Þjóðviljinn - 12.10.1937, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.10.1937, Blaðsíða 3
ÞJOÐVILJINN Þriðjudagurinn 11. okt. 1937 þlðOVIUINN (KftlKavB KeminíBl«t»l!aifr IiIxbéb. KItit]6ri: Eliosr Olgeirssor.. Kitlti*rn: 30 slmi 2370. AfrrefAtila o* «Bt5iýgJ.nir«skm»i L»iaK*waií S8, tími 21M. Kemar tit alltn tðuga, uetna mSnaázga. AikríítBrfrjaíd á tuánnCi: Raykjtvlk og nflgTcnni ki. 2.0t Annarsitaðar 6 lanciinti kr. 1,25 I lansmiSln 10 otra eintakiB. Prantimifija Jöffis Meigasonar, BergutaSaBtrseti 2?- slmi Til Alpýðublaðsins út af »lögum og pingræði«. Eftir Brynjólf Bjarnason. Eru 100,000 líf ekki nóg? Það eru eftirtektarverðar, en íurðulegar tilraunir, sem, Al- þýðublaðið gerir bessa dagpia, til að koma bví inn hjá fólki, að kommúnistar séu, andstæðingar laga og bingræðis. Samtímis varast: blaðið að minnast á hver hætta stafar af fasismanum fyrir lög og bingræði, jafnvel bó fasisminn geti oft notað bessi form sem snörn. Það er engu líkara en klíkunni við Albýðu- blaðiö séu fasistarnir kærari en kommúnistar. Við skrdum nú nefna eitt dæmi, sem sýnir afstöðu komm- únistanna til laga og bingræðis í hinu skýrasta Ijósi: 1934 um hauisitið notaði íhalds- m.eirihlut,inn í spánska þinginu »Iögin og bingræðið« til að kæfa spánska lýðræðið og koma fas- ismanum á. Spánski verkalýður- inn gerði allsherjarverkfall á móti og í Astúríu varð hörð borgarastyrjöld. Kommúnist- arnir stóðu, ‘fremstir í flokki bessara uppreisnarmanna, sem vernduðu, lýðræðið og mannrétt- indin gegn. fasisma, er skýldi sér bak við lögin. Verkalýðurinn beið ósigur, en sakir hetjulegrar baráttu hans náði fasisminn ekki a.ð fe,sta rætur. I febrúar 1936 varð fasisminn að víkja fyrir kosningasigri Albýðufylk- ingarinnar. Nú vöruðu komm- únistarnir strax við bví, að í skjóli bingræðisins undirbyggju fasistapir uppreisn í samráði við herforingjana og erlend stórveldi. Ráðunum var ekki skeytt. Uppreisn fasistanna. hófst í júlí, 1936. 1 meir en á.r hefir nú spánska albýóan variö lýðræði sitt og frelsi, varið þar- með líka sín lög og sitt þingræði. Og hefir staðió á kommúnistun- um aö gera það? Meðlimir spanska Kommúnistaflokksins vorui fyrir 2—3 mánuðum rúm 200.000. Yfir 100.000 af þeim var ú vígstöðvunum. Og meðan þessar hetjur hætta lífi sínu í bará.ttunni fyrir frels- inu og fórna fyrir það því dýr- mætasta, sem. þeir eiga, — með- an konur og börn spönsku al- þýðunnar láta lífið í þúsunda- tali fyrir sprengjum fasistanna, — þá eru til úrþvætti hér heima, sem eru aó harma það, að nokkrir skemdarvargar og skaðræðisgripir í þjónustu, fas- ismans séu, skotnir í tíma á Spáni og Sovétríkjunum, til að firra alþýðuna frekara tjóni af þeirra völdum. Meðan 100,000 meðlimir I grein minni í Þjóðviljanum sýndi ég fra,m. á að fasistar hefðu tekið völdin í hverju, iandinu á fætur öðru, á »grundvelli laga og þingræðis«. Ennfremur að verka lýðu,rin,n hafi aldrei náð völdun- um