðu, til um hvert atriðið á fætur öðru. En þeir vita líka, að fólkið má ekki vita þetta. Það verður að halda að Alþýðuflokksnefndin Kommúnistaí lokknri nn vill ad samningnnnm verdi lialditl átram Yfirlýsing frá íVamkvænidaráði líoiisiiiúnistaflokksiiis. a FUNDI framkvæmdaráðs Kommúnistaflokksins í gærkvöldi var eftirfarandi ályktun samþykt í tilefni af samningsslitum Alþýðusam- bandsstj órnar innar. »Framkvæmdaráð Komrnún- istaflokksins harmar það, að stjórn Alþýðuflokksins hefir al- gerlega, án tilefnis slitið siamn- ingum við Kommúnistaflokkinn um sameiningu íslenska verka- lýðsins í einn flokk, og lýsir því enn einu sinni yfir að Kommún- istaflokkurinn er hvenær sem. er reiðubúinn til að halda samn- ingunum áfram. Tillögur Kommúnistaflokksins voru frá upphafi þannig, að í þeim voru aðeins tekin fram þau, grundvallarskilyrði er hann taldi nauðsynleg til þess að hægt væri að skapa, einn verkalýðs- flokk á Islandi, er væri raun- verulega sósíalistískur og verka- lýðurinn, gæti treyst,. — Þassi skilyrði voru að flokkurinn geröi sér far um, að byggja á vísind- um og reynslui verkalýðshreyf- ingar 19. og 20. aldarinnar, en tæki ekki á stefnuskrá sína bábyljur þær, sem burgeisastéttin hefir lætt inn í verkalýðshreyfinguna og leitt hafa til, ósigurs, verkalýðsins í hverju landinu á fætur öðru, að flokkurinn takmarkaði ekki lýðræðishugsjón sína við hafi ger.t, alt sem í hennar valdi stóð til þess að koma á samning- um. Til þess að finna einhverja leið út, úr klípunni þreyta rit- stjórarnir nú sín ringluðu nöfuð og finna ekkert vænlegra en gamla banabitann sinn frá því í vor. Nú er það Alþjóðasamband kommúnista sem hefir orðið þess valdandi að samningar gengu ekki saman. Þetta verður auð- vitað ekki skilið öðru vísi en sv,o, að það hafi verið eftir fyrirskip- u,n, Alþjóðasambands kommún- ista, sem Ingimar Jónsson flutti sína frægu ræðu. á Jafnaðar- mannafélagsfundinum,. Væntan- lega hefir ræða Stefáns Jóhanns á sama fundi verið af sömu, rót- um runnin, enda var maðurinn nýkominn frá útlöndum, eins og Brynjólfur Bjarnason. Nú eigum við að trúa því, aö skipun Alþjóðasambands komm- únista hafi ráðið því að Alþýðu,- flokksnefndin vildi hvergi slaka til og að lokum má væntanlega rekja samþykt sambandsstjórn- arfundar til sömíu róta,. Um afstöðu. Alþjóðsambands kommúnista til sameiningar og samfylkingarmálanna hefir svo mikið verið ritað hér áður, að þess gerist ekki frekari þörf. En Alþýðublaðið ætti í fram- tíðinni að fást við annað en. ax- arskaftasmíði og uppvakningar á draugum. þessar bábyljur, heldur viður- kendi eindregið lýðræði verka- lýðsins, sem hið fullkomnasta form lýðræðisins, og trygði enn- fremur fullkomlið lýðræði í flokknum. sjálfum. Að tekin væri vinsamleg afstaða til sós- ’íalismans, þar sem verið er að skaþa hann, og því enginn fjandskapur leyfður við Sov- ét-lýðveldin og að málsvarar fasistiskra flugumanna og spell- virkja, eins og trotskistanna, fengju ekki rúm í blöðum flokks ins. — Án þessara skilyrða taldi Kommúnistaflokkurinn, að engin trygging væri fyrir því að flokk- urinn yrði raumverulega sósíal- istiskur flokkur, semi gætti hags- muna verkalýðsins í hvívetna — án þessara skilyrða taldi mið- stjórnin að andstæðingum sósíal- ismans og beinum f jandmönnum verkalýðsins væri gefinn að- gangur að flokknum og ábyrgð- arstöðum h.a,ns. Það væri því ekki hægt, að falla. frá þessum grundvallarskilyrðum án þess að bregðast verkalýðnum. Framkvæmdarráðið harmar það, að meirihluti núverandi mið stjórnar Alþýðuflokksins skuli reyna að verja samningsslit sín með rangfærslum. 1) Til dæmis er sagt í álykt- un miðstj. Alþfl. að Kommún- istafl. hafi krafist þess,, að »skipulagi Alþýðusambandsins verði sundrað, það rifið úr tengsl um við hinn pólitíska flokk al- þýðunnar og gert, að vettvangi pólitískrar togstreitu, sem. and- stæðingum alþýðusamtakanna einum getur orðió til gagns«. Þessi furðúlegi málafluitningUJ:• er borin fram eftir að Kommún- istaflokkurinn er búinn að lýsa því yfir að hann vill tryggja sem nánust tengsl milli Alþýðu- sambandsins og hins sameinaða flokks, með þeim hætti að lýð- ræðið innan sambandsins sé jafnframt trygt, og hefir lagt fram tillögur um þessi skipu- lagslegu, tengsl, jafnframt því sem óskað var eftir tillögum fra Alþýðuflokknum.. 