Þjóðviljinn - 18.01.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 18.01.1938, Blaðsíða 2
Þriðjudagurinn 18. janúar 1938. ÞJÖÐVILJINN Skíðaskáli KRON í Reykja- hlíð var vígður á sunnudaginn Húsið er hið smekkJegasta með ágæt- um skíðabrekkum í kring. SiðastJiðinn sunnudag var vígður Skíðaskáli í Reykjablíð, sem starísmannafélag Kaupfé- lags Reykjavíkur og nágrennis hefir reist. Á stofnfundií starfsmannafé- lags »Kron«, sem haldinn var í sept. síðastliðibn, var ákveðið að reisa skíðaskála. Hefir starfs- íólkið uninið að byggingu skál- ans um hverja helgi síðan. Hver félagi leggur kr. 6 á, mánuði í húsbyggingarsjóð þar til skálinn er fullgreiddur. Hann mun kosta um kr. 10.000, Skálinn er að ölJu, leytí hinn myndarlegasti. Sfcærð ha»s, er 10x6i mi.: Tvær hæðir. Á neðri hæðinni er setustofa og eldhús, en á efri hæð er svefnsikáli. Þar geta sofiB um 100 manns. Skálinn stendur á fallegum stað og eru ágæfcar skíðabrekkur þar í grendinni. Á laugardag fóru 50 manns upp í skála og voru á skíðum um kvöldið og; á sunnudag. --- Þá var skálinn vígður og höfðu þá bæst í hópinn 30 manns, fé- lagar og gestír. Páll Ssemunds- son rakti sögú. skálabyggingar- innar. Guðjón Jónsson mælti íyrir minni kvenna. Ennfremur calaði Jens Figved o. fl. Skálinn er allur hinn glæsileg- asti, og gott: dæmi umi þann fé- lagsþroska, sem' ríkir meðal starfsmanna Kaupfélags Rvíkur og nágrennis. Verslunarmannafélagið fjölmenna á fundinn. Aðalfundur verður haldinn miðvikudaginn 19. jan. 1938 kl, 8,30 e. h í Alþýðu- húsinu (gengið inn frá Hverfisgötu). Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. Yms önnur mál. Félagar eru vinsamlega heðnir að STJÓRNIN. »Það er verkafólkiö sjálft sem á véít á öll- um gæðiiiii landsins og menningarinnar«, Frú Inga Laxness segir frá för sinni um Sovétrikin. Frú Inga Laxness er nýkomin heim úr ferð um Sovétríkin. ¦— Fréttaritari Þjóðviljans hitti hana að máli á hmmili hennar, Laufásvegi 25 og bað hana að segja lesendum. blaðsins eitthvað frá>, förinni. »Við hjónin lcgðum af stað frá Kaupmamnahöfn í nóvemberlok, fórum fyrst til Svíþjóðar, dvöld- um urm tíma í Stokkhólmi og Uppsölum, en fórum þaðan yfir Finnland til. Leningraid og það- an ef.tir stutta dvöl til Mcskva«. »Morgunblaðið sagði að þið hefðuð ekki át,t að fá að fara ti.l Sovétríkjanna«. »ÍÞað er algerlega tilhæfu- laust«, segir frú Laxness. »Við fórum þangað í boði rithöfunda- sambands Sovétríkjanna, og var tekið íramúrskarandi vel. Ég gat því miður ekki verið nema miánaðartíma, austur frá^ af því að ég þurfti heim til vinnunnar, en það var Ijómandi góður tími«. »Fóruð þér víða?«* »Ég var mestan hluit,a tímans í Moskva, enda, er þar nóg að sjá. Moskva er falleg borg, og maður sér ekki mikilfenglegri sjón en Rauða torgið. Borgin er í hröðum vexti og öll að um- skapast. Verið er að rífa heila borgarhluta og byggja þá aftur í nútímastíl með breiðum og, )>einum götum cg ágætum og sérlega fallegum byggingum. Stöðvarnar á neðanjaiðar- brautinni eru skraut!egri og INGA LAXNESS listfengari en maður sér ann- arsstaðar. Og fólUð? »Götulífið í Moskva er ákaf- lega ólíkt því, isem miaður á að venjast í ö'ðrum. löndumi Pó að maður sæi ekkert annað, gæti miaður ful.lvi.s,sað sig um, að það er verkafólkið, sem ræður og ríkir í Moskva. Fólkið er til- breyting.arlaust kl.