á »gru,ndvelli laga og þing- ræðis«. Sömuleiðis að í mörgum löndum geta verið og eru meira eða minna fasistískar ofbeldis- stjórnir, sem stjórna undir form- um »Iaga og þingræðis«. Alþýðuiblaðið skrifar þriggja dájka grein út af þessu, og treyst- ir sér samt ekki til að hrekja neitt, yfirleitt; ekki nokkurn skapaðan hlu.t, af því, sem, í grein minni stendur. — Það nægir því að gera eftirfarandi athuga- semdir: 1. Ég hefi ekki orðið yar við að neinn meðlimur Kommúnista- flokksins hafi álitið að sp’urning- in um. »lögini og þingræðið« væri hégömamál. Aft,u,r á móti veit ég um marga góða Alþýðuflokks- menn, sem eru þessarar skoðun- ar. Til þessara ágætu félaga beindi ég fyrst og fremst m.áli mínu. 2. Greinarhöfundur lætur líta s-vo út, sem við kommúnistar sé- um formælendu.r ofbeldisins og viljum endilega, kom.a af staó blóðugri byltingu. Eg vil benda honum á. að það eru,m: ekki vdð, heldur aðrir, sem beitt hafa of- beldi í þessu Landi. — Greinar- höfupdi hlýt.ur að vera kunnugt u,m það ofbeldi, sem yfirráða- stéttin hefir þegar beitt, á Is- landi. — Honum hlýtur að vera kunnugt, um öll þau verkföll, þar sem. lögreglan óg hvítliðar hafa beitt. verkalýóinn ofbeldi. Hann veit líka, að menn hafa verió dæmdir til fangelsisvistar fyrir starf sitt, í þágu verkalýðshreyf- ingarinnar. Einnig veit ha,nn að heil verkalýðsfélög hafa verið leyst upp með ofbeldi, eins og í Keflavjk, og að forustumönn- um, verkalýðshreyfingarinnar eins og Isleifi Högnasyni hefir verið sýnt banatilræði — án þess að hinir seku .hlytu nokkra refsingu. Við kommúnistar óskum ekki eftir að skorið verði úr þjóðmál- unu,m m.eð ofbeldi. — Og það er svo fjarri því. að við óskum eftir blóðugri blytingu — að við kys- u,m helst. að umbreytingin frá kapítalisma t.il sósíalisma gengi fyrir sig, án þess að nokkur fengi svo mikið sem glóðarauga. En við vitum. að engar blóðfórn- ir verða sparaðar með því aó loka augunum fyrir staðreynd- u,m og leggja sig undir hnífinn. spánska Kommúnistaflokksins verja lýðræði, lög og þingræði spönsku þjóðarinnar gegn fas- ismanum og leggja til þess lífið í sölurnar, þá eru til menn, sem telja, sig vinstra megin og hrópa: meó kommúnistum. getum við ekki unnið — en samtímis þegja þeir áberandi um. fasismann. Hverjum þjóna slíkir? með frómar kreddukenjiingar á vörunum ein,s og sósíaJdemokrat- ar í Þýskalandi og Italíu gerðu. 3. Greinarhöfundur Alþýðu- blaðsins spyr hvað kommúnistar ætli að gera, ef mynduð verði sambræðslustj. Ihalds og Fram- sóknar. Hvort við ætlum þá að brjóta lögin og þingræðið og gera uppreisn og byltingu!! Það er leiöinlegt. að þurfa, að standa í deilum við menn, innan verka- lýðshreyfingarinnar, sem telja það hlutverk sitt að draga upp skrípamynd af frelsisbaráttn verkalýðsins, og liafa þá ekki upp á annað betra að bjóða, en gatslitna og kjánalega útúrsnún- inga Morguúblaðsins. Því þessi góði maður hlýtur að vita að enginn