Þjóðviljinn - 19.02.1938, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.02.1938, Blaðsíða 4
þJÓÐVIUINN Kvoldskemtun heldur Skuggahverfissellan að Hótel Skjaldbreið í kvöld, kl. 9. SKEMTIATRIÐI: 1. Ungur rithöfundur: Ný saga. 2. Píanósóló. 3. Sig. Guðmundsson: Upplestur h. Skuggsjá. 5. ? ? ? Innganguir kostar kr. 1.00. Ágóðinn rennur til Þjóðviljans. — Allir v-elkomnir! Skemtinefndin. Dansleik heldur glímufélagið ÁRMANN í Ið'nó í kvöld, 19. febr. kl. 10, til ágóða fyrir skíðaskála félagsins í Jósefsdal. Hljómsveit Biue Bojs ^ Ljóskastarar. Aðgöngumiðar fást á afgr. Álafoss í allan dag og í Iðnó frá kl. C í kvöld. Reykjavíkurdeild K. F. I. Deildarfundup verður haldinn á morgun • (20. íebrúar) kl. lt e. h. í Alþýðuhús- inu við Hverfisgötu. DEILDARSTJÖRNIN SjB l\íý/a T5io ss Rússneska kvefið. (Ryska Snuvan). Sænsk háðmynd frá Svensk Filmindustri er sýnir á skoplegan hátt hverjum augum Svíar líta starfsemi kommúnista í Svíþjóð. Aðalhlutverkin leiika: Edvin Adolphson, Karin Svanström, Sickan Carlson o. fl. Aukamynd: hinn heims- frægi Donkósakkakór syngur gamla rússneska þjóðsöngva. Næturlæknir Sveinn Pétursson Garðastræti 34, sími 1611. Næturvörður er þessa viku í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. Utvarpið í dag 20.15 Leikrit: »Fröken Júlía<<, eftir August Sti’indberg (Soffía Guðlaugsdóttir, Anna Guðmundsidóttir, Gestur Páls- son). 21.50 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. Ðansleikur heldur glímufélagið »Ármann« í kvöld kl. 10 í Iðnó. Ármenning- ar efna til dansleiks þessa til styrktar skíðaskála sínum í Jo- sefsdal, og þarf ekki að efa, að bæjarbúar muni fjölmenna, bæði til þess að skemta sér og ein,s til þess að styrkja gott málefni. Skipafréttir Gullfoss er á leið til Kaup- mannahafnar frá Leith. Goða- foss er á útleið frá Vestmanna- eyjum. Dettifoss er á leið til landsins frá Hull, Lagarfass er á leið til útlanda frá Seyðisfirði. Selfoss er í Reykjavík. Drottn- ingin er á leið til Reykjavíkur frá Kaupmannahöfn. Kvöldskemtun heldur Skuggahverfissellan að Skjaldbreið í kvöld. Sjá augl. á öðrum stað hér í blaðinu. Bjarni Björnsson endurt. skemtun sína á morg- un kl. 3 í Gamla Bíó. Hefir Bjarni hugsað sér að þessi skemtun verði sú síðasta að sinni 'og þarf ekki að efa, að ýmsa muni fýsa. að hlusta á hann, sem ekki hafa ennþá kom- ið því við. Esja Burtför skipsihs er frestað til kl. 9 í kvöld. Deildarfundur verður haldinn í Reykjavík- urdeild Kornmjúnistaflokksins á morgun kl. 11 1 Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. »Bláa kápaii' verður sýnd á sunnudaginn kl. 3 e. h. í Iðnó. Allir aðgöngu- miðar að síðustu sýningu seld- ust upp á svipstiundu. Póstferðir á morgun F rá Reykjavík: Þimgvellir. Til Reykjavíkur: Dr. Alex- andrine frá útlöndum og Detti- foss frá útlöndum. 