Þjóðviljinn - 07.11.1937, Blaðsíða 1
2. ARGANGUR
SUNNUDAGINN 7. nóv. 1937 260. TÖLUBLAÐ
4I1ÍP í Idnó
i kvöld
Tntl(i«u ára alþýönvöM.
1917
7. november
1937.
LENIN, byltingarf'oringinn mik'i.
j DAG, á 20 ára afmæli alþýðubyltingar-
innar í hinu gamla Rússiandi, stendur
hið víðlenda ríki alþýðunnar, Sovétríkin,
sem viti upp úr öngþveiti, óstjórn og ófrið-
aröldum heimsins.
I dag beinast augu alþýðu allra landa
að hinu skínandi fordæmi Kommúnista-
flokks Sovétríkjanna, er rnegnað liefir
einn allra alþýðuflokka í heiminum að
leiða verkalýð og bændur fram til valda-
töku og varanlegrar uppbyggingu sósíal-
ismans.
I dag minnast þjóðir Sovétríkjanna yf-
stiginna erfiðleika og unninna sigra, fagna
fengnu trelsi, og stíga á stokk og strengja
þess heit að sækja stöðugt fram og verja
verkalýðsríkið öllum árásum.
Alþýða allra landa sendir hinni sigur-
reifu alþýðu Sovétríkjanna innilegar Iiam-
ingjuóskir á 20 ára afmælinu.
STALIN, lúnn elskaði leiðtogi alþýðu Sov.étríkjanna.
Alþýðusambandsþingið hafn-
ar sameiningu að þessu sinni
í>að sampykkir íiSíögu, sem Kommún-
istafiokkurinn hafði pegar lýst yfir að
væri óhugsandi að ganga að
Alþjóðasamhand kommún-
isía Iivetui* til stofnunai* al-
Iieisns samtaka gcgn íasisma
Alþýðnsambandsþingi verður
slitið í dag kl. 2. Það samþykti
:að lokum tillögu Vilmundar Jóns
sonar o. fl., en Kommúnistaflokk
urinn hafði áður lýst, því y,fir að
-sú tillaga væri algerlega óað-
gengáleg.
Vinstri mennirnir, sem f.ylgdu
•einingunni, voru í rauninni í
meirihluta á, þessu þingi, en sak-
ir ástæðna, sem ef til vill verða
xaktar hér nánar síðar, munu
þeir hafa álitið óhjákvæmilegf
.að falla frá sínum tillögum með
tilliti til ofríkis hægri foringj-
anna.
Hinsvegar lágu fyrir yfirlýs-
ingar frá Kommúnistaflokknum
um að sameining væri möguleg,
ef samþyktar væru aðrar tillög-
ur frá Alþýðuflokksmönnum, er
fram höfðu komið á þinginu.
Það er hinsvegar vitanlegt að
öfl einingarinnar eru orðin svo
sterk í, landinu að sameining
verður ekki .framar hindruð.
Það ríður því á. að nú sé hún
undirbúin rækilega og jafn-
framt sé þegar tekin upp sam-
vinna verldýdsflokkanna við
bcejarstjórnarkosningarnar.
Stefnuskrárfrumvarp það,
sem Héðinn Valdimarsson lagði
fram sem grundvöll fyrir hinn
fyrirhugaða sameinaða flokk
var samþykt, en þó með svo
veigamiklum breytingum, að það
er ekki lengur hugsanlegt sem
grundvöllur slíks flokks, nema
að þessum afriðum. verði breytt
aftur í sitt fyrra horf. Munum
við í næsta blaði skýra, það nán,-
ar. —
1 næsta blaði verður nánar
skýrt, frá því, semi fram hefir
farið milli flokkanna. þennan
tíma, og hvað í, hinum mismun-
andi tillög-um fólst.
Fjölmeimup
vcpkalýösfimd iip
á Aktapeypi.
Dettifoss fer í aftur
með vörur K. E. A. og
S. í. S.
I fyrrakvöld var haldinn al-
mennur verkamannafundur í
samkomuhúsinu á Akure-yri, og
gengust fyrir honum róttæku
verkalýðsfélögin og Akureyrar-
deild Kommúnistaflokksins. —
Rætt var um verkfallið og stuðn-
ing við verkfallsfólk.
Meðal ræðumanna voru þeir
Steingrímur Aðalsteinsson og
Jón Sigurðsson, erindreki. Tai-
aði Jón fyrir einingu verkalýðs-
ins.
Húsið var troðfult, og’ siemn-
ingin ágæt.
Á síðasta, fundi Iðju gengu í
félagið 8 verkamenn úr iðnaðar-
fyrirtækjum þeim, sem verkfail
ið er hjá,
Ekkert af þeim vörum sem
fara átti til Kaupfélags Eyfirð-
inga og Sambands íslenskra
samvinnufélaga var skipað upp
úr »-Dettifossi« og fer hann meö
þær aftur.
LONDON I GÆRKV. F.O.
I Rómaborg var tilkynt í morg
un að ítalía, Þýskaland og Jap-
an hefðu gert m,eð sér þriggja-
velda sáttmála um! baráttu gegn
kommúnismanum og útrýmingu
hans og var sáttmálinn undirrit-
aður í gær, fyrir hönd Þýska-
lands skrifaði von Ribbentrop
sendiherra, Þjóðverja í London
undir sáttmálann, en Ciano
greifi utanríkism,álaráðherra
Italíu fyrir hönd Itala,. Sáttmál-
inn gengur í, gildi þegar í stað.
Signor Gayda ritar í dag grein
um þennan sáttmála í »Giornale
dTtalía« og lætur vel yfir hon-
um. Segir hann meðal annars:
»Það er goft að þessi þrjú stór-
veldi hafa. bundist samtökum
um það að vernda friðinn og út-
rýma komm.únismanum, en um
leið er sjálfsagt að muna það,
að frið verður að verja með byss
um. Þessi þrjú lönd hafa til
samans herskipastól, sem er yf-
ir tvær miljónir smálesta, og þau
eiga yfir að ráða yfir 200 milj-
ónum manna, sem, nú hafa verið
tengdir saman í órjúfandi heild
til þess að framkvæma markmið
þessa samnings.
Alþjóðasamband kommúnista
í Moskva hefir svarað þessari
samningagerð með því að gefa
út opinbera áskorun um að
stofna, skuli alþjóðasamband til
baráttu gegn fasism,a og nas-
isma,. Segir í áskoruninni að
hinn, þýski og ítalski fasismi
sýni það nú full gjörla á Spáni
að hverju hann stefnir og sama
máli gegni um japanska fasism-
ann, sem nú sé að brjóta undir
sig Kína, Ennfremur megi á. það
benda, að fasistahættan vofi yf-
ir í löndum eins og Tékkósló-
vakíu, Austurrí.ki, Belgíu, og
mörgum öðrum. Sé því einsætt
fyrir þau lönd er slíku vilja verj
ast að mynda með sér örugt sam-
ba.n,d til varnar og sóknar gegn
þessum sameiginlega óvini.