marxisti, enginn komm- únisti .hugsar til byltingar fyr en meirihluti hinnar vinnandi þjóð- ar er orðin fylgjandi sósíalism- anum, er reiðubúin til að færa fóirnir til að koma honum í fram- kvæmd og ástandið í landxnu er þannig að þessi meirihluii hefir skilyrði til að sigra. — Ekkert. af þessu kemur neinni stjórnar- myndun við, allra síst, á þessu þingi. Hinu skal ég svara hvað við kommúnistar leggjum til að gert verði, ef Framsókn og Ihaldið mynda samsteypustjórn, og sam- þykkja t..d. vinnulöggjöf er heft- ir frelsi verklýðsfélaganna. Við munum, leggja til að verkalýðs- hreyfingin beiti samtökum sín- um gegn þessuxn, lögum, og þaó jafnvel með allsherjarverkfalli, ef unt er og hagkvæmt þykir. — Við munum leggja til að far- ið verði að dæm,i norsku verka- lýðssamtakanna, sem brutu »tugthúslögin« á bak aftur upd- ir kjörorðinu »t.værs i gennem Loven«. (Á íslensku, nánast: »Brjótum lögin«. »Virðum lögin að vettugi«). En hinir, sem vilja taka upp á, stefnuskrá verkalýðssamtak- anna skujdbindingu um það, að alt skuli unniö á »gru.ndvelli laga. og þingræðis«, þeir hljóta líka að hafa þá afstöðu til vinnu- löggjafar, að hana, beri að virða cg henni beri að hlýða svo lengi sem hún er »lög og þingræðk. 4. Loks spyr greinarhöfund- ur, hvort, kommúnistar mur.i viðurkenna rétt Ihaldsins til upp reisnar, ef svo skyldi fara að Alþýðuflokkurinn og Kommún- istaflokkurinn fengju meirihluta á Alþingi og mynduðu stjórn, án þess að hafa, hreinan meirihluita atkvæða í landin,uh — Því er til að svara, að stjórn Alþýðuil. og Framsóknarflokksins, sem nú situr, er í minnihluta í landinu og ekki boðum við neina upp- reisn gegni henni. — Er þá nokk- uð meiri ástæða til að vióuir- kenna rétt Ihaldsins til upp- reisnar gegn stjórn Alþýðu- flokksins og Kommúnistaflokks- ins, sem mynduð væri undir svipuðum kringumstæðum? Eða heldur greinarhöfu.ndur því fram aó ofbeldisklíka Ihaldsins geti nokkurntíma orðið fulltrúi fyrir meirihlu.ta þjóðarinnar, og það meira að segja samtímis því sem Alþýðuflokkurinn og komm- únistar hefðu meirihluita á þingi? Ég held að lesendwnir hljóti að vera, mér sammála um, að það sé óþarfi að standa í því að svara svona bulli frekar. Mörg sólarmerki benda nú til þess að íslenskur verkalýðui' beri bráðlega gæfu til að sameinast í einn flokk. Og við treystum því að þar með renni u.pp sú stund, að verkalýðuirinn eignist, eitt stórt, sameiginlegt málgagn, þar sem skrifað verður af viti og þekkingu u,m málin, málgagn, sem elur lesendurna upp í anda sósíalismans og vísindum marx- ismans, —- í sað þess að nú er mönnum: leyft að skrifa í stærsta »málgagn alþýðu.nnar« í þeim til- gangi einurn að rugla og blekkja. Við sem. sósíalismanum unn- um, hvort heldur við erum í Al- þýðu.flokknuim eða Kommúnista- flokknum m,un,um allir leggjast. á eitt., til þess að sú stund megi renna upp, sem* 1 2 allra fyrst. Brynjólfur Bjarnason. illiiii. FRAMH. AF 1. SIÐU. Snæhjömsson og Jóhann Jósefs- son. Af C-lista: Bry.njólftir Bjarna- son. Páll Zóphoníasson, Bjarni Snæbjörnsson og Jóhann Jósefs- son áttu, ekki sæti í Efri deild á síðasta þingi. Hófust nú fundir í deildum, og kosning embættismanna. EFRI DEILD: Forseti Efri deildar var end- urkasinn Einarr Ámason með 9 atkvæðum, 7 seðlar voru auðir. 