30 ára afmælishátíð knatts])y.rnufélagsins »Fram« verður haldinn í kvöld kl. 71 stundvíslega að Hótel Boa’g. Happdrætti Drætti í happdrætti Skíða- skála, Ármanns í Jósefsdal hefir verið frestað til 19. malrs. «Armann» fer skíðaferð á morgun ef veður leyfir. Farmiðar seldir í versl. Brynja, og á skrifstofu fé- lagsins kl. 6—8 í kvöld. Klofniiiguriim í 41þfl. FRAMHALD AF 3. síðu. brottrekstri Héðins Valdimars- sonar. Þessi orð verða ekki skil- in öðru vísi en sem ný hótun hægri mannanna um að kljúfa raðir verkalýðsins, ef hann reynir til þe,ss að sameinast Með þessu hyggjast: hægri foring-j- arnir að slá niður vilja meiri hluta sambandsþihgsins í. haust. ■ En undir niðurlag ávar.psins geta vissulega allir Alþýðu- flokksmenn tekið að »vera ein- huga um að halda Alþýðuf lokkn - um á þeim grundvelli, sem einn tryggir honum öruggan viðgang og möguleika til þess að sam- eina alla alþýðu þessa lands: grundvelli jafnaðarstefnunnar og lýðræðisins«. En það er furðuteg bíræfni að taka. sér slík orð í munn, þegar í. hlut eiga menn sem fótum troða alt, lýð- ræði í flokknum og vinna leynt og- ljóst að því að kljúfa flokk- inn, menn, ,sem við öll tækifæri svara sameiningunni með brott- rekstri úr flokknum og hótunum um sér hckur á hjáleigum Jón- asar frá Hriflu. Gömla l3io % Prír fóstbræður Stórfengleg og spennandi amerísk talmynd, gerð eft- ir hinni ódauðlegu skáld- sögu. ALEXANDER DUMAS Sýnd kl. 7 og 9. Brunabótafélag íslands AÐALSKRIFSTOFA: Hverfisgata 10, Reykjavík. UMBOÐSMENN í öllum hreppum, kauptún- um og kaupstöðum. LAUSAFJÁRTRYGGINGAR (nema verslunai-vörur) hvergi hagkvæma'tri. Best að vátryggja laust og fast á sama stað. UPPLÝSINGAR OG EYÐU- BLÖÐ á aðalskrifstofu og hjá umboðsmönnum. Yænt, ódýrt Ærkjöt. Norölenskt Dilkakjöt. NýsTÍðln Svið. Kjötverslunin lerðiibreið Fríkirkjuvegi 7. Sími 4565 Baum. Helena Willfiier 53 Hann hafði enga hugmynd haft um samband henn- ar og Rainers, en haldið að hún væri algerlega köld fyrir ástamálum. Upplýsingin um að hún væri þung uð gerði hann hissa, Hann gat: vel hugsað sér það. að undir vissurn kringumstæðum væri Helenu trúandi til að fremja líflát með fullu samþykki mannsins, v.egna þess hve köld hún var og viljasterk. Var það hugsanlegt, að Helena Willfúer hefði get- að útvegað sér morfín á tilraunastofunni, eða ann- arsstaðar |)ar ,sem, hún átti aðgang að sem efnafræð- ingur, spurði rannsóknardómarinn. 1 ampúllum er tóku 0.02 grömm? Nei. Skamtur- inn 0,2 grömm í eina sprautu bentil ákveðið til þess að þar var læknir að verki, .sagði Ambrosius, og bætti við, ótilkvaddur: »öll aðferðin bendir ótvírætt til þess að hér er um sjálfsmorð læknis að ræða. Ungfrú Will- fúer hefði farið öðru vísi að«. . »Er sjálfsmorðsaðferðum líka skipt eftir háskóla- deildum? Hvernig mundi efnafræðingurinn fara að«, spurði dómarinn með ákefð, hann vildi vita sem mest um þetta, stöðu sinnar vegna. »Efnafræðingurinn«, sagði Ambrosius seinlega, og horí'ðl í gaupnir sér, »efnafræðingurinn hefir örugga og handhæga aðferð til að svifta sig lífi. Hann leysir zyankalium upp í saltsýru, og myndar þannig