Þjóðviljinn - 07.11.1937, Blaðsíða 3
ÞJOÐVILJINN
Sunnudaginn 7. nóvember 1937.
Litid til baka nnt 20 ár.
Draumur mannkynsins á öllum öldum orðinn
að raunveruleika í sjötta hluta heimsins
Á síðústu árurn liefir Moskva gerbreyst að útliti. - Vojtika-torg-
ið í Moskva 1932 (efri myndin) og 1937 (neðri myndin.
IIJÓQVIUINN
J Málgagn Kommúnistailokks |
j Islands. j
| Ritstjóri: Einar Olgeirsson. i
Ritstjórn: Bergstaðastræti 30.
Sími 2270.
Afgreiðsla og auglýsingaskrif-
stofa: Laugaveg 38. Sími 2184.
Kemur út alla daga nema
mánudaga..
Áskriftagjald á mánuði:
Reykja.vík og nágrenni kr. 2,00.
Annarsstaðar á landinu kr. 1,25
1 lausasölu 10 aura eintakið.
Prentsmiðja Jóns Helgasonar,
| Bergstaðastræti 27, sími 4200.
Þetta er pad, sem
koma skal.
Hugsjónir mannanna, er best
bafa barist fyrir framförum,
menningu, mannúð og réttlæti,
hugsjóinir brautryðjenda áósíal-
ismans eru orðnar að veruleika
á sjötta hluta jarðarinnar.
Við sem nú lifum, erum svo
hamingjusöm að fylgjast með
því. hvernig þetta gat orðið,
hvernig verkalýðurinn og bænd-
urnir í hinu víðlenda Rússaveldi
vörpuðu af sér oki keisarastjórn-
arinnar, og börðust um, föður-
land sitt við »harðstjóra himins
og jarðar«. Gegn hungraðri, fá-
tækri og óvopnaðri alþýðunni í
gamla; Rússlandi barðist heill
heimur afturhaldsseggja, alt frá
páfum og prelátum, auðvalds-
stjórnum heimsveldanna til stétt
arbræðra Francos, rússnesku
hershöfðingjanna.
En gegnum þessi þungu og
dimmu ár borgarastyrjaldarinn-
ar heyrðist þó altaf sigurljóð ör-
eigalýðsins, semi ekkert megnaði
að stöðva, en hélt áfram hinm
sögulegu göngu sinni mót fram-
tíð sósíalismans, þó að við hvert
einasta, spor risu örðugleikar,
sem virtust ofurmannleg við-
fangsefnii.
En »það eru engin þau vígi
til í heiminum, að bolsévikkar
fái ekki unnið þau«, sagði Stalin
einhverju sinni, verkamaðurinn,
sem nú gengur í fararbroddi
miljónanna frá sigri til sigurs,
frá áfanga t,il áfanga á leiðinni
til framtíðarríkis kommúnism-
ans. Og með hverju árinu
sem líður gefur alþýðan í Sovét-
ríkjununu undir forustu Komm-
únistaflokksins þessum orðum
dýpri hljómgrunn, meiri fyll-
ingu. Við hvern sigpr, sem verka.
mennirnir, bændurnir og menta-
mennirnir í. Sovétríkjunum
vinna, þá hljóma þessi orð með
nýjum og þróttugri rótmi út yfir
auðvaldslöndin. Afturhaldsmenn
og arðránsseggir skjálfa fýrir
mætti þessa róms, semi er rödd
sjálfrar alþýðunnar, — en verka
lýðurinn og öll alþýða auðvalds-
landanna réttir úr þreyttum
bökunum, eflist að kjarki og
fyllist sigurvissu. Verkalýðurinn
hefir sigrað á sjötta hluta jarð-
ar og tekið örlög sín í eigin hend-
ur. Það er tímaspursmál hvenær
verkalýðurinn um heim allan
öðlast þroska og mátt til að fara
að dæmi þeirra. En tuttugu ára
tilvera og þróun verkalýðsríkis-
ins í austri hefir fært alþýðu
allra landa heim vissuna um
hvert stefnir: Þetta er það sem
koma skal.
1 dag beinast augu alþýðunn-
ar, hvarvetna um heimi að einu
marki. Þó að margt skilji á milli,
órafjarlægðir og ólíkustu við-
horf, eru það Sovétríkin, sem í
dag draga að sér athygli allra
undirstétta.
1 dag eru tuttugu ár liðin síö-
an verkalýðurinn tók völdin í
Rússlandi, undir forustu Len-
ins og Bolsévikkaflokksins. I
dag minnist alþýðan þess um all-
an heim, að ríki hennar hefir
staðið í tuttugu ár.
Með valdatöku rússnesku al-
þýðunnar 7. nóvember 1917
rættust björtustu og djörfustu
draumar alls vinnandi og strí.ð-
andi mannkyns. Sá draumur,
sem. bjarmaði úr augum þræls-
ins í fornöld, ánauðugra bænda
á miðöldum, bænda og verka-
manna nútímans, draumur allra
sem hafa veriö hraktir, kúgaðir
og. þjáðir frá örófi alda af mann-
legum máttarvöldum,.