1. varaforseti: Magnús Jóns- son, m.eð 6 atkv., Sigurjón, Á. öl- afsson fékk 3, auðir seðlar 7. 2. varaforseti: Sigurjón Á. Öl- afsson m.eð 6 atkv. Auöir seðlar voru 9. Skrifœrar: Páll Hermannsson og Bjami Snœbjömsson. NEÐRI DEILD: Forseti Neðri deildar var end- urkosinn Jörundwr Brynjólfs- son með 17 atkv., auöir seólar voru 15. 1. varaforseti: Gísli Sveinsson með 11 atkv., Finnur Jónsson fékk 8 atkv., Emil Jónsson 1 a.t- kv., 12 seölar voru auðir. 2. varaforseti: Finmir Jónsson með 18 atkv., a,uðir seðlar 14. Skrifarar: Vihnundur Jóns- son og Eiríkur Einarsson. Á morgun verða fundir í Sameinuðu þingi og báðum þing- deildum. Fer þá fram kosning fasta nefnda. (Z/fv&fc>6d$ I Alþýðublaðinu í gœr stend- ur eftirfarandi klausa: (Leið- togar kommúnista) »þora nú ekki annað en að látast vera fylgjendur sameiningarinnar, en reyna nú að' korna abyrgðinm á sundrung verkalýðsins yfir á þá, menn, sem af eirdægni unnu að því, að sameining gœti tekist«. Sér er nú hner einlcegnin t. d. hjá herra Tngimar Jónssyni, sem á opinberum vettvangi not- aði livert tœkifœri, sem honum gafst til þess að níða niður sam- eininguna. Alþýðublaðið er ef til vill að hœðast að síra Ingimar með þessum orðum. ★ Samkvæmt þvi, sem Alþýðu- blaðið segir, hefir í gær tekist samfyíking miili Alþýðuflokks- ins og Kommúnistaflokksins á Alþingi. Alþ.bl. sagði sem sé um kosningu forseta sameinaðs þings: »Samfylking íhalds- manna og kommúnista á Al- þingi lét ekki lengi eftir sér bíða. Við kosningu á forseta sameinaðs þings skiluðu báðir auðum seðlum«. Nú kwsu kommúnistar í gœr Fínn Jónsson i varaforsetasœti ásamt Alþýðuflokknum. Við vœntum þvi að í dag standi í Alþýðublaðinu: »Samfylking Al- þýðuflokksins og Kommúnista- flokksins komst á í gær. Við kosningu á varaforseta n. d. kusu báðir Finn Jónsson! En því miður þá hefir þaá stundum áður borið við að Ai- þýðublaðið sé hvorki sjálfu sér samkvæm t né sannleikselskandi. Við erum því við verstu von- brigðum búnir. Sundmótið. FRAMH. AF 1. SIÐU. 100 m. bringusund, drengir innan 16 wra: 1. Magnús Krist- jánsson (Á) 1.39,8, annar Jón Baldvinsson (Æ) 1.41,8 og 3. Einar Hallgrímsson (Æ) 1,42,3. 1500 m. frjáis aðferð, karl- ar: 1. Jónas Halldórsson (Æ) 22,06.2 og 2. Pétur Eiríksson (K.R.) á, 27,32,4. Bílaþjófnaður. Framhald af 1. síðu. opna, því að öðrum kosti getur hlotist. stórslys af. Bifreióaþjófn- aöir fara nú mjög vaxandi, svo aó öll gætni er nauðsynleg. Glímufélagið Ármann er nú um það bil að hefja vetrarstarfsemi sína. »

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.