Þjóðviljinn - 26.01.1938, Síða 2

Þjóðviljinn - 26.01.1938, Síða 2
Miövikudaginn 26. janúar 1937. PJÖÐVILJINN Raddir lescndanna Hvað býður íhaldið alpýðunni Hvernig- getur verkalýður Reykjavíkur að maklegleikum þakkað bæjarstjórnaríhaldinu »forsjá þess og umhyggju« í hagsmunamálum alþýðunnar. Þegar við verkamenn og' kon- ur Reykjavíkur lesum kosining- ará.vörpin í íhaldsblöðunum og' heyrum þau af vörum útsend- ara burgeisanna, þá ætti það ao snerta viðkvæma strengi í sál okkar að skynja. svona alt, í einu og ótvírætt, hvílíkt traust hinir voldugu íhaldsdrotnar bera til skilnings alþýðunnar á þeirri nauðsyn, að þeir hér eft- ir sem hingað til haldi áfram að vera milligöngumenn milli guðs og verkalýðsins, haldi á- fram af óendanlegtri »visku og réttlæti« að úthluta okkur þeim. verðmætum lands cg sjávar, er hin æðsta íorsjón hefur í eitt skifti fyrir öll lagt okkur að fótum til húsnæðis, fæðis og klæða, til viðhalds og eflingar andlegum og líkamlegum þroska og heibrigði, svo við getum orð- ið langlíf í landinu. Þeir treysta líka skilningi okkar á þeirra »fórfúsa« starfi, að safna leifunum, svo ekkert; spillist, því svo er móðir náttúra gjöful, að vitanlega getum við ekki hag- nýtt öll þau gæði, er hún lætur, okkur í té, þannig taka heild- salar, lyfsalar, útgerðarmenn og aðrit sannir íhaldsleiðtogar á sig kross alþýðunnar með því að velja sér hið »ömurlega« hlut- skifti hinna ríku, sem. ekki eiga fyriir höndum auðveldai'i leið um hlið himnaríkis en úlfaldi gegn- um nálarauga, oss öreigum tryggja þeir með náunga kær- leik sínum. greioan g'ang að söl- um himnanna, hvort sem við í dag eða á mcvrgun kveðjum dyra hjá Pétri ekki borgarst.jóra. Þrátt fyrir viðurkenda van- þakklætistilhneiging.u heimsins finnurn við aldrei betur en nú óbilandi traust. yfirstéttairinnar á að við sem njótum svo margs góðs af fórnfýsi hennar, mun- um nú við bæj arstjórn arkosn ingarnar 30. jan. samþykkja með atkvæðum okkar framleng- ingu á áframhaldandi einka- leyfi hennar til písla'rgöngu, al þýðunni til sáluhjálpar. Hjá mér hefur því miður læðst inn sá leiðinlegi grunur, að við alþýðumenn og konur eigum ekki þetta tiraust skilið, eigi allfáar raddir á meðal okk- ar hafa lá.tið til sín heyra og nöldrað um, að skamtur dag- legs brauðs mætti nú vera ögn rííari’, án þess að stofna sálar heill í beinan voða. Atvinnubótakarlarnir halda því fram, að þeir hefðu bara g'ott af að fá vinnuna, degi leng- ur, án þess að eiga á hættu að lifa í lúxus. Ver.kamannabörnin gætu kanske bætt utan á sig skjólflík svona um háveturinn, án þess þaó þyrfti að veíra orsök til kyeifarskapar. Styrkþegairnir f.ullyrða, að þeir m.undu ekki ofbjóða, maga sínum, þó að þeir borðuðu mei'ra en 80 aura virði á dag, I þess- ari dýrtíð, sem for dagvaxandi, sérstaklega þegar þeir verða aö taka nokkuð af þessum. skamti til ljóss, hita. og klæða. Ekkjurn- ar hafa þá bjai'gföstu trú, að þær mundu ekki deyja af van- líðan, þó þær fengju greidda húsaleigu, auk meðlags barn- anna. Þá þairf varla. að óttast, að gamalmennin yrðu eilíf þessa. heims, þó mannúðin gengi ekki á tréfótum að úthlutun ellilaun anna. Sjúklingarnir s.verja þess dýran eið, að þeir myndu ekki stofna til stiga.men.sku eða styrj- aldar, þó þeir fengju heilsu og fult þrek fyrir markvissari sam. hjá.lp meðbræðra, sinna en nú er fyrir hendi. Þá kem ég að ef til vill mest aðkallandi og háværustu kröfu verkalýðsins, og það eru ekki hvað síst konurnar siem gjöra þessa kröfu, og hún er í sam- bandi við húsnæðism.