Þjóðviljinn - 19.02.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.02.1938, Blaðsíða 2
Laugardagurinn 19. febr. 1938. PJODVILJINN Rerkjavíkurannáll h.f. „Fopnar dygdii? 66 Friðfinnur Guðjónsson og Gunnþórunn Halldórsdóttir í fyrsta þœtti leiksins. Það er hressandi að það skuli vera fajnð af stað aftur með »revyu« í Reykjavík.Það er yfir- leitt ekki svo mikiö af »humor« í sam,ba,ndi vjð stgórnmálin og listirnar hér, að menn ekki hljóti að gleðjast yfir hverri til- raun til, slíks. »Revya« þessi na&r vafalaust þeim aðaltíilgangi sínum að skemita mönnum ema kvöld- stund. Hún er vel til þess fallin — og ekki sparaðir »brandarairn ir«. Satt að segja þá f júka þeir — einkum f raman af — svo ört að áheyrandinn hefir vart við að hlæja. (Peir eru aö vísu grófir sumir og óþarflega meinfýsnir aðrir, en það yerður ekki við öllu gert). Sérstaklega faéfir »>millilið urinn« tekist vel hvað þetta snertir, er þeir Haraldur Á. Sig- urðsson og Tryggvi Magnússon kveðast á í »spakmælum«. Náði líka ánægja áhorfenda og hlátrá sköllih hámarki sínu þá, en dofnaði er á leið. • Leikendurnir fara yfirleitt mjög sæmilega með. hlutverk sín, ¦— en ekki verður heldur sagt að þau géri kröfu til neinnar sér- staklega mikillar leiklistar. Þeim Tryggva Magnússyni og Alfred Andréssyni tekst mjög v'el með hlutverk sín; rólegur, yfirlætis- laus leikur Haraldar Á. Sigurðs- sonar »undiirstrikar« »brand- aira« hans vel. Friðfinnur og Gunnþórunn sóma sér að vainda. Og þá vantar ekki að Gestur og þær Magnea. Sigurðsson og Sigrún Magnúsdótti'r prýði og fegri leiksvíðið. • Gangurinn í. leiiknum er í stuttu máli sá, að fólkið, sem í 1. þætti starfar á milliferða,- skipi, er í 2, þætti Otrðið tengt við »fjáraflaplansskrifstof u« rík isins, í, 3. þætti sent tál London og hittist þax á knæpu við að reyna áð ná þar ríku kvonfangi handa einum landanumi og hres,sa þannig við fjárhag ríkis- ins, — og í 4. þætti koma Lund- únafararnir .heilm með kvon- fangið, en höfðu fengið »vitlaust samba,nd« og tekið íslenska stúlku í stað enska .gullfuglsins, svo kassinn var jafn tómur eftir. Paðl, sem grínið aðallega er gert að, &r að vísu oorðið allslitið og sérstaklega þekt úr Speglin- um. Það er skriffinnskufarganið og igjaldeyrisvandræðin, Jónas og Ásgeíir,wEysteinn og Hambro o. a. frv. Inn í þetta eir svo flétt- að fjölda smáatvika úr bæjar- lífinu og bæjarslúðrinu. Þó þessi »revya« eigi vafalaust ekki að vera áróður fyrir neinn stjórnmálafldkk og sé ekki bor- in uppi af neinum markvissum tilgangi, þá setur samt hugsun- arháttur þeilrra, er hanai hafa sm,íðað, ákveðinn heildarsvip á hana. Og sá heildarsvipur er, — þó merkilegt megi virðast — há- brcddborgaraleg íhaldssemi. Ekki íhald í merkingunni »Sjálf- stæðisflokkur«, heldur bókstaf- lega hugsunarháttur þess manns, sem. álítar að þjóðfélags- ástand eins og t. d. ríkti fyrir 12 árurn sé það eðlilega og eigi helst að vera óumbreytanlegt. Út frá sjónarmiði gamallar yfir- Leikfélag Reykja- víkur og Þjóöviljinn Vegna fyrirspurna, sem bor- ist hafa um það, hvers vegna >Þjóðvi]jinn« sé hættur að flytja au'glýsingar frá Leikfé- lagi Reykjavíkur, skal það tekið frami, að félagið virðist hafa ákveðið að auglýsa ekki í blað- inu framar. Verð'ur slík ákvörðun tæpast skilin öðru vísi en svo, að félagið álíti leiksýningar sínar óvið- komandi þeim þúsundum: reyk- vískra alþýðumanna, sem dag- lega leisa »Þjóðviljann«, — nema aðrar ástæður liggi á bak við. Þjcðviljinn mun taka þetta mál bráðlega nánar fyrir. stéttar e,r háðinu einbeitt að »parvenu-unumi«, — að þeim möhnum; sem einkum í sam- bandi við Framsókn, hafa kom- ipt til auðs og mannvirðinga., og sem gömiul yfirstétt eðlilega lít- ur hornauga, svona álíka og em,- bættismenn Reykjavíkur litu út- gerðarmennina fyrir 20—30 ár- um. I beinu samræmi við þetita er lýsingin á sjómönnunum. Og það er heldur engin tilviljun að