1 þessu máli virtist allur ágreiningur vera horfinn, þar til sambandsstjórn- in birti hina óvæntu yfirlýsingu, sína. 2) Þá er sagt að Kommúnista- flokkurinn setji »túlkun sína í einstökum fræðilegum atriðum ofar vilja alþýðunnar til sam- einingar«. En það er einmitt stjórn Alþýðuflokksins, sem hef- ir krafist, þess að ákveðin fræði- leg túlkun á lýðræðinu yrði sett inn í stefnuskrána, þó henni væri kunnugt um fyrir fram að slíka túlkun gat Kommúnista- flokkurinn ekki fallist á, þar sem þessi kenning hefir orðið til að granda lýðræðinu í hverju landinu á fætur öðru. Kommún- istaflokkurinn setti einmiitt ein- inguna öllu ofar, og lagði til að þessari fræðilegu túlkun, yrði slept, í trausti þess að viljinn væri fyrir hendi hjá báðum að- ilum, til að finna. hina réttu, lausn í sameiginlegu uppeldis- starfi hins. sameinaða flokks. Það er einnig- alrangt hjá stjórn Alþýðusambandsins að Kommúnistaflokkurinn hafi neit að að starfa, á grundvelli laga og þingræðis. Það gerir hann nú þegar, eins og allir vita. Hins- vegar neitaði nefnd Kommún- istaflokksins að takmarka starfs aðferðir hins sameinaða flokks við það, sem borgaraleg lög og þingræði kunna að fyrirskipa á hverjum tíma, jafnvel þótt lög- uinum og þingræðinu sé beitt gegn meirihluta þjóðarinnar og til að takmarka lýðræðið og u,nd- irbúa afnám þess. 3) Þá er því haldið fra,m að kommúnistar hafi krafist þess, »að flokkur íslenskrar alþýðu beiti skoðana,kúgu.n að fordæmi ríkjandi flokka í einræðislönd- um«, þó ein af kröfuim. Komm- únistaflokksins væri: Skoðana- frelsi innan ramma stefnuyfir- lýsingar hins sameinaða flokks. — Hinsvegar gefur að skilja að sósíalistískur flokkur getur ekki leyft skoóanafrelsi innan flokks- ins fyrir májsvara spellvirkja, fyrir andstæðinga sósíalismans og afturhaldsmienn, jafnvel þó þeim finnist hagkvæmt að kalla sig sósíaJista,. — Þegar litið er á aðrar kröfur af hálfu stjórn- ar Alþýðuflokksins verður því útkoman þessi: Innan hins sam- einaða flokks mega ekki vera menn með kommúnistískar skoð- anir, hinsvegar mega vera þar f jandmenn komimúnismans. Kommúnistaflokkurinn mun nú leggja, enn meiri áherslu á að sameina raðir yerkalýósins en nokkru sinni fyr. Framkvæmda- ráðið vill enn einu sinni endur- taka ósk sína um að verkalýðs- flokkarnir taki upp samstarf utan þings og innan, til að leysa hin mest aðkallandi mál verka- lýðsstéttarinnar, tij að sameina hin klofnu verkalýðsfélög og tii að tryggja sameiginlegan sigur verkalýðsins í bæjarstjórnar- kosningunum, sem fyrir dyrum standa. — Hann er ennfremur á hverri stnndu reiðubúinn til að halda áfram. saminingum um sameiningu flokkanna, og mun í þeim samningum ta,ka. fult tillit til allra heilbrigóra tillagna og óska, af Alþýðuflokksins hálfu, — eins og hann hefir reynt af fremsta, megni að koma' til móts við Alþýðuflokkinn í þessum samningum. — Þrátt fyrir hina sorglegu afstöðu núverandí meirihluta sambandsstjórnar Al- þýðuflokksins, veit Kommúnista- flokkurinn að mikill meirihluti Alþýðuflokksins vill eininguna. Framkvæmdaráðið óskar þess af alhug, að þing Alþýðusambands- ins, sem kvatt hefir verið sam- an í þessum mánuói, megi bera gæfu, til að ryðja ölluiin. hindr- unurn fyrir einingunni úr vegi«. Útbreiðið Þjóðivljann! Kommúnistaflokkttr íslands; Kynningarkvöld. Reykjavíkurdeild K. F. I. efnir til kynningarkvölds í K. R.-húsinu uppi í kvöld, klukkan 8,30 Þangað hefir verið boðið ýmsum stuðningsmönnum flokksins auk flokksfélaga, sem mæta þar. Dagskrá: 1. Upplestur: Jóhannes úr Kötium. 2. Erindi: Stefna og hlutverk Kommúnista- flokksins. — Umræður. Félagar! Komið og takið með ykkur gesti. Deildarstjórniii. f— ------—% Sími 1195 Sími 1195 Hringið í eí yður vantar bifreið BIFREIÐASTÖÐUX .IIRINUI við Óðinstorg Sími 1195 Sími 1195 ------------------------------J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.