Ríki sósíalismans hefir um all-
ar aldir verið hugsjón bestu og
skarpvitrustu mannanna, sem
heimurinn hefir alið. Það hefir
verið sá vígði eldur, sem logaði
frá kynslóð til kynslóðar, frá
landi til lands. Spekingar allra
alda hafa boðað þetta ríki og
spáð um framtíð þess og háttu. j
Aldir o.g ólíkar aðstæður á öll-
um sviðum setja mót sitt á hug-
smíðar þessara, manna,. Sam.tíð-
in, atvinnuhættir og menning
markaði þeim öllum takmarkað
sjónarsvið. Aðeins eitt eiga þeir
allir sameiginlegtu Þeir bann-
syngja. allir drotnun manna yfir
mönnum, einkarétt einnar stétt-
ar yfir annari.
Kúgunarsaga mannkynsins er
jafngömul sögu pess. en kúgun-
in er þó miklu eldri. Eitt af þvi.
fyrsta, sem sagan greinir frá,
eru hlekkjaðir þrælar, sem
clrógu stóreflis björg yfir brenn-
andi sandauðnir Nubiu. Þar
voru þeir barðir áfram af böðl-
um sínum undir steikjandi sól,
uns þeir hnigu örmagna til jarð-
ar og aðrir tóku stöðu þedrra í
hlekkjunum. Þessir menn voru
að sækja efnið í hinar ódauð-
legu leghallir böðla sinna.
En aftur í. gráustu forneskju,
þektist engin kúgun og þá var
þrældómur og ána.uð óþekt hug-
tak. Nútímamenn rekast ennþá
á, þotta fyrirbrigði meðal ýmsra.
frumstæðra þjóða. Ef til vill er
það endurminning þessara tíma,
sem vakir fyrir fornþjóðunum í
æfintýrum. þeirra, söngvum. og
sögnum um horfnar gullaldir.
Og mannkynið heldur áfram
að þræla og lætur sig dreyma
um endurheimit .hinnar horfnu
gullaldar. Undirstéttirnar hrista.
hlekkina öðru hvoru, svo að heil
ríki skjálfa við. Spartacus ægði
Rómaveldi, bændastríðin á mið-
öldum ægðu lénsskipulagi þeirra
tíma og byltingaralda nútímans
hristir grundvöll kapítalismans.
Aðeins einu sinni fyrir 1917,
hepnaðist undirstéttunum að ná
ríkisvaldinu í sínar hendur. Það
var í Parísarkommúnunni 1871.
Fyrsta ríki verkalýðsins átti sér
skamman aldur, aðeins rúma tvo
mánuði, en minning koir.mún-
ardanna lifði og hélt áfram aö
þróast í hugum verkalýðsins.
Parísarkommúnan varð það tak
m,a.rk og sá vit’, sero í roörgu
vísaði rússneska verkalýðnum
þá leið, er hann, gekk fyrir tutt-
ugu árum og við minnumst í
dag. Sigrar Parísarkommúnunn-
ar voru leiðarljós rússneska
verkalýðsins, en víti hennar
urðu honum til varnaðar.
Valdataka rússneska verka-
lýðsins var fyrsta valdataka ai
þýðunnar, semí rann ekki út í
sandinn og var dæmd til ósig-
urs og tortímingar. Þá fyrst
voru þau félagslegu öfJ, sem
hljóta að liggja, að baki sííkrar
valdatöku nægilega þroskuð.
I dag lí.tum, við yfir tuttugu
ára starf og þróun Sovétríkj-
anna. Við sjáum þau eflast, og
færast í aukana á hverju .sv.ði
þjóðlífsins, sem er. En um leið
minnumst við allra, þeirra, fórna,
sem rússneski verkalýðurinn
varð að færa til þess að geta;
skapað sitt eigið ríki, og við
drjúpum höfði fyrir minningu
þeirra manna, sem færðu líf sitt
að fórn fyrir stétt sína, málstaó
tíg ríki verkalýðsins.
Til þess að skapa stórvirki,
sem, stendur lengi þarf mikla
orku og mikið mannvit. Bolsé-
vikkaflokkurinn hefir verið það
afl, sem fyrst og fremst stóð
undir átakinu. En rússnéska
verkalýðnum hefir ekki aðeins
auðnast að byggja, upp flokk
sem gat, staðið fyrir clluin þess-
uro. framkvæ ntíum, heldur hef-
ir hann einnig borið gæfu til
þess að eignast forvígismcnn og
leiðtoga, sem aldrei brugðust.
Má þar fyrst og fremst nefna
Lenin og Stalm, auk fjölda
a'.nnara, sem ekki verða nafn-
greindir aó þessu sinni, því
hver þjóðfélagsviðleit.ni á sínar
hetjur, bæði nafngre.ndar og ó-
cmafngreindar.