ætt og ekki smekiklega eftir okkar m.9tli- kvörðum, þarna, er sýnilega f jöl.di fólks, seimi nýkomið er ut- an, af landi, og heldur enn háttr- umi sínum og ,siðum. En fólkið er frjálslegt og djarflegt, — ber það með sér að þarna er það verkafólkið sjálft, sem á rétt á öll.urn gæðum, landsins og menningarinnar. Unga fólkið er ákaflega hraustlegt, frjáls- mannlegt og glatt. Sáuð þér nokkuð af hungurs- neuð Morgunblaðsins? Ef maður ferðast um, Sovét- ríkin nú á dögum, þykir manní hlægilegt -að heyra talað um, hungursneyð þar. Ég kom oft inn í matvörubúðirnar í Moskva, margar þeirra eru glæsileg stór- hýsi, ogi þar var alt yfirfljót- andi af matvælumi. Hvað' þátti Vjður mest um vert í Moskva? Á nokkrum. vikum er engin. leið að kynna sér þá stórfeldu uppbyggingu, sem þar er að fara fram í atvinnuvegum o,g raunar 4 öllum: sviðum. Ég varði rnestum tiíma til að skoða borg- inai. Á morgnana komi leiðsögu- miaður minn og túlkur, og spuröí hvað ég vildi sjá í dag, og fór hún með mér hvert sem ég vildi. »Af öllu því, sem, ég sá þar austur frá er ég hrifnust af ieikliiStinni. Við fórum eins oft í ieikhús og bíó og við gátum. En það er enginn hægðarleikur, því að öll leikhús, bíó og yfirleitit all- ir skemtistaðir eru troðfullir á hverju einasta kvöldi, það er auðséð að fólk hefir nóga pen- inga. Leikl.ist stendur á mjög háu stigi í Sovétríkjunum, leik- sýningar Rússanna geta orðið mannii ógleymianlegar og þarna er það alþýðufólkið, sem fyllir ieikhúsin og alla skemtistaðina, líka þá bestu, það sér maður hvergi annarsstaðar. Hvar skilduð þér munninn eftir?. FR&MHALD á 4. síðu. Vikan 9o—15. jan. 1938. Erlend yfiplit, 2. Prent er það einkum, sem vakið hefir athygh heimsins vikuna sem leið: Setning Sovét- þingsins, fall frö'nsku stjórnar- innar og framsókn fasismans á Balkan og í Dónárlöndum. Cfaautemps-stjórnin féll vegna þess nð hún var farin að víkja frá stefnu alþýðufylkingarinnar. Undanfarið hefir biiið milli Ghautemps og hægrimanna í radikala-flokknum annarsvegar og frönsiku verklýðshreyfingar- innar 'hinsvega stækkað ört Stjórnin hefir slegið á, »frest« ýmsum af starfsskrármálum al- þýðufylkingarinnar, fjármála- stefna Bonnets hefir í þýðing- armáklum atriðum brotið í bág við yfirlýsta stefnu vinstri flokkanna, utanríkispólitík Chautem.ps-st,jórnarinnar, af- staðan til Spánar og undanláts- semin gegn fasismanum, var orðin mjög óvinsæl af alþýð u manna. Það sem af er vetrar, hefir dýrtíðin aukist, og at- vinnurekendur hafa gengið á það lúalag að neita að hlýða á- kvæðum verkamálalögg j af ar- innar, og hefir stjórn Chau- temps látið það viðgangast, og í einstökum tilfellum gengið á móti verkamönnum. Nokkru fyrir nýárið skarst, í odda með þessum, aðilum, verka- mönnum og ríkisstjórn, sem var studd af verkalýðsflokkunum, og jafnaðarmenn sátu í. Verk- fall hófst hjá Goodrich-Tyyes í París, og sátu verlkamenn kyrr- ir í, verksmíðjunumi Stjórn Chautemps gaf fyrirskipun um að lögregla yrði látin, reka verkamenn af vinnusitöðvunum. En verkalýðssambaindið brá við, safnaði liði, og þegar lögreglan kom að, hafði mikill fjöldi verkamanna slegið varnarhring um verksmiðjurnar, og varð lögfeglan frá að hverfa án þess að til átaka kæmL Síðan hefir verið mikiö um verkföll í París og víðar í Frakklandi, verka^ menn krefjast launahækkunar til þess að mæta dýrtíðinni, en víða eru verkföllin áðeins vörn gegn árásum atvinnurekenda. Stórfenglegast og víðtækast var þó verkfall bæjarverka- manna o. fL í París um há- tíðarnar. Chautemps beitir sér eindregið gegn verkfallinu, og gerði ráðstafanir til að brjóta það á bak aftur með hervaldi, að boði stijórnarinnar voru jóla- vörur fluttar til París á bryn- vörðum herflutningabílum.. — Kommúnistaflokkurinn einn studdi frá byrjun verkfalls- menn, og má telja ,að fullur sig- ur fengist. En hvorki Chau- tempts né verkamenn voru á- nægðir. Á þingi franska