álin. Það eru sem sé mörg hundruð verka- mannafjölskyldur í þessum bæ, .sem. eru ne.yddar til að hafast við í húspiássi, sem er likara dauðiragTÖfum en bústöðum lif- andi fólks, og 50—70 kr. mán aðarleigu verður fólkið að greiða fyrir þessar niðurgröfnu, kol- dimmu kjallaraholur, fljótandi í r.aka og fullar af rottum og kakkalökkum. Andiúmsloftið er eitirað, bæði ungum og öldnum, og iitlu betri eru hanabjálkaloft sumra timburhjallanna. Ég er smeykur um að nokkuð mörgum húsmæðrum þyki leifasafnarar íhaldsins ganga skrefi of langt. Þeim finnist, að þeir hefðu átt að eftirlá.ta sér dálítið bjartari, hlýrri og- þæginda.m.eiri íbúðir en kjallarana með raka og rott- um sem helstu hugðarefni. Þessi .skortur á sæmilegum íbúðum hlýtur að leggjast mjög þungt og lamandi á mæðurnar, sem eiga það lilutverk að inna af hendii, að ala upp komanöi kynslóð, og skila heilbrigðum., þroskuðum og dja.rfhuga æskulýð inn á hin margvíslegu starfssvið þjóðar- innar. Líklega geigar nú föður- legri umhyggju íhaldsins fyrir öreigur.um örlítið fram hjá m.arki á, þessu sviði, að minsta kosti finnast. mér þær mæður ekki öfundisverðar, sem daglega verða að horfa á börnin, sín heyja vonlitla baráttu við grimm asta óvin æskunnar, hungursvof- una, horfa á þau föl og blóðlítil kirtlaveik og þroskalaus, með ef til vill dálítið veil lungu. Or,sök.ir. er skortur og ekki hvað síst s'kortur á sól og heilnæm.u lofti semi aðeins fsest með bættum húsakynnum og þessi "börn eiga að verða hinn skapandi kraftur þjóðfélagsins í framtíðinni. I stað þess að hvert tillit móður- innar til barnanna ætfi að vera gleðibjart. er þaó cft og tíðum þrungið óendanlegu vonleysi. En er þá ekki “hægt, að binda enda á þetta, vonleysi, vekja nýjar og b.jartar vonir, e.nda þótt það yrði banamein. einhverra vona sem nú dafna sæmilega. á kærleiks- heimili íhaldsins hér í Reykja- vík. Jú, ég er viisís um að þess- ar alþýðukonur og það fólk yfir- leitrfc sem örvæntir um. framtíð- sína og sinna vegna skorts á heil- næmumi húsakynnum með leigu- taxta er miðaðist við raunveru- legt verðmæti húsanna, en ekki taumlausa ,söfnunargræðgi okr- aranna. Lækkun húsaleigu mundi aftur þýða a.ukna lífs- möguleika á, öðrum, sviðum, og þetta fólk það skilur orgakir sí- harðnandi lífsbaráttu, það þarf aðeins hvatnjngu til að samein- ast um að hrinda af sér okinu. M. H. ka u p endur fá blaðið ókeypis til næstu mánaðamóta A-listinn þýðir atvinna, C-listinn at- vinnuleysi. Bremsur settur á skíða- slaða í smiðj- unni á Laugaveg 74 Vikan 16.—22. jan. 1988 Erlend yfirlit. 