ákveðnar stofnanir, sem draga mætti, sundur í logandi háði, — eins og t. d. Landsbankinn, sleppa að heita m,á algerlega, nema rétt við að vera mintar á Scotland Yard." Leikendur og höfundar »Fornrá dygða,« eiga þökk skilið fyrir að hafa komjð þeim upp. Það er hressandi fjör yfir þeim. — En vissulega væri það á- nægjulegra að fá einu sinni til- þrifamikla pólitíska »revyu«, — t. d. eitthvað í stíl við »Alt í grænum sjó«, — til að stinga duglega á þeim kýlunum, sem mest er þorf á að hleypa út úr. B. i velunnarar pijis Muíiift að líí bladsins er nndip j»ví komið, hrernig áskrifendasöfnunin gengnr. Enn sem komið er virðist það vera langt frá því öllum þeim, fjölda alþýðumanna og verklýðssinna, sem kaupa Þjóðviljann og yilja að hann komi út sé ljóst hvað þarf til þess að halda úti dagblaði. I þeirri áskrifendasöfnun, sem fram befir farið síðustu 4 mánuði hafa ekki nema fáir menn tiltölulega verið starfandi. Og þessu fáu mÖnnum hefir tekist að 'safna upp undir 300 á- skrifendum. En þetta er ekki nóg til að trygga áframhaldandi útgáfu Þjóðviljans! Það verða máklu fleiri að bætast í hópihn til að starfa að útbreiðslu blaðsins. LESANDI GÖÐUR! Hefur þíi talað við fólkið, sem býr i sama liúsi og þú, — viö mennina og konurnar, sem þú vinnur með —• við kunningja þín.a, — um að gerast áskrifendur að Þjóðviljanum? Líf 'Þjóðviljans er undir því komið að hundruð nýrra á- skrifenda bcetist við og það strax. Þú berð sjálfur fjöregg Þjóðviljans í hendi þér. Ef þú ert áhugasamur og duglegur við að að breiða hann út, þá lifir hann. — En ef alþýðan, sem gef ur hann út„ ekki stendur vó'rð um ha,nn og eykur útbreiðslu hans, þá deyr hann. Þíi átt nú að velja um hvort þú viit að Þjóðviljinn komi út áfram eða ekki. Sýndu vilja þinn í verkinu — vilja þinn til að komu Þjóð- viljanum inn á hv.ert heimili og tryggja, þannig áhrif hans og útbreiðslu! Eftirfarandi kvæði hefir Þióðvilj- anum borist. Ef bja.rgráð þyg'g ég bænum frá svo batni þyngsta raunin áttatiu aurar þá eru hæstu launin. Eftir því sem eg hef frétt og ollir skapi þungu, hafa fengi.ð hærri rétt hundarnir í Tungu. Bæjarstjórnin blessuó gat bygt þeim hús við veginn, fá svo krónu fyrir mat flökkuhunda greyin. Þessi dýr ég tryggust tel þó tiðum kunni að slóra. Þau munu sjálfsagt virða vel verkin borgarstjóra; Ef. hann kemur á þá lóð, upp þeir hefja »kóra«, allir góla ástarljóð utan I borgarstjóra. Dafna grös á grundunum • ;% gráðug lýftist brúnin, því hratið er úr hundunum haft á bæjartúnin. Líklegust er» leiðin sú, að léttai kjörin þungu, Ef hei.llar krónu hundabú hefðist við í Tungu. Ef haglega, væri haldiB á og hentugt meðlag fundið, úrgangurinn yrði þá eina krönu pundið. Fátæklmgur fær ei nedtt, sem frekust þjáir byrði, því öreiginn er yfirleitt ekki hundsins vriði. Fátækt linast fengi þá og fremur gengi í haginn, ef við mættum aðeins fá eina krónu um daginn. Fátæklingar flestír sjá á fótum tveim sem lafa að meira af bænum framlag fár sem fjórar Lappir hafa. Þurfalingur. hefi ég opnað í Suðurgötu 4. Annast öll venjuleg lögfræð- isstörf óg samningsgerðlr, kaup og sölu fasteígna og verð- bréfa, Hefi fyririiggjandi nokkrar húseignir og ræktað erfðafestuland utan við bæinn. Daglegur viðtalstími minn er kl. 3—5 síðd. Olafar Þorgrímsson9 SuðurgötU 4. lögfræðingur. Sími 3294. Tilkynning. Að gefnu tilefni, skal pað tekið fram^ að Vinnufata og sjóklæðaverslunin í Hafnarstræti 15, er okkur að öllu leyti óviðkomandi. Sjóklæðagerð íslands h.f. x Vinnufatagerð íslands h.f. Tilkynning Frá útgáfufél. Þjóðviljans. AlHr þevt> sem ennbá eiga eftir að skila söfnunargögnum frá söfnuninni s. 1. haust verða tafarlaust að koma þeim á af- greiðfelu Þjóðviljans. Ný söfmm verður hafin 1. mars, þessvegna veirða þeir fáu, sem eiga eftir að skila gögnunum, að gera, það nœstu daga. Útgáfufélagið'

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.