Ef við lítum yfir sögu Sovét-
ríkjanna í tuttugu ár, hafa gerst
þar fyrirbrigði, sem eiga engan
sinn líka í heiminum, hvorki
fyr né sða,r.
Atvinnuvegirnir hafa verið
bygðir upp frá, grunni því ao
ekki fór mikið fyrir fram-
kvæmdum í ríki keisarans, og
það sem þær voru, var í rústum
eftir ógnir styrjaldarinnar. At-
vinnuleysinu, erfðaböli m.ann-
kynsins hefir verið að fullu út-
rýmt, og hverjum manni er
trygður að lögum og trýgður í
framkvæmd réttur til atvinnu,
hvíldar og mentunar. Tötrum
klædd alþýða og sveltandi betl-
arar, eins og Tolstoy og Gorki
lýsa, eru nú orðnir djarfir og
framsæknir menn sem. hafa öðl-
ast markmið í lífi sínu og starfi
í stað þess að berast sem hálm-
strá fyrir straumnum. Bjart-
sýni og trú á framtíðina hefir
hrakið burt volið og' vonleysið.
Þar sem, fyrir tuttugu árum
var nálega, ólæs þjóð, sem ekk-
ert skildi og fátt vissi er nú ris-
in upp margvísleg gróandi menn
ing og blómleg alþýðufræðsla.
Þar sem fyrir tuttugu árum reik
uðu hálf.viltar hjarðþjcðir, þa.r
sem enginn hafði heyrt minst á
stafróf, hvað þá séð stafrófs-
kver, hefir nú verið skapað not-
hæft bókmál upp úr máli alþýð-
unnar. Þar rí,sa upp höfundar,
sem fara með efni sitt, af all-
miklum þroska og hafa enda
unnið Evrópuviður'kenningu.
Nú að tuttugu árum liðnum
standa Sovétríkin eins og ögr-
andi takmark fyrir augum allr-
ar alþýðu í auðvaldslöndunum.
En alþýðan í auðvaldslöndunum
leitar ekki aðeins eftir fyrir-
myndum til Sovétríkjanna,
heldur einnig eftir vernd þeirra
Það eru Sovétríkin, sem hafa
staðið við hlið spönsku alþýðunn-
ar í baráttu hennar við innlend-
an og erlendan fasisma. Sovét-
ríkin hafa gert bandalag við
Kína, þegar að fasistískir inn-
rásarherir sóttu að landinu frá
Japan.
Sovétríkin hafa á undanförn-
um árum; gangið í broddi fylk-
ingar á sviði friðarmálanna. Þau
hafa. haldið vörð um friðinn og
hugsjónir hans, meðan fasista-
ríkin ærast af blóðþorsta, og
hernaðarbrjálæði og. lýðræðis-
ríki Vestur-Evrópu þora í hvor-
uga,n fótinn að stíga, og hvorki
að taka afstöðu með friði eða
ófriði. Barátta Sovéfríkjanna
fyrir heimsfriðnum er einn mik-
ilvægasti þátturinn í starfi
þeirra, og skipar þeim öngveg-
igsess meða.1 þjóðanna.
I dag sendir verkalýður ailra
landa. alþýðunni í Sovétríkjun-
um. baráttukveðju sína, þakkar
henni liðin 20 ár og óskar henni
til hamingju með framtíðina,.
^koptur í Tokio
LONDON 1 GÆRKV. F.Ú.
1 Tokio er það farið að sjást.
á ýmsu, að styrjöldin í Kína
mæðir þungt á. T. d. er farið að
takmarka notkun á vörum, sem
not,a verður til hernaðarþarfa,
kopar er til dæmis ekki leyfilegt
að nota til venjulegs smíðis og
bygginga, nema af skornum
skamti. Hömlur eru einnig lagö-
ar á baðmullarnotkun.
Bardagar halda, áfram í
Shanghai í dag og lítur nú orðið
all ískyggilega út fyrir Kínverj-
um á þeim slóðum. Japanir
•halda áframi að sækja yfirum
Soochow-ána og hafa Kínverjar
orðið að hörfa þar undan. Þá
hefir Japönum einnig tekist í,
dag, að setja nýtt, lið á land bæði
í Hangrchow og Pootung og er
tilgangurinn sá, að þetta. komi
varnarliði Kínverja í opna
skjöldu.
1 Norður-Kína, hafa Kínverj-
ar einnig beðið ali tilfinnanlega
ósigra. Japanski herinm er nú
búinn að taka höfuðborg Shansi-
fylkis og mikil hætta þykir á
að stór kínverskur her verði al~
gerlega króaður inni norðar í
fylkinu.
Sellufundir
verða ekki annað kvöld, en
deildarfundur verður haldinn
síðar í vikunni.
Skemtunin í Iðnó
hefst kl. 9. Munið að koma
stundvíslega, því að húsinu verð-
ur lokað milli 9Í—10J.