3. Nýjar stjórnir í Frakk- landi og Sovétríkjunum. Chautemps myndaði stjórn í Frakklandi 1 vikunni sem leið, og er enginn fulltrúi verkalýðs- flokkanna í nýju stjórninni, en jafnaðarmenn hafa lofað henni stuðningi. I síðasta vikuyfirliti var lýst ýtarlega aðdraganda stjórnarskiptanna, og skal ekki farið út í það hér. Um tíma leit út fyrir að verkalýðsflokkamir ætluðu að standa einhuga sam- an um kröfuna um sterka al- þýðufylkingarstjórn, sem allir flokkar hennar tækju þátt í, en það brást. Kommúnistaflokkur- inn lýsti sig reiðubúinn til að taka á sig sinn hluta ábyrgðar- innar af slíkri stjórn, en því var neitað. Nýja stjórnin hefir lýst sig fylgjandi stefnu alþýðufylk- ingarinnar, en allar líkur eru til að hún haldi áfram sömu hálf- velgjupólitíkinni og „hægri brosinu“ í fjármálum og utan- ríkismálum og fyrri stjórn Chautemps. Fjármálaráðherr- ann nýi, Marchandeau, er mjög óvinsæll af alþýðu manna, og Delbos er áfram utanríkisráð- herra, en utanríkispólitík Frakklands hefir varla nokkru sinni á síðari árum verið mátt- lausari og ósjálfstæðari en und- ir stjórn hans. Molotoff myndaði nýja stjórn í Sovétríkjunum á miðvikudag- inn var, og var þjóðfulltrúalist- inn einróma samþyktur af þingi Sovétríkjanna. Bak við þessa stjórn standa allar þjóðir Sov- étríkjanna, allar atvinnustéttir þjóðanna, hún er sterkari og voldugri en aðrar ríkisstjórnir vegna þess að hún er einingar- tákn og samnefni allrar alþýðu í sjötta hluta heimsins, og hef- ir ekkert annað hlutverk en að gæta hagsmuna alþýðunnar, verkamanna, bænda og mennta- manna Sovétríkjanna, og stuðla að frið á jörðu og framsókn lýð- ræðis og frelsis með stefnu sinni í utanríkismálum. Talsverð mannaskipti hafa orðið í stjórn- inni og hefir þjóðfulltrúalistinn birst hér í blaðinu. Ákafir bardagar á aust- urvígstöðvunum á Spáni. Grimmilegar loftárásir. Alla þessa viku hafa verið á- kafir bardagar á austurvíg- stöðvunum. Eftir fall Teruels fyrir sókn stjórnarhersins um áramótin, eiga hersveitir stjórn- arinnar ólíkt hægara um vik á þessum vígstöðvum. Teruel stendur á landræmu, sem skarst eins og tangi inn í land stjórnarhersins, og þaðan var sífeld hætta á að slitið kynni að verða sambandi milli Barcelona og austurhéraðanna, Valencia.. Með töku Teruel er sú hætta ekki lengur fyrir hendi, og stjórnarherinn á hægra með að flytja her sinn til og frá eftir vígstöðvunum með skömmum fyrirvara, síðan hann náði Teruel-tanganum úr hendi upp- reisnarmanna. Enn er barist á- kaft í nærsveitum Teruels og ítalskar og þýskar flugvélar láta eldi og dauða rigna yfir, íbúa borga, sem ekki koma nálægt styrjöldinni. En sigurvissa spænska lýðveldisins er óþrjót- andi, og hin hetjulega vörn stjórnarhersins virðist vera að snúast upp í vígdjarfa sókn. Múhameðstrúarmenn rísa gegn Bretum og Frökk- um. — Verður Súez- skurðurinn á valdi Musso- íinis í næstu styrjöld? I vikunni varð brúðkaup kóng'sins í Eg'yftalandi, og með þeim ósköpum, að brúðurin kom þar hvergi nálægt, en sendi karl- fauskinn föður sinn í staðinn. Fréttin hlýtur að vera sönn, því að hún er ekki ein af þeim