blásýru. Svc- rispar hann sig í fingurinn og stingur honumi niður í upplausnina, og er dauður á sömu sekúndunni. Þetta er þægilegasta aðferðin —«. >: Sérlega fróðlegt«, sagði rapnsaknardómarinn, en honum vai’ð illa, við. Hann misti smátt og smátt alla löngun til að halda áfram rannsókninni í þessu Will- fúer máli, sem engan enda ætlaði að taka. Ambrosius fór út og gekk niður að ánni. Hvað þetta gat verið Ix>linmóð á, dag eftir diag ra,nn hún í sama farveginum. Þá var maðurinn frjálsari og átti fleiri möguleika, Hann ga,t hætt því að vera rnaður og gert sig að dálítilli hrúgu af lífrænum efnasambönd- um, Hann gat látið brenna líkama sinn í þægilegu líkbrensluhúsi, og orðið að dálitlu af CO2 og H20, svolitlumi vatnsseitli og kolsýruögn. Ambrosius hló skuggalega. Þetta var ekiki svo fráleit hugmynd. Hann setti svolítið hv ítt duffc í gla,s, sótti heljar- stóra flösku yfir á hillu, og helti úr henni í annað g'las. Svo tók hann þriðja glasið, hentd því. í stein- gólfið, og rispaði sig á vísifingri vinstri handar með ei .a brotisnu. Eitt andartak horfði hann dapur á blóðdropana, sem reitluðu fram. Hann hugsaði enga hugsun lengur. Næst helti hann vatnslögg og síðan vökvanum úr glasinu yfir hvíta, duftið. Þetta var besta aðfea’ðin, og ,sú fljótvirkasta. Alveg örugg. Hver megnar að horfa tdl botns í huga mannsins? Hver vogar að skynja .sjálfan sig til fulls, alla eymd sína og allan sinn hlægilega vesaldóm? Þarna yar hann, efnafræðingurinn Ambrosiius prófessor, albú- inn þess að kveðja lífið, og átti aðeins eina ósk, þá að útþurka sjálfan sig. Þarna var glasið, sem blá- sýrar var að myndast í, tryggingin fyrir skjótum og öruggum dauða. Ambroius lét aftur augun, greip niður í vasa sinn og tók upp marghleypuna, þá sömu, sem hann hafði notað er hann eyðilagði málverkið, lyfti henni snöggt upp að hægri gagnauga sínu og hleypti af. * X X Það var hann Hörselmann aðstoðarmaðurinn á lík- skurðarstofunni, sem batt enda á rannsóknina, er staðið hafði á þriðju viku Þessi hægláti og áreiðan- legi maður gat sannað það með óhrekjandi rökum að Fritz Rainer, læknir, var örfhentur, og hafði alt- af beitt fyrir sig vinstri hendinni, líka við læknis- aðgerðir. Þar með var fengin fullnægja.ndi skýring á því, hversvegna sprautað hafði verið í hægri ha,nd- legg hans,. Þegar þetta v;a>r upplýst orðið, var em- bættiismiaður sendur til Helenu Willfúer, í fangelsis- klefann, og látinn lesa yfir henni skriflega tilkynn- ingu þess efnis, að málinu gegn henni væri hætt vegna þess að sannanir vantaði. Brottför hennar var engin sigurför, heldur lúkanai og íálmandi endurvaknipg til lífsins, því nú var alt orðiö öðruvísi en áður. Friedel beið eftir henni við fangelsishliðið og var með asters vönd í hendinni. »Ertu með asters«, spurði Helena hissa. Haustfríin voru byrjuð, og kyrlátara og fámennara í bænum en venjulega. Helena spurðist varlega fyrir um hagi Frie-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.