Kommúnista- flokksiins í.Arlés, er hal.dið var um jólin, lýsti aðalritari flokks- ins, Maurice Thorez, því sem, alþýðan hefði öðlast með stjórn alþýðufylkingarinnar. Fjörutíu stunda vinnuvika, borguð sum- arleyfi, allsiherj,arsaimnÍ!nga,r, allir launaverkamenn og sýslun- armenn hafa fengið launahækk- un, eftirlaun örkumJa hermanna og ellistyrkir hafa stórum a,uk- ist. Menningarstiaxfsemi alþýð- unnar margfaldaist vegna hins stutta vinnutíma og bættrar af- komu, bændurnir fá nú tvöfaJt verð fyrir korn sitt, þref alt verð fyrir vín, tvöfalt verð fyrir kvik- f járafurðir, og fyrir mjólkina fá þeir SOfo hærra verð. Ut- söluverð hefir þó ekki hækkað neitt svipað því eiíns mikið, því að tekist hefir að draga, mjög úr miilliliðakostnaðinúm!. Auk þess hafa bæmdur fengið greiðslu- frest á skuldum1. En þstta er ekki nóg, sagði Thorez. Pað verðuir að halda á,- fram framkvæmd á starfsskrá alþýðufylkingarinnar. — Pað verður að taka upp nýja stefnu í tanríkistmálum, hætta undan- látsseminm við fasismann. Frakkland verður að standa í fremstu fylkingum, lýðræðis- ríkjanna. Við kommúnistarnir erwm reiðubúnir til að taka þátt í slíkri stjórn, sem framkvæmir starfsskrá alþýðufylkingarinnar og tekur upp nýja stefnu i utan- ríkismálum. Pegar þetta er ritað, er enn ór víst um stjórnarmyndun í Frakk landi. En, frönsku alþýðunni hefir fleygt svo fram, í stjóirn- miájaþroska og samtakamætti á síðustu árum1, • að erfitt verður að stjórna landinu án ajþýðu- fylkingarinnsr. »1 engu landi, utan Sovétríkjanna á verkalýð- urinn við eins víðtækt frelsi, eihis góð kjör að búa og í, voru landi«, sagði Thorez í Arlés, og verkalýðurinn mun verja frelsi sitt og réttindi til hins ýtrasta. Undanlátssemi lýðræðisríkja Vestur-Evrópu við fasismann gefur Hitler og Mussolini nýja og nýja sigra Frönsiku kommúnistunum. er það Ijóst, að gfcefna Frakklands í utanríkismálum hefir verið, er og verður örlagarík fyrir afdrif Evrópu í baráttunni milli fas- isma og lýðræðis. Afleiðingin af undamlátsseminni, við f asismann, og fylgispektinni við stefnu bresku íhaldsistjórnarinnar hafa sýnt sig eftirminnilega vikuna sem leið. Fyrir mánuði síðan fór Delbos, utanríkisráðh. Frakk- lands, í póiliti'ska sendiferð um lönd LitlarBandalagisins. Fólkið hylti hann hvar sem, hamn fór, sá í honum og för hans von um öfJuga stoð stórveldisins franslka gegn fasismanum. En stjórn- málamennirnir1 í Rúmeníu, Júgóslavíu og Póllandi voru þeg- ar búnir að taka sínar ákvarð- anir, og Delbos kom til Prag, höfuðborgar Tékkóslóvakíu, tómhentur og lofroðalaus, margt bendir til þess að hann hafi meira að segja reynt að telja stjórnina á, að láta umdan kröf- um HitJers um, »sjálfstjórn« Þjóðverja í Tékkósilóvakíu og uppsögn vináttusamningsins við Sovétríkin. En bæði forsetinn og .forsætisráðherrann í TékkóslÓH vakíu gáfu út ótvíræðar yfir- lýsingar um að landið mundi reynast. trútt lýðræði og þjóð- f relsii og halda eins öflugu bandalagi við friSárofl heimsins og hægt væri. I vikunni ,sem, Jeið fór annar utanríkisráðherra í heimsókn til Dónárlandanna, og varð ólíkt meira ágengt. Var það fasastinn Ciano greifi. Utanrikisráðherra Póllandis, Beck brá sér til fund- ar við Hitler, og forsætísráð- herra Júgóslavíu, Stoyadino- vitsj, sem nýlega heimsótti Mussolini, skrapp líka til Berlín. Eftír heimsöknir þeissar og yfir- lýsingarnar, sem um, þær hafa verið gefnar út, má fullyrða, að fasíistaríkin hafi nú þegar trygt ,sér bandiamenn í Austur- ríki, Ungverjalandi, Póllandi, Rúmeníu, Búlgaríu og JúgóslóV FRAMHALD A 3. SIÐU

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.