Þjóðviljinn - 12.10.1937, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.10.1937, Blaðsíða 4
þlÓÐVILJINN aja I\fý/a fó'io s§ Við þrjú Stórmei’kileg arnerísk kvik- mynd frá United Artists. Aðalhlutverkin leika: MERLE OBERON MIRIAM HOPKINS og JOEL MC CREA. JNœturlæknir. Björgvin Finnsson, Vestur- götu, 41. Sími 3940. Næturvörður er í Ingólfs- og Laugavegs- apóteki. Utvarpið í dag 10.00 Veóurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 19.20 Lesin dagskrá næstu viku 19.30 Þingfréttir. 19,50 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.30 Frá útlöndum. 20.55 Einleikur á fiólu (Þórat’- inn Guðmundsson). 21,15 HljómpLötur: Nútímatón- list. 21,45 Hljómplötur: Danslög. 22.00 Dagskrárlok. Skipafréttir Gullfoss er á leið til útlanda, Goðafoss er í Reykjavík, Brúar- foss fór til útlanda í gærkvöldi, Dettifoss er á leið til Hamborg- ar frá Hull. Frá höfninni Haukanes er nýkomið frá út- löndum og fer bráðum á veiðar. Egill Skallagrímsson og Bragi eru, nýfarnir á veiðar. U. M. F. Velvakandi, heldur fyrsta fund sinn. á. þessum vetri í kvöld kl. 9 í Kaup þingssalnum. Lagðir verða fram reikningar frá, síðasta starfsári. Félagar eru beðnir að f jölmenna og mæta stundví,slega. Frá Akranesi 1 verkfallinu á Akranesi hefir það helst, gerst að atvinnurek- endur hafa fallist á tillögu sáttasemjara. Á sunnudaginn var haldinn fundur í verklýðsfélaginu og samþykti það einnig að ganga að tilboði sáttasemjara. Samkvæmt tillögum hans hækkar kau,p verkamanna um 27—30%, en hin upphaflega krafa var 40%. Þegar blaðið átti tal við Akra- nes í gærkvöldi var enn ekki búió að undirrita samninga þessa og stóð þar á atvinnurek- endum, sem virðast; vilja draga málið. Ungbarnavernd Líknar Templarasundi 3, er opin á þriðjud. og föstud. kl. 3—4. Karl Sig. Jónasson hefir fengið viðurkenningu sem sérfræðingur í handlækn- ingum og hefir hann sett upp lækningastofu í Austurstræti 14. — V. K, F. Framsókn heldur fund í. Iðnó (uppi) í kvöld kl. 8i. Ýms mál á dagskrá. Áríóandi að allar félagskonur mæti. Nóva fer í dag kl. 4 e. h. norður og vestur um land og þaðan til Noregs. Saga eftir H. K. Laxness í danska útvarpinu. LONDON 1 GÆRKV. F.Ú. Klukkan 13,20 á morgun les danska leikkonan Ellen, Dich smásögu, Halldórs Kiljan Lax- ness, »Lilja«, upp í danska út- varpið. Sagan heitir á íslensku »Lilja« eða »Sagan af Nebúka- dnesar Nebúkadnesarsyni í lí.fi og dauða«. FISKBUDIN Hverfisgötu 40 Sími 1974. Hefir ávalt bestan fáanlegan fisk í bænum á boðstólum. Sólberg Eiríksson. Gestur frá Ástralíu. Dr. A. Lodewyckxy prófessor í germönskum málum. við háskól- ann í Melbourne í. Ástralíu var meðal farþega á Goðafossi í fyrradag frá útlöndum. Hefir hann áður dvalið hér fyrir 4—5 árum og er allkunnugur íslensk- um staðháttum og íslenskri menningu. Það sem bærinu talar um er hið lága verð okkar r a sykri og hveiti r í stærri kaupum. jl ©ömla Fi'io & sýnir kl. 9 SíÓFfoorgitt frelstas* Skemtileg og vel leikin ame- rísk talmynd. Aðalhlutverkin leika: JANET GAYNOR og ROBERT TAYLOR. Leilíél. Reykjavíkur Þorlákiir þreytti skopleikur í 3 þáttum eftir Neal og Ferner, í staðfærslu EMILS THORODDSEN Aóalhlutverk leikið af hr. HARALDI Á. SIGURÐSSYNI. Leikstjóri: Indriði Waage. Sýning á morgun (miðvíkudag) kl. 8. Aðgöngumiðar seldir í dag (þriðjudag) frá kl. 4 til 7 og eftir kl. 1 á morgun. SIMI 3191. Uppreisnarmenn sökkva spönsku kaupfari. LONDON 1 GÆRKV. F.C. 12 þúsund smálesta skip, spanskt kaupfar, sökk í gær fram undan Algier-ströndum. Hafði verið ráðist á það af ó- kunnum kafbát.. 1 maóux af á- höfninni var drepinn, 6 særðust. Hinum var bjargað. Sjómenn! Yerkamenn! Idnadarmenn! Dið fáið sterkustu og bestu peysurnar í Sími 4197. Vestu Laugaveg 40. A. K. Green: 65 Yemdargripur Moore-ættarinuar. Leynilögpegliasaga. of vel þekt, andlit.? Blaðið, sem. ég hafði lesið var sex mánaða gamalt, Á því. tímabili va,r hægt að komast hingað frá Klondyke. Eða var samviska mín loksins vöknuð og krafðist áheyrnar? Nú, þegar það var um seinan. Við hornið á N-stræti stöðvaðist vagninn. snöggvast. Maðu.r nokk- ur hafði gengið fyrir hann, þvert yfir götuna. Égsá honum bregða fyrir og í sama vetfangi söfnuð- ust allar hryllingar lí.fs rníns saman eins og í brennigler. Það var Vilhjálmur Pfeiffer. Eg þekkti hann á göngulaginu. Alt, í einu, var hann horfinn og vagninn hélt. nú leiðar ,sinn,ar. Eg vissi dóm minn á því augna- bliki jafn vel og einni stundu síðar. Maður minn var lifandi og staddur hér í. borginni. Ifann hafði sloppið úr hinum grimmu klóm Klondykes og var kominn hingað austur, til þess að vitja hinnar ótrúu konu sinnar. Hann hafði heyrt um fyrirhugað hjónaband mitt, það hafði stað- ið um það í blöðunum, og ég mundi hitta hann á heimili mínu, þegar ég kæmi þangað. Og þið Cora m.unduð komast að öllu. Hjónavígslunni yrði aflýst og nafn mitt yrði svívirt og fyr- irlitið. 