frétt- um, sem Morgunblaðið hrósar sér af að hafa birt eitt blaða. Undanfari þessa brúðkaups eru deilurnar milli hins seytján ára Farouks kóngs og ráðuneytis sjálfstæðisflokksins egypska, sem hann setti af í ársbyrjun. Látið hefir verið í veðri vaka, að þarna væri um að ræða deilur ungs og „frjálslynds“ konungs við vondan karl, að nafni Nahas Pasha, foringja sjálfstæðis- flokksins, og hafi sá viljað loka drotninguna tilvonandi inni í kvennabúri og banna henni að sýna sig blæjulausa á manna- mótum. En fögnuðurinn, sem stjórnarskiptini í Egyftalandi vakti í Berlín og þó einkum. í Róm, bendir í aðrar áttir, enda er hin sanna ástæða mun alvar- legri en deila um blæju drottn- ingarinnar. Það ólgar og sýður í öllum þjóðum! múhameðstrúar- manna, um lönd þeirra í Afríku og Asíu hefir undanfarin ár far- ið pólitísk og þjóðemisleg vakn- ing, og hefir ítalski fasisminn séð sér þar leik á borði, og náð sterkari og sterkari áhrifum á múhameðstrúarþjóðirnar með hverju ári. Hefir verið beitt til þess látlausum og kostnaðar- miklum undirróðri, auk þess sem ítalía hefir gert þýðingar- mikla vináftu- og viðskiptasamn- inga við arabaríkin Hedjaz og Yemen, og ekkert sparað til að koma sér í mjúkinn hjá aröbum og æsa þá gegn yfirráðum Breta og Frakka. Þetta hefir verið því auðveldara, sem. stjóm Breta og' Frakka á löndum Múhameðstrú- armanna hefir allt fram á þenna dag verið eftir gömlu „fyrir- myndunum“ um nýlendustjórn og meðferð á nýlenduþjóðum. Afleiðingin hefir orðið sú, að þær þjóðir, sem eiga að heita sjálfstæðar, hafa bundist föst- um tengslum, með uppistöðu í sameiginlegri menningu og trú- arbrögðum, og einnig brotist um með vopnabraki, svo sem í Palestínu. Nú sem stendur eru fjögur ríki múhameðstrúar- manna í Þjóðabandalaginu, Egyftaland, Tyrkland, Iran (Persía) og Irak (Mesopota- mía). Af þessum ríkjum er Egyftaland þýðingarmest í bar- áttunni um heimsyfirráðin, og þá einkum í baráttunni milli fasistastórveldisins ítalíu og Bretlands. Það er Egyftaland, sem ræður Súez-skurðinum, og þar með siglingum um Miðjarð- arhaf til Austurlanda. Italski. fasisminn hefir því lagt alt kapp á að vinna þar fótfestu. En þar hefir einnig verið örðug't um vik. Sjálfstæðisflokkurinn, Wafdist- arnir, og foringi þeirra, Nahas Pasha, sem barðist gegn Bret- um þar til Egyftaland fékk stjórnarfarslegt sjálfstæði, hef- ir á síðustu árum hallast að vin- gjarnlegri pólitík gagnvart Bretum, til þess að vega á móti ítölsku áhrifunum. Um Farouk konung er það vitað, að hann hefir áberandi fasistiskar til- hneygingar og stundarsigur hans yfir Nahas Pasha og sjálf- stæðisflokknum, þýðir opna. braut fyrir áhrif ítalska fasism- ans í Egyftalandi. En Wafdist- arnir eru langsamlega sterkasti flokkur þingsins, og baráttunni gegn fasistastefnu Farouks kóng's er ekki lokið enn. Og baráttan í Egyftalandi er ekki um blæju drotningarinnar, held- ur um Súez-skurðinn, barátta upp á líf og dauða, um hags- muni tveggja stórvelda, Bret- lands og Italíu. 23.—1.—’38. S. G.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.