1 stað gæfu, þeirrar, sem augnabliki fyr hafði beðið mín, átti ég nú að fa.ra með honum til einhverrar eyðimerkur eða í útlegð, þar sem meyjarnafn m.itt yrði aldrei nefnt. og hver minning um sælu 1-iðins árs yrði þurkuð út. Það var hræðilegt að hugsa sér. Og þarna sat Cora við hlið mína, í vagninum, fölleit, róleg og fögu.r sem engill, og horfði innilega á mig meó skær- um augum, Þú stóðst. á gangstéttinni og beiðst mín og ég m.an að hjart- að stöðvaðist í. brjósti mér, þeg- ar þú lagðir hendina á vagn- huróina og stóðst frammi fyrir mér, meó hreinni ró í andlits- dráttum þínum, sera ég hafði al- drei séðskugga í, síðan ég játað- ist þér. En liann sá það líka. Skyldi hann nú skjótast út. úr felustað sínum? Átti ég að verða vitni um deilu á miðri götunni, hneyksli rétt við húsdyrnar? Af hræðslu. við þetta alt, greip ég hönd þá, sem mér fanst. vera eina athvarfið á þessu hræði- lega augnabliki, og flýtti mér inn í húsið, sem þrátt fyrir sín- ar skuggalegui minningar, hafði sennilega aldrei hýst jafn sár- þjáða sál innan múrveggja sinna, Þegar mér kom það í hug, var ég rétt komin að því að æpa: Ölánshúsið, ólánshúsið. Ég hafði hugsaó mér að vinna bug á glæp- um þess og hryllingumi, og það hafói heimtað hefnd. En í stað þess að æpa af hræðslu, þrýsti ég hönd þína og brosti. Guð minn góður, hefðirðu séð hvað lá falið á bak við það bros. Því um leið og ég gekk inn í gamla hús- ið flaug mér hugsun í hug. Ég mintist þess að faðir minn hafði sagt. mér, að ef ég einhverntíma lenti í miklum kröggum. og sæi enga. leið út; úr þeim, skyldi ég bara opna litla gullnistið, sem hann sýndi mér, taka það sem væri innan í því og halda því upp að gömlu teifyiimyndinni sem. langan aldur .hefði hangið í suóvesturherberginu uppi í gamla húsinu. Hann gat. ekki sagt mér hvað ég mundi finna, en það var eitthvað sem gat hjálpað mér, eitthvað sem hafði góð áhrif og hafði gengið að erfð um ættlið eftir ættlið. En ef ég ætti að hafa, .hepnina með mér mátti ég ekki opna nistið, eða njósna. um leyndarmál þess. nema, ég væri í ýtrustu nauð, eða dauðans hættu. Slík ógæfa hafði nú hent mig og af undar- legri tilviljun var ég einmitt á þeirri st.undu stödd í húsinu þar, sem þessi mynd var, og gullnist- ið hékk í gullkeðju um. háls mér. Hví þá ekki að reyna mátt þess? Á þessari stundu var mér sann- arlega þörf á yfirnáttúrlegri hjálp. Vilhjálmur myndi aldrei sam- þykkja að ég giftist öðrum., meó- an hann væri á lífi. Brátt mundi .hann koma, og ég hafði meiri þörf fyrir hjálp gullnistisins, heldur en nokkur annar af Moore-ættinni. En hvað var inn- an í því, vissi ég ekki og reyndi ekki að geta mér þess til. Þegar ég kom inn í herbergið, tók ég gullnistið ekki strax upp, heldur lét, mér nægja að líta snöggvast á teiknimyndina. Þeg- ar ég tók af mér glófann, tók ég eftir hringum hans, hringnum, sem; þú spurðir mig einu, sinni um. Það var ódýr hringur, sá eini, sem hann hafði getað feng- ió í litla- þorpinu, sem við vorum gift. í. Eg skrökvaði þegar þú spurðir mig hvort það væri erfða gripur, ég skrökvaði, en ég tók ekki hringinn af hendinni, ef til af því að hann var svo þröngur, eins og hann vildi minna, mig á loforó það, sem ég gaf þegar ég iékk hann. En. nú fór hrollur um. mig, bara við að líta á hann. Með hring hans á hendi mér, gat ég ekki afneitað honum, og svarió, aó hann ætti ekkert, tilkall til mín, að þetta væri grillur úr manni, sem hefði orðið brjálað- ur á ísauðnum Klondyke. Ég varð því aó losna við hann. Ef til vill fyndist mér ég þá frjáls kona. En ég náði honuim ekki af mér. Ég togaði í hann og gerði mér óþarfa fyrirhöfn, svo mér datt, í hug aö nota litiu nagla- þjölina mína. Með hen,ni svarf ég ha,nn í, sundur og kastaði brot. unum. út um gluggann. Mér létti vió það að losna við þetta vitni, en ég hrökk við